Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 17
Föstudagur 5. júní 1964
MORGUNBLADID
17
Elín Kjartansdóttir
Í>AÐ er 5. júlí 1964. Þetta er af-
mælisdagur frú Elínar Kjartans-
dóttur frá Hruna. Hún fæddist
að Hvammi í Dölum þennan
mánaðardag árið 1694. Dóttir
séra Kjartans Helgasonar frá
Birtingarholti og frú Sigríðar Jó
hannesdóttur, sýslumanns.
Elín giftist Skúla Ágústssyni
frá Birtingaholti. Þau byrjuðu
búskap að Austurholti í Biskups
tungum. Þar voru þau eitt ár og
fósturforeldrar mínir eitt ár líka.
Heimili ungu hjónanna var
merklegt um flest. Yndi var þar
meira en auður. Kostur var þar
góður. Fjölmennt var heimilið
um sumartíð. Stórt bú. Það bú
var nýkeypt. Sumarið varð tjón-
sumar. Verst þó fyrir frumbýli.
Allir, sem ekki bjuggu að fyrn-
ingum, felldu mjög af bústofni.
Ekki sá þá áhyggjur á þessum
ungu hjónum. Samt hafa þær
hlotið að gera vart við sig dag
og dag.
' Fjallahringur er fagur í Auðs-
holti. Víðátta mikil. Bjartast var
þá svanafljótið. Hvítum seglum
óku þar hundruð svana, er
kvelda tók.
' Þarna er ferja yfir fljótið. Var
ég þar oft í báti. Við aðdýpi
brattra bakka, hjá klöppum nærri
bæ renndum við börnin færum
okkar. Mörg börn voru í Auð-
holtsþríbýli. Gott var þar meðal
granna. Þarna komu svartar
fjaðrir um sumarið og Davíð var
þar dáður. Ég man að Skúli las
líka sögu eftir Sigurð Nordal um
veturinn. Hann las einu sinni
Miklubæjar-Sólveigu eftir Einar
Ben. um haustið í rökkri, því að
hann kunni kvaðið. Aldrei hef
ég heyrt betur lesið. En ég varð
svo myrkfælin af að heyra þetta
mergjaða kvæði af jafn mikilli
kynngi, eins og við átti, að ég
þorði varla um þvert hús að
ganga ein í björtu fyrst á eftir.
Ég reyndi að gleyma ýmsum
áleitnum setningum kvæðisins.
Aldrei þorði ég síðan að lesa
það vandlega, af ótta við að
muna of mikið af því. Hélt ég
það yrði þá lifandi í kringum
mig er dimma tæki.
Skúli heitinn hafði mikið yndi
af bókmenntum og mun hafa
verið fjöllesinn. Ég man að hann
var hrifinn af Skálholti Guð-
mundar Kambands, meðan flest-
ir löstuðu það. Skúli var mjög
góður söngmaður. En kona hans
lék á orgel.
Mörg laugardagskvöld komu
gestir til þeirra, oft frændfólk.
Var þá sungið og leikið undir
á orgelið. Þetta setti fasta og
skemmtilegan svip á heimilið,
og sumarið. Það létti fargi langr-
ar vinnuviku af öllum og bar
hátíðablæ helgarinnar yfir
hversdagsleikann. Það er ein-
kennilegt, þegar ég lít til baka
yfir þetta allra mesta regnsum-
i ar, sem lengi var viðbrugðið, þá
man ég svo að segja ekkert veð-
ur nema sólskin, skært og glamp
andi sólskin. — „Og jörð sem
undir döggum glóir græn“.
Ég man stundum uppstyttu.
Ég minnist að vísu óvenju stór-
hryðjóttra daga með skini á
milli.
Ég man stórdropótt regn. Ég
man aðallega hina altygjuðu
engjahirð í olíustökkum og
gúmmístígvélum með regnhatta.
Þannig leit fólkið oftast út, þeg-
ar það kom og fór. Þar fyrir utan
er alltaf sólskin.
