Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 15
r Þriðjudagur 14. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Sænski leikarinn Victor Sjöström í hlutverki Fjalla-Eyvindar i kvikir.yndinni, sem hann gerði 1917. Victor Sjöström lék Fjalla Eyvind 38 ára en „Að leiðarlokum" 78 dra gamall KVIKMYND Ingmars Berg- mans „Að leiðarlokum" hefúr nú verið sýnd í Hafnarfjarðar biói í margar vikur. Aðalhluf verkið leikur Victor Sjöström og var þetta síðasta kvikmynd in hans. Leikur hans hefur fengið mikið löf, en hann yar þó leng'st af æfinni ekki frægastur fyrir kvikmynda- leik, heldur gerð kvikmynda, og var einn af brautryðjend- um í kvikmyndalist kringum 1920. f>á var það sem Victor Sjöström gerði kvikmyndina um Fjalla-Eyvind eftir sögu Jóhanns Sigurjónssonar og lék sjálfur aðalhlutverkið. Myndin um Fjalla-Eyvind tók Sjöström árið 1917. Um hana segir í kvikmyndasögu Georges Sadoul að stíllinn á kvikmyndagerðinni „Útilegu- mennirnir", eitis og myndin •hét sé alveg sérstakur. Allt frá fyrstu fjallamyndunum frá íslandi á tjaldinu virðist útilegumaðurih* vaxa út úr landslaginu, án nökkurrar sýnilegrar áreynzlu til að ná þeim áhrifum. Bærinn þar sem Eyvindur verður ástfang- inn af Höllu, (Edith Erastoff) sé aðdáunarverður, bæði í sjálfu sér og einnig sem um- gjörð um persónurnar. Ekki sé nokkurt misræmi sjáan- legt milli landslagsmyndanna og leiktjalda x kvikmyndá- verinu erlendis. Eftir að úti- legufólkið er komið upp í fjöllin, ríki þau stöðugt með nærveru sinni, en víki svo fyrir ástríðum elskendanna, og myndin færist þá í lítið hreysi. „Aldrei fyrr hefur tungumál kvikmyndanna ver- ið talað af slíkri list“, skrifar Sadoul í sögu sinni um kvik- myndirnar. Og kvikmyndasérfræðing- urinn Deluc skrifar að þetta sé fegursta kvikmynd í heimi. Sjöström sé þar stórkostlegur og landslagið hrífandi. Kvikmynd Sjöströms er skráð sem ein bezta kvik- myndin er gerð var árið 1917. Sjöström, sem er fæddur 1879 í Vermalandi í Svíþjóð, var þá búnn að vera leikari, svið- setjari , leikhússtjóri og kvik- myndaframleiðandi hjá Svenska síðan 1910, og hafði gert nokkrar myndir. Hann gerði margar myndir eftir verkum frægra höfunda, svo sem Selmu Lagerlöv, og Haw- íhornes. Á árunum 1925-30 starfaði hann í Hollywood og gerði þar margar myndir og einnig nokkrar eftir að hann kom heim. En eftir 1938 lék hann eingöngu í kvikmynd- um, og ekki mikið síðustu ár- in. Síðasta kvikmyndin hans „Að leiðarlokum“ er fallegur minnisvarði yfir hann, og honum til sóma. Þegar hann lék í henni, nær áttræður að aldri, var hann búinn að taka þann sjúkdóm, sem dró hann til bana skömmu seinna. NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem reis út af því, að Haraldur Jó- hannesson, hagfræðingur, Reyfcja vík krafðizt þess fyrir fógetarétti, að Ásta Hansen, yrði borin út úr húsnæði því, sem hún hafði haft til afnota í húsinu nr. 23 við Sól- heima í Reykjavík. Var í fógeta- rótti Reykjavíkur kveðinn upp úrskurður, sem áfrýjað var til Hæstaréttar. í málinu lá fyrir húsaleigu- samningur, sem aðilar höfðu gert sín á milli þ. 27. júlí 1902. Þar leigði gerðai-beiðandi, Haraldur Jóhannesson, gerðanþola, Ástu Hansen, húsnæði í nefndu húsi. Hér var um að ræða 4 herbergi, eldhús og bað á 11. hæð í aust- urálmu hússins. Leigutími var fastákveðinn og skyldi hann hefj- ust 1. ágúst 1962 og skyldi hon- um ljúka án uppsagnar h. 1. égúst 1963. Skyldi húsaleiga vera kr. 3.200.00 á mánuði og borgast uaánaðarlega fyrirfram. Mál þetta