Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 13. Júní 1964 Útgefandi: Fr amk væmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. NÝ VIÐHORF í LAUNAMÁLUM lyiýlokið er ráðstefnu um ’ hagræðingu í íslenzku at- vinnulífi, sem haