Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 5. júní 1964 Auknar framfarir í landbúnaöi byggjast á vísindalegum tilraunum og rannsóknum Framsöguræða dr. Bjarna Helgasonar a landbúnaðarrdðstefnu ungra Sjdlfstæðis- manna að Hellu SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna og Fjölnir FUS í Rang- árvallasýslu efndu til glæsilegrar helgarráðstefnu um land- búnaðarmál á Hellu um sl. helgi. Ráðstefnan var fjölsótt og komu til hennar Sjálfstæðismenn, yngri sem eldri, úr öllu Suðurlandskjördæmi. Framsöguræður fluttu Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, dr. Bjarni Helgason og dr. Sturla Friðriksson. SUS-síðunni þykir rétt að gefa fleirum tæki- færi til að kynnast því sem þar kom fram um þessi mál og birtist hér að þessu sinni ræða dr. Bjarna Helgasonar í heild. Að framsöguræðum loknum urðu f jörugar umræður og þótti ráðstefnan takast hið bezta. líóðir fundarmenn. Það þarf aðeins 1500 eða 1600 bændur til að framleiða það kjöt og mjólk, sem þjóðin þarf. Land- búnaðurinn er dragbítur á hag- vöxt þjóðfélagsins. Rekstrarörð- ugleikar landbúnaðarins eru svo miklir, að það borgar sig ekki lengur að búa. Sífelldar verð- hækkanir á landbúnaðarafurðum éta upp réttmætar kauphækkan- ir verkalýðsins. Hvergi er betra að búa en á íslandi, og hér er rúm fyrir milljónir sauðfjár. Góðir fundarmenn. — Þetta voru ekki mín orð, en þannig hefur ástandinu í landbúnaðin- um verið lýst á undanförnum mánuðum eftir því, hvar í flokki menn hafa staðið. Það hefur líka verið fullyrt, að betra væri að flytja inn smjör en að láta bænd- ur halda dýrtíðinni í landinu uppi. — En svo að við tölum í alvöru um landbúnaðinn, þá verður fyrst á vegi okkar, að í landinu eru um 6 þúsund bændur, sem framleiða afurðir fyrir að verð- mæti um 1600 milljónir króna. Þetta þýðir, að hráefni hvers ein- staks bónda á landinu er að fram leiðsluverðmæti um það bil 300 þúsund króna virði að meðaltali. Gera má ráð fyrir, eftir að unn- ið hefur verið út afurðunum, að söluverðmætið nema milli 2500 og 3000 milljónum, en það tákn- ar, að hráefni hvers einstaks bónda sé að lokaverðmæti allt að hálfrar milljón króna virði. Þetta eru í sjálfu sér ekki svo litlar tölur. En þrátt fyrir þessar upphæð- ir er það staðreynd, að búskapur sumra er svo smár í sniðum, að ekki er um arðbæran atvinnu- rekstur að ræða eins og nútím- inn gerir kröfur til. Búskapur getur verið smár í sniðum af ýmsum orsökum. Tízk- an í dag er að kenna um skorti á fjármagni, enda þótt landrými og landsvæði geti með réttu skipt meira máli. Hugsanleg land þrengsli eru hins vegar ein af þeim staðreyndum, sem ekki er hægt að saka aðra um, og sem fæstir vilja tala um. Ég skal ekki gera oflítið úr fjármagnsskortinum. Það kalla allir á meiri peninga. En hitt er verra, ef miklu fjármagni er veitt í framkvæmdir, sem ekki eru undirbúnar á fullkomnasta hátt. STEFNAN í RÆKTUNARMÁLUIVÍ Stefnan í ræktunarmálunum hefur fyrst og fremst beinzt að því að þurrka meira og meira land. Ríkisvaldið hefur-stutt þá stefnu svo, að á undanförnum ár- um hefur ríkissjóður lagt fram tugi milljóna til styrktar við framræslu um land allt. — Samt