kom til úrskurðar í fógetarétti þ. 9. október 1963. Gerðarbeiðandi 'hélt því fram, að samkvæmt brýnum ákvæðum samningsins hefði gerðarþoli eng an rétt haft til að bafast við í hinu leigða húsnæði eftir 1. ágúst sl. Hann skýrði svo frá, að hann hefði dvalizt erlendis á sl. vetri og allt til miðs júlí mánaðar. Gerðaþoli hefði óskað eftir því, að fá að vera í íbúðinni eitthvað fram yfir hinn umsamda leigu- tíma og um 10. júlí hefði hann hringt til gerðarþola og tjáð hennj, að hún mætti hafast við í ilbúðinni einn mánuð í viðbót, meðan hún væri að afla sér ann- ars húsnæðis. Við þetta hefði setið þar til 23. ágúst, að hann gaf gerðarþola leyfi til að vera í íbúðinni til 26. september. Útburðarkrafan byggðist nú á því, að gerðarþoli hefði alls eng- an rétt til að vera í íbúðinni að liðnum 26. september og var út- burðarbeiðnin dagsett þann dag. Gerðanþoli mótmælti því, að út burðurinn næði fram að ganga. Rökstuddi hún þær kröfur sín- ar með því, að gerðarbeiðandi hefði með fyrirvaralausri við- töku húsaleigu fyrir ágústmánuð og aðgerðarleysi um nokkurn tíma þar á eftir staðfest þá sann- færingu hennar, byggða á um- mælum hans sjálfs og umboðs- manns hans, að hún myndi fá framlengingu leigumálans. Hún sagðist líta svo á, að með þessari leiguviðtöku hefðj komiat á með þeim aðilum leigumáli, að vísu óskjalfestur, en órjúfanlegur nema með 3ja mánaða uppsögn, miðað við flutningsdag. Úrskurður fógetaréttar Reykja víkur var staðfestur í Hæstarétti og segir svo i forsendum hans: „Leigusamningur aðilanna skyldi falla úr gildi 1. ágúst s.l. án uppsagnar. Verður að telja, að með viðtöku leig'u fyrir ágúst- mánuð, án fyrirvara svo séð verði, hafi gerðarbeiðandi gefið gerðarþola alla ástæðu til þess að ætla, að hann heimilaði henni setu í íbúöinni áfram, en fram hefur komið í málinu, að gerðar þoli hafi leitazt við að fá fram- lengingu leigumála. Verður efcki komizt hjá því að telja, að með aðilum hafi þannig stofnast nýr leigumáli, að vísu óskjalfestur, sem sé undirorpinn almennum reglum um slíkar gerðir. Þannig verður neitað um fram gang útburðar.“ Gerðarþol. var dæmdur 1 til að greiða kr. 1.500.00 i málskostn að fyrir fógetarétti og kr. 3.500.00 I málskostnað fyrir Hæstarétti. ELMER GANTRY Bandarísk, Ansturbæjarbíó, 145 min. Leikstjóri: Richard Brooks. SAGAN af Elmer Gantry er talin meginorsök þess, að höfundinum, Sinclair Lewis, voru veitt Nóbels verðlaunin fyrsturn bandarískra nthöfunda. Vakti sagan storrna- samar umræður er hún kom út 1927 og rúmum þrjátíu árum síð- ar varð myndin sem gerð var eftir henni, til þess að höfðingj- ar ymissa kirkjudeilda bönnuðu meðlimum þeirra að fara og horfa á hina hörðu ádeilu á hræsni og yfirdrepsskap þann, sem jafnan hefur verið fylgifisk- ur þeirrar stofnunar, kirkjunnar, ekki síður en þeirra vakninga- prédikara sem deilt er harðast á i myndinni. Lewis var mikið ádeiluskáld og stafck brandi sínum víða á graftarbelgi þjóð- félags sins. Af bókum hansmun Babbitt vera sú eina er komið hefur út hér. í Skáldatíir.a sín- um segir Halldór Laxness: „Lew- is var áhrifadrýgstur til að koma mér á bragðið sem þjóðfélags- legum ádeiluhöfundi í skáld- sögu“, og um Sölku Völku segir hann: „Mér er engin launúng á því að þar ók ég 1 vagnfar Sincl- air Lewls“. Það er nýlunda að sjá kvik- mynd um trúarlegt efni, sem ekki er í hinum alkunna Biiblíu- tröllmyndastíl. Eliror Gantry sýnir án allrar illgirni inn í skrumkennt og útblásið sálna- fiskirí kirkju og trúarflokka, flettir