Morgunblaðið - 28.05.1964, Page 15
FimmtuSagUT 28. maí 1964
MORGU N BLAÐIÐ
15
Lofthitun hjá
Njáli á Bergþdrshvoli
Við dyr ketilshússins.
Rannsóknarleiðangra er getið
bæði í Gamla testamentinu og
Islendingasögunuim, þeirn einu
bókmenntum „sem krassa“, eins
og Haukur frá Hofstöðum bróðir
Hösikuldar, komst að orði. Marg-
ir mundu halda að slíkir leið-
aiigrar væru með öllu óþarfir nú,
(þegar menn geta fræðst um allt
tfyrirhafnarlaust — Jósihúa mundi
til dæmis ekki þurfa annars við
en að fá lánaðar nótur hjá Jóni
Leifs, í stað þess að gera út
leiðangur til að vita hivaða tón-
tegund múrar Jeríkóborgar
myndu sízt standast, en Ingóltfur
Arnarson fengi meiri fróðleik
um landgæði á íslandi með því
að glugga í pésa frá flugtfélög-
unum, en þó að hann færi þangað
sjálfur. I>að er þó öðru nær; niú
eru rannsóiknarleiðangrar náftast
tízkufyrirbæri. En þar sem einn
leiðangur getur varla kallast svo,
nema að hann sé gerður þangað,
sem aðrir hafa ekki áður farið,
að minnsta kosti ekki sömu er-
inda, leiðir af sjálfu sér, að alltatf
fækkar stöðum og viðfangsefnum
eftir því sem fleiri eru famir.
I>að þarf því stöðugt meiri hug-
kvaemni til að gera út slílkan
leiðangur, og að sama skapi
verða bæði ákvörðunarstaðirnir
og erindin þangað sífellt undar-
legri.
Við, þremenningarnir í bíla-
leigubílnum, erum í rannsóknar-
leiðangri að BergþórShvoli. Þang
að hatfa að vísu áður aðrir fairið.
í>ó ekki sömu erinda, að því er
við bezt vituim. Við setlum netfni-
lega að athuga lofthitunartækn-
ina í húsurn Njáls bónda.
Og við ökum sem leið liggur
suður með sjó — ekki af því,
að við vitum ekki leiðina að
Bergþórsfhvoli, eða það sé ásetn-
ingur okkar að villast, svo að
gera verði út björgunarleiðangur
til að hafa uppi á rannsólknar-
leiðangri okkar, heldur einfald-
lega af þeirri ástæðu, að það
er víðar England en í Borgar-
firðinum og víðar Bergþórsihvoll
en í Landeyj'um. Sá Njáll, sem
við ætlum að heimsækja, býr að
Bergþórshvoli í Garði og þunrk-
ar þorsk til útflutnings með loft-
hitunaraðferð, sem mér hefur
verið sagt að gefizt einikar vel.
Og fyrst ég er lagður upp í slík-
an rannsóknarleiðangur á annað
borð, hef ég ákveðið að koma
við í Sandgerði, en þar eru þeir
farnir að þurrka skreið handa
þeim í Afríku með sömu aðtferð.
Op leiðangursstjórinn, sá er sit-
ur undir stýri í bílaleigubílnum,
er Benedikt Ólafsson, forstjóri
Iblibksmiðjunnar „Glófaxi", sem
að mestu leyti framleiðir
þessir loffhitunartæki, er kalllast
„Therömobloc“, og annast upp-
eetningu þeirra. >ess skal þó
etrax getið, til að forðast allan
rnisskilning, að ekki eru tæki þau
eingöngu gerð til að ylja þorski
og skreið, heldur og öllu mann-
fólki, og hafa þau sem slik þegar
verið sett upp á fjöhnörgum stöð
um og víðsvegar um land, bæði
í samkomuhúsum, verksmiðjum
og einkahíbýlum.
