Morgunblaðið - 19.04.1964, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.04.1964, Qupperneq 31
i Sunnudagur 19. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 Fundur fjáreigenda skorar á alþingismenn að endurskoða lögín um búfjárhald í kaupstöðum 15. apríl var haldinn sameigin- legur fundur í Fjáreigendafélagi Reykjavíkur, Sauðfjáreigendafé- lagi Kópavogs og Fjáreigendafé- lagi Hafnarfjarðar. Gestir fund- arins voru alþingismennirnir Auður Auðuns og Alfreð Gisla- son og garðyrkjustjóri bæjar- ins, Hafliði Jónsson. Fundurinn var mjög fjöimennur. Umræðuefni var frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi u-m búfjárhald í Reykjavíkurborg og þrernur öðrum kaupstöðum. Gerðu fjáreigendur grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu. En eins og fram kom í sérstakri greinargerð er þeir sendu heil- brigðis- og félagsmálanefnd efri deildar alþingis, telja þeir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi viðurkennt tilveru sauðfjáreig- enda í Reykjavík og greitt götu þeirra á ýmsan hátt, til dæmis með því að afhenda félagsmönn- um land undir byggingar félags- imanna við Breiðholtsveg og einn ig hefur borgarstjórn afhent fjár eigendum öll umráð yfir landi Koi viðarhóls með samningi 1956. Með slíkum aðgerðum telja þeir að tekizt hafi með góðu sam- komulagi að fjarlægja flest fiár- hús þar sem þau hafa verið fyr- ir skipulagi og stæfckun borgar- innar. bá benda þeir á að slík heimildarlög með reglugerðum Innbroí á Hval- o.fl. um algert bann við búfjár- haldi í Reykjavík nái ekki til- gangi sínum nema með stórfelld- um hliðarráðstöfunum, þ.e. að girða borgarlandið alveg frá öll- um nágrannahreppum og kaup- stöðum. Telja fjáreigendur að sauðfjárhald undir sanngjörnu eftirliti skaði engan, en gleðji miklu fleiri en sauðfjáreigendur sjálfa, ekki hvað sízt yngstu borgaranna. Hitt sé svo sjálfsagt mál að fyllsta hreinlæ-tis sé gætt við hirðingu og gæzlu búfjárins og höfð um það góð samvinna við borgarstjórn Reykjavíkur, eins og verið hefir til þessa. Á fundinum var samþykkt eft- irfarandi tillaga, sem einkum er beint til alþingismanna: „Fjölmennur fun-dur, haldinn sameiginiega af Fjáreigendafé- lagi Reykjavíkur, Sauðfjáreig- endafélagi Kópavogs og Fjáreig- endafélagi Hafnairfiarðar í Skáta heimilinu við Snorrabraut i Reykjavík, miðvikudaginn 15. apríl 1964, skorar á Alþingis- rnenn þá, sem fara með umboð fyrir Reykjavíkurborg og Reykja neskjördæmi að beita sér fyrir því, að frumvarp að lögum um „búfjárhald í Reykjaví-kurborg þrem öðrum kaupstöðum", verði tekið til rækilegrar endurskoð- e'Tarholti í FYRRINÓTT var brotizt inn í biðskýlig á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð. Komst þjófurinn inn með því að brjóta rúðu í Ihurð. Ekki hafði verið að fullu fkannað h-vort einhverju heíði verið stolið er Mbl. vissi síðast til í gær, en ein'kennilega hefði verið gengið um. Hafði súkku- laði og tyggigúmmíi verið kastað um skýlið og sumu af því út fyrir það. — Málið er í rannsó-kn. Fyrirleslur um sumskipti þ)óðu NK. þriðjudagskvöld flytur i Þór Vilhjálmsson, borgardóm] ari, fyrirlestur á vegum Heim 1 dallar FUS um samskipti þjóða. Er þetta fimmti og næstsíð- asti fyrirlestur í fyrirlestra- flokki Heimdallar um þjóðfé- lagsmál. Eru Heimdellingar eindreg- ið hvattir til þess að fjöl- menna og hlýða á fyrirlestur borgardómarans um þetta fróðiega efni. Árekstur á Selfossi UM KL. 9 í gærmorgun varð harður árekstur á Austurvegi á Seifossi milli mjólkurtankbíls og fólksbíls. Skemmdist fólks- bíllinn mjög mikið, en lítt sá á mjólkurbilnum. Áreksturinn varð sökum þess að ökumaður fólksbílsins blindaðist af sól. 305 börn Framihald af bls. 32. vinnari afskipti af 25 heimiium öðrum. Þá