Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 28
IELEKTROLUX UMBOOIO 'lauoavíoi Míími 21800 84. tbl. — Þriðjudagur 14. apríl 1964 I KELVINATOR KÆLISKAPAR Mskís. LAUGAVEGI Kjálkabrotinn á báð- um og nefbrotinn í slagsmálum í Keflavík AÐFARANÓTT sunnudags slóg- ust tveir menn svo rækilega utan við Ungmennafélagshúsið í Keflavík, að annar kjálkabrotn- aði báðum megin og nefbrotnaði. í>etta gerðist kl. 12—1 um nótt- ina, áður en dansleik lauk. Sá slasaði var keflvískur sjómaður, en hitt er Reykvíkingur sem starfar við fiskvinnslu í Kefla- vík. í>egar lögreglan kom á vett- vang var Reykvíkingurinn horf- inn, en fannst skömmu seinna, l>ar sem hann reyndi að dyljast í húsagarði. Var hann tekinn fast ur. A honum sáust engir áverk- ar. Hinn maðurinn var fluttur til læknis og síðan á Landsspít- alann. í>égar Keflavíkurlögreglan var á leið heim í leigubíl veitti lögregluþjónn athygli bifreið, sem ekki virti biðskyldu við Hlíð arveg og Hafnarfjarðarveg og þar tveimur dögum síðar. Gunn- ar var 66 ára að aldri. var ekið eitthvað undarlega. Meðan hann gáði betur að, ók bílstjóri þar aftan á leigubílinn sem lögreglan var í. Reyndist ökumaður drukkinn og var af- hentur lögreglunni í Hafnarfirði. Lézt of slysför- um við höfnina GUNNAR Halldórsson, verka- maður, Laufásvegi 45B, lézt á laugardagsmorgun á Landakots- spítala af völdum slyss, sem hann varð fyrir sl. fimmtudag við Reykjavíkurhöfn. Gunnar var að vinna við að taka á móti vörum úr Brúar- fossi. Stóð hann uppi á palli vörubifreiðar, er stroffa slóst í hann. Féll hann niður af pallin- um og höfuðkúpubrotnaði. Hann var fluttur á sjúkrahús og lézt Blnðamanno- klúbbur 1 kvöld BLAÐAMANNAKLÚBBURINN er opinn í kvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum fyrir blaðamenn og gesti þeirra. Gestur kvöldsins er Lúðvíg Hjálmtýsson og mun Ihiann spjalla um veitinga- og gisfihús og ferðamál. Hefst spjall Lúðvígs kl. 9.30. Verkfall hjá verkamönnum Tveir ísl. togarar héldu þaðan til Hull DEILUR komu upp sl. sunnudag um landanir úr togurum í Grims by, sem leiddu til þess að hafn- arverkamenn lögðu niður vinnu við fisklandanir. Brezkum tog- araeigendum tókst að láta sjálf- boðaliða landa miklum hluta afl- ans úr brezku togurunum, en er- lendir togarar voru útilokaðir á meðan frá löndun. Tveir ís- lenzkir togarar, Askur og Ingólf- ur Arnarson, komu á sunnudag til Grimsby með fisk til sölu. Þeir héldu báðir til Hull, til að Fjallvegir ill- færir eða lokaðir FYRIR helgina gekk hríð yfir Norður- og Vesturland og teppt- ust ýmsir fjallvegir, en aðrir urðu þungfærir. Siglufjarðar- skarð lokaðist alveg og varð að skilja þar eftir 4 bíla. Gekk fólk- ið úr bílunum. I einum þeirra var lík, sem var verið að flytja suður, og var það sótt daginn eftir og borið niður. Einnig lok- aðist alveg Lágheiði til Ólafs- fjarðar, nema hvað jeppar hafa farið þar yfir. Skv. upplýsingum frá vega- málaskrifstofunni var leiðin