Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 17
I Þriðjudagur 14. apríl 1964
MORGUNBLAÐIÐ
17
■ / fáum orðum
Framh. af bls. 12
ingar hafi reiðst mér fyrir bók
ina. Þá var ég ungur og lét
ýmislegt flakka. Stutt kynni
af borg hljóta að vera yfir-
borðsleg, það sem maður get-
ur metið er: arkitektúrinn og
maturinn, hvorugt til fyrir-
myndar 1936. En maturinn hef
ur vafalaust batnað síðan.“
„Er1 nokkuð sem þér sakn-
ið sérstaklega?“
„Nei. Landið er jafn æsandi.
Norðrið hefur alltaf freistað
mín. Fyrir tveimur árum fór
ég til Hammerfest ' Norður-
Noregi. Það var stórkostlegt.
Þjóðverjar lögðu þorpið í eyði
1945, hvert einasta hús, én nú
hefur það verið' byggt upp
aftur.“
„Þér minnist á Þjóðverja
í Letters from Iceland.“
„Ég talaði im nasistana,
sem voru hér á ferðalagi um
svipað leyti og ég. Ég hitti
bróður Görings á Akureyri."
„Nei, það var á Hólum.“
„Jæja, einmitt á Hólum. Ég
hitti líka einhverja Þjóðverja
við Mývatn. Þeir voru alltaf
að tala um íslenainga sem
fyrirmynd germanska þjóð-
flokksins. Það var óþolandi."
„Á einum stað í bókinni
verðið þér reiður vegna þessa
skrafs Þjóðverja og segið að
þeir geti þá átt þetta íslenzlca
þjóðfélag með gangsterdyggð
Sagnanna, ef ég man rétt.“
„Það getur verið, ég man
það ekki. En ég hef alltaf
kunnað að meta Sögurnar.
Það er einkennilegt hvað per-
sónur þeirra eru dregnar upp
á líkan hátt og nú gerist. Sög-
urnar eru mjög nútímalegar
að allri gerð. Höfundar þeirra
.voru langt á undan sínum
tíma. Það er merkilegt hvað
þeir hafa hlutlausa afstöðu
til persónanna’ og segja frá
skýringalaust. Það má gera
ráð fyrir að höfundur Njáis
• sögu hafi verið kristinn mað-
ur, en hafið þér tekið eftir
því hvað hann segir hlutlaust
frá kristnitökunni? Já, ég hef
alltaf dáðst að Sögunum. Fólk
inu er lýst eins og nú er gert.
Og það er gaman að sjá hvaða
hlutverki konan gegnir í þess
um gamla skáldskap. Gömlu
söguhetjurnar gátu aldrei
haft hemil á kerlingunum sín-
um, ef marka má lýsingar
Sagnanna..“
„Eigið þér við að það sé
líka nútímaleg afstaða?“
Skáldið hló:
„Nei. En konurnar höfðu
frelsi, þær höfðu meira að
segja frelsi til að hleypa öllu
í bál og brand. Hallgerður,
Guðrún....“
„Eitt kemur mér spánskt
fyrir sjónir í Letters from
Iceland. Þér segið að karl-
menn séu betur klasddir en
kvenfólkið.“
„Já, þannig var það þá.“
„En flestir útlendingar sem
koma til íslands dúst að ís-
lenzku stúlkunum.“
„Þeim hefur farið • mikið
fram í ,klæðaburði.“
Yið snerum talinu aftur að
Sögunum. Auden sagði:
„Ég var að segja blaða-
manninum í morgun, að það
hefði ávallt heillað mig, hve
vel íslendingar skrifuðu prósa
mörgum öldum áður en slíkar
sögur voru skrifaðar annars
staðar í Evrópu. En það
skringilega er, að Engil-
Saxar voru að tileinka sér
þessa tækni einmitt á sama
tíma og norrænir víkingar
gerðu strandhögg á Bretlands-
eyjum og eyðilögðu alltsaman.
Ástæðan til þess að íslending-
ar skrifuðu þessar sögur var
tyenns konar; í fyrsta lagi
voru skáldakvæðin svo flókin
og erfið að það var ómögulegt
að segja sögur í þeim, eins og
gert var í ljóðum annars stað-
ar í Evrópu; í öðru lagi losn-
uðu fslendingar við latnesku
mælskulistina, sem hafði mik-
il áhrif annars staðar og
Evrópa hefur til dæmis aldrei
ætlað að losna Að. En by the
way ég mun vera eini Eng-
lendingurinn sem hefur ort
fullkomið dróttkvæði.
