Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. jún! 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 piiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiii H UM KIj. hálf fjögur í fyrri- | nótt veittu lögreglumenn á g eftirlitsbíl athygli bilnum S G-2569 við Skúlatorg og þótti = ekki allt með felldu um akst = ur hans. Hugðust lögreglu- S menn stöðva bílinn og athuga E ökumann, og óku því fram úr |j honum. Steig ökumaður E G?2569 þá benzínið í botn og = fór aftur fram úr lögreglu- S bílnum, og upphófst siðan elt = ingaleikur, sem lauk ekki fyrr g en uppi í Mosfellssveit, en = þar tókst loks að þvinga öku- = fantinn út af veginum, og STAKSTEIiAH Leikurínn berst eftir Vesturlandsvegi. Myndin var tekin við Grafarholt, og augnabliKi siöar rakst bíll þess drukkna á annan lögreglubílinn, sem reyndi að fara fram úr. Eltingaleikur I fyrrinótt: Ók í krákustígum fyr- ir lögreglubílana Ölvunarakstur pilts, sem nýlega hefur fengið ökuréttindi handsama hann. Var hann þegar færður í járn enda drukkinn svo sem vænta mátti. Er bíllinn, sem var af Chevrolet gerð, fór fram úr lögreglubílnum við Skúlatorg gerðu lögreglumenn aðvart um talstöð. Bættist brátt ann ar eftirlitsbíll í eltingaleik- inn, svo og einn leigubíll og loks óeinkennisklæddur lög- reglumaður í einkabíl sinum. Leikurinn bart eftir Suðúr landsbraut og inn á Vestur- landsveg. Ók G-2569 í kráku stígum, og hindraði að lög- Ekið fram úr ökufantinum um síðir. Hann sést við stýri bíls síns, en hefur ekki numið staðar. — Annar lögreglubilanna sést á eftir. Þessi var tekin úr leigubíl, sem skauzt fram úr. (Ljósm. Mbl.: Ingi Jensen) Sjómannadagurinn á sunnudaginn N Ú á sunnudaginn kemur er sjómannadagurinn hátíðlegur haldinn. Af þvi tilefni voru fréttamenn.kvaddir á fund stjórn ar Sjómannadagsráðs í gær, en hana skipa Pétur Sigurðsson, for- maður, Guðmundur H. Oddsson, gjaldkeri, Kristens Sigurðsson, ritari, Hilmar Jónsson og Xómas Guðjónsson. Eitt aðalverkefni Sjómanna- dagsráðs er að sjá um hátíðahöld á sjómanna’daginn. Þetta er 27. sjómannadagurinn. Eru nú 196 vistmenn á Hrafnistu, sem Sjó- mannadagsráð sér um; þar af 44 á sjúkradeild. Auk þess sér 6tjórn ráðsins um rekstur Laug- arássbíós og sumardvalarheimilis fyrir börn sjómanna í Lauga- landi í Holtum fyrir börn sjó- manna úr ReykjaVík, Seltjarnar- nesi, Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði. Þar dvöldust 40 börn í fyrrasumar, en verða yfir 50 í sumar. Einnig sér ráðið um út- gáfu Sjómannadagsblaðsins, en ritstjórar þess nú eru Halldór Jónsson og Guðmundur H. Odds- son. Dagskrá Sjómannadagsins 1964 verður með þessum hætti: Kl. 08.00: Fánar dregnir að hún á skipum í höfninni. Kl. 10.00: Sala á merkjum Sjó- mannadagsins og Sjómannadags- blaðinu hefst. 11.00: Hátíðamessa í Laugarás- bíói. Prestur séra Grímur Gríms- son. Söngkór Laugarnessóknar syngur. Söngstjóri Kristinn Ingv- arsson. 13.30: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjómanna- og ættjarðar- lög á Austurvelli. 13.45: Mynduð fánaborg á Austurvelli með sjómannafélaga- fánum og íslenzkum fánum. 