hefur nefndin haft á árinu til meðferðar mál 5 einstaklinga vegna afskipta þeirra af börnum og unglingum. Á árinu fékk nefndin 11 hjóna- skilnaðarmál til meðferðar vegna deilna um forræði barna. Gerði nefndin í því sambandi tillögur um forræði 25 barna. Þá gerði nefndin tillögur um forræði 3 annarra barna. Eru þetta svipað- ar tölur og á sl. ári. Á árinu útvegaði nefndin 218 börnum og unglingum dvalar- stað um lengri eða skemmri tíma, á barnaheimilum, ríkis- stofnunum, einkaheimilum ög sumardvalarheimilum. Á síðasta ári útvegaði nefndin 197 börnum slíka dvalarstaði. Þá mælti nefndin með 29 ætt- leiðingum á árinu, og í 9 tilfell- anna var um ættleiðingar stjúþ- barna að ræða. Á árinu barst ein ættleiðingarbeiðni, sem nefndin taldi sér ekki fært að mæla með. Ættleiðingar á síðasta ári voru 35. — Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur var á árinu skipuð eftirtöld- um aðilum: Ólafur Jónsson fltr., formaður; Jónína Guðmundsdótt- ir frú, varaform.; Valborg Bents- dóttir skrífstofustj., ritari; Kristín Sigurðardóttir frú, Guðný Helga- dóttir frú, Guðrún Erlendsdóttir hdl., Gyða Sigvaldadóttir forstk. Starfsfólk nefndarinnar var: Þorkell Kristjánsson fulltr., Sig- rún Schneider og Örn Helgason sálfræðingur. Guðrún Jónsdóttir, sem verið hafði heimilisráðunaut ur nefndarinnar um árabil, lét af störfum, en við tók Kristín Gunn arsdóttir hjúkrunarkona. unar áður en að lögum verður. Fundurinn telur þe-tta mjög nauð-synlegt vegna freklegrar ár- ásar á frelsi manna og mann- réttindi. Fundurinn telur, að flest eðá öll þau vandamiál sem frumvarpinu er ætlað að leysa geta viðkomandi borgarstjórn og bæjarstjórnir leyst með þeim lög um og reglugerðum sem fyrir eru. Raunar er búið að leysa sumt af þeim málum, og er ver- ið að leysa önnur í samráði við búfjáreigendur sjálfa, að minnsta kosti sums staðar. Fundur væntir þess af hinu háa Al.þingi, að það stuðli ekki að slíku fordæmi í lagasetningu, sem felst í frumvarpi þessu.“ Þá var samþykkt ti-llaga um að skora á stjórnir þessara félaga að beita sér fyrir því að stofn- uð yrðu samtök sauðfjáreigenda í öllum kaupstöðum landsins um hagsmunamál fjáreigenda. Fundurinn var mjög fjölmenn ur og stóðu umræður til að ganga tvö um nóttina. Garðeigendafundurinn féll nið ur. Á föstudagskvöld var boðað til fundar garðeigenda vegna sama máls, en þeir eru mjög á öndverðri skoðun um búfjár- hald í borginni. Munu fjáreig- endur hafa fjölmennt á fundar- stað, en ekki garðeigendur, og féll fundurinn niður. Erindi Félagsmála- stofnunarinnar í DAG kl. 4—6 e.h. verða flutt fimmta og sjötta erindið í erinda flokki Félagsmálastofnunarinnar um Heimspekileg viðhorf og kristindóm á kjarnorkuöld. Muin Pétur Sigurðsson, ritstjóri, ræða um kosti kristilegs lífemis í sínu erindi en Bjarni Bjarnason, heim spekingur, ræða um heimspeki og trú. Með síðara erindinu í dag lýk- ur fyrri helmingi erindaflokks- ins. Þeir, sem enn eiga eftir að flytja eri.ndi, eru Björn Magnús- son, prófessor, Grétar Fells, rit- höfuindur, Hamines Jómsson, féla.gis fræðingur, Jóhann Hannes®on, prófessor, séra Sigurjón Guðjóns son og séra Sveinn Víkingur. Munu þeir m. a. fjalla um kristi- lega siðfræði, guðspekileg við- horf,spíritisma, sálma, haminigj- una og guðsbugmyndina. Alls eru liðlega 50 þátttakend- ur innritaðir í erindaiflokkion, en auk þess er seldur aðgangur að einstökUm erindum. Hafa flestir áheyrendur verið um 80. Meðalaldur fastra þátttakenda í erindaflokknum er 43 ár og.er það hugsandi fólk aif flestum stéttum þjóðfélagsins. Erindi eru flutt í kvikmynda- sai Austurbæjarskóla hvern sunnudag kl. 4—6 e.h. (Frá Félagsmálastofnuninini). — Veiðimenn Framhald af bls. 32. vegna teljum við nú nauðsyn- legt að gera