Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 27
Þriðjudagur |4. april 1964 MORGUNZLAÐID 27 Pólskir leiðtogar í Moskvu Ræða ágreining kommúnista- ríkjanna — Krúsjeff 70 ára á föstudag ! Moskv’U, Varsjá 13. apríl (NTB) í DAG kom pólsk sendinefnd til Moskvu í boði Sovétstjórnar- innar. Formaður nefndarinnar er WladysJaw Gomulka, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, en auk hans eiga saeti í henni Josef Cyrankiewics, forsætisráðherra Póllands og Adam Rapacki, utanríkisráðherra landsins. Strax við komuna tii Moskvu hófu hinir pólsku gestir viðræð- ur við Krúsjeff, forsætisráð- herra og fleiri Sovétleiðtoga. Viðræður þessar fóru fram fyrir luktum dyrum, en talið er full- víst að þær hafi snúizt um deilu yí ir- Verkfall vofandi í Norep;i Osló 13. apríl (NTB) ALÞÝÐUSAMBANDIÐ í Noregi tók í dag ákvörðun um að áður boðað verkfall skuli hefjast á miðnætti aðfaranótt laugardags nk. Að undanförnu hafa Alþýðu sambandið og vinnuveitendur ræðst við um kaup og kjör og reynt að komast að samkomu- lagi með aðstoð sáttasemjara ríkisins, en á meðan frestuðu launþegar verkfalli sinu. Takist samningar ekki áður en verkfallið skellur á n. k. laugardag, verður það hið um- fan.gsmesta í Nóregi frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Mun það lama margar iðngreinar og t. d. mun öll vinna við bygg- ingar leggjast niður. kommúnistaflokka Sovétríkj- anna og Kina. Það var ekki fyrr en s. 1. fimmf.udag, sem skýrt var frá ferð Pólverjanna til Moskvu, en þann sama dag gaf pólski kommúnistaflokkurinn út 2000 orða yfirlýsingu þar sem lögð er áherzla á stuðning við kommún- istaflokk Sovétríkjanna í deil- unni. í yfirlýsingu er ekki studd tillaga Krúsjeffs um ráðstefnu æðstu manna kommúnistaflokka 'heims, þar sem ágreiningurinn verði ræddur, en hins vegar leggja Pólverjar tii að hinir ýmsu kommúnistaflokkar reyni að lsegja öldurnar með viðræð- um. Fréttamenn telja, að auk deil- unnar milli kommúnistaflokka Kína og Sovétríkjanna verði ræddur vináttusamningur Pól- verja og Rússa, sem undirritaður var fyrir 20 árum og rennur út á þessu ári. Pólska sendinefndin kom til Moskvu í morgun og á flugvell- inum tók Krúsjeff á móti henni ásamt forseta Sovétríkj- anna, I.eonid Bresjnev, Anastas Mikoyan, fyrsta aðstoðarforsætis ráðherra og flokksritaranum Mikhail Suslov. í ræðu, sem Gomulka hélt á flugvellinum sagði hann m. a. að kommúnista- flokkar Póllands og Sovétríkj- anna væru sammála um stefnu og markmið kommúnistaríkja heims. Gomulka sagði, að ein- ing kommúnistaríkja og flokka væiri skylda, sem hin sameigin- lega sögulega ábyrgð legði þeim á herðar. Aðgerðir, sem miðuðu að því að rjúfa þessa einingu væru mjög skaðlegar og þær Krúsjeff Þýzka fréttastofan hefur sennilega þýtt fréttina eftir skeyti frá Tass, en fréttastof- an í Moskvu var fljót að full- yrða að fréttin væri ekki frá henni komin. Krúsjeff á 70 ára afmæli n.k. föstudag og það virðist hugsanlegt að . . _ *■ - , misskilningur hafi orðið í því stofunnar Tass sagði í kvold, “ Framh. af bls. 1 furt er skýrt frá því að verið sé að reyna að komast að sannleikanum.“ Næsta skeyti kom frá NTB og var svohljóðandi: „Einn af ritstjórum sovézku frétta- að fréttin um lát Krúsjeffs væri fáránleg, segir Reuter í Þegar AP hafði lokið AP: „Óljósar fregnir um að Krúsjeff forsætisráðherra væri látinn bárust um heim- inn á mánudagskvöldið, en Moskvu.