Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1964, Blaðsíða 5
r, Þriðjudagur 14. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ APAR í BORGINNI Það er svo gráUegt að vita til þess, að þetta skuli einu sínni hafa verið ungar og fnllegar apaynjur!! Reykvíkingar og nágrannar eru minntir á, að Sirc uskabareít Lúðrasveitar Reykjavikur stendur enn yfir í Háskólabíe. Fer nú að verða hver síðastur að sjá hann. I Er það ekki furðulegt hvað íslenzkum bílstjórum virðist vera meinilla við að hleypa öðrum fram fyrir sig? Mönnum liggur misjafnt á, stundum er það bein lífsnauð- syn að komast áfram, til dæm is fyrir lækna og marga aðra aðilja. En það er hins vegar bein skylda, samkv. umferðarlög- um að hleypa bíl framhjá, sem gefið hefur merki urri þann vilja sinn, við fyrsta tækifæri. Auk þess er það aðalsmerki hvers góðs bílstjóra, að fylgj ast alltaf með umferðinni á bak við sig í speglinum, og vikja greiðlega til að forðast slys við framúrakstur. Sérstaklega á þetta við hina þungu vöruflulningabíla, sem ekkert sjá aftur nema um hliðarspegla. Þeim er sérstak lega brýn nauðsyn á því að sinna umferðinni á bak við sig, og algerlega vítavert að hafa ekki spegla. Auðvitað getur það komið fyrir, þegar um þunga bila er að ræða, sem svo að auki hafa útvarp í gangi, að bílstjórarnir heyri ekki flaut, en þá er líka speg- illinn til þess að nota hann. Svona atvik kom fyrir uppi á Kjalarnesi á sunnudag, að stór bíll með engan spcgil, hélt bílalest á eftir sér í lang an tíma. Hins má svo aftur geta, að mjög eru vöruflutningabíl- stjórar misjafnir og sumir fylgjast alltaf með umferð- inni, og gefa stefnuljós til merkis um að nú sé óhætt að fara fram hjá þeim. Þeim sé heiður, en hinir eigi skömm- ina. Þriðjudagsskrýtlan „Hvernig kanntu við það að vera eiginmaður“? spurði starfs- bróðir vin sinn, sem var kvæntur fyrir skömmu. „Það er ágætt“, svaraði hinn. „Eg yngist upp með hverjum deginum sem líður . . . ég er farinn að reykja í laumi, eins og ég gedði þegar ég var strákur“. Öfugmœlavísa Hamar úr klaka hafa má hestajárn úr gleri, úr hrossataði harðan ljá, hvella klukku úi sméri. Spakmœli dagsins Það er ekki fjöldi orðanna, sem heíur allt að segja, heldur gildi þeirra. ÆSKIIHARMUR Augu snör undir hvössum brúnum skarta; stefnir ör, stefnir geigsins ör aö ungs manns hjarta. Ekki fatast fleini flug aö settu marki, áöur auga greini er á kafi í marki, — skelfur, hrynur hugarborg; burtu flýgur fuglinn hvíti, eftir standa strœti dauö og sönglaus torg. SKATl Ljó'ð þetta er birt aftur, vegna þess, að niður féll lína úr því í sunnudagsblaðinu. Þeir gömlu kváðu Silfurkerin sökkva í sjó en soðbollarnir fljóta. Sýning í Mbl. glugga ,T*Vá! tf 'f +1 f * VISUKORN Mann ég hitti, mikinn þar mátt í greina vitið Fréttaskjóðu fulla bar m fyrirbandið slitið. Uöf. ókunnur. ÍM hl f il í dag hefst sýning í glugga Morgunblaðsins á teikningum eftir börn úr Barnaskóla Hafnarfjarðar. Teikningar eru eftir börn á ýmsum aldri. Skipt verður um myndir um næstu helgi. Teiknikennarar, skólans, Ragnheiður Vigfúsdóttir og Sigríður Óskarsdóttir settu sýn- inguna upp Hér fyrir ofan er mynd eftir nemanda í 1Z ára B. og heitir hún: Fólk á gangi. Er það klippimynd. sd NÆST bezti Umferðasali bauð húsfreyju lög til að fægja með silfur. „Ég heí ekkert við þess háttar að gera“, anzaði konan. „Mér þvkir leitt að hafa ónáðað yður, en ég hélt bara, að konan hérna nið,n í húsinu væri að skrökva að mér, þegar hún sagði, að mér þýddi ekkert að tala um silíurlög við yður“, sagði maðurinn hæversklega. „Og hváð sagði hún meira?“ spurði frúin. „Hún sagði, að þér hefðuð aldrei timt að kaupa svo mikið sem eina silfurskeið hvað þá meira“. „O, bölvuð tófan, ekxi spyr ég að. Komið með 6 dósir til reynslu." Til leigu Tún í góðri rækt til leigu. Hlaða með súglþurrkun get- ur fylgt. Uppl. í síma 15260. Viljum taka á leigu 1—2 herb. og eldhús. Uppl. í síma 19386. Ódýrt Kjólar, kápur o. fl. til sölu. Uppl. i sima 23404. Takið eftir Saumum skerma og svunt- ur á barnavagna og kerrur. Aklæði í mörgum litum. Öldugötu 11, Hafnarfirði. Sími 50401. Til leigu 5 herbergja íbúð. Teppi á stofum. Tilb. með uppl. um fjölsk.stærð og greiðslu- getu sendist afgr. biaðsins fyrir föstudagskvöld merkt „Skólavarða — 9575“. Ung dönsk ekkja óskar eftir íbúð strax. Tilto. sendist afgr. Mbl., menkt: „Strax — 9528“. Skrifstofuhúsnœði allt að 110 ferm., miðsvæðis í borginni óskast. Tilboð merkt: „Skrifstofa — 3150“ sendist afgr. Mbl. fyrir 18. apríL PIERPONT ÚR INIY GERÐ 4 VATNSÞÉTT 4 HÖGGVARIN 4 SAFÍRSLÍPAÐ GLAS 4 ÓBROTLEG FJÖÐUR GEFH> FERMiN G ARBARNINU PIERPONT ÚR GARÐAR ÓLAFSSON, úrsmiður Lækjartorgi — Sími 10081 kaupanda að 5 herb. íbúð í Vesturbænum. Höfum kaupanda að 4—5 herb. íbúð í Hlíðunum, Norðurmýri eða Laugarneshverfi. Mikil útborgun. Höfum kaupanda 3ja—4ra herb. íbúð í Austurbænum. Mikil útb. Skip & fasteignir Austurstræti 12. — Sími 21735. Eftir lokun 36329 og 51488. f Hlíðunum Til sölu 5 herb. íbúð á 1. hæð tilbúin undir tréverk. Skip & fasteignir Austurstræti 12. _ — Sími 21735. Eftir lokun 36329 og 51488.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.