norður í land sæmileg, nema hvað Öxnadalsheiði var illfær. Bílar skröltu þó þar yfir, en í gær var ýta á leið upp til að ryðja veginn. Vaðlaheiði var fær bílum. Á Vestfjörðum lokaði þessi snjókoma Breiðadalsheiði og Botnsheiði og þar hafði ekki ver- ið hægt að hreinsa í gær.' En Þorskafjarðarheiði og Þing- mannaheiði voru lokaðar fyrir. Nýmæli í útsvars- og skaftamálum í KVÖLD flytur Gunnar Thor ný viðhorf skapazt í þessum eddsen f já.rmálaráðherra efnum <(> mun ráðherrann ræðu á Varðarfundi um efnið: gera þau að uir‘alsefni. Að Nýmæli í útsvars- og skatta- lokinni ræðu hans verða frjáls málum. ar umræður . Eins og alkunna er voru Allt Sjálfstæðisfólk er hvatt gerðar viðtækar skattalækk- til þess að koma til fundar- anir 1960 og aftur var skatta- ins, sem haldinn er í Sjálf- lögunum breytt 1962. Nú hafa stæðishúsinu og hefst kl. 8,30. landa þar á þriðjudag og mið- vikudag, áður en hafnarverka- menn í Grimsby höfðu með at- kvæðagreiðslu ákveðið í gær- kvöldi að taka aftur upp vinnu á þriðjudagsmorgun. Eftirfarandi fréttir af deilum fékk M)bl. í einkaskeyti frá AP og í símtali við F. Huntly wood- cock, fiskiráðunaut ísl. sendiráðs ins í BretlandL Stéttarfélag hafnarverka- manna í Grimsby sér uta að af- ferma togarana og eru meðlimir þess allir sérslaklega skráðir til þess. Félagið hefur veitt sam- þykki sitt til, að þegar mjög mik ið berst að af fiski á sumrin, megi ráða lausamenn til hjálpar vfð landanir. Á sungmdaginn réðu togaraeigendur 144 lausa- menn til uppskipunar, en hafn- arverkamenn töldu að það hefði hafnar- í Crimsby verið óþarfi og þetta væri brot á samþykktum reglum. Á miðnætti á sunnudag lögðu 540 verkamennirnir niður vinnu v i<5 togarana af þessum sökum 0;» héldu verkamenn verkfall- inu áfram á mánudagsmorgun. íiomið var upp sjálfboðaliðs- sveitum frá togaraeigendum og skrifstofuliði, sem landáði helm- Lng, til tveim þriðju hlutum af 1100 lesta afla, er beið í 30 tog- urum. Meðan á verkfallinu stóð voru ailir erlendir togarar útilokaðir frá löndun í Grim'Sby. íslienzku togararnir tveir, Askur og Ing- óitfur Arnarson, sem voru ný- k.omnir með 270 lestir af fiski, bréldu yfir Humberfljót til Hull Cjg ætluðu að landa þar fyrir þriðjudagsmarkaðinn og mið- vikudiagsmarkaðinn, Askur um 117 lestum og Ingólfur Arnar- s-on 150 lestum. í gærkvöldi ákváðu hafnar- verkamenn í Grimsby með at- kvæðagreiðslu að taka aftur upp vtnnu á þriðjudagsmorgun. Lýðræðissinmar sjálf- kjörnir í Frama LAUGARDAGINN 11. apríl var geirsson. Meðstjórnendur: Jakob Þorsteinsson og Gestur Sigur- jónsson. Stjórn Launþegadeildar er nú skipuð þessum mönnum: For- maður: Pétur Kristjánsson. Vara formaður: Kristján Jóhannes- son. Ritari: Einar Steindórsson. útrunninn framboðsfrestur til stjórnarkjörs í Bifreiðastjórafé- laginu Frama. Einn framboðslisti barst í hvorri deild félagsins og var því sjálfkjörið í báðum deildum. Stjórn Sjálfseignarmannadeild ar er nú skipuð