“ Við tók skeyti frá við að senda þessa frétt, lét NTB frá sér heyra á ný: „Um kl. 11 ( norskur tími) á mánu dagskvöldið sendi vestur- þýzka* fréttastofan DPA frá alls engin leið var að fá stað- sér frétt um að Krúsjeff for^ festingu. Þýzka fréttastofan sætisráðherra væri látinn DPA, sem fréttin er runnin Þremur stundarfjórðungum frá hefur beðið aðrar frétta- síðar sagði hins vegar einn stofur að taka hana ekki bók- staflega að svo komnu máli. Tass fréttastofan hefur engar um lát Krúsjeffs væri fárán- af ritstjórum Tassfréttastof- unnar sovézku, að fréttin fréttir fengið um, að Krú- sjeff sé sjúkur og Moskvu- útvarpið sendir létta klass- iska tónlist. leg og um leið skýrði DPA frá því að fréttin hefði verið send vegna bess að misskilizt hefði skeyt. frá Tass.“ skyldu allir fordæma. Krúsjeff svaraði með stuttri ræðu og sagði m. a., að kommún istaflokkur Póllands hefði allt- af unnið ötullega að eflingu einingar með kommúnistaflokk- um heimsins og slíkt væri lofs- vert. Talið er að pólska sendinefnd- in dveljist í Sovétríkjunum fram að næstu helgi, en á föstudaginn verður Krúsjeff for- sætisráðherra 70 ára. Gert er ráð fyrir að kommúnistaleið- togar í A.-Evrópu fjölmenni til Moskvu í tilefni afmælisins og Krúsjeff muni nota tækifærið til þess að ræða við þá deilurnar við Kínverja. — Kýpur Framh. af bls. 1 Aðalverkefni liðsins sé að stilla til friðar þar sem upp úr sjóði og reyna að koma í veg fyrir að Grikkir og Tyrkir gangi á samninga, sem gerðir hafi ver- ið í þeim tilgangi að varðveita friðinn. Yfirmaður hverrar deildar liðsins skal ráða hvenær vopn- um sé beitt, þ.e.a.s. ef áðurnefnd ar forsendur eru fyrir hendi, og honum ber að gæta þess að vald sé ekki notað óhóflega. T. d. má ekki nota sjálfvirk vopn nema í sérstökum neyðartilfellum. Sem fyrr segir, er Makaríos erkibiskup enn í Aþenu. í gær ræddi hann lengi dags við Griv- as, hershöfðingja, en talið er að þeir .hafi ekki verið á eitt sáttir. I dag ræddi Grivas við Papan- dreou, forsætisráðherra Grikk- lands. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, hefur farið þess á leit við þjóðir, sem sent hafa gæzlulið til Kýpur, að þær sendi einnig nokkra tugi óbreyttra lögreglu- þjóna. Austurríkismenn hafa orðið við þessari beiðni, en Finn ar neitað. Svar hefur ekki bor- izt frá fleiri þjóðum. U Thant hefur einnig farið þess á leit við stjórnir Grikklands og Tyrk- lands, að hermenn þeirra á eyj unni verði settir undir yfirstjórn SÞ. íjSPJtfSK-X >« '•A '\"»W •»'W5JKse-«/v.x>t'Ww !q #. -s. Bílnum skipað upp úr Gullfossi Kennslubíll frá Deutz kemur til landsins HLUTAFELAGIÐ Hamar hyggst nú auka að mun þjónustuna við eigendur dráttarvéla af Deutz gerð, með því m. a. að senda sér- stakan kennslubíl ásamt við- geitðar og eftirlitsbfium þeim, sem fyrirtækið hefur um mörg undanfarin ár haft í ferðum til að hjálpa bændum með viðhald á dráttarvélunum. Blaðamenn voru í gær kynntir fyrir herra W. Ackermann, sem kom með kennslúbílnum hingað til lands, og skýrði hann ásamt Júlíusi Halldórsson, deildar- stjóra, og Tómasi Arnasyni, véla eftirlitsmanni, frá allri þessari starfsemL Sjón var auðvitað sögu ríkari. Inni í hílnum gat að líta sundur tekinn mótor, ásamt öllum vél- hlutunum klofnum í tvennt. Meðferðis í bílnum eru kvik- myndavélar og gnægð af filmum til skýringar efninu. Kennslu- bíll þessi mun vera hérlendis í 5 vikur og verður á þeim tima reynt að ná til sem allra flestra bænda, sem Deutzdráttarvélar eiga. 2 viðgerðarbílar frá Hamri verða í fylgd með þessum, en nú nýverið hefur verið bætt við nýj um viðgerðarbíl. Fyrirtækið hóf viðgerðarþjónustuna með 1 bíl árið 1957. Var sú þjónustu á sinni tíð algert brautryðjenda- starf. Er í ráði, að elzti bílinn verði staðsettur á Norðurlandi í framtíðinni, svo að losna megi við langan akstur við að koma bændum til aðstoðar. Kennslubíllinn mun hefja ferðalagið 14. apríl og fara fyrst til Selfoss, síðan austur um sveitir, þá vestur og norður um