Morgunblaðið - 19.04.1964, Síða 28
28
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 19. aprll 1964
fZFLIZABtTH TERR."A
gert það af því að hann héldi,
•ð hún hefði falið þar eitthvað,
sem hann vildi finna. Segjum
gvo, að hann hafi ekki fundið
það, en hinsvegar fundið, annars
staðar í húsinu, fötin af mann-
inum, sem Lester Ballard hafði
myrt. Setjum svo, að hann hafi
aldrei afklætt lík Ballards en
bara tekið úr vösum þess fölsku
vegabréfin, farseðlana og rauðu
vasabókina, og farið með það í
gistihúsið sitt, ásamt fötunum af
manninum, sem fyrst var myrt-
ur. Setjum svo, að síðan hafi
hann sýnt henni blóðugu fötin,
til þess að hræða hana og sagt
Cesare að vera sí og æ að setja
rauðar geraníur hér og þar á leið
hennar til að hræða hana enn
meira en orðið var. Setjum svo,
að hann hefði bara sýnt henni
rauðu vasabókina í þeirri von,
að hún gæti ráðið fyrir hann
gátu tölunnar á síðustu blaðsíð-
unni. Setjum svo, að leitin í her
berginu hennar hefði verið gerð
eftir vasabókinni?
En alit í einu sá hún veilu í
þessari röksemdarfærslu sinni.
Það var ekki stór veila. Kannski
ekki nóg til að rífa röksemd-
irnar í tætlur, en þó nokkur.
Því að fyrsti staðurinn til að
leita að rauðu vasabókinni, voru
vasar Lester Ballards. Stephen
mundi hafa gert það og fundið
bókina. Ef hann því hefði leitað
í herberginu hennar, hlaut það
að vera að einhverju öðru, og
gat hann hafa haldið, að hún
hefði eitthvað í fórum sínum,
sem gæti verið nokkurs virði
nema þá fyrir smáþjóf?
Hugur hennar dvaldi við þessa
smáveilu í röksemdum hennar,
rétt eins og húai hefði verið ein-
hver dýrgripur.
Dýrgripur? Var hugsanlegt, að
þar væri svarið? —
En þessir dýrgripir voru fald-
ir einhverssaðar í Suður-Ame-
ríku, en ekki í svefnherberginu
hennar, og mikilvægi vasabókar
innar lá í þessu númeri, sem gaf
til kynna, hvar þeir voru fald-
ir. Hver sá, sem vissi nógu mik-
ið af sannleikanum, til þess að
sækjast eftir rauðu bókinni, færi
ekki að leita að gimsteinum inn-
an um kjólana hennar Ruth . . .
En hver hafði þá tilgangurinn
verið með þessari leit?
Ruth sofnaði út frá hugleiðing
unum og heilabrotunum um
þetta.
En hún svaf ekki lengi. Sólin
var rétt komin á loft, þegar kail
að var úti fyrir gluganum henn
ar: — Ruth! Ertu þarna, Ruth?
Þetta var karlmannsrödd. í
svefnrofanuni hélt hún, að þetta
væri Stephen. En þegar hún
hljóp út að glugganum, sá hún,
að það var Ranzi, sem stóð úti
í garðinum, fyrir utan gluggann.
Andlitið sem horfði upp til henn
ar, var úrvinda af þreytu, og
maðurinn var í miklum æsingi.
— Komdu niður og lofaðu
mér að tala við þig, bað hann.
— Það er út af henni Marguerite.
— Hefur nokkuð komið fyrir
hana?
— Ég veit ekki. Ég veit ekki,
hvar hú.n er. Blessuð, komdu
niður.
Ruth fór frá glugganum, og
mínútu seinna var hún komin út
í útidyrnar í slopp. Ranzi stikaði
órólegur fram og aftur í garðin-
um, og neri saman höndum. Þeg-
ar hann sá hana, flýtti hann sér
til hennar.
— Ég veit, að ég vakti þig,
sagði hann. — Fyrirgefðu það. Ég
kallaði beint á þig, af því að ég
vildi ekki vekja fólkið. Geturðu
fyrirgefið mér?
Ruth gekk út í garðinn. Útiloft
ið var hressandi eftir loftleysið
inni.
— Hvað er á seyði? sagði hún.
— Ég veit það ekki, en þoldi
ekki við lengur, svaraði Ranzi
hás. — Ég veit, að hún kom að
finna þig í gærkvöldi og datt í
hug, að þú vissir eitthvað. Hún
kom hingað, var það ekki?
