Morgunblaðið - 01.05.1964, Side 12

Morgunblaðið - 01.05.1964, Side 12
12 MOHCU N BLAÐIÐ Föstudagur 1. maí 1964 — Á Kanaríeyjum Framh. af bls. 10 en hún er mjög lík íslenaku 'glímunni. Glíma mun aðeins finnast á Kanaríeyjum, Sviss, Mongólíu og á íslandi, en þessar þjóðir höcfðu engin samskipti sín á milli svo vitað sé. Hugsanlega hefur glírna orðið til á hverjum stað eða þá ag eirJhver tengsli hafa verið milli þjóðanná endur fyrir löngu, sem ekki er kunnugt um. Frumhyggjar Kanaríeyja nefn ast Guanchar. I>eir voru ljósir á hörund og háir vexti og bjuggu 1 hellum í fjalishlíðunum fyrst þegar vitað var. Ókunnugt er hvaðan þeir eru komnir, helzt talið að þeir séu afkomendur Ijósasta Berbaþjóðflak'ksins í Atlasfjöllum. Þó eru tii kenning- ar um að þeir séu af genmönsk- um stofni og gæti glíma hugsan- lega stutt þá kenningu. Berg- steinn fékk í ferðinni upplýsing- ar um ýms glímu/brögð, sem not- uð eru, og bar saman við þau íslenzku. Glíma Kanaríeyjábúa nefnist „la lueha“ og glíma menn mest á hörðum sandi við ströndina. Bkki eru notuð glímu- belti heidur þröngar buxur nið- ur að 'hnjám. Munu glímubrögð- in vera mjög svipuð þeim er notuð voru á íslandi fram að því að síðustu aldar reglur voru upp teknar. Ekiki tókst Bergsteini að fá að sjá „la lucha“, því yfir- leitt er það ekki opinber íþrótt og mikið var um frídaga meðan íslendingar dvöldu á Kanaríeyj- um, páskadagar og 25 ára afmæli spönsku byltingarinnar. Þó frétt- um við, of seint, af lucha-keppni. Frumbyggjar Kanaríeyja voru fjallafóiik, svo sem fyrr er sagt, og svo litlir sjófarendur að þeir höfðu ekki samskipti sín á milli á eyjunum. í fornum sögum er talað um að sjófarendur frá Fönikíu, Karþagó, Grikklandi og Rómaveldi 'hafi komið þangað. Rómverjar gáfu eyjunum nafnið Kanaríeyjar eða Hundaeyjar, því þar fundu þeir stóra villta hunda, en á latínu heitir hundur canis. Tákn eyjanna er því hund- urinn. Kanarífuglar eiga þar ekki hlut að máli, ef eirihverjum kynni að detta það í hug. Að vísu Það er ýmislegt fallegt og ódýrt hægt að kaupa á ferðalögum o<g íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Hérna skoða nokkrir handunna dúka og prútta um verðið á þeim i bænum Teror á Gran Canaría. finnast þar litlir, grágulir og sagt hvað það hefur að geyma, nærri daglega. Stórskipið Queen raddlausir fuglar, skyldir kanarí- fuglunum, sem menn hafa í búri, en gulu fuglarnir eru eingöngu uppræktaðir frá Þýzikalandi. Guandharnir stunduðu akur- yrkju og höfðu sauðfé og geitur, og eftir þá hafa fundizt ákaflega haganlega mótuð leirtker og fléttaðar mottur með listilegu handbragði. Sýnishorn af þeim má sjá í safninu í Las Palmas. En þar er einnig skemmtilegt safn af furðufiskum og ógrynni af skordýrum og fiðrildum, sem finnast á eyjunum. Kastilíukonungur fék'k ágimd á Kanaríeyjum á 14. öld og 1401 byrjar hann að sölsa undir sig eyjarnar. Guanoharnir veittu mótspyrnu og eyjarnar voru ekki að fullu innlimaðar í ríki Spánarkonungs fyrr en undir stjórn Ferdinands og Isabellu árið 1406. Frá Kánaríeyjum lagði Kolumbus einmitt upp með skipaflota sinn til fundar Amer- íkú. í Las Palmas er stórt Kol- umbusarsafn í fallegu gömlu húsi, en ég get því miður ekki Á ströndinni. Stella Gísladóttir, sér úlfalda. húsfrú af íslandi virðir fyrir því eftir páskahelgilokunina var safnið lokað vegna afmælis bylt- ingarinnar og síðan vegna af- mælis verndrdýrlings safnsins. Það virðist því ekiki minna um hátíðir hjá Kanaríeyjabúum en ýmsum öðrum. Athafnasöm