Morgunblaðið - 28.05.1964, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.05.1964, Qupperneq 5
Fimmtucfagur 28. maí 1964 MO*G"*n* * * *MÐ 5 FRÉTTAMAÐUR Morgunblaðs- ins leit nýieiga inn í skipasmiöa- stöðina Bátalón h.f. í Hafnarfirði, og hafði tal af Þorbergi Ólafs- syni, skipasmið. í>ar sem efiing innlenda skipasmíðaiðnaðarins er nú mjög á dagskrá, jafnframt öðrum iðnaði í landinu, vildi íiéttamaðurinn gjarnan fá frétt- ir af því hvort þar væru á döf- inni einhverjar ný'byggingar. Kom þá í ljós, að þar er í smíð- um 33 rúmlesta bátur. Er þetta fiskibátur, smíðaður úr eik fyrir nokkra unga sjómenn á Sauðár- króki. Fréttamaðurinn lagði eftir farandi spurningar fyrir fram- ikvæmdastjóra skipasmiðastöðvar innar. Bátafón í Hafnarfirði hefur smiöaö 344 bata a 16 arum r * Rætt við Þorberg Olafsson, skipasmið — Hvenær tók þetta fyrirtæ'ki tii starfa? — Þetta fyrirtæki tók til •tarfa fyrir 16 árum. — Hvað er Rátalón h.f. búið að srníða marga báta? — Við erum búnir að smíða 344 báta oig eru þá allir bátar méðtaldir, bæði þilfarsbátar a'llt niður í ca. hálfa rúmlest. Höfum við þá smíðað að meðaltali 20 báta á ári. í þessari heildartölu eru meðal annars 33 þilfarsbátar, meðalstærð þeirra er ca. 10 rúm lestir. Síðasti þilfarsbturinn, sem frá okkur fór, Straumur G.K. 302, var þeirra stærstur, 302 rúm lestir. — Hvað verður samanlögð rúmlestatala allra bátanna, sem þið eruð búnir að smíða fram að þessu? — Samanlögð rúmlestatala oiira þessara 344 báta er ca. 1920 lestir, nemur því rúmlestatala nýrra báta að meðaltali 120 lest- um á ári. — Hvað telur þú að sparist fnikill gjaldeyrir við það að þess- ir bátar eru smíðaðir innanlands? — Ég tel að sá hluti af and- virði bátanna, sem er vinnulaun og álagning á efni, vélar og tæki, sé það sem sparast í gjaldeyri við það að láta smíða bátana innanlands. Það mun láta nærri að þetta nemi ca. 3/5 af kostn- aðarverði stærri bátana, en getur þó verið nokkuð breytilegt eftir dýrleika tækja og véla. En hvað minnstu bátunum viðkemur eru allt að % hlutar verðsins vinnu- láun og álaigning á efni, sem ber að líta á sem gjaldeyrissparnað, miðað við að flytja inn bátana til'búna frá útlöndum. — Mér skilst að þessir bátar sem Bátalón h.f. hefur smíðað séu allt tréskip. Telur þú ekki að það sé vaxandi áhugi almenn- ings á stálskipum? — Jú, bátar þeir sem við höf- um smíðað, eru allt tréskip. En varðandi stálbátana verð ég að segja það, að ég veit ekki betur en það sé álit sérfróðra manna að vart borgi sig tæknilega séð að smíða stálfiskibáta minni en Nýr 20 tonna eikarbátur, St raumur G.K. 302, Mypur af stokk unum. Nýjor bækur irú Schönberg NÝLEGA eru komnar út hjá Schönberg-forlaginu í Kaup- mannahöfu fjórar bækur í vasa- bókarbroti. Þessar bækur eru „Samtale om Natten“ eftir Hans Jörgen Lembourn. „Sangen om den Röde Rubin“ eftir Agnar Mykle, „Farlig Sommerleg (Sum- arást) ^ftir Francoise Sagan og „Lt Kys för Döden“ eflir Ira L.evin. „Samtale om Natten“ kom fyrst út 1951 og er önnur bókin, sem Lembourn lét frá sér fara. 1 bókinni eru smásögur, sem fjalla um ástina og Lembourn hefur síðar sagt, að hún sé ein af hans æskusyndtum. Áður en Sohönberg gaf bókina út að þessu sinni, gerði Lembourn nokkrar breytingar á sumum sögunum, sleppti öðrum og bætti við nýj- um. „Et Kys för E>öden“ hefur ver- ið nefnd ein athyglisverðasta sakamálasaga vorra tíma. Höf- undurinp, Ira Levin, var aðeins 22 ára, þegar bókin var gefin út, en fyrir hana hlaut hann Edgar Allan Poe verðlaunin. 