Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 13. júní 1964 Fermingarfaðir minn Sr. Helgi Sveinsson F. 25.7. 1908. D. 3.6. 1964 íIVERT færir hann þig farseðill- inn, sem þú stendur með í hönd- unum? >ú gengur mót vori og hækkandi sól með gleðisöng í hjarta, gleðisöng eftirvæntingar innar, eftir kynnum við þá endur nýjandi veröld, er lífið hefir þér búið í ákvörðunarstað lestarinn- an, er þegar hún kemur, þá stend ur þú við spor lestar dauðans — ekki lífsins — og hún færir þig ekki í gleðisali manna lestin heldur Guðs. Eða er þetta ein og sama lestin? Aðeins tveir vagn- stjórar? Já, hvenær veiztu. et þú stendur upp og svarar kalli við dyr þínar, hvor bræðranna það er — engill lífsins eða engill dauðans — sem dyr þínar knýr? Já, mér hnykkti við, er ég frétti fráfall fermingarföður roíns séra Helga. Stuttu áðul höfðum við setið saman á veit- ingastað hér í bænum og ræðst við um þá ferð, er hann átti fyrií höndum í suðræn lönd, hvers hann vænti sér af henni sjálfum sér og öðrum til gagns. Var það rtálægð atburðarins sem gaf þess um fundi okkar dýpt, olli því að umræður okkar sveigðust að roati okkar á lífinu og dómum okkar manna, eða voru það að- eins sporin okkar til þessa fund- ar, sem voru hvatinn? Ég veit það ekki, en ég er þakklátur þessari stund, því af henni fór ég ríkari en fyrr, hafði verið gestur í hugarheimi þroskaðs roanns — lífsreyndrar sálar. Séra Helgi var fæddur að Hvíts stöðum á Mýrum vestra. Foreldr- ar hans voru Sveinn Helgason og kona hans Elísabet Jónsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi utan- skóla 1930. Stundaði læknisfræði við H. ísl. 1930-1932. Kennara- próf tók hann 1934 og embættis- próf í guðfræði 1936. Vígður var hann til Hálsprestakalls í Fnjóskadal 16.8. 1936. Veitingu fyrir Arnarbæli í Ölfusi fékk hann 30.5.1940. Hann kvæntist 3.9.1936 Katrínu Magneu Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru tvö Haukur og María Katrín. Fundum okkar séra Helga bar fyrst saman í spurningatíma og frá þeirri stundu efaðist ég al- drei um það, að það fór mi'kill kennari og uppfræðari þar sem hann var. Meitluðum orðum, lit- ríkúm myndum, dró hann fram kjarna efnisins og laðaði hugi okkar til suprna og fangbragða við það. Meir en tuttugu árum síðar man ég margar þessara stunda og ég stend mig að því að stæla þær sumar, þá ég stend fyrir framan fermingarbörnin mín. Frá þessum tíma hefir séra Helgi verið mér kær, hann hafði gefið mér gjafir, sem ekkert síð- an hefir frá mér tekið. í ræðustóli var séra Helgi mað ur faugsunarinnar rökrænn, orð- finnur og yfir trú hans var birta gleðinnar: „Hinar göfugustu faugsanir Oig hinar göfugustu til- fir.ningar mannsins eru endur- speglanir af Guði. Allir þeir sem mestu hafa fórnað fyrir velferð roannkynsins, áttu Guð í hjarta sér. Allir þeir, sem mest fauggun arorð og fegurst fagnaðarerindi hafa flutt kynslóðunum, voru þáttur í guðlegu hlutverki...... Og sá, sem elskar fólkið, er elsk aður af Guðí, og Guð býr í hon- um. Við mætum Guði ekki að- ems í hinum ytra heimi og náð hans við okkur sem einstaklinga, heidur finnum við hann einnig í mannssálinni, sem við verðum samferða eða 'hittum á lífsleið- inni.....þannig verður geisla- þráður Guðskærleika ofinn inn í örlagavef mannanna, lífinu til fegrunar, göfgunar og blessunar ..... Gullig ský í fjarska úti við sjóndeildarhringinn getur átt aðdáun okkar, en ef hin gróandi jörð þjáist á sama tíma af regn- skorti, eigum við fremur að kjósa regnið en hið gullna ský í fjarsk anum. Heimurinn þarfnast lif- ar.di og starfandi kristindóms. Hugsjónir kristindómsins eru fagrar. En þær mega aldrei verða eins og gullið ský úti í blámanum handa draumóramönnum að dást að, heldur breytast í hina lif- andi dögg, sem stígur niður af himni til að blandast lífi jarðar- innar, færa því nýja iífsorku, lyfta því auðga það og fegra.“ í ræðustóli vildi hann benda þér á að þú „ert barn himinsins, barnið sem sent er út á leiðir jarðlífsins til að bæta sínum gfeisla í ljósmagn veraldarinnar, svo að einhvern tíma komi sá dagur, að allir hinir þreyttu, þjáðu og undirokuðu megi fagna nýrri hamingju og frelsi og megi finna og sjá, að sólskin Guðs rík- ir í þessum faeimi." í sinn hóp og á mannfundum var séra Helgi maður fjörsins og gieðinnar. Hversu oft tók hann okkur ekki yngri prestana með sér, eins og settist fyrir utan veg lífsins og benti okkur á spaugi- legu hliðar þess? Lét hann þá oft fjúka í kviðlingum og á slíkum stundum varð hlátur hans smit- andi léttur. En við sem þekktum hann vel, hjá því gat ekki farið, að við skynjuðum að undir allri kætinni og glettninni sló tilfinningarí'kt og samúðar- fullt hjarta, hjarta tregans. Já, séra Helgi og lífið stigu ekki allt af í takt, en 'hver minnist þess nú, að séra Helgi hafi leitt hann á grýttan veg heldur aðeins geng ið faann þá sjálfur? „Af trú, sem er manninum mild og sterk, skal mótast öll ævinnar saga, svo líf hans sé málað sem listaverk, úr litbrigðum jarðneskra daga,“ sagði hann eitt sinn. Við sem kynntumst hjarta prestsins okkar á gleði- og hryggðarstundum okkar eigin lífe við getum borið um það, að það var lifandi hjarta er hann bar — gefandi hjarta. Séra Helgi var mjög óáreitinn á mannafundum, ég minnist ekiki að hafa heyrt til hans á presta- fundi eða annars staðar, utan stólsins, en það þýddi ekki það, að hann hefði ekki skoðun á mál- inu, því kynntumst við sessunaut ar hans, en hann var ekki maður hópsins heldur naut hann sín bezt innan þröngs hrings, þá flugu óhindraðir neistarnir af steðja hans, er hann krafði málin svars. Mörg okkar eiga frá slík- um stundum minningar um bjart- ar lendur er 'hann leiddi okkur í. Það var eins og hann nyti þess að leysa umræðuefnið í frum- þætti og reyna þol hvers þáttar þannig. Sumum gátu sviðið slíik- ai skurðaðgerðir en þetta var háttur séra Helga t.þ.a. leiða menn frá hálfskoðun að sjálfum sér: „En meinleg er jörð vorri mannskemmd sú, er menn eru játendur hálfir, sem ástina elska og trúa á trú, án trúar og ástar sjálfir.“ Framh. á bls, 17 ) Hallvard S. Bakken, yfirbéka vörður, (t.h.) þakkar Jóni Sigurðssyni bókagjöfina. Háskólabókasafnið í Bergen fær ísl. bókagjöf frd Jóni Sigurðssyni, yfirvélstjóra, sem nýlega ótti gullbrúðkaup GAMALL og góður íslending- ur í Bergen, Jón Sigurðsson, fyrrv. yfirvélstjóri hjá „Det Bergenske Dampskipsselskap“, færði eigi alls fyrir löngu Há- skólabókasafninu í Bergen fallega bókagjöf, m.a. allar ís lendingasögurnar og Eddurn- ar í einkar vönduðu skraut- bandi. Um leið og Jón afhenti yfirbókaverðinum gjöf þessa lét hann þess getið að hún væri gefin í þakkarskyni fyrir allt gott sem hann hefði not- ið í Noregi frá fyrstu tíð (en hann hefur nú verið búsettur þar í meira en faálfa öld). Gat