einhverjar ráðstaf- anir og höfum leitað aðstoðar hjá lögfræðingi sambandsins, Hirti Torfasyni. — Og leyfi til svo langs samn- ingstíma hefur ekki verið ‘gefið? — Mér er ekki kunnugt, hvort málið hefur enn verið lagt fyrir ráðherra af viðkomandi ráðu- neyti. Ég tel hæpið að hann hefði gefið leyfi til slíks samn- ings„ þó til þess hefði verið leit- að, eða muni gera það. eftir á. Benda má á ag unnið hefur ver- ið og unnið er að því að minnka áhrif og ágengni útlendinga á veiðisvæðin umihverfis land- grunnið okkar. Meðan við erum að rökstyðja réttindi okkar þar, þá færi íslenzkt ráðuneyti varla að gefa útlendingum leyfi tii leigu, stórri spilldu inni i land- inu sjálfu til 10 ára, ef hún yrði notuð til nokkurs konar atvinnu- reksturs — Við teljum að þetta mál varði beinlínis hagsmuni stang- veiðimanna á íslandi og yfirleitt alira þeirra, sem hér fást við veiðimál, sagði Guðmundur að lokum. Þetta er að því leyti óheppilegt, að eftirspurn eftir veiðréttindum hefur aldei verið meiri og almennari meðal ís- lendinga sjálfra en einmitt nú, og allt bendir til að hún vaxi enn að mun í náinni framtíð. Að sjáifsögðu má búast við að eftir- spurn aukist jafnframt erlendis frá með auknum ferðamanna- straumi til landsins, og virðist þá einmitt æskilegt að henni verði fullnægt í sambandi við skipulagningu íslendinga sjálfra á þeim málum. MIKILL afli berst nú hvað- anæva á suðurströnd lands- ins. Þessa mynd tók fréttarit- ari Mbl. í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónasson, af fisk- löndun þar í fyrradag. Afli Akranesbáta Akranesi, 18. apríl: — ÞEIR VORU heldur betur að fá þann gula í þorskanótina. 210 tonn bárust hingað í morgun af fjórum bátum. Sigurður fékk tæp 70 tonn, Höfrungur III 40 tonn, Heimskagi 20 tonn, og Víð- ir n 80 tonn. — Oddur. FROST var um nær allt land í fyrrinótt. Aðeins Skaftafelis- sýslur sleppa, en þar komst hitinn þá niður í 1—2 stig. Mest varð frostið 6 stig á nokkrum stöðum: Þingvöllum, Búðardal, Blönduósi, Nauta- búi, Grímsey, Grimssitöðum og Raufarhöfn. í Reykjavík varð þriggja stiga frost og 6 stig við grasrót. — Albingismenn Framh. af bls. 2. Annars mætti geta þess, að i Norwich búa 120.000 manns, en þar eru 150 kirkjur. Frá Nor- wich var ekið á sunnudag alla leið til Hull, og setin þar dýrleg kvöldveizla í boði togaraeigenda og var gestgjafinn sjálfur Helly- er. Morguninn eftir var okkur boð ið að sjá fiskuppboð. M.a. var þarna einn íslenzkur togari. Við- legupláss í höfninni í Hull er ekkert smáræði, því að það er fullir 9 km. að mig minnir! Var svo ekið frá Huil með við- komu í Cambridge, þeim fræga háskólabæ, og þaðan áfram til London. Á þriðjudag sátum við eftir- miðdagsboð íslenzku sendiherra hjónanna. Voru þar um 60 boS>- gestir. Um kvöldið sátum við boð Björns Björnssonar ásamt Karli Strand, en á hans heimili komum við líka. Veizlur voru okkur haldnar margar og veg- legar, og líkaði mér þær vel. Þær stóðu í ákveðinn, hæfilegan tíma og öil drykkja í hófi. Á miðvikudag fórum við skemmtilega bátsferð um Thamesá, þar sem okkur var m.a. sýnt nýtt fjarskiptakerfi, sem Bretar eru að taka upp. Kvöldið og næsti morgun fóru svo til þess að koma í verzlanir o. fl. Við höfðum allan tímann þrjá bíia frá brezka þinginu til um- ráða, og voru þeir með íslenzka fánann við hún. Konur voru ökumenn í öllum bílúnum, okkur öllum til hinnar mestu ánægju, og ætti það eng- um misskilningi að valda. Jónas Pétursson sagði að lok- um, að sjálfum honum, hefði ferðalagið verið miklu meira virði, en hann gerði sér grein fyrir áður. Hann vildi að endingu þakka bæði gestgjöfum þeirra alla fyr- irgreiðsluna, og samferðamönn- um sínum skemmtilega samveru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.