Bílaleigubíllinn reyniist „merki
legt rannsóknarefni út af fyrir
eig“, en þar eð þær rannsóknir
mundu jaðra við atvinnuróg, ef
niðurstöður yrðu birtar, liátum
við það viðfangsefni lönd og
leið, enda skilar hann okkur —
eö lokum — heilum á húfi heim
*ð Bergþórshvoli í Garði. >ar
er hið glæsilegasta íbúðarhús, getf
ur í engu etftir þeim ríkmannleg-
ustu í henni Reykjavík, og þó
eð nú sé komið haust, og garð-
urinn umlhverfis það sé sviptur
öllu blómskrúði, má glöggt sjá
eð hann mundi hvarvetna bæjar-
prýði, þegar allt væri í blóma
kringum fossinn og fiskatjörn-
ina. Fiskþurrkunarhúsin standa
drjúgan spöl frá, á öðrum stað
í þorpinu, og þó að för Okkar
sé fyrst og fremst heitið þangað
og við höfum nauman tíma eins
og allir rannsóknarleiðangrar
verða að látast hafa, tekur Njáll
bóndi efaki annað í mál, en að
við koimum inn og þiggjum góð-
gerðir.
>að er í rauninni ekki auðvelt
að skipa Njéli Benediktssyni að
Bergþórsihvoli í Garði í bænda-
stétt syo vel fari, og mundi stétt-
inni þó sómi að honum, þó eklki
væri nema það eitt hve allt ér
með miklum myndar- og snyrti-
brag á bæ hans, jafnt innandyra
og utan. >ó að hann kunni að
hafa einhverjar grasnytjar, hvað
ég ekki veit, byggist búskapur
hans ekki á þeirn. Útvegsibóndi
verður hann ekki heldur kallað-
ur, því að ekki gerir hann neina
fleytu út til fiiskveiða, enda ger-
ast nú fáir útvegsbændurnir í
Garði og Gerðuim, hinum forn-
frægu verstöðvum, nema Guð-
mundur á Rafnkelsstöðum, en
ekki munu hin frægu atflaskip
hans leggja upp þar, þó skráð
séu. Trillur eru nokkrar, en nær-
miðin, sem áður voru hin feng-
sælustu, hafa brugðizt að undan-
förnu og kenna margir drag-
nótinni. Engu að síður berst nú
meiri fiskuf í Garðinn en nokkru
sinni fyrr, en nú er hann þangað
fluttur á bílum, því að Njáll á
Berglþórshvoli og fleiri bændur
þar, kaupa hann úr bátum í
Keflavík og Sandgerði og fleiri
nálægum verstöðvuim, verka
hann, þurkka og pakka — og
loks er hann fluttur þaðan atftur
á bílum og um borð í skip í ná-
lægum höfnurn, þar eð þeir bænd
ur selja hann víða um heim.
Stæði því næst að kalla Njál og
þá bændur aðra „útfltnings-
bændur“ og finni Gísli Kriistjáns-
sc n og hljóðneminn einhvern
tíma hvöt hjá sér til að heim-
sækja þá, ættu þeir að koma við
á Bergþórshvoli, því að Njáll
er spakur maður og forvitri, eins
og var nafni hans — og eins og
útflutninggbændur þurfa að vera.
Erum við og margs fróðari um
fiskverkun og markaði, þegar
lokið er úr þriðja kaffibollanum,
og rausnarlega frambornu með-
lætinu hafa verið gerð þau skil,
sem leiðangursmönnum sæmir.
En til þess að þurrka fisk, þarf
að sjálfsögðu fyrst og fremst
þurrk — helzt mikinn þurrk og
stöðugan, en ekki rándýran
helgaglenning — og þar sem
veðurguðirnir eru sízt ríflegri
við þá í Garðinum, eða Suður-
nesjum yfirleitt, heldur en aðra
landsmenn, á þá eftirsóttu vöru,
hatfa útflutningsbænd/úr þar fyr-
ir löngu tekið það ráð, að fram-
leiða sinn þurrlc sjálfir. Að vísu
slá þeir hendinni ekki á móti
þerri gjöfum guðanna, þó ofn-
aiumiar séu; það má nota -þær
til að forþurrka skreiðina, en
það er þeirra eigin þurrkfram-
leiðsla sem blívur. Og þarna er
það, sem Thermobloc kemur til
sögunna.
Við göngum með Njáli um fisk
húsin, hátt og lágt. Niðri eru
miklir hlaðar af saltfiski, bæði
blautum og fullþurrkuðum og á
öllum stigum þar á milli. Allt er
með snyrtibrag, einnig þar, jafn-
vel skreiðarhlaðarnir uppi á
loftirau, og er skreiðin þó skrum-
skæling á fiski, dregnum úr sjó.