hafa engar vísindalegar athug- anir eða tilraunir verið gerðar hér á landi varðandi framræslu mýranna. Það eru um tuttugu ár síðan farið var að nota skurðgröfur við uppþurrkun mýranna hér á landi. Á þessum tuttugu árum hafa engar tæknilegar framfarir orð- ið varðandi gerð verkfæranna, sem notuð eru, fyrr en á síðast- liðnu ári, að hér er reynt eitt nýtt verkfæri. Þetta er athyglis- vert, og skil ég satt að segja ekkl, hvernig á því stendur, hve lengi hefur þurft að bíða eftir nýjung- unum á þessu sviði, því að marg- víslegar hafa þær orðið annars staðar. Fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins hafa verið reist allmörg nýbýli á meira og minna þurrkuðum mýr- um. Reynslan af þessari mýra- ræktun hefur verið ákaflega misjöfn og mörgum manninum dýrkeyptari en góðu hófi gegnir. En það er mjög athyglisverð, en oft gleymd staðreynd, að rækt- unarkostnaður mýranna er miklu meiri en nokkurn tíma ræktun- arkostnaður á þurrlendi. Það er enginn vafi, hvernig sem á málin er litið, að skynsamlegt væri að beina ræktunaráhuganum meira að þurrlendisjarðveginum á með- an aflað er einhverrar vísinda- legrar vitneskju um það, á hvern hátt réttast er að þurrka land- ið. — Og það er slæm staðreynd að viðurkenna, en í kjölfar þessar- ar stórfelldu framræslu á und- anförnum árum hafa fylgt stór- felldar landskemmdir. Þegar við förum um sveitirnar blasa ótrú- lega oft við skurðir, þar sem grafizt hefur undan bökkunum, og sem eru að smáhrynja og ljúka þar með alltof skammri ævi. Það eru margir, sem kenna skógarhöggi, hrísrifi og sauðfénu um uppblásturinn og land- skemmdirnar á liðnum öldum. í augum jarðvegsfræðings er þetta allt saman óþörf og hörmuleg misnotkun á gæðum vandmeðfar- ins lands. NÝBÝLIN OF SMÁ Ég minntist áðan á nýbýlin, sem reist hafa verið á mýrlend- unum fyrir tilstuðlan ríkisvalds- ins. Það er enginn vafi, að til- gangurinn var góður, en stórhug- urinn í sambandi við þessa ný- býlastofnun sýnist samt ekki hafa verið meiri en svo, að með áfram- haldandi þjóðfélagsþróun munu sumar þessara jarða verða of smáar til að skapa ábúendunum það lífsviðurværi, sem kröfur eru gerðar til í dag. Þessi takmark- aði stórhugur er helzt skiljanleg- ur í ljósi þess, að fyrir mörgum árum, lét kunnur framámaður á landbúnaðinum þess getið, að stórbúskapur væri beinlínis hættulegur íslenzkum landbún- aði. Þetta var auðvitað sagt, vegna þess að viðkomandi sá hvorki fyrir vísindalegar fram- farir, tækniþróunina né þróun Dr. Bjarni Helgason. þjóðfélagsins í heild. Og enn virðist eitthvað eftir af þessum hugsunarhætti, eins og umræð- ur um framtið landbúnaðarins hafa undanfarið bent til. í dag setur ríkisvaldið hið styrkhæfa hámark í ræktuninni við 25 hektara tún í stað 10 áður. Út af fyrir sig er þetta mjög lofs- vert, en ég spyr; hve mörg ár er hér horft fram í tímann? Ég sé enga skynsamlega ástæðu til að setja fram eitthvert hámark í ræktuninni. Með því er á vissan hátt verið að setja hömlur á þró- unina, en þróunina má ekki hefta. Þess vegna er óeðlilegt að lög- festa eitthvert hámark, en hitt er svo annað mál, hvort hugsan- legt sé frekar að lögfesta eitt- hvert