og fögur Annars er gaman að reika um þessa stærstu borg á Kanarí- eyjum án þess að skoða nokkuð sérstakt. Hún teygir sig á sjö hæðum meðfram 9 kim. langri norðausturströndinni. Uppi á suimum hæðunum eru glæsileg vinnuhverfi, þar sem sjá má fagrar veggjahleðsl'Ur, hin forna list eyjabúa þannig notuð í arkitektúr nýtíz'ku einbýlishúsa. Annars staðar sjást hellisskútar grafnir inn í hæðirnar og þvott- ur fyrir framan, sem gefur til kynna að þarna búi fólik eins og refir í greni. En algengastir eru þó litlir steinkum.baldar, gluggalausir eða með hlerurn til að halda sólahhitanum úti. íbúa- talan í Las Palmas er 200 þús. Fól'kið sem nú býr á eyjunm er blanda af frumbyggjunum og Spánverjum og talar spönsku. Nyrsti hluti Las Palmas er í rauninni eyjan Isleta, sem hefur verið landfest með því að fylla upp í 'eiðið yfir á Las Palmas og við þag fást norðammegin góðar. baðstrendur með fíngerð- 'um sandi. Hafnarmegin á eyðinu stendur hótelið, þar sem fslend- ingarnir bjuggu um páskana, en höfnin Puerta de la Luz er talin þriðja athafnamesta höfn ver- aldar. Það er reyndar ekki undar legt„ þar sem sjóleiðin milli Evrópu, fjarlægari Austurlanda, Afríku og Ameríku liggur fram- hjá eyjunum. Blöstu hinir 10 fcm. löngu hafnargarðar við gestum úr gluggum hótelsins og frá sundlauginni uppi á þaki með nýju skemmtiferðaskipi Mary setti sinn svip á útsýnið í hálfan annan dag. Þeir sem bjuggu hinum megin í hótelinu 'gátu aftur á móti fylgzt með hinu fjöruga athafnalífi á þökum húsanna, þar sem íbúarnir hafa geitur sínar og hænsni, þvo þvotta sína og sitja í sólinni. Það er því nóg við að vera í Las Palmas og Gran Canaria fyrir íslendinga í fríL Uver eyddi tímanum eins og hann helzt kaus í það skiptið. Páska- ferðin var ekki Skipulögð eins og hópferðir, þar sem ferðafólk- ið er • rekið áfram eins og hjörð með fyrirskipunum og reglum, „nú skal þetta gert og svo hitt“. Eftir að á hótelið var kornið, hafði hver sína 'hentisemi í eina viku, en var gefinn kostur á nokkrum skoðunarferðum og næturkl'úbbaferð meg fararstjór- unum og jafnvel hægt að ákveða þátttöku I þeim á seinustu stundu. Á kvöldin höfðu þeir sem kærðu sig um, úrvai af skemmtistöðum að heimsæfcja £ borginni, en aðrir létu sér nægja kaffi eða glas á barnum í hótel- inu við píanómúsik. Það var gott að hafa með í ferðinni lista- menn. Þau Sigurveig Hjaltested og Skúli Halldórsson sungu og lelku eitt kvöldið og vakti þa<5 slí'ka hrifningu að Aurora Ponsi, aðaldansmær ballettsins í Barce- lona, sem þarna var viðstödd, vildi ek'ki láta sitt eftir liggja, sparkaði af sér skónum, tók kastanjetturnar upp úr tösku sinni og dansaði við píanóundir- leik. Var það stórkotleg sýning og ógleymanleg. þeim sem vóru svo heppnir að vera heima það kvöldið. Stanzað í Casablanca Að sjö dögum liðnum var aftura haldið af stað -í dönsku flugvél- inni, sem beið, áleiðis til Mall- orca og þar sem meiri hluti far- þega óskaði eftir að sjá Casa- blanca, var lent þar og eytt nokkrum tímum í þessari Afríku borg, ekið meðfram Atlantsihafs- ströndinni, sem fræg er fyrir glæsilega skemmtistaði og villur með útsýni fyrir hvítfextar öld- ur og staldrað við á Araba- markaðinum, þar sem landarnir fcunnu vel að meta söluvarning- inn, alls konar handunnar leður- vörur og teppi. En Casablanca hefur tekið framförum sem aðrar borgir heims og er núna stór nýtízkuleg hei:ms<borg með skýja- kljúfum og mörg ný mannvirki. og því lítið óvenjulegt að sjá á akstri um göturnar fyrir þá sem