Fyrsta skáldverk í líkingu
við Sögurnar var skrifað . í
Englandi á 15. öld. Ég varð
mjög undrandi þegar ég las
fyrst bók eftir Hemingway,
því mér fannst ég hafa lesið
þennan stíl áður, klipptan og
skorinn. Þegar ég atihugaði
málið sá ég í hendi mér að
stíll hans var í ætt við Sög-
urnar. Samt veit ég ekki til,
að hann hafi lesið íslendinga
sögur.“
„Þér umgangizt margt
merkra manna erlendis. Haf-
ið þér sagt þeim frá Sögun-
um?“
„Já, auðvitað kem ég þeim
að. Og þegar þetta fólk hefúr
lesið þær, hefur því oftast þótt
mikið til koma. En sumum
finnst ættartölurnar leiðin-
legar. Mér finnst þær aftur á
móti skemmtilegar. Ég hef
gaman af að vita hvaðan þessi
eða hinn maðurmn er, hverjir
eru foreldrar hans, forfeður.
Það er partur af forvitni
minni. Ég er samt ekki svo
forvitinn að ég hafi gaman af
að lesa símaskrána ykkar, hún
er óskaplega flókin.“
„Vitið þér hvað íslenzku
ungskáldin nefnast, þau sem
hafa reynt að brjóta nýjar
leiðir?“
„Nei,“ svaraði Auden og
lagði við eyrun.
„Þau eru kölluð atómskáld.
Það er orðið skammaryrði í
íslenzku. Það þykir hvorki
gott né fínt að yrkja órímuð
ljóð, ég tala nú ekki um ef
þau eru líka stuðlalaús, þó
fæstir viti nú orðið hvað
stuðull er.“
„Ég þekki ekki íslenzkan nú
tímaskáldskap. “
„Ég er hræddur um að þér
yrðuð oft dreginn í dilk með
atómskáldum, ef þér væruð
íslendingur."
„Jæja. Ég þykist vera mijög
hefðbundið skáld. Ég yrki
jöfnum höndum rímað og
órímað. Ung skáld um allan
heim gera sínar tilraunir. Það
er heilbrigt og eðlilegt. En
þeir sem rísa gegn tradisjón-
inni verða aðvitaundanhverju
þeir eru að brjótast. Þeir sem
segja: Ég ætla að hætta að
nota stuðla, verða að vita
hvað stuðlar eru. Það er ekki
hægt að segja skilið við það
sem maður ekki þekkir. Á því
flaska sum ung skáld. Annars
er skáldið frekar eins og hús-
gagnasmiður, en athafnamað-
ur. Hann skapar áþreifanleg-
an hlut. Að vísu veit hús-
gagnasmiðurinn, þegar hann
byrjar á borði, hvað það á að
vera stórt og hvernig það
muni líta út, en skáldið veit
ekki með vissu hvernig kvæð-
ið verður, fyrr en hann hefur
lokið því. Eins og húsgagna-
smiðurinn ætlast til þess að
borðið verði notað, þannig
hlýtur skáldið einnig að gera
ráð fyrir því, að ljóð hans
verði lesið í framtiðinni. Að
yrkja ljóð er ekki áhlaupa-
vinna, mínútumar skipta ekki
máli. Skáldið þarf ekki að
vita hvað er að gerast
þessa eða hina mínútuna, með
an hann er að 'yrkja ljóðið.
Um það er ekki spurt. Þegar
ljóðið er fullgert hefur það
tekið ákveðið form og losnar
við höfund sinn og bíður les-
endanna, jafnvel þó það sé
ekki gott. Skáldið hefur gert
sitt bezta. Það reyndi, nú von-
ar það. Eins og húsgagnasmið-
urinn hefur það reynt að
koma í veg fyrir að fætur
borðsins séu mislangir. Það er
lítið gaman að völtum ljóð-
um. Nú þegar allir hlutir eru
að verða alþjóðlegir, málara-
listin, arkitektúrinn, allt — er
gaman að eiga listgrein, sem
getur ekki orðið alþjóðleg.