lágmark í styrkhæfri rækt- un. En það eru ekki bara þessi ný- býli, sem kannski eiga eftir að sjá fram á landþrengsli. Það eru miklu fleiri jarðir. Á sumum þeirra er þegar um landþrengsli að ræða, þannig að ekki er unnt með góðu móti að stækka rækt- að land þeirra umfram það, sem þegar er. Afkastageta slíkra jarða verður því ekki aukin með meira landi, heldur með betra landi. FRAMFARIR BYGGJAST Á VÍSINDALEGUM TILRAUNUM OG RANNSÓKNUM Allar meiri háttar framfarir í landbúnaðinum byggjast á vís- indalegum tilraunum og rann- sóknum. Dæmi af handahófi eru framleiðsla og notkun tilbúins áburðar, kynbætur grasanna, efni gegn illgresi og sjúkdómum í gróðri, betri bústofn. Allt eru þetta ávextir af starfi vísinda- manna á sviði landbúnaðarins um allan heim. Hér á landi erum við aðeins byrjendur í þessum efnum. Að sjálfsögðu reynum við að hagnýta okkur allt, sem við getum, en allt tekur sinn tíma. Það er ákaflega algengt, að við, sem fáumst við rannsóknir á sviði landbúnaðarins, erum spurð ir um, hvað það taki t.d. langan tíma að finna korn, sem þoli ís- lenzkt Veðurfar. Hvað tekur það langan tíma, þangað til hægt er að segja bændum, hvað mikið þeir eigi að bera á túnin, hve- nær verður hægt að segja bænd- um, nákvæmlega hvað vanti. — Hvað tekur það langan tima að gera éina tilraun? — Svona spyrja menn og þetta er sjálfsagt eðlilegt, en það eru ekki bara leikmenn, sem spyrja, heldur líka menn, sem eru að reyna að hafa áhrif á framvindu vísinda- legrar þróunar hér á landi. Þó skyldi maður halda, að slíkum mönnum ætti að vera ljóst, að hvorki er hægt að vita niður- stöður vísindalegra rannsókna fyrirfram né að segja til um, hve langan tíma taki að afla þeirra. — Sannleikurinn er sá, að óþolinmæðin og afskipti ó- kunnugra eru verstu óvinir vís- indanna. Frjálsræðið er það, sem mestu máli skiptir og við skulum vona, að vísindaleg þróun á ís- landi, hvorki í landbúnaði né á öðrum sviðum, verði ekki skipu- lagsæði nútímans að bráð. Ef athugað er, hvaða gagn inn- lend vísindi hafa unnið landbún- aðinum, býst ég við, að árangur- inn í baráttunni við búfjársjúk- dómana beri þar hæst. En það er líka unnið að rannsóknum á því, hvernig unnt sé að. fá meiri og betri afurðir eftir bústofninn, hvernig unnt sé að fá meira og betra gras, hvernig unnt sé að gera ræktunina fjölbreyttari, hvernig unnt sé að breyta og bæta jarðveginn. Það, sem áunnizt hefur, er, að kýrnar mjólka meira, kindurnar eru afurðameiri en fyrir 30 ár- um. Hvortveggja er mér sagt, að sé fyrst og fremst vegna meira og betra fóðurs. Uppskera af tún- um er meiri en áður, fyrst og fremst vegna stóraukinnar notk- unar á áburði. Án þessarar miklu áburðarnotkunar hefði landbún- aðarframleiðslan aldrei getað orðið jafnmikil og hún er í dag, svo mikil, að um offramleiðslu er að ræða á vissum sviðum, ef ekki er unnt að hagnýta hluta af framleiðslunni á annan hátt en nú er gert. Stærð túnanna var á síðast- liðnu ári talin nema rúmlega 80 þúáúnd hektörum, og hefur um það bil tvöfaldazt síðan 1950. Skepnunum er beitt á túnin meira en nokkru sinni fyrr. Ekkert af þessu hefði verið hægt án mik- illar áburðarnotkunar, svo