ferðazt hafa um stórborgir. Þó sjást margar konur enn með blæjur fyrir andlitinu í umferð- inni. Hefði verið gaman að geta skoðað eldri borgir lengra inni í landi í Marocco. En dvölin var aðeins nokkrir tírnar og síðan haldið aftur af stað til Mallorca, þar sem dvalið var í 4 daga. Verður kannski tækifæri til að segja frá þeirri yndilegu eyju síðar. — E. Pá. Yngsti og elzti þátttakandinn, Kristjana Elín t ára og MeU Lund, 76 ára. Vestmannaeyja/Hornafjarðarferð M/S HEKLU UM HVÍTASUNNUNA. Frá Reykjavík föstudaginn 15/5 • kl. 23.00 Til Vestmannaeyja laugardaginn 16/5 kl. 08.00 Frá Vestmarfnaeyjum laugardaginn 16/5 kl. 22.00 Til Hornafjarðar hvítasunnudag 17/5 kl. 11.00 Frá Hornafirði hvítnsunnudag 17/5 kl. 23.30 Til Reykjavíkur 2. í hvítasunnu 18/5 kl. 19.30 í Vestmannaeyjum verður árdegis skipulögð kynnisferð um Heimaey fyrir þá, sem þess óska, ekið á Stórhöfða og Herjólfsdal undir stjórn leiðsögumanns, en síðdegis verður siglt kringum Eyjarnar og að Surtsey til þess að skoða hana, en að því búnu komið inn í höfnina á ný, enda kunna að verða teknir aukafarþegar í Vestmannaeyjum í Surts- eyjarferðina. Á leið til Hornafjarðar mun siglt nálægt Dyrhólaey til þess að skoða hana. í Hornafirði er ætlunin að skipuleggja kynnisferðir með leiðsögu sem hér greinir: 1. í Almannaskarð fyrir Hádegisverð (ca. lVz klst.). 1 2. Að JökuLsá á Breiðamerkursandi (í nánd við Öræfa- jökul) síðdegis (ca. 3% — 4 klst.). Á bakaleið mun verða siglt nálægt Surtsey, ef það þykir æskilekt vegna breyttra ástæðna. Fargjöld í skipinu með 1. fl. fæði og þjónustugjöldum eru áætluð frá kr. 1400.— til kr. 1950.— á mann. Kynnisferð í Vestmannaeyjum 60 kr. og báðar kynnis- ferðirnar i Hornafirði 240 kr. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. 1. maí ávarp launþeganna i Hafnarfirði UM gjörvallan heim fylkir verka Iýðurinn liði 1. maí, til þess að treysta samtök sín. Til að fagna unnum sigrum og brýna viljann til nýrra átaka fyrir bættu þjóð- skipulagi, auknum lýðréttindum og framsókn hins vinnandi fólks. Frá upphafi hefur 1. maí verið helgaður ákveðnum baráttumál- um og þá á hverjum tíma helzt þeim sem mestan þátt eiga í lífs- afkomu alþýðunnar. Að þessu sinni hlýtur þróun sú sem orðið hefur í launamálun- um að móta kröfur dagsins. í desember sl. var háð löng og hörð barátta til þess að ná fram kauphækkunum til þess að vega nokkuð upp á móti dýrtíð þeirri sem áður var skollin á. Nú er sú kauphækkun að engu orðin vegna aukningar dýrtíðarinnar. Er hér um endurtekningu að ræða á þróun síðustu ára. Kaup- hækkanirnar hafa ávallt orðið minni en verðhækkanirnar og komið eftir á. í kjölfar þessa hefur svo kom- ið hin gegndarlausa vinnuþrælk- un með allt of löngum vinnudegi. Við þetta ástand getur verka- lýðshreyfingin ekki unað, og krefst því þ'ess: Að leiðrétting verðl gerð á kaupmætti launa. Að laun verði verðtryggð. Að vaxandi þjóðartekjur og hækkað verð á útflutnings- afurðum landsmanna, verði notað til þess að tryggja raunhæfar kjarabætur. Að vinnudagurinn verði stytt- ur án skerðingar heildar- tekna. Að stöðvuð verði hin óheilla- vænlega verðbólguþróun. Að sumarleyfi verði f jórar vik- ur. Hafnfirzk alþýða! Minnumst þess að án baráttu vinnst engina sigur. Leggjum til hliðar allar innri deilur og sameinumst í því að beita öllum mætti samtakanna til þess að tryggja verkalýðnum þau laun fyrir 44 stunda vinnu- viku, að hægt sé að lifa mann- sæmandi lífi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.