Ungu hjónin höfðu stóra,
bjarta timburbaðstofu, þar sem
þau sváfu. Þar stóð orgelið henn
ar Ellu, og svo borð og dívan
með fallegu teppi. Þetta þótti
mér alltaf svo fín stofa.
önnur baðstofa var fyrir
kaupakonur og börn. Svo hefur
líklega verið piltaherbergi sér.
Eldhús var allstórt og búr. Ég
held að mörgum ungum konum
núna þætti þessi bær ekki nógu
góður fyrir sig. Aldrei heyrðist
prestsdóttirin kvarta um það.
Samt man ég að slagi var í
baðstofunni þeirra og gólfið
hallaðist. Sennilega var eldhús-
innrétting ekki fullkomin.
Ég man alltaf eftir kjúkunni
hvítu og misostinum góða og
stóru mjólkurostunum, sem hún
Elín bjó sjálf til. Svo gjörði hún
líka gott skyr og smjör. Hún
hafði alltaf tíma til alls. Hún
virtist aldrei flýta sér. Henni
vannst svo vel.
Mamma var þetta sumar oftast
úti á engjum og pabbi líka. Ég
sá þau miklu sjaldnar á því
sumri en öll önnur sumur sem
ég var með þeim.
Ég var oft inni hjá Ellu, eins
og hún var kölluð. Hún var svo
yndisleg, að mér leiddist aldrei
hjá henni. Hún kenndi mér að
syngja tvö eða þrjú lög. Hún
hafð mikið fyrir því. Og er ég
henni alltaf þakklát fyrir það
og fyrir alla þessa daga.
Stundum fékk ég að greiða
mikla hárið hennar og meira að
segja, að flétta það aftur í tvær
afar þykkar og langar fléttúr.
Hún skipti beint, það fór henni
vel.
Alltaf þegar ég dreg mynd
hennar upp í huga mínum og læt
mig heyra röddina, sem var svo
innileg, full af blíðri ljúf-
mennsku, gleði og rósamri
skemmtilegri ánægju, þá líður
mér enn vel, eins og ég væri
orðin barn.
Og hvað mér fannst hún Ella
yndisleg og tignarleg og finnst
það enn.
Elín hafði gaman af að tala
við börn og leika við lítil börn
og syngja með þeim. Öllum börn
um og unglingum leið vel í ná-
vist hennar. Sjaldan held ég að
hún hafi siðað þau. Öll vildu
þau vera henni að skapi.
Einu sinni sagði ég, að salt
væri voðalega vont á bragðið.
Þá sagði hún mér, hvernig færi
ef salt væri ekki til.
Það kom af sjálfu sér, að börn
urðu þæg og eðlileg hjá henni.
Eg held ekki að það sé hægt að
læra þetta. Hæfileikinn er með
fæddur. Það stafar að nokkru eða
öllu leyti af rósömu, glöðu lund-
arfari.
Þessi kon var, að gerð frá
Guði og að uppeldi á góðu
heimili þdnnig, að mér finnst,
að hún hafi eiginlega sameinað
í sjálfri sér allt það er einu
heimili, má til gleði og gæfu
verða.
Hún gerði aldrei háar ytri
kröfur fyrir sjálfa sín. Eg gæti
trúað mjög litlar.
Gleði hennar var meðfædd, en
í öðru lagi bundin við ást henn-
ar á eiginmanni og einkasyni
og ættingjum og þar næst vin-
um. Hún breiddi lófana móti
bágstöddum og hló að komandi
degi.
Gleði hennar var bundin við
starf hennar við hljóðfæraslátt
og söng, sem þau hjónin lögðu
sjálf til á sínu heimili og stund-
um gestir sem bættust í söng-
inn.
Þau Elín og Skúli fluttu frá
Auðsholti að Birtingaholti og
nokkrum árum síðar til Reykja-
víkur. Það var skaði fyrir sveit-
ina. En gott var að koma á
heimili þeirra hvar sem það var.
Nokkuð margt ungt fólk hélt
til hjá þeim við nám. Það var
alltaf svo mikið hjartarúm á
því heimili og þar með húsrúm.
Á flestra ævi skipta skúrir
við skin. Og aftur skín upp að
aflokinni dimmu.