hann þess að forvitnin um Nor eg, sem vaknaði hjá honum í æsku vig lestur Heimskringlu og íslendingasagnanna, eink- um Egilssögu, hefði knúið sig til að leita til Noregs og ganga þar á vélfræðiskóla. Eintakið sem hann gaf safninu hafði hann fengið að gjöf frá ættingj um og vinum síðast er hann var á ferð heima á íslandi. Hallvard S. Baikken, yfir- bókavörður, veitti gjöfinni móttöku og mælti m.a. á þessa leið: — Gjöf þessi gleð- ur okkur og við óskum yður langra og ánægjulegra lífdaga Starf okkar er ekki bundið við daginn í dag heldur kom- andi tíð og þessi gjöf er okkur nytsamleg og mikilsverð, ekki sízt vegna þeirra, sem leggja stund á íslenzkt mál og sögu. Nafn yðar sem íslendings hef- ur góðan hljómgrunn í Bergen og oikkur þykir vænt um, að þér kunnið vel við yður hér, sem Norðmaður og Bergenser. — Yfirbókavörðurinn lét þess getið í tali við „Bergens Ar- beiderblad" að síðan háskól- inn í Bergen fékk íslenzkan sendikennara væri þörfin á ís lenzkum bókum miklu meiri en áður, enda 'hefði bókasafn- ið gert allstóra pöntun á þeim nýlega. Hann gat þess ag Berg en hefði löngum haft meiri samskipti við íslendinga en bæirnir austan fjalls og minnt ist starfsemi íslandsvinanna Haakons Sehetelig, Torleivs Hannás og Anders Skásheim. Þegar Gylfi Gíslason mennta- málaráðherra hélt fyrirlestra í Bergen í janúar sl. hafði bókasafnið sýningu á úrvali þeirra íslenzkra bóka sem það á. — Jón Sigurðsson á langan og góðan starfsferil að baki. Hann réðist í a^glingar að loknu námi og sigldi fyrstu árin fyrir ýms félög, unz hann réðst til „Bergenske", en þar var hann í 32 ár, þar af 17 síðustu árin sem yfirvélstjóri. Fór hann víða um heim og sigldi m.a. um Kyrrahaf og Indlandshaf og hefur líklega komið á fleiri fjarlægar hafnir en nokkur núlifandi íslending ur annar. En síðustu sjö árin sigldi hann strandferðaleið „Bergenske” norður til Kirke- nes, svo að hann er orðinn kunnugur viðkomustöðunum á norsku ströndinni. Fyrir tíu árum lét hann af starfi fyrir aldurs sakir, en varð þá vél- fræðiráðunautur firma eins í Bergen næstu tvö árin. En því starfi fylgdu svo mikil ferða- lög, að ég varð jafnvel stund um að vera meira að faeiman en meðan ég var í siglingun- um,“ segir Jón, „og það líkaði mér ekki, svo að ég setti upp svolítið fyrirtæki, sem heitir „Maks Kjemisk Fabrikk" og framleiðir smurningsolíur." Hefur 'hann rekið það í 8 ár. Svo nú getur Jón verið meira heima en fyrr á ævinni. Nýlaga var hann þó á ferða- lagi ásamt konu sinni, sem fyrr á árum sigldi stundum með honum er hann var í lang ferðum í öðrum álfum. >au hjónin áttu sem sé gull'brúð- kaup núna í maí, og í tjlefni af þvi bauð „Bergenske" þeim i ferðalag til Norður-Noregs, til þess að rifja upp gömul kynni frá strandferðatíð Jóns, Var þeim vel fagnað á hverj- um viðkomustað, því allsstað- ar var gömlum vinum að mæta, og blöðin fluttu marg- ar greinar um Jón og frú Sig- ríd, sem er ættuð frá Hauga- sundi. En Jón er fæddur í Al- viðru í Dýrafirði, en þeir Dýr- firðingar hafa löngum verið sægarpar. >au fajónin eiga tvö börn á lífi, dóttur í Beng- en og son í Ameríku, sem rekur skipamiðlun. Framh. á bls. 17 W* ■■■•■WMnmMnnimw .. — -- ----------------- , Jón og frú Sigrid héldu upp á gullbruðkaupið norður i Moi l Ra.ua. „Því að þar er talsvert líkt og á Vestfjörðum“ segir Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.