Ljóðið verður alltaf annað
hvort enskt, þýzkt eða ís-
lenzkt og málið sem það er
ort á mótar það og. hefur áhrif
á gerð þess. Ljóðin sem ort
eru í Englandi eða Þýzkalandi
geta aldrei orðið eins og flug-
vellirnir í þessum löndum,
nákvæmlega eins.“
„En hvað segið þér um' tung
una á þessum síðustu og
verstu tímum alþjóðáhyggj-
unnar.“
„Hún er alls staðar í hættu.
Við verðum að berjast gegn
misnotkun hennar í blöðun-
um og víðar og reyna að
bjarga henni undan peim, sem
sífellt eru að misþyrma henni.
Karl Kraus hefur sagt þéssa
ágætu setningu: Menn skilja
ekki þýzkuna sem notuð er
í blaðamennskunni, og ég
get ekki sagt þeim að
þeir skilji hana ekki. Svo
slæmt er ástandið að verða,
haldið þér það ekki? Og enn-
frer.iur segir hann: „Mál mitt
er alþjóðahóra, sem ég verð
að gera að „virgin".
„Yirgin", endurtók ég á
ensku. „Ég kem ekki fyrir mig
hvaða orð það er á íslenzku."
„Jæja,“ sagði Auden og hló.
„Það er kannski ekki til í ís-
lenzku! Hvílíkt land.“
Og það var eins og honum
þætti allt í einu skemmtilegt
að lifa.
„Jú, það hlýtur að vera til,“
fullyrti ég.
„Skiljið þér það?“ spurði
hann.
„Já, auðvitað. Látum okkur
nú sjá. Það þýðir víst mey, já
ósnortin, hrein.“
Það var eins og skáldið
væri ekkert sérstaklega á-
nægður með að við ættum
þetta islenzka orð. En hann
lét það ekki frekar í Ijós.
„Yður þykir gaman að fást
við málið?“
„Já,“ svaraði hann ákveðið.
„Fátt skemmtilegra. Það hef-
ur líka orðið atvinna mín að
vinna með má.ið, ekki sízt
enskuna, sem er mjög auðug
á margan hátt. Það er
skemmtilegt að velta fyrir sér,
hvað þetta orð merkir eða
hitt.“
„Ætli ljóðið haldi velli?“
spurði ég hikandi.“
„Það er að vísu ekki mjög
vinsælt sem stenóur. Því mið-
ur get ég ekki gert að því, en
ég hef unun af ljóðinu. Og
enn er fjöldinn allur af góðu
fólki sem ann ljóðinu. Það
hefur einn kost, að það er
ekki hægt að gleypa það með
húð og hári eins og margar
skáldsögur, og kasta því svo.
Of margar nútima skáldsögur
eru þannig, að fólk étur þær
eins og súpu og hugsar ekki
frekar um þær. Ef manni geðj
ast að ljóði, býr það um sig
í huganum og lifir þar áfram.
Og maður leitar þess aftur
og aftur.“
„Finnst yður Island póetískt
land?“
„Já, það hefur haft djúp
áhrif á mig. Fyrir mér er ís-
land heifög jörð. Minningin
um það er ávallt bakgrunnur
þess, sem ég geri. Það skiptir
ekki máli þó ég mipnist ekki
oft á landið, það er jafn mik-
ill partur af lífi minu fyrir
það. Ég get vt rið að skrifa
um eitbhvað allt annað, en
samt er það einhvers staðar
nálægt. Það ei öðruvísi en
allt annað. Það er stöðugur
■hluti af lífi mínu, þó ég sé
ekki alltaf með það milli tann
anna. Ég sagði að það væri
einskonar bakgrunnur, það er
rétt. Ég gæti líka sagt að ís-
land væri sólin sem bregður
lit á fjöllin án þess hún sé
neins staðar nærri, jafnvel
horfin bak við sjónhring.“
Við minnturast aftur á
skáldskapinn. Auden sagði að
það væri bjánalegt að halda
því fram, að öll ljóð ættu að
hafa samskonar form, annað-
hvort rímað eða órímað. Þetta
væri einungis spurning um
aukið -frelsi. „Frelsið," sagði
hann, „er gotf fyrir þá sem
vita, hvernig á að nota það.
Hina getur það eyðilagt.
Frelsið leggur manni á herðar
val og ábyrgð. Þegar áhrifa
arfsins gætir ekki lengur,
taka við áhrif tízkunnar, en
þau vara sjaldnast nema árið
út. Það getur verið hættulegt
að kunna ekki að velja eða
hafna. Mér finnst skrítið, þeg-
ar gagnrýnendur skrifa um
skáld, eins og þau séu bílar.