Á sjötíu ára lífsgöngu sjá
menn mörgum vinum og ástvin-
um á bak.
Elín hefur misst mann sinn og
mörg systkini. En hvað sem að
höndum bar var stilling hennar
söm. Alltaf var hún glöð í bragði
og rósöm. Það er óvenjulegur
lífskraftur og áhugi í róseminnL
Þetta minnir á móður hennar.
Annars er hún báðum sínum
ágætu foreldrum lík. Frú Elín
býr við hliðina á syni sínum og
tengdadóttur og þar er líka
hennar yngsti augasteinn, sonar
sonur hennar, sem hlýtur að
kannast við það, hvernig barni
líður hjá henni. Yfir nafninu
Elín Kjartansdóttir, eða Ella
Kjartans, er í mínum huga alltaf
birta. Eins og sumarsólskin yfir
döggvum. Nú sendi ég henni
þakklæti mitt, kveðju og óskir
um blessun yfir komandi daga.
Rósa B. Blöndals.
ÞENNAN dag fyrir sjötíu árum
fæddist prestlhjónum í Dölum
vestra dóttir, sem í skírn-
inni hiaut nafnið Elín. Það er
hlýlegt og vorfagurt um Breiða-
fjörð, þó á fám stöðurn jafn unað
sælt sem í Hvammi, hinu forna
höfuðbóli landnámskonunnar
drottningarinnar, frá Skotlandi
enda hefur þessu stúlkubarni
aldrei til hugar komið annað en
telja sig innfæddan Breiðfirðing
þó hún ásamt foreldrum sínum
og systkinum ætti þar aðeins ára
tugs dvöl
Elín Kjartansdóttir frá Hruna
sem lítur yfir sjö tuga æviskeið
er dóttir hins mæta höfuðklerks
og menntamanns sr. Kjartans
Helgasonar, ættuðum frá Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi
og Sigríðar Jóhannesdóttur,
systur Jóhannesar bæjarfógeta á
Seyðisfirði og Reykjavík. Eru
ættir foreldra hennar alkunnar
og skulu ekki raktar hér. Sr.
Kjartan hóf prestskap sinn að
Hvammi í Döluim en flutti síðan
til heimahéraðs síns hóf prest-
þjónustu að Hruna og yar jafnan
við þann stað kenndur síðan.
Hrunaheimilið var í tíð sr. Kjart
ans annálað roenningarsetur og
urðu sum börn hans þjóðkunnir
menntamenn. Elín var þó ekki
sett til langskólagöngu frekar en
títt var um stúikur á hennar
aldri, en naut ágætrar fræðslu
föður síns í heimahúsum og
kynntist þair því bezta sem ís-
lenzkar og norðurlandabókmennt
ir gátu miðlað greindum ungl-
ingi í óvenju stóru bókasafni
heimilisins. Auk þess bar
Framhald á 19. síðu.
nillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllUlMlllllliliilllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitllllllll llllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllltlE
H a
Bj
=
— Á söguslóðum
Framhald af bls. 10.
hugðust þeir hittast í þeirri
rétt má^tulega norður til að
vera við útfair skáldbróður
síns.
Pétur Havsteen sýslumaður
á Ketilsstöðum á Völlum
hlaut nú amtmannsembættið.
Var hann einn hinn ágætasti
forystumaður og beitti sér
að merkum nauðsynjamálum,
sérstaklega um sauðfjárveiki-
varnir. Lét hann af embætti
1871. Var þá Hannes sonur
hans tíu ára tæpra, en hann
er fæddur á Möðruvöllum 4.
des. 1861. Er sagt að hann
ynni mjög Möðruvallastað
alla ævi. — Skrifari Péturs
amtmanns var lengi Sveinn
Þórarinsson frá Kílakoti. Með
al barna hans var Jón, f. 16.
nóv. 1857 á Möðruvöllum.
Vegna nafns hans og bóka eru
Möðruvellir þekktir víða um
heim.