Verið er að skipta um hengju af
saltfiski í þurrkklefa, en hver
saltfiskhengja er þar ekki nema
í 30—36 klúkkutíma í einu, en
síðan er hún sett í hlaða, þangað
til hún er sett í klefann aftur.
>annig gengur það þrisvar tifl. fjór
um sinnum, en þegar fiskurinn
ihefur verið fjórtun sinnum inni,
er hann fullþurrkaður — en með
öðrum inniþurrkunaraðferðum,
kveðst Njáll alltaf hafa orðið að
setja hann oftar inn í klefann,
svo að Thermoblock sparar þarna
mikið vinnuafl og tíma við salt-
fiskverkunina. Skiptin taka að
sjáltfsögðu sinn tíma, en því
minni, sem þau eru færri.
Loks kveðjum við Njál á Berg-
þórshvoli og ökum til Sandgerðis
með nokkra mjallhvíta, Brasilíu-
þurrkaða þorska í gkottinu á bíla
leigulbílnum.
Thermoblock og negraskreið
Vatfalítið miundi svipað afrek
að selja Afrílkunegrum lofthitun-
artæki og pranga ísskápum inn
á Esíkimóa. >ó vill svo tifl, að þeir
„þeldiökku“ eiga sinn þátt í því,
að „Miðnes hf“ hefur látið setja
Thermoblock lofthitunarkerfi
upp í hinum miklu fiskskemm-
um sínum í Sandgerði. >annig
hefur allt víxlverkandi áhrif í
henni veiöld, og mætti kannski
Skjóta að sem dæmi þes, að það
mun ekki hafa verið fyrr en að
við fórum að selja Afrífaumönn-
um skreið, sem við tókum að
kalla þá „þeldökka" atf vel-
meintri kurteisi seljanda við
kaupanda. >annig hefur skreið-
arsalan áhritf á þróun málsins,
en hvort sú þróun málsins hefur
svo nokkur áhrif á skreiðarsöl-
una skal ósagt látið.
>að hefur Thermoblock loft-
hitunartæknin aftur á móti, að
því er Bergur Sigurðsson verk-
stjóri hjá „Miðnes hf“ segir okk-
ur. Gæti þó verið um enn meiri
og jákvæðari áhritf þar að ræða,
ef „fullnægt væri öllu réttlæti,
og tekin upp rakamæling í sam-
bandá við matið á skreiðinni.
Lotfthitunartækinu og leiðslun-
um er þarna fyrirkomið á svip-
aðan hátt og í fiskhúsunum, sem
áður er lýst. Ekki er skreiðin
sett í þurrkklefa, heldur í hlaða
og heita loftinu blásið inn í þó.
Skreiðina verður að forþurrka
úti þangað til skel er komin á
hana, nægilega sterk til þess að
hún leggist ekki saman í hlað-
amum; geri hún það, getur heita
loftið ekki leikið um hana. Tel-
ur Bergur verkstjóri þessa þurk-
unaraðferð til mikils flýtisauka,
því að taka megi gkreiðina in-n,
þegar hún hefur hangið í úti-
trönum í þrjár vikur; að vísu
verði hlaðarnir þá að vera lágir
fyrst, svo að hún sígi ekki sam-
an, en síðan megi hækka þá etftir
því sem skreiðin þornar og sikel-
in harðnar. Sá er þó galli á enn,
segir hann, að þessi þurrkunar-
aðferð er ekki fyllilega viður-
kennd, heldur er miðað við úti
þurrkun og skreiðin ekki talin
pökkunarhæf fyrr en í októbeir.
Væri hinsvegar rakamæling upp-
tekin, er skæri úr um það, hve-
nær skreiðin væri fullþurr orðin
við lofthitann, mætti paikka
henni allmikliu fyrr og þá koma
henni að sama skapi fyrr á mark-
að, og telur hann að þetta hljóti
allt að breytast í þá áttin-a, þegar
full reyrtsla er komin á þes-sa
þurkunaraðferð og hún er al-
menn orðin. Auk þes sem þessi
aðferð er fljótvirkari, rírnar
skreiðin minna í þurrkuninni, en
þó telur Bergur það mestan kost
við þessa aðferð, að með henni
miegi losna að mestu eða jafnvel
öllu leyti við jarðslagann, sem
oft veldur miklu tjóni i sam-
bandi við verltun á skreið.