14.00: 1) Minningarathöfn: a) Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjómanna, b) Erlingur Vigfússon tenórsön'gvari syngur. 2) Ávörp: a) Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, fulltrúi ríkis- stjórnarinnar, b) Valdimar Indr- iðason, framkvstj. frá Akranesi, fulltrúi útgerðarmanna, c) Örn Steinsson, vélstjóri, forseti FFSÍ, fulltrúi sjómanna, d) Pétur Sig- urðsson, alþingismaður formað- ur Sjómannadagsráðs, afhendir heiðursmerki Sjómannadagsins, e) Erlingur Vigfússon, tenór- söngvari, syngur. — Lúðrasveit Reykjavíkur, stjórnandi Páll P. Pálsson, annast undirleik og leik- ur á milli ávarpa. Um kl. 15.45, að loknum há- tíðahöldunum við Austurvöll, hefst kappróður við Reykjavíkur- höfn. Verðlaun afhent. Sjómannadagskaffi verður í Slysavarnahúsinu á Grandagarði frá kl. 14.00. Á sjómannadaginn, sunnudag- inn 7. júní verða kvöldskemmt- anir á vegum sjómannadagsins á eftirtöldum stöðum: Súinasal Hótel Sögu, sjómanna- dagshóf. Breiðfirðingabúð, gömlu og nýju dansarnir. Glaumbæ, reglubílarnir kæmust fram úr honum. Við Grafarholt rakst bíllinn utan í einn lögreglubílanna i þessum aðförum, og skemmd ist lögreglubíllinn nokkuð. En er kom að malargryfjum, sem eru við veginn móts við Helgafell í Mosfellssveit, tókst bílunum, sem eltu, í fé- lagi að þvinga bíl ökuníð- ingsins út af veginum. Reyndi ökumaðurinn þá að aka afturá bak upp á veginn aftur til að halda áfram flóttanum, en lögreglumönnum tókst að aka einum efitrlitsbílanna aftan á bílinn og festa hann þarna Var ökumaðurinn þar hand- tekinn og járnaður. Hér var um að ræða ungan pilt, sem öðlaðist ökuréttindi fyrir réttum mánuði. Bílirtn hafði piltúr þessi keypt á bíla sölu nýlega. Við yfirheyrzlur í gær ját aði pilturinn að hafa gert allt sem í valdi hans stóð, til þess að hindra lögregluna í því að komast fram fyrir bíl sinn, og ná sér. Kvaðst hann ekki hafa verið með sjálfum sér eftir að eltingarleikurinn hófst. 1.........IIHI...... dansleikur, skemmtiatriði. Ing- ólfscafé, gömlu dansarnir. Klúbb- urinn, dansleikur, skemmtiatriði. Röðull, dansleikur. Sigtún, dans- leikur, skemmtiatriði. Allir dansleikirnir standa yfir til kl. 02.00. Sjómannadagsblaðið verður af- hent blaðsölubörnum í Hafnar- búðum og Skátaheimilinu við Snorrabraut á laugardaginn kl. 14.00—17.00. Einnig verða merki Sjómanna- dagsins og Sjómannadagsblaðið afhent sölubörnum á Sjómanna- daginn, sunnudaginn 7. júní frá kl. 10.00 á eftirtöldum stöðum: Hafnarbúðum, Skátaheimilinu við Snorrabraut, Réttarholts- skóla, Sunnubúð við Mávahlíð, Vogáskóla, Melaskóla, Drafnar- borg, Leikskóla og dagheimili, Safamýri 5, og Laugalækjarskóla. Auk venjulegra sölulauna fá börn sem selja fyrir 100.00 kr. eða meira aðgöngumiða að kvik- myndasýningu í Laugarásbíói. Munið eftir sjómannakaffinu í Slysavarnahúsinu! 