þessum mönn- um: Formaður: Bergsteinn Guð- jónsson. Varaformaður: Narfi Hjartarson. Ritari: Kristján Þor Tvö börn fyrir bíl Á LAUGARDAG urðu tvö börn fyrir bíl á Langholtsvegi, á móts við húsið nr. 106. Bifretd var á leið eítir Langholtsveginum, er níu ára drengur hljóp skyndi- lega fram fyrir hann. Bílstjórinn reyndi að forða slysi með því að beygja frá, þannig að drengur- inn lenti aðeins á framhorni bíls ins og féll út fyrir hlið hans. Þegair bílinn sveigði út af lenti hann á 8 ára gamalli telpu, sem varð fyrir framenda bílsins, er hann var að renna á steingarð. Er talið að hún hafi orðið þar á milli, en hún iærbrotnaði. Var telpan, Ragnheiður Arnardóttir, Sigluvogi 12, fiutt á sjúkrahús, en drengurinn, Hjalti Eggerts- son, Langholtsvegi 103, var flutt ur á slysavarðstofuna með skrám uir á fótum og kúlu á höfði og síðan sendur heim. Árekstur á Holtavörðuheiði Á SUNNUDAG óku tveir Reykj* víkurbílar saman á Holtavörðu- heiði skammt fyrir ofan Forna- hvamm. Mættust bílarnir á blind hæð og lentu þar saman. í Volks wagen bílnum voru 4 manneskj- ur, en tveir í Saab bílnum. Eng- in alvarleg slys urðu á fólki og má það teljast mildi, svo harð- ur sem áreksturinn varð. Báðir bílarnir eru mjö.g mikið skemmd ir að framan, svo sem sést á myndinni. Kallað var á lækni frá Kleppjárnsreykjum og iögreglan úr Borgarnesi kom á slysstað. Akranesbátar AKRANESI, 13. apríl. — Tveir nótabátar lönduðu hér á laugar- daginn, Sigurður 55 tonnum og Höfrungur II 27 tonnum. f nótt kom Höfrungur III inn með 20 tonn. Treg veiði hefur verið í þorskanetin yfir helgina. Þórarinn Olgeirsson alvarlega slasaöur ÞÖRARINN Olgeirsson, ræðis- maður íslands í Grimsby, lenti í bilslysi sl. laugardag og liggur mikið slasaður í sjúkrahúsi. Þórarinn var á leið heim í hádegismat í bíl sínum á laugar- dag, er árekstur varð milli hans og ungs pilts á reiðhjóli. Lauk því svo að bíll Þórarins lenti á tré. Við það slasaðist Þórarinn, sem var einn í bílnum, fjögur rifbein brotnuðu og eitt þeirra heíur gengið inn í lungað. Skv. fréttum sem blaðfð fékk frá Eng landi í gær, liggur Þórarinn hættulega slasaður í sjúkrahúsi. Þórarinn hefur um árabil ver- ið umboðsmaður íslenzkra tog- ara í Grimsby og ræðismaður ís lendinga þar í yfir 15 ár. skeyti frá AP fréttastofunni, þar sem segir: „íslenzki ræðismaöur inn í Grimsby, Þórarinn Olgeirs son, sem hefur unnið mikið starf í sambandi við landanir ís- lenzkra togara, er þungt haldinn eftir bílslys í Grimsby sjúkra- húsinu, skv. upplýsingum þaðan á mánudag. Ræðismaðurinn, sem er 81 árs að aldri, lenti í bíl sínum I árekstri við hjólreiðamann á laugardag. Hjólreiðamaðurinn Nigel Daa Gay, er einnig illa slasaður. Þórarinn Olgeirsson er kunnur maður við höfnina í Grimsby, þar sem hafnarverkamenn og togarakarlar kalla hann „Uncle OIgy“. Sonur hans er togara- í gærkvöldi barst Mbl. einka- skipstjóri í Grimsby.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.