land. M. a. mun verða komið við á Hvanneyri og Hólum og bænda- efnum kynnt dráttarvélin. Félagið, sem framleiðir Deutz dráttarvélar, er elzta mótorvéla fyrirtæki í heiminum og á um þessar mundir 100 ára afmæli. Að þessi kennslubíll fékkst hingað, stafar af mikilli sölu á Islandi á gerð þessari, en tæp- lega 1000 vélar hafa verið flutt- ar inn til íslands. Þeir eigendur Deutz-dráttár- véla, sem hug hefðu á að nota sér þessa kennsluþjónustu í með ferð vélanna, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við umboðsmenn Hamars eða aðal umboðið í Reykjavík. Gerhard Schröder gagnrýndur Erhard iekur upp hanzkann fyrir hann Bonn 13. apríl (NTB) UTANRIKISRÁÐHERRA Vestur-Þýzkalands, Gerhard Schröder, hefur sætt gagn- rýni af hálfu flokksbræðra sinna í Kristilega demókrata flokknum að undanförnu. 1 dag gekk Ludwig Erhard, | u m (krusjtsjov) i l o n d o n 13/4 (ntb-reuter) ved 23-tiden mandagnkveld sendte oet vest-tyske nyhet soyrþet * dpa ut en melciing om at stat sminister ( nikita krusjtsjov var död. tre kvarter senere uttaLte imidLertio I: en av nedaktörene i oet sovjetiske nyhetsoyrpet tass at mzLdinyen I om krusjtsjovs död var en ren tþpeLiyhet, og dpa seLv oppLyste samtidig at meLdingen skyLdtes misforstþeLse av en russisk- | sendíng fra tass. —ah/van I. Skeyti frá NTB þar sem fréttin var borin til baka. li C 3 CiO *., } AP.vlL lo <í>? )-n VáCUE iiEPORT JPHZAT AJíOUNS THEHÍ ■ U.'. vt. i •.■.V.? á’ HICHT THAT 30V1ZT S0LOTLY m co:f?I Jii A TI o i\ G£n•.•.:' :zv,z ao:.: 'CY ■■rnic:: ct?ic_k?.tze t:t IJnnhaf é*.»n.s; sikp.vkmu frá Ap. KHp.USH CHEV HAS DIE D , :di tots kanzlari, fra>m fyrir skjöldu og varði Schröder. Hann sagði, að hann treysti utan- ríkisráðherranum fyllilega og þeir, sem gagnrýndu utan- ríkisstefnuna ættu að beina gagnrýni að kanzlaranum. Það var talsmaður stjórn- arinnar í Bonn, sem las ummæli Erhards upp fyrir fréttamenn. Var litið á þau sem svar við á- rás málgagns Kristilegra demó- krata í Bayern á Söhröder, en fyrrv. varnarmálaráðherra V.- Þýzkalands, Franz Josef Strauss,. er leiðtogi flokksins í Bayern. Frá því að Strauss fór úr stjórn- inni 'hefur *hann haldið uppi stöð- ugri gagnrýni á Sehröder fyrir að vera frjálslyndari í afstöð- unni gagnvart Sovétríkjunum en Strauss sjálfur. Strauss er ábyrgð armaður blaðsins, sem birtir á- rásirnar á Schröder, en hann skrifar ekki greinina, sem um er að ræða þessu sinni og hefur höfundur hennar lýst því yfir áð hann beri fulla ábyrgð á henni. I greininni var fyrst og fremst gagnrýnd ræða, sem Schi-öder hélt fyrir skömmu á flokksfundi í Múnchen. Erhard sagði í yfir- lýsingu sinni í dag, að ræða þessi hefði hlotið samþykki flokksins áður en hún var flutt, og ekkert í henni hefði brotið í bága við stefnuna, sem . fulltrúar Þjóð- verja, er flæmdir voru frá yfir- ráðasvæðum kommúnista, sam- þykktu að fylgja fyrir skömmu. — Jarðskjálftar Framh. af bls. 1 sín um 200 km. fyrir vestan Belgrad, eða mitt á milli höf- uðborgarinnar og borgarinnar Zagreb, og á jarðskjálftamæl- um í Belgrad mældist harð- asti kippurinn 8 stig. í þorp- um nálægt upptökum jarð- skjálftans hrundu mörg hÚ3 og menn urðu miður sín af hræðslu, en enginn lét 1-ífið. Jarðskjálftakippirnir í Ung- verjalandi voru ekki .eins harðir og í Júgóslavíu, en þó hrundu þar nokkur hús, þar á meðal bækistöð kommú- nistaflokksins í borginni Szekszard. Mikill ótti greip um sig er jarðskjálftans varð vart og þaut fólk út úr húsum i Bel- grad. Útvarpið gerði hlé á dag skrá sinni til þess að segja frá jarðskjálftanum og reyna að róa menn, því að sérfræð- ingar fullyrtu, að kippirnir yrðu ekki fleirL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.