20 þús. á 10 dögum Höfn, Hornafirði, 4. júní: FJÓRIR bátar stunda humar- veiðar frá Hornafirði og hef- ur afli þeirra verið jafn og góður. Mun hásetahlutur vera orðinn röskar 20.000 krónur á tíu sólarhringa veiðum. Verið er sem áður að búa stærri bát ana á síldveiðar fyrir norðan og austan. Héðan munu fara fimm bátar, þeir fyrstu eftir nokkra daga. — Fréttaritari. Framsókn utan gátta í forystugrein „Alþýðublaðs- ins“ sl. miðvikudag segir: „Framsóknarmenn eru utan gátta um þessar mundir. Þeir eiga enga aðild að viðræðum rík- isstjómarinnar við alþýðu- og at-_ vinnurekendasamtökin og hafa því engan þátt á.tt í þeirri leit að samkomulagi, sem gerð hefur verið og vonandi ber góðan árang ur. Tíminn kann þó ráð við slík- um vanda. Hann tilkynnir les- endum sínum, að samningar milli ríkisstjórnar og alþýðusam- takanna séu árangur af störfum Framsóknarflokksins! Þeir sjá nú fram á farsæla lausn þessara mála, og eru þegar byrjaðir að þakka sjálfum sér málið, þótt þeir kæmu þar hvergi nærri!“ Úthýst úr eigin húsi Fyrir nokkru birtist þessi for- ystugrein í „fslendingi": „Dagur segir nýlega frá. heim- sókn norðlenzks bónda í höfuð- staðinn. Langaði bóndann þar til að skyggnast um sali í hinni miklu gistihöll fyrir erlenda ferðamenn, sem hann hafði lagt fé í og orðin var með dýrustu og glæsilegustu byggingum lands ins. Er hann bar að garði við Bændahöllina, búinn „sánu skásta“, dreif þar að mikinn fjöldi skartbúinna kvenna og karla. Þjónar opnuðu upp á gátt fyrir hefðarfólkinu og hneigðu sig niður undir gólf. Meðeigandi hallarinnar ætlaði að fara inn á eftir (og e.t.v. líta á einhverja hinna fjögurra vínstúkna, þó ekki væri annað), en þá var liurð hallað það nærri stöfum, að vart var nema „svo sem þuml- ungs rifa milli stafs og hurðar." Og manni skilst, að þessi rifa hafi verið minni en á Gullna hliðinu forðum, er kona Jóns gat fleygt skjóðunni inn um rifuna. Það er raunar von, aj norð- lenzka bóndanum finnist fátt um þessar viðtökur í sínu eigin húsi. Hitt má þó ekki gleymast að Framsóknarbændur eru mjög ánægðir með þá skattlagningu, sem bygging þessarar gistihall- ar hefur búið þeim. En að sama skapi eru þeir æfir út af hlið- stæðri skattlagningu til eflingar lánastofnunum landbúnaðarins, þeim sjálfum og afkomendum þeirra til trausts og eflingar í starfi framtiðarinnar. Neytendur eru einnig skattlagðir til efling- ar hinna sömu sjóða, og hefur frá þeim heyrst hvorki hósti né stuna. En Framsóknarbændur hafa kannske fremur viljað aðra bændahöll fyrir erlenda gesti.“ Verðbólgan og vinstri stjórnin „Alþýðublaðið“ vakti fyrir nokkru athygli á ritstjórnargrein sem birzt hafði í „Timanum“. Segir blaðið svo m.a.: „í ritstjórnargrein Tímans . . . var athyglisverð játning. Þar var rætt um ástand mála haustið 1958, þegar vinstri stjórnin var að liðast sundur vegna ósam- komulags .Síðan segir Tiininn orðrétt: „Þá beitti Framsóknar- flokkurinn sér fyrir hliðstæðum samningum, en fékk ekki stuðn- ing hjá öðrum flokkum. Ekkert samkomulag náðist því þá og hefur það stuðlag hvað mest að því verðbólguflóði, sem síðan hefur farið yfir landið“. Með þessum orðum viðurkenn- ir Tíminn, að verðbólguflóð und anfarinna ára stafi hvað mest af því, að vinstri stjórninni tókst ekki að leysa þau mál. Þetta stangast mjög á við þá kenningu, að verðbólgan sé viðreisninni að kenna, og má því búast við, að einhverjum Framsóknarlesend- um hafi brugið við lestur Tím- ans“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.