í tíð næsta amtmanns,
Kristjáns Kristjánssonar,
bránn hið veglega amtmanns-
setur, sem efnt var til eftir
brunann hjá Grími Jónssyni
og nefnt var Friðriksútgáfa,
en Friðrik konungur VI hafði
gefið tígulstein í bygginguna.
Fluttist nú amtmannssetrið til
Akureyrar. En tígulsteinstóft-
in, hið eina, sem var af hinu
konunglega amtmannssetri á
Möðruvöllum stóð ekki lentgi
auð og tóm. — Draumur Stel-
áns Þórarinssonar um endur-'
reisn Hólaskóla norðan heiða
var að rætast.
5.
Möðruvallaskóli
Tryggvi Gunnarsson tók að
sér að reisa skólahúsið 1879.
Komu efniviðirnir með skipi
á Hörgárgrunn í mai, en hinn
23. sept. um haustig var smíð-
inni að fullu lokið. Þótti bygg
ingin vönduð og vegleg, 30VÍ
al. á lengd, 13% al. á breidd,
en grunnur Friðriksgáfu réði.
Var búsið 12 al. á hæð á laus-
holt, í því voru 4 kennslustof-
ur og Jbúg skólastjóra. Sum-
arið 1880 kom hinn skipaði
skólastjóri frá Edínaborg, Jón
A. Hjaltalín cand. theol. Voru
samkennarar hans fyrsta vet-
urinn Þorvaldur Thoroddsen,
síðar prófessor og Guttormur
Vigfússon, síðar bóndi og
alþm. Geitagerði. Nemendur
voru þegar í upphafi 35. Einn
ræðumanna við fyrstu skóla-
setningu á Möðruvöllum var
síra Arnljótur Ólafsson á Bæg
isá, sem svo ötullega hafði
unnið að skólastofnuninni, að
hann er oft nefndur faðir skól
ans.
En Möðruvallaskólinn átti
sér ekki langa framtíð. Hin
vandaða og háreista byigging
Tryggva Gunarssonar brann
til grunna á laugardag fyrir
pálma, 22. marz, 1902. Þá
stýrði skólanum Stefán Stef-
ánsson, grasafræðingur og
kenndu þeir Ólafur Davíðsson
fræðimaður þann vetur fyrir
Hjaltalín, sem var syðra í or-
lofi.
Skólinn var ekki endurreist
ur á Möðruvöllum, heldur
fluttur til Akureyrar — eins
og amtmannssetrið eftir brun-
ann 1874.
Ekki er það, sem minni á
skólann á Möðruvöllum, nema
„leiikhús“, sem svo var nefnt,
en nú kallaðist leikfimihús.
Stendur það enn að hálfu og
er notað sem skemma. Það er
reist litlu síðar en sjálft skóla
húsig og kom í gógar þarfir
eftir brunann, en þá fóru
fram öll próf oig annað skóla-
starf í leikhúsinu.
Nú var hinn mikli staður í
brunasárum og ekki ráðið um
framtíð hans fyrr en 1907, en
þá kom þar hinn fyrsti prest-
ur í nýjum sið, er sæti stað-
inn, síra Jón Þorsteinsson frá
Hálsi. Hafði þá 'hálf jörðin ver
ið seld á erfðafestu en hálf
gerð að prestssetri og þelzt
svo enn. Var íbúðarhús beggja
hið sama, stór timburhús frá
tíð skólans. Þetta mikla hús
brann til ösku 1937,
6.
Kirkjan
Ekki er unnt að segja hve-
nær kirkja er fyrst reist á
Möðruvöllum. í Víga-Glúms-
sögu er greint, að Már son
Víga-Glúms reisir kirkju á bæ
sínum í Fornhaga, ag var
langa hríð engin kirkja önnur
í Hörgárdal. En er líða tekur
á 12. öldina er hér risið höfuð
ból og ekki vafi á, að kirkja
hafi þá verið sett á staðnum.
Og 1162 er færður þangað ung
ur sveinn innan frá Grjótá
í Hörgárdal, fátækra en góðra
manna, undir blessun Hóla-
biskups, sem þá hafði dvöl á
Möðruvöllum á yfirreið sinni.
Þessi sveinn var Guðmundur
Arason hinn góði, sem aftur
átti erindi norður á Möðru-
völlu, eins otg þegar er greint.
En um enga kirkjugerð á
Möðruvöllum höfum vér heim
ildir lengst af, og verður ekki
nánar að vikið hér nema
kirkju Stefáns amtmanns
1787, sem til er mynd af, sem
margir þekkja: En Pige fra
Moedruvallis (Lund). Kirkja
þessi brann sd. 5. maí 1865, og
féll stöpullinn á légstein síra
Jóns lærða, er brast við, sem
enn má sjá .Kirkjuhús það,
sem efnt var til eftir þennan
bruna var stórt og háreist sem
hið fyrra, og má þakka það
framsýni oig stórhug Péturs
Havsteens. Byggingarmeistar-
inn, Þorsteinn Daníelsen á
Skipalóni, lagði hina mestu
alúð við verkið og var því að
fullu lokig 1867. Þessi mikla
kirkja stendur enn á Mögru-
völlum, við brugðið um feg-
urð og stíl, einkum utan. Er
hún ein stærst sveitakirkja á
landinu. Á altari hennar
standa ljósastjakar Stefáns
amtmanns, likl. um 200 ára
Og frá deilutímum klaustur-
haldaranna á 17. öld geymast
tveir dýrgripir í eign Möðru-
vallaklausturskirkju. En það
eru bókagersemirnar Summa-
ria og Guðbrandsbiblía.
Summaría, sem hefur að
innihaldi samandregið efni
heilagrar ritningar, það sem
maður af sérhverjum kapi-
tula skal helzt læra, er prent
uð í Núpufelli í Eyjafirði
1589-1591. Er Summaria ein
fágætust bók íslenzk, sem til
er.
Framan á eintak Möðru-\
vallakl.kirkju er skrág svo-
hljóðandi eignarheimild:
Þessa bók gaf mér sá æruverð
ugi höfðingsmann c»g minn
elskulegi húsbóndi Benedikt
Pálsson á Möðruvöllum þann
9. aprilis Anno 1646. Jón Tho- =
masson. — og litlu neðar með s
settri hendi: Enn nú tilheyrir s
bókenn Möðruvallaklausturs- =j
kirkju. Ekiki er fullvist hver h
gefandinn er, en líkur má jjj
telja á, að hann sé síra Jón S
Tómasson á Hálsi, sem ungur S
var um skeið vig nám á =
Möðruvöllum hjá • Benedikt S
klausturhaldara.
Guðbrandsbiblía er nokkr- s
um árum eldri en Summaria, s
prentuð á Hólum 1584, og upp =
haflega að vísu miklu þýðing- M
armeiri en hún. Af hinu 500 j|
eintaka upplagi Guðbrans- M
biblíu eru enn furðu mörg til. =
Er hún hinn mesti kjöngrip- j§
ur, og eintakið á Möðruvöll- s
um mjög heilt og hvergi ó- jjj
læsilegt eða rifið. Það var =
Jón Þorláksson klausturhald- S
ari, sem gaf kirkjunni þessa S
dýrmætu bók við burtför s
sína af staðnum 1667. Er þetta S
eintak föður hans, Þorláks S
biskups Skúlasonar, og ekki S
ólíklegt, að þetta sé eintakið S
sem biskupinn sjálfur notaði S
við endurskoðun biblíunnar S
og útgáfu hennar af nýju Þor S
láksbiblíu, árið 1644.
Eru nú báðar þessar bækur S
geymdar í eldtraustum skáp =
í kirkjunni, en vitað er, ,að L
tvisvar hafa þær verið born- =
ar út úr brennandi húsi á M
Möðruvöllum.
(Aðalheimildir: Möðruvell- S
ir í Hörgárdal, útvarpserindi S
síra Siigurðar Stefánssonar, í S
handriti, og Möðruvallar- S
klausturskirkja 90 ára, ræða S
eftir síra Sigurð Stefánsson, §
í handr.).
Ágúst Sigurðsson,
stud. theol.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiumiiiiuiiiiiuiiimiiiuiiiiiiiuuS