— Já. Ruth gekk að borðinu.
Hefurðu ekki séð hana síðan?
— Nei, hún kom ekki aftur.
— Hún stóð héma ekki lengi
við eftir að ég kom heim, sagði
Ruth.
— Sagði hún ekki, hvert hún
væri að fara?
— Mér datt ekki annað í hug
en hún væri að fara heim. Síðan
Ranzi kom þarna, daginn áður,
var Ruth aldrei viss um, hvernig
snúast skyldi við honum og tal-
aði þvi varlega.
Hann tók aftur að ganga um
gólf.
— Þegar hún fór, sagðist hún
ekki verða nema klukkutíma í
burtu, sagði hann. — Hún vildi
ekki láta mig koma með sér. Ég
vildi fara, en hún sagðist þurfa
að spyrja þig um nokkuð, og þú
mundir aldrei svara, ef ég væri
á staðnum. Ég vissi, að þetta var
ekki raunverulega ástæðan til
þess, að hún vildi ekki hafa mig
með sér. Það, sem hún vildi ekki
láta mig heyra, var það, sem
hún ætlaði að segja sjálf. Svo að
ég lét hana fara og beið heima.
Fyrst þegar hún kom ekki aftur,
— Ég myndi ekki standa svona nálægt innganginum.
hafði ég engar áhyggjur af því.
Þá datt mér í hug að hringja og
spyrja, hvort hún væri hérna
enn. En þá datt mér í hug, að eft
ir samtalið í gær, mundir þú ekki
vera mér sérlega velviljuð, og
mundir neita að svara mér. Auk
þess var ég hræddur . . . hrædd
ur við ýmislegt annað. Því beið
ég. En hún kom ekki heim alla
nóttina. Ég hef stikað fram og
aftur eins og vitlaus maður, bölv-
að henni og kallað á hana. Hvað
hefur komið fyrir hana, Ruth?
— Ég veit það ekki, Amedeo,
— ég hef enga hugmynd um það.
Ruth var setzt niður við borðið.
— Hvað varstu hræddur við, svo
að þú hringdir ekki í mig?
BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
óvinahópinn í október, héldu
herir stórhertogans ' sæmilega
stöðu sinni fram á nýárið. En
þá ruddust Þjóðverjar inn í Pól-
land 1915 og tóku Varsjá. Lit-
háen og Kúrland töpuðust bæði
norðan til, og sunnan til misstu
Rússar svo að segja allt austur-
rískt land, sem þeir höfðu unnið.
Þegar kom fram á sumarið 1915,
hafði stórhertoginn hörfað einar
200 milur, og mannfall hans var
áætlað fjórar milljónir — lík-
lega mesta mannfall, sem sagan
greinir frá. Nú var skipt um
hlutverk, nú kom að Rússum
að beiðast hjálpar hjá banda-
mönnum sínum, og Bretar og
Frakkar svöruðu bóninni með
því að setja her á land á Galli-
poliskaganum á Tyrklandi. Til-
gangurinn með þessu var að
brjótast áfram til Konstantínópel
og taka síðan höndum saman við
Rússa við Svartahaf. En frönsku
og brezku hermennirnir voru
stöðvaðir fáum mílum frá lend-
ingarstöðum sínum á skaganum.
Rússar höfðu, eins og hin
ríkin, hafið styrjöldina í þeirri
trú, að henni yrði lokið á nokkr
um mánuðum með sigri þeirra,
og þeir voru enn verr en hinir
þess umkomnir að búa sig undir
langan ófrið. í eðli sínu var rúss
neski hermaðurinn forlagatrúar
maður, og hin ákafa bardaga-
gleði hans hvarf brátt fyrir tak
markalausri örvæntingu, og
hvað sem öðru leið, þá hafði
stjórn hans ekki gert honum
kleift að halda áfram bardag-
anum í neinni von um sigur.
Seint á árinu 1914, voru þeir
orðnir næstu uppiskroppa með
skotfæri, bæði fyrir fallbyssur
og smærri vopn. Skammturinn
af rifflum fyrir.sumar herdeild-
irnar var ekki nema einn á
hverja tíu menn, og ástandið á
fren ri svæðunum var í fullkom-
inni upplausn. Flóttafólk frá
Póllandi flæktist fyrir á öllum
vegum, járnbrautirnar voru alls
ónógar til að taka við þessum
mikla mannfjölda og oft
voru særðir menn blátt áfram
skildir eftir til að bíða dauða
sins. Njósnarahræðsla, sem er
glöggur vottur um uppgjafar-
hug, greip Rússa allsstaðar, og
sjálfur stórhertoginn ýtti undir
hana. Þar eð nokkrir rússneskir
gyðingar voru taldir hafa átt
samvinnu Við Þjóðverja, taldi
hann alla Gyðinga vera grun-
samlega. Hann rak heilar sveitir
þeirra út úr Póllandi og lét þá
brjótast alla leið til Rússlands,
eins og bezt gengi. Næstu/n
milljón gyðingar voru þannig á
flakki, og margir þeirra dóu úr
hungri og kulda.
