Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 3
•N \ <■> ' : ,V. *" I ; 'r ■■ ,'T\ n ■{ Laugardagur 13. júní 1964 MORG UN B LÁÐIÐ Á HORNI Barónsstígs og Ei- ríksgötu stendur Blóðbankinn. í>ar er rekin mjög þýðingar- mikil bankastanfsemi, bæði innlán og útlán. Starfsíólkið er ekki ýkjamargt, bankastjór inn, Valtýr Bjarnason, læknir, tvær hjúkrunarkonur, Jófríð- ur Halldórsdóttir og Halla Snaebjörnsdóttir. Auk þess vinnur ein og hálf skrifstofu- stúlka við stofnunina. Sú heila heitir Droplaug Guð- mundsdóttir. Blóðbankinn sér öilum sjúkrahúsum landsins fyrir blóði Og hefur alltaf í geymslu nokkurn forða af hin um ýmsu blóðtegundum. „Þó kemur fyrir, einkum ef margt fólk verður fyrir meiðsl um í slysi, að mjög gengur á birgðir af einstökum blóð- flokki, sagði Valtýr við blaða mann Mbl. fyrir skömmu. „Verðum við þá stundum að Jófríður Halldórsdóttir, hjúkrunarkona, tekur blóð. Blóðgjöfin er um 0.4 litrar. Þyrfti að hafa hóp manna á skrá — sem hægt væri að kalla út í meyðartilfelli hringja til fólks og biðja bað um að hlaupa undir bagga með okkur og gefa blóð. Fólk hefur tekið þessu með ein- stakri ljúfmennsku og yfir- leitt virðast allir reiðubúnir að bregða skjótt við, jafnvel að nóttu til eða um helgar, og koma til blóðgjafar. Kann ég öllu þessu fólki miklar þakk- ir“ „Við höldum spjaldskrá yfir alla, sem hér hafa gefið blóð Getum við því flett upp í henni, þegar við þurfum að leita til einhverra“, hélt Val- týr áfram. „Tala þeirra, sem gefið hafa blóð, frá því að Blóðbankinn tók til starfa árið 1-953, er nú 9780. Margir þeirra hafa vitaskuld komið hér til blóðgjafa oftar en einu sinni. Tala blóðgjafa árið 1954 var 1321, en árið 1963 gáfu 3481 blóð. Við geymum blóðið í kæli allt að 3 vikum. Ef við hefðum fleira starfsfólk, gæt- um við hins vegar unnið plasma úr þvi, sem geyma mætti árum saman. Þá gætum við alltaf átt nægar birgðir af hinum ýmsu flokkum“. „Vilt þú eggja fólk til að koma oftar til blóðgjafa, Valtýr?“ „Það er ágætt, að fólk komi og gefi blóð með vissu milli- bili. Hins vegar er mest um vert fyrir okkur að komið sé upp hópi manna, af öllum blóðflokkum, sem hægt er að hringja til hvenær sem er, ef á þarf að halda. Ég er alltaf hræddur um það ástand, sem skapast mundi, ef til meiri háttar slyss kæmi og margt fólk þyrfti á blóðgjöfum að halda, þá gæti þurft að kalla út heilan flokk af mönnum, þar sem birgðirnar eru svo litlar. Félagsskapurinn Junior Chamber vinnur nú að því að stofna slíka sveit. Einnig hafa skátar haft blóðgjafa- sveit innan sinna vébanda“. „Er blóð úr öllu fólki hæft til blóðgjafa?“ „Nei, fólk, sem hefur ýmsa sjúkdóma er óhæft til blóð- gjafa. Til dæmis tökum við ekki blóð úr fólki, sem hefur kvef eða aðra veirusjúkdóma, hafa fengið gulu eða berkla á undan-förnum árum o.s.frv. Svo ber við, að menn koma hér dálítið undir áhrifum „Gefið þið blóðgjöfum kaffi sopa, eftir blóðtökuna?“ „Já, við hressum þá á kaffi. Flestir eru nú hressir, en sum ir eru náfölir eftir þessa eld- raun, sem þeim finnst vera. Sýnir það enn betur, hve fólk ið er fórnfúst, að það leggur slíkt á sig. Á undan blóðtök- Halla Snæbjörnsdóttir, hj krunarkona, vinnur að flokkun blóðsins. Valtýr Bjarnason, beknir, forstöðumaður Blóðbankans. áfengis. Við getum ekki notað blóð úr þeim. Sumum vex blóðgjöfin svo í augum, að þeir sjá sér ekki annað fært en að hressa sig á víni til að herða upp hugann. Þó er þetta aðeins sjaldan“. „Er eitthvað sérstakt, sem þú vilt ráðleggja þeim, sem koma til að gefa blóð?