En það er ekki eingöngu verk-
uð skreið í þessum miklu fisk-
gkemmum. >ar er söltuð síld og
fiskaðgerð aðra tíma ársins, ög
þá eru þær hitaðar upp með
Thermoblook-tækjunum, s e m
Bergur Sigurðsson telur hafa
reynzt vel í alla staði.
Thermoblock í verksmiðjum
— og kirkjum
Segja má svipað um Thermo-
block og jómfrú Simpson forðum
— það kem-ur víða við. Og þegar
rannsóknarleiðangurinn h e f u r
heimleiðis snúið í bílaleigubíln-
um, segir Benedikt, fram-
kvsemdastjóri blikksmiðjunnar
„Glófaxi“ nokkuð af notkun
þeirra og útbreiðslu hérlendis —
því að Thermoblook lofthitunar-
tækin eru smíðuð samkvæmt
uppfinningu, sem lögvernduð er
ströngum einkaleyfum, og nokk-
ur hluti þeirra innfluttur frá
aðalverksmiðjunum í Belgíu, en
„Glófaxi" smíðar ketilinn, skáp
ana og leiðslur allar og annast
uppsetningu þeirra. Segir Bene-
dikt að þessi tæki hafi nú verið
sett upp til hitunar í allmörgum
verksmiðjum og iðnvinnusölum
bæði í Reykjavík og úti á landi;
svo og í mörgum fiskþurkunai'-
húsum, samkomuhúsum, kirkjum
og í einkahíbýlum. Sá kostur e-r
við þes-sa lofthitun, umtfram aðra
hitunartækni, að hún endurnýja-r
loftið og hreinsar um leið og hún
hitar það og er eins hreinleg og
einföld, hvað gæzlu snertir, og
hugsast getur. Merkilegt þykir
mér og að heyra það, að Thermo-
block tæki tiil hraðþurkuna-r á
heyi eru kornin til landsins, og
verða reynd á Hvanneyri á sumri
kom-anda. Gefi þau eins góða
raun og ástæða virðiist til að
vona, má eins gera ráð fyrir að
þau valdi gerbyltingiu í hey-
þurrkun hér á landi — og þurfa
þá grasnytjabændur ekiki að vera
meira upp á veðurguði-na komnir
en úttflutningsbændur í Garðin-
um.
Blikks-miðjan Glófaxi annast,
eins og áður er sagt, alla upp-
setningu tækjanna, að öllum
skilyrðum- athuguðum, gerir
kostnaðaráætlanir, gengur frá
undirbúningsteikningum — sér
einnig um viðhald tækjanna og
gerir á þeim breytingar, ef með
þarf, og annast þá þjónustu hvar
á landi-nu sem er. Standa þeir
í Glófaxa í stöðugu sambandi
við aðalverksmiðjurna-r í Belgíu,
og fer Benedi-kt sjálfur þamgað
árlega, til að kynna sér allar
nýjungar. Thermoblock verk-
smiðjurnar eru brautryðjendur
á sviði lotfthitunartækni, stærst-
ar þar enn í dag og hafa nú
komið upp dótturfyrirtækjum
víða um heim. Um 35000 stórar
verksmiðjur í mörgum löndurn,
m. a. í Vestur->ýzkaiandi, í
Bandaríkjunum og Japan, eru
hitaðar upp með Thermoblock,
og í aðalverksmiðjunum í Bruss-
el vinnur fjöldi verkfræðinga að
staðaldri að tilra-unum og endur-
bótum á tækjunum.
>etta segir Benedikt — Og
þe-tta sögðu þeir, Njáll á Berg-
þórsihvoli og Bergur í Sandgerði.
En nú tekur bílaleigubíllinn til
við sín-a fyrri iðju, en að þessu
sinni er hann þó öllu meðfæri-
legri viðskiptis — enda á heirn-
leið. Og innan skamms er svo
rannsóknarleiðangurinn kominn
aftur heill til síns heima, um
margt fróðari, eins og hverjum
rannsóknarleiðangri ber að vera,
þegar heim er snúið.
Loftur Guðmundsson.
ATHUGIÐ
að borið sa.nan við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
í Sandgerði.