100-150 rúmlestir. í þessu sam- bandi vil ég nefna, að 100 rúm- lesta eikarbátur ber miklu meiri afla en 100 rúmlesta stálbátur. En 'kaupverð beglgja bátanna er álíka hátt. Hins vegar eru tak- mörk fyrir því hversu smíða má stór skip úr tré. Mun nú álit flestra vera það, að tréskip ættu ekki að vera mikið yfir 100 rúm- lestir. Þess vegna miðar þróunin nú ört í þá átt að hinir stærri fiskibátar okkar séu smíðaðir úr stáli. ]^á þó í þessu sambandi benda á það að víða á landinu hagar svo til að bátar undir 100 rúmlestum verða enn gerðir út a.m.k. á meðan fiskur fæst á Bridge NÝLEGA kepptu þeir Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðs- son í aliþjóðlegu bridgemóti sem fram fór í Juan Les Pins í Frakk landi. í tvímenningskeppninni urðu þeir nr. 63 af 250 pöru'm og í sveitakeppninni varð sveit sú, sem þeir mynduðu með tveimur Hiollendingum, í öðru sæti. Árang ur þeirra er góður og er vonandi að ferð þeirra verði til þess að íslenzkir spilarar taki oftar þátt í alþjóðlegum mótum en verið hefur. Aðalfundur alþjóða bridgesam bandsins var haldinn í New York meðan Olympíumótið fór fram. í sambandinu eru 40 meðlimir, en reiknað er með að á næstunni muni 5—10 lönd sækja um inn- göngu. Ákveðið var að næsta Olympíukeppni fari fram árið 1966 í Amsterdam, og verður þá tvímenningskeppni. Næsta Olym píumót fyrir sveitir fer fram árið 1968, og væntanlega í París. Næsta ár fer fram heimsmeistara keppni og verður hún háð í S- Ameríku. Forseti allþjóða'bridgesam'bands ins var kosinn Charles J. Solom on frá Bandaríkjunum, í stað Baron de Nexon, sem baðst und an endurkosningu. Baron de Nexon hefur verið forsefi sam- bandsins frá stofnun iþess og unn ið mjög að auknum alþjóðlegum bridgemótum. Hinn nýkjörni forseti er mjög kunnur spilari, ekki aðeins í heimalandi sínu, heldur um allan heim. Hann hefur t.d. tekið þátt í mótum í 37 löndum. grunnmiðum. Verða því vafalítið minni skip enn um skeið smíðuð úr tré. Enda hefur innflutningur tréskipa á undanförnum árum frá 45 og upp í 150 rúmlestir verið meiri að rúmlesta tölu, en því nemur, sem smíðað hefur ver ið innanlands. — Ég sé að þig smíðið ykkar Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri báta inni. Hvað getið þið smíðað stóra báta inni í húsi? — Við getum smíðað inni í húsi skip upp í 150 til 200 rúm- lestir. Eins og þú sérð, höfum við í þaki hússins hlaupakrana, sem lyftir og flytur um húsið þuniga hluti, svo að mikil átök við skipasmíðarnar eiga að vera óþörf. Þessum útbúnaði var kom- ið upp fyrir þremur árum. Þá vil ég geta þess, að við önnumst allar viðgerðir á bátum. — Um það er