Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. júní 1964 Vladimir Askenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í gærmorgun. Stjórnandi á hljómleik- unum verður Igor Buketoff. Askenazy kominn til íslands Leikur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld Pí AN ÓLEIKARINN Vladimir Askenazy kom til íslands í fyrra- kvöld, en hann leikur í kvöld á fyrstu tónleikunum í þessari ferð í Háskólabíó. Það eru aukatón- leikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem leikur undir stjórn Igors Buketoffs, en Askenazy leikur einleik með hljómsveit- inni í tveimur verkum og er það í fyrsta skipti sem tveir píanó- konsertar eru á efnisskránni á sama kvöldi. Annar verkið, Píanó konsert nr. 3, eftir Raehmanin- off, verður hér flutt í fyrsta skipti. Hin verkin eru Píanókon- sert nr. 1, eftir Beethoven og Haffnersinfónía Mozarts. eru með bleyju, er dálítið erfitt að ferðast með þau“, sagði hún. En þau hjónin höfðu soninn, Vladimir, með til ísrael. „Hann er 2 Vi árs og nógu stór til þess. Enda haaf þeir í ísrael tvö hús í góðum garði og húshjálp fyrir listamenn sem koma. Það var dásamlegt", sagði Þórunn, og bætti því við að nú hefðu þau hjónin getað tekið bæði börnin með til íslands, því þau byggju á heimili Péturs Péturssonar, sem sér um ferð þeirra hingað. Hún kvaðst búast við að fara með Askenazy a.m.k. til Japan og um Norðurlönd á nætunni. Þórunn sagði Vladimir tala rússnesku við bömin og hún ensku, en þegar hún nú allt í einu er farin að tala íslenzku við drenginn, eftir að komið er til íslands, horfir hann bara alveg undrandi á hana. A.m.k. fjórir hljómleikar á íslandi. Þau hjónin verða hér í 3 vik- ur, bæði í vinnu og fríi, sagði Askenazy. Hann kallar það frí þegar hann heldur ekki marga tónleika, en hann æfir alltaf marga tíma á dag“, segir Þórunn til skýringar. En hljómieikarnir verða nú samt a.m.k. fjórir í þetta sinn og æfingar með hljóm sveit og söngvara að auki. Á föstudagskvöldið leikur Askenazy með Sinfóníuhljómsveitinni, svo sem fyrr er sagt. Næstkomandi mánudag verða hljómleikar á Listahátíðinni með honum og Kristni Hallssyni söngvara, þann 10. júní heJdur Askenazy sérstaka píanótónleika, og þann 19. verða hljóanleikar með bandríska píanó leikaranum Frager, auk þess sem óvíst er hvort Askenazy fer út á land. Askenazy sagði frétamönnum, að hann hefði orðið hrifinn af Sinfóníuhljómsveit íslands. Flutn ingur hennar hljómaði vel og „þeir virðast geta leikið hvað sem er. Það er alveg stórkostlegt með svo fámennri þjóð, að geta haft svo góða hljómsveit“, sagði hann. Og hljómsveitarstjórinn Igor Buketoff tók mjög undir þetta, kvaðst síður en svo segja þetta af einskærri kurteisi. Buketoff kemur e.t.v. aftur í haust. Hljómleikarnir í kvöld eru 6. hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar innar, sem Buketoff stjórnar og þeir síðustu að þessu sinni, en hann sagði, að verið gæti að hann kæmi aftur í haust. Áður en hann fer heim til New York, mun hann þó stjórna á opnun Listahátíðar- innar og auk þess hljómleikum á hennar vegum í Þjóðleikhusinu. Og hvað ætlar hann nú að fara að gera? — Ég tek mer allt- af tveggja mánaða frí á sumrin og er mjög ákveðinn með það. Þann tíma nota ég til að búa mig undir næstu vetrardagskrá o.fl. Þó mun ég stjórna einum hljóm- leikum í New York í sumar, sagði hann. í vetur hafa kona hans og 12 ára dóttir verið með honum á íslandi. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar, gaf fréttamönnum kost á að hitta Askenazy, Þórunni Jóhannsdótt- ur, konu hans, sem komin var á undan til landsins með börn sín tvö, og ameríska hljómsveitar- stjórann Igor Buketoff, en þeir Askenazy hittast og vinna sam- an í fyrsta skipti. „Hvort þessir tveir kunnu listamenn eru vinir eða óvinir vitum við ekki, þvi þeir tala saman á rússnesku“ sagði Gunnar í gamni, er hann kynnti þá. Hljómleikaferðir skipulagðar til 1966. Þetta er í þriðja skiptið, sem Askenazy kemur til Islands, og leikur á hljómleikum. Hann kom um veturinn 1962 og í júlí 1963. f þetta sinn kom hann frá Berg- en, þar sem hann lék á Bergens- hátíðinni, en hafði áður verið á hljómleikaferðum til Hollands, Portúgal, Israel og Grikklands. Nú kveðst hann hafa ráðgert hljómleika víða um heim, allt fram til 1966, sem þó væri breyt- ingum undirorpin. Þar í væri t.d. ferð til Bandaríkijanna, einleikur í Kaupmannahöfn í marz og nú fyrst eftir íslandsdvölina tónleik- ar á Cheltenham-hátíðahöldun- um í Englandi. Er Moskvuferð í þessari áætlun? — Þessi áætlun er öll mjög óljós enn þá. Það er mjög líklegt að ég fari til Moskvu, en það er ekkert ákveðið um það, sagði Askenazy. Askenazy kvaðst reyna að hafa konu sína með í hljómleikaferð- imar, en Þórunn sagði að það hefði verið dálátið erfitt að undan förnu, því Nadja dóttir þeirra er aðeins 7 mánaða, „og meðan þau íslenzk framleiðsla íslenzk frímerki þykja eftir- sóknarverð víða erlendis, eink- um vegna þess að upplag þeirra er lítið miðað við það, sem geng ur og gerist erlendis. Þess vegna er það vafalaust fagnaðarefni, þegar íslenzk frímerki skera sig úr í þokkabót. Ég held nefnilega að nýja skátamerkið (verðgildi kr. 3,50) hljóti að skera sig tölu- vert úr á hinum alþjóðlega frí- merkjamarkaði, því að ég minn ist ekki að hafa séð ljótara frí- merki. Úr því að við getum ékki gefið út „heimsins fallegustu frímerki,“ þá eru svolitlar sára- bætur fólgnar í útgáfu „heims- ins ljótustu frímerkja". Áfram með smjörið. ^ Hundur beit barn Hér kemur fréf frá hús- móður á Bergstaðastræti: „Mér skilst að í Lögreglu- samþykkt Reykjavíkur séu ský- lausar reglur um, að hundahald í Reykjavík sé bundið því skil- yrði, að hundar gangi ekki laus ir á almannafæri, og ég vejt ekki betur en tiltekinn lögreglu þjónn hafi það sérstaka verk- efni að sjá til þess, að reglun- um sé framfylgt. Þess vegna vildi ég beina þeirri fyrirspurn til lögreglustjóra, hvers vegna eftirlit með hundum í Reykja- vík er svo frámunalega slæ- legt. í nágrenni við mig eru a.m.k. þrír hundar sem að stað- aldri ganga lausir, og varla líð- ur svo morgunn að við vökn- um ekki við hundgá. Vel má vera, að þetta séu gæfar og meinlausar skepnur, en sann- leikurinn er sá, að börnin í ná- grenninu gera sér mjög dælt við hundana og hafa gaman af að espa þá. Snemma í vetur var einn sonur minn, sex ára gam- all, bitinn af einum þessara hunda og ber enn ör eftir bitið. Lögreglunni var þá gert aðvart, og á vettvang kom lögreglu- þjónn, sem tók skýrslu og hét því, að endi yrði bundinn á þetta leiðindaástand. Síðan hef- ur ekkert gerzt í málinu, og meðan þessar línur eru hripað- ar er barnahópur hérna fyrir utan húsið að atast í hundi, sem gengið hefur laus í vetur. Nú fer því fjarri, að ég hafi persónulega neina andúð á hundum, og ég er meira að segja þeirrar skoðunar, að börn hafi ákaflega gott af að umgangast skepnur með eðlilegum hætti, en slíku er bara ekki til að dreifa hér. Hundar eru ekki í sínu eðlilega umhverfi á göt- um borgarinnar, og börnin kunna ekki að umgangast þá, heldur eru eilíft að erta þá eða siga þeim hvert á annað, og má það heita mildi, að ekki skuli hafa hlotizt verra af en skrámur og rifin klæði. Hvernig væri nú, að lögregl- an tæki á sig rögg og gerði gangskör að því að framfylgja lögreglusamþykkt Reykjavíkur — eða þá gerði á henni nauð- synlegar breytingar, ef hún er of önnur kafin til að sinna þeim skyldum sem samþykktin legg- ur henni á herðar? Húsmóðir austarlega á Bergstaðastræti.