“ „Ekki er gott að vera alveg fastandi, þegar menn gefa blóð, en æskilegt er þó, að liðið hafi um 4 klukkustundir, síðan þeir neyttu síðustu mál- tíðar. Ef fólk er nýbúið að borða, er svo mikil fita í blóð inu (og það mjólkurlitt), að til ofnæmisverkana getur kora ið hjá sjúklingnum, sem blóð- ið fær“. unni gefum við fólki appel- sínusafa, til þess að bæta því vökvatapið. minni hætta menn“. Þá er einnig á því, að liði yfir ☆ STAKSTEIiVAR Ferðamál 1 Móttaka ferðamanna er þýð- ingarmikil atvinnugrein í flest- um löndum Evrópu. 1 nokkrum Evrópulanda eru ferðamenn nú drýgsta gjaldeyrislindin og tekjur af henni meiri en nokk- urri grein útflutnings. Ferða- mannastraumur til Islands hefur stóraukizt undanfarin ár og gef- ið góðan hagnað. Það verður þó, því miður, að viðurkenna, að aðstaða til móttöku erlendra ferðamanna hérlendis og einnig þjónusta við innlenda ferða- menn, er ekki í góðu lagi. Hér þarf að hefja endurbætur hið fyrsta. Á Alþingi í vetur var sam- þykkt stjórnarfrumvarp um ferðamál, sem vafalaust mun stuðla mjög að bættri þjónustu við ferðamenn og auka ferða- mannastrauminn. Þar er einka- leyfi Ferðaskrifstofu ríkisins til móttöku erlendra ferðamanna afnumið og jafnframt settax reglur um ferðaskrifstofu. Stofn að er ferðamálaráð, sem ætlað er að vera ráðgefandi um ferða- mál. Þá er gert ráð fyrir ferða- málasjóði, sem veita mun lán til framkvæmda í sambandi við móttöku ferðamanna. Akureyri sem ferðamannabær íslendingur á Akureyri skrifar nýlega í forystugrein um ferða- málin og Akureyri sem ferða- mannabæ. Þar segir: Mikið hefur verið rætt og rit- að um þá atvinnugrein, sem nefnist móttaka erlendra ferða- manna. Ýmis Evrópulönd hafa þegar komið auga á hana, hag- nýtt sér hana og stóraukið þjóð- artekjur sínar af henni. Má þar fyrst til nefna Sviss og Noreg. Þá hafa sjóbaðstaðir í Suður- löndum mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hagnast vel af komu þeirra og dvöl. Engum dylst, að ísland er vax- andi ferðamannaland, og því ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að svo megi haidast. Margar ferðaskrifstofur liafa risið upp á síðari árum, og flug- félög okkar, — þá ekki sízt Flug félag íslands, hafa gert mikið átak í þeim efnum að laða hing- að erlenda ferðamenn með aug- lýsingum og útgáfu smekklegra ferðabæklinga. Margt upp á að bjóða Samkvæmt upplýsingum þeirra starfsmanna Flugfélags tslands, sem annast um millilandaflugið, munu ferðir erlendra manna til íslands loftleiðis aukast í sumar um 25%. Sumir láta sér e.t.v. nægja að skoða sig um í höfuð- borginni og líta náttúruundur og sögustaði sunnanlands, en lík- legt er, að meiri hluti komu- manna Ieggi leið sína til Norð- urlands, svo sem Mývatnssveit- ar og síldarbæjanna. Aðal-við komustaður ferðamanna verður væntanlega Akureyri, enda hef- ur hún bezt skilyrði allra staða utan Reykjavíkur til að hýsa gesti og veita þeim sæmilega þjónustu á annan hátt. Ýmislegt skortir þó enn á, að bærinn hafi upp á nógu fjölbreytilegar dægradvalir að bjóða, og ættu hugvitssamir borgarar að reyna að bæta þar úr. Við getum boðið upp á dvöl í fjallahóteli og göng ur á f jöll og jökla í sambandi við það, og við getum boðið upp á skemmtisiglingar á PoIIinum og þá jafnframt stangaveiði. Bænum er það mikilvægt, að ná til sín nokkrum hluta af því fé, er erlendir ferðamenn skilja j eftir í landinu, í verzlunum, veit inga- og gistihúsum, samgöngu- miðstöðvum og víðar. Ættu bæj arbúar því að hafa opin augu fyrir því, hvernig helzt má laða ferðamenn til að hinkra hér við, en I því sambandi veltur á miklu, að þeir kynnist hér snyrti mennsku og menningarlegri um gengni utan húss og innan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.