Þeim er skipt ’. flokka eftir
árgerð, skáld fimmta tugsins,
sjötta tugsins, o.s.frv. En
póesían á lítið skylt við bála.“
„Það hefur verið talað um
að yðar kynslóð hafi lært af
Eliot og hafi verið mjög bylt-
ingasinnuð.“
„Við erura allir hefðbundn-
ir í stíl og formi. En ekkert
skáld getur unað við það að
endurtaka fortíðina. Það verð-
ur að finna sina eigin rödd.
Eins og maður hefur sína
eigin skrift, verður hann að
hafa sinn eigin tón. Skáldið
verður að hafa tilfinningu
fyrir arfinum, en einnig verð-
ur það að vita hvernig á að
brjótast undan honum.“
„Getur menntun komið að
gagni?“
„Nei.“
„En kunnátta í málinu?*
„Jú, auðvitað. Það er hægt
að læra ákveðin grundvallar-
atriði í lífinu, en þau geta
aldrei verið endir á neinu,
lífið sjálft er bezti kennar-
inn.“
„Ég var að lesa eftir yður
kvæðið „1. september 1939“ í
gærkvöldi.“
„O, ég hata það. Ég held
það sé fölsun. Það er ekki
skrifað með minni hendi. Ég
hef reynt að breyta því og
laga það, en það hefur ekki
tekizt. í því er falskur tónn.“
„Ég man sérstaklega eftir
þessari ljóðlínu: Við verðum
að elska hvert annað eða
deyja.“
„Ó, þessi fræga lína! En hún
er ónýtt rusl. Það hefur í för
með sér marga ókosti að vera
gamall, en einn-góðan' kost:
maður þekkir sjálfan sig bet-
ur og takmörk sín. Og að
deyja í þessari ljóðlínu er
falskur tónn. Við deyjum
hvort eð er, það er um engan
annan kost að ræða. Ef þessi
lína hefði gefið í skyn, að
eitthvað deyi í okkur sjálf-
um, þá væri hún í lagi. En
hún gerir það bara ekki.
Þannig verður ljóðið ósatt.
Og maður má ekki Ijúga í
ljóði.“
„Hvað lesið þér nú helzt af
ljóðum?‘
„Miðalda kvæði".
„Mundi það bera vott um
að þér séuð að gam.last?1
„Nei, ég hef alltaf haft
ánægju af þessum kvæðum.
Og ég hef lært af þeim.“
„Voruð þér einhverntíma
kommúnisú, eins og sagt hef-
ur yerið?“
„Ég var aldrei í Flokkn-
um.“
„En þér voruð einhversstað-
ar á línunni?*
„Já, og óg er ekkert óánægð
ur eftir á að hafa kynnzt
ritum Karls Marx. Ég hef lært
margt af honum og hin síðari
ár hef ég skilið ýmislegt sem
ég hefði ekki getað skilið, ef
ég hefði ekki þekkt verk
Marx. En nú er ég orðinn
kristinn maður og genginn í
ensku biskupakirkjuna."
„Þér trúið þá á Guð.“
„Já, það geri ég. Ég var
uppalinn í kristinni trú, en
þegar ég var ungur, fannst
mér allur kristindómur ein-
ber vitleysa. Nú er ég kom-
inn á aðra skoðun. Það er
ómögulegt að gera neina
grein fyrir því, það eru ótal
hlutir, sem hafa áhrif á líf
manns. Og ég vil ekki gerast
prédikari vfir öðru fólki, það
verður sjálft að finna hvað
er því fyrir beztu.“
„Líður yður nú betur?“
„Betur?“ Hann svipaðlst
um. „Viljið þér koma með
reikninginn,“ sagði hann við
stúlkuna. „Hvernig á ég
að svara því, hvort mér
líður betur eða ver,“ fór hann
undan í flæmingi. „Lichten-
ber-g sagði svo vel: „Það er
mikill munur á því að trúa
ennþá eða trúa aftur.“ Ef
maður trúir ennþá, er óþarft
að hugsa frekar um málið,
þa'ð er afgreitt. En ef maður
trúir aftur, hefur maður þurft
að hugsa og komast að nýrri
niðurstöðu. Það er þrosk-
andi.“
„Og það hafið þér þurft að
gera?“
„I suppose so.“
M.
Auden, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Nordal og Tómas Guðmundsson. — Myndin er tekin
í veizlu menntamálaráðherra í Káðherrabústaðnum.