ofan af hálfvelgjunni og og hræsninni og gullkálfafóstri þessara aðila, eða þeirra manna sem að þeim standa. Söguhetjan Elmer Gantry (Burt Lancaster), fyrrverandi umferðasali, vín og kvenelskur mjög og hefur verið rekinn frá guðfræðinámi fyrir að fordjarfa meydómi prests- dóttur nokkurrar á bak við sjálft altarið í kirkju einni, finnur hjá sér getu til að prédika yfir syndugum lýð, og einnig þá sefjunarhæfileika sem til þarf, svo lýðurinn falli kveinandi og froðufellandi að fótum hans, æðandi upp sín syndaregistur og heimtandi frelsun á stundinni. Leikstjórinn Richard Brooks lýs- ir sjálfur Gantry þannig: „Elmer Gantry er sagan af manni sem vill hafa það sem flestir banda- rískir piltar þrá — peninga, kyn- líf og trú. Hann er hinn alamer- íski piltur (the All-American- boy) “. Gantry hefur vart augum litið hinn unga vakningarprédikara, Sharon Falconer (Jean Sim- mons), sem hefur önnur vakn- ingaráhrif á hann en ætlast er til, þegar hann ákveður að slást í hópinn með henni. Auglýsinga- brögð og Skrípalæti hjálpa til að draga fólk að og helvítishðV- anir hans lina upp syndarana og gera þá auðveldara viðfangsefni hinni blíðu og sanntrúuðu Systur Falconer til umsnúnings frá syndalíferni. Gantry er á margan hátt góðmenni og á vissa yfir- borðshreinskilni og persónutöfra til að bera og fyrir þeim fellur Systir Falconer. Hinar auknu vinsældir vakningarsamkoma hennar eiga mestan þátt í að henni er boðið að halda mifcla trúarherferg til að vekja sofandi syndara í stórri Suðurríkjaiborg og bjóðast ýmsir auðmenn til að standast kostnað af henni. Þar rekst Gantry á stúlkuna, sem hann tældi forðum daga, Lutu Baines (Shirley Jones). Hún er nú starfandi gleðikona í i*m- ræddri borg og gerir sitt til að fella Elmer Gantry, sem að lok- um sér að fátt gott hefur hafst af bra-mbolti hans. En það verð- ur fyrst eftir að Systir Falconer hefur látið lífið í bruna, sem verður á samkomu í nýreistu tjaldmusteri hennar, þar . sem hún hefur gert það sem virðist vera kraftaverk, læfcnað heyrnar lausan mann. Myndin er í alla staði mjög eftirminnileg og vel gerð, leikur í gæðaflokki. Burt Lancaster sýnir í meðferð sinni á hluverki Gantrys, sinn bezta leik sem hér hefur sézt hingað til. Honum tekst vel að sýna yfirborðskennt fas Gantrys og einnig manneskju einkenni hans. Jean Simmons kemur vel á óvart með prýðileg- um leik í hlutverki hinnar ein- læglega trúuðu Falconer. Leifc- stjórinn hefði aðeins mátt skýra betur samband hennar og Gant- rys. Ágætur er Dean Jagger sem fylgdarmaður Falconer og eftirminnilegur er Arthur Kenne dy í hlutverkí hins efagjarna, kaidhæðna en sanngjarna blaða- manns (Sinclair Lewis?), sem fylgir vakningarhópnum eftir og rannsakar hlutlaust móðursýkis- á'hrif hans og ritar um það í blað sitt. Ástæða er einnig til að minnast Shirley Jones í hlut- verki skyndikonúnnar. Richard Brooks er góður og heiðarlegur leikstjóri og hefur auðsæilega margt að segja og er leikstjórn hans og handrit ágæt og sömu- leiðis kvikmyndunin (John Alt- on) og tónlistin André Previn). Brooks sýnir að hann hefur óbeit á allri gervitrú og myndin er framlag gegn þeirri fölsiku hugmynd að menn geti tryggt sér eilífan samastað í himna- rífci með því að þylja bænir sem í akkorði, éins og sálarfriður og himnaríkisvist væri skömmtuð í sama 'hlutfalli og ákveðin afiköst í bænalþulum og biblíusnakki. Pétur Ólafsson. Prédikarinn og skyndikonan ■'i'jliliiiii'ii-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.