“ ^ Leitað að brennivíni Og loks kemur hér bréf frá einum, sem á sumarbústað í Mosfellsdal: „Að undanförnu hafa verið unnin mikil spjöll á ca 15 sum- arbústöðum í Mosfellsdal í lönd um Laxness, Hraðastaða og Helgadals. í fyrri viku kærðu þrír sumarbústaðaeigendur yfir skemmdarverkum til sýslu- mannsembættisins í Hafnar- firði. Síðan líða 5 dagar og embættið gerir ekkert til að lýsa eftir spellvirkjunum, bæði til að hafa upp á þeim og eins öðrum sumarbústaðaeigendum til viðvörunar, a.m.k. hef ég hvergi séð það á prenti eða heyrt það í útvarpi. Frá mínum sjónarhóli séð hefði það verið sjálfsögð ráð- stöfun, enda fengum við 12 eig- Hvatorfundur MÁNUDAGINN 25. maí sl. hélt Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt almennan félagsfund í Sjálfstæð- ishúsinu. Formaður félagsins, María Markan, setti fundinn og stjórnaði honum. Fjármálaráð- herra Gunnar Thoroddsen flutti á fundinum stórfróðlegt erindi þar sem hann meðal annars ræddi og skýrði frá því helzta, er áunnizt hefði til batnaðar í tíð núverandi rikisstjórnar og einn ig nokkuð vandamál þau, er stjórnin hefði þurft og þyrfti að glíma við, og minntist í því sam- bandi nokkuð á nauðsyn þess að allir stæðu saman um að friður gæti ríkt í kaupgjaldsmálum svo hægt væri að bæta kjör fólksins eftir því sem þjóðarframleiðsl- an gæti borið. Formaður ræddi því næst nokk uð um fyrirhuguð sumarferðalög er félagið hefur í hyggju að gang ast fyrir. Eftir að kaffi hafði verið fram borið skemmti Jón Gunnlaugsson með eftirhermum og söng. Fundur þessi var mjög fjölmennur og í alla staði hinn ánægjulegasti. Kópavogur Sjálfstæðisfélögin i Kópavogi efna til skemmtiferðar i Land- mannalaugar, helgina 13. og 14. júní nk. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi föstu- dagskvöldið 12. júní kl. 20:30. — Þátttaka tilkynnist laugardag- inn 6. júní í síma 40922 kl. 13 til 18. endur sumarbústaða í téðum- landareignum að finna fyrir því eftir þessa 5 daga. Ég vil meina að hefði lögreglan í Hafn arfirði strax eftir fyrstu þrjár kærurnar lýst eftir spellvirkj- unum í blöðum og útvarpi, þá hefðum við hinir 12 sloppið. Þetta er mín skoðun á mál- inu. Mér virðist vera „trítilóðir'4 unglingar kringum fermingu, sem ganga lausum hala og skemmta sér við að brjóta nið- ur í bústöðunum með stein- kasti, opna allar hirzlur og um- turna meira og minna. Engu líkara er en þeir séu í brenni- vínsleit, það er a.m.k. mín skoð un, að öðrum kosti eru þeir haldnir brjálæðiskenndri skemmdarfýsn. En nú tjáir ekki að fást um orðinn hlut, heldur stemma á að ósi, safna liði og hafa upp á þessum skemmdarpjökkum, og þekki ég rannsóknarlögregl- una hér í Reykjavík illa, ef hún verður lengi að upplýsa þetta mál. En á meðan má segja að ríki öngþveiti í þessum 15 sumarbústöðum. Menn þora ekkert að hafa þar verðmætt fari þeir frá, og konur og börn þora ekki að vera ein á kvöld- in, án manna sinan. Og þeir sem eru þarna með „annan fót- inn“ geta ekki verið að flytja með sér alla búslóðina úr bú- stöðunum fram og aftur tvisvar til þrisvar í viku. Það verður því að hafa upp á þessum pjökk um strax, hvað sem það kostar, Fyrr getur enginn verið óhult- ur um eignir sínar þarna I dalnum. — G. H.“ ■" 'II íb •, ' G • f ©PIB '* * *+ O C0PfNH*6FN ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - ramboðið Brædurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.