Það var nú augljóst, að Þýzka-
landskeisari hafði farið skyn-
samlega að, er hann kom ófriðn-
um af stað 1914. Herfræðingar
hans höfðu reiknað það út, að ef
franski herinn og sá rússneski
fengju að vera í friði, hefðu þeir
náð Ihámarksstyrk sínum 1917.
Það hefði því verið stórhættu-
legt að bíða, því að hlutfallslega
talið fór herstyrk Þjóðverja hrak
andi með ári hverju. „Nú eða
aldrei“, hafði Þýzkalandskeisari
skrifað út í röndina á einhverju
opinlberu skjaili sínu, 1914, ag nú,
1915, sannaðist sú stefna hans, að
minnsta kosti, hvað’ austurvíg-
stöðvarnar snerti. Rússar voru
lagðir á flótta fyrir alvöru.
f Petrograd og Moskvu var enn
ekki neitt uppnám orðið, en guð
móður fólksins í stríðsbyrjun
varð nú að víkja fyrir sívaxandi
gremju gegn ríkisstjórninni. í
febrúar 1915, þegar Dúman kom
saman til skammvinnrar setu
voru þingmennirnir orðnir býsna
miklu kuldalegri í garð keisar-
ans — og þegar þing kom aftur
saman í ágúst, voru þeir bein-
KALLI KÚREKI
OeVIOUSLti YOU ARE
STILL SUSPICIOUS.' HERE,
MYCREDEMTIALS.-
PROFESSOR OF eEOLOOY
AMO ARCHEOLOO-Y,
PROFESSOR. OFo'
Teiknari; FRED HARMAN
s — Þér eruð greinilega ekki á því að
taka mig trúanlegan. Héma hafið þér
pappír upp á þetta allt saman, sjáið
þér: prófessor í fomleifafræði, pró-
fessor í jarðfræði, prófessor í . . .
•— Allt í lagi. Ég læt sannfærast.
Komið þér þá og lítið á hvar við fund-
um gullið.
Við staðinn þar sem Kalli fann
gulhð:
— Já, þetta er dæmigerður fom-
sögulegur árfarvegur, sem ef til vill
hefur að geyma gullmola eða gull-
sand á stöku stað. Aðalæðin gæti ver-
ið hundruð mílna vegar héðan og hul
in þykku berglagL
— Eigið þér við að þessi gullfund-
ur okkar sé ekki nema rétt eins og
ghtti í gull í sáld gullleitarmannsins?
— Það er einmitt það sem ég á við.
línis fjandsamlegir. Það var ekki
einasta, að þeir töldu styrjöld-
inni illa stjórnað — því að það
lá öllum í augum uppi — heldur
var það sá útbreiddi grunur, að
hirðin og nokkur hluti ríkis-
stjórnarinnar hefði misst móð-
inn, og væri jafnvel beinlínis
sviksamlegur. Um þessar mund
ir voru eitthvað tvær milljónir
þýzkra manna eða af þýzkum
uppruna í Rússlandi, og margir
þessara manna gegndu stöðum
í opinberum eða hálfopinberum
stofnunum. Þeir stjórnuðu bönk
um eða stórverzlunum. Þýzka-
land var hvort sem var næsti ná
granni, sem nokkuð kvað að, og
í Petrograd töluðu margir þýzku
eða hugsuðu á þýzka vísu. Mikið
var um giftingar Þjóðverja inn í
rússneskar aðalsættir, og mátti
þar fyrst frægan telja keisaránn
sjálfan. Og nú var almennt tal-
ið, að áhrifaklíka þessa fólks,
væri þarna ekki einasta sem
njósnarar, heldur væri með ráða
brugg um uppgjöf.
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 63,
sími 40748.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, simi
51247.
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, simi
50374.
Afgreiðslur blaðsins hafa
með höndum alla þjónustu
við kaupendur blaðsins og
til þeirra skulu þeir snúa
sér, er óska að gerast fastir
kaupendur Morgunblaðs-
ins.