mikið rætt og meðal annars á Alþingi í vetur að efla skipasmíðina innanlands. Hefur ekki verið hægara að fg fjárhagslega fyrirgreiðslu nú að undanförnu, heldur en var fyrir nokkrum árum? — Ástæðan til þess hversu lít- ið hefur verið smíðað innanlands af skipum á undanförnum árum er einkum sú, hversu erfitt hefur reynzt að fá allan fjárhagslegan stuðning við innlenda skipasmíði, en aldrei 'hefur þó ástandið i þess um efnum síðan þetta fyrirtæki tók til starfa verið jafnbágborið og undanfarna mánuði. Nú er svo komið, mót venju, að Fisk- veiðasjóður íslands, hefur ekki að undanförnu getað bongað strax út þau lán sem hann er annars vanur að lána þegar smíði nýrra báta er lokið. Au'k þess er eins oig sakir standa útilokað að fá loforð hans fyrir lánum til nýrra báta í smíðu-m innanlands sem komnir eru vel á veg eins og t.d. þessi 33 tonna eikarbátur, sem 'hér er í smíðum. Norskar skipasmíðastöðvar og auðvitað fleiri, myndu ekki smíða svona marga báta á ári handa íslending um ef ástandið væri álíka hjá þeim. En sá er munurinn að þar 1 landi fá sikipasmiðastöðvarnar strax lán ,þegar smíði skipanna er hafin. Þetta þýðir það, að ís- lendingar hafa komið upp stór- felldum skipasmíðaiðnaði í öðr- um löndum, sem kostar þjóðina í gjaldeyri mörg hundruð miflj- ónir á ári. Á sama tíma er inn-"' lend skipasmíði svo óveruleg að naumast er hægt að þjálfa hér mannskap til nauðsynlegs við- halds á fiskiskipaflotanum. — Telur þú að fleira en vönt- un á rekstrarfé komi til með að valda innlendri skipasmíði erfið leikum? — Já. Vissulega má nef.na margt fleira, sem of langt mál yrði upp að telja, svo sem vöntun á tækni og meiri vinnuhagræð- ingu, sem væntanlega á eftir að ná því sem erlendis þekkist, ef innlend skipasmíði á eftir að efl- ast. Auk þess er kaupgjaldið all- mikið vandamál. Einkum má nefna mikinn vanda, sem steðjar ag skipasmíðinni, vegna mikillar eftirspurnar og yfirboða í skipa- smíði frá þeim, sem hafa það fyr- ir atvinnu að byggja íbúðir óg selja. — Hvaða leiðir telur þú að geti helzt orðið til úrbóta varð- andi lánsfjárskort skipasmíða- » stöðvanna? — Sjálfsagt getur verið um ýmsar leiðir að ræða. Vil ég þó einkum nefna þrjár, sem mér eru efst í huga. a. Að opinber stjórnarvöld 'hlutist til um útvegun á erlend- um lánum til eflingar Fiskveiði- sjóði eða Iðnaðarbankanum til þess að leysa lánsfjárþörf skipa- smíðastöðvanna. b. Að lánastofnanir, svo sem bankar og sparisjóðir, leggi Fisk veiðasjóði til fé á svipaðan hátt og þessar stofnanir leggja fé inn í Seðlabankann. c. Að Seðlabankinn kaupi iðn aðarvíxla til efliragar innlendu skipasmíðinni á sinn máta eins og honum er nú ætlag það hlut- ” verk að bæta úr lánsfjárþörf landbúnaðarins og sjávarútvegs- ins. Mundi það verða til aukins tjóns eins og nú er ástatt í þess- um efnum, ef lengri dregst að fmna viðunandi lausn á þessu vandamálL — G.E. BILA LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón EINKAUMBOÐ Asgeir Ólafsson, heildv. Vonarstræti 12. Simi 11073

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.