að á sumum sviðum notum við meiri áburð á flatareiningu en nokkur önnur þjóð í heiminum, að einni eða tveimur undanteknum. Þetta hefur haft það í för með sér, að áburðarkaup bændanna hafa orð- ið stærri og stærri liður í bú- rekstrinum, svo að á síðastliðnu ári keyptu bændur tilbúinn á- burð fyrir um það bil 25 þúsund krónur hver -að meðaltali eða samtals fyrir um 140 milljónir króna. Sumir bændur kaupa á- burð fyrir nokkuð á annað hundrað þúsund, og það er hreint ekki svo lítið, þegar tekið er tillit til þess, að þetta er aðeins ein af rekstrarvörunum. Ég hefi haft m.a. það starf með höndum í Atvinnudeild Háskól- ans að vega og meta í ljósi inn- lendra tilrauna hugsanlega áburð arþörf hjá allmörgum bændum, sem til okkar hafa leitað. Eins og gengur tekst þetta misjafnlega, vegna þess hve aðstæður til ræktunar eru breytilegar frá ein- um stað til annars og vegna þess, að tilraunanet okkar er ekki orð- ið nærri nógu víðtækt. En allt stendur þetta til bóta, því að með vaxandi vel- megun verða vísindin æ þýð- ingarmeiri þáttur í þjóðfélag- inu. Skilningur á þessu hefur án efa aukizt mjög mikið frá því, sem áður var og fjár- magn, sem lagt er til rann- sóknastarfseminnar í landinu hefur aukizt. Það er einmitt vegna mikil- vægis vísindanna í nútíma- þjóðfélagi, sem 2. grein í nú- verandi stefnu-yfirlýsingu Heimdallar um landbúnaðar- mál hljóðar svo: „Lögð verði rík áherzla á vísindalegar rannsóknir í þágu landbúnað- arins til þess að auka fram- leiðni hans og fjölbreyttni auk þess, sem stefnt verði að meiri hagræðingu í búskapar- háttum en nú er“. MISMUNANDI AÐSTAÐA TIL BÚSKAPAR EFTIR BYGGÐARLÖGUM En það er fleira en vísindaleg- ar rannsóknir, sem skipta máli í landbúnaðinum í dag. Það eru þau héruð, sem bezta möguleika hafa til ódýrrar framleiðslu og hið svokallaða jafnvægi í byggð landsins. Það er augljóst, að ekki hafa öll héruð sömu aðstöðu til bú- skapar. Það er óhjákvæmilegt, að sauðfjárbúskapur verði ríkjandi sums staðar, kúabúskapur ann- ars staðar, garðrækt enn annara staðar. Þetta fer eftir ræktunar- skilyrðum á hverjum stað og markaðsaðstöðu, svo að með nú- verandi þjóðfélagsþróun virðist óhjákvæmilegt, að sérhæfingin verði enn meiri. Að vísu eru til menn, sem held- ur spyrna gegn þessari þróun fyrst og fremst að því er virðist af misskilinni átthagaást, og er það ekki nema mannlegt. En þeg- ar á að leita út fyrir landstein- ana til að fá góð ráð um, hvernig bezt sé að halda sumum hinna harðbýlli héraða í byggð, finnst mér fulllagt gengið. Útlend ráð er ekki sí og æ lausn á okkar vanda. Það hefur verið talað um ein- hverja byggðastefnu, Reykjavík- urvald, samdrátt og fóliksflótta úr sveitunum, og sjálfsagt eitt- hvað fleira í þessum dúr, sem ég man eftir í augnablikinu. Það er rétt, að fólkinu hefur fækkað í sveitunum, en þrátt fyrir þatð,- er landbúnðartfram- leiðslan meiri nú en nokkru sinni fyrr. Það er rétt, að bæir og jafnvel sveitir hafa lagzt í eyði, en hvað er eðlilegra en að fólkið leiti þangað, sem af ein- hverjum ástæðum er betra að búa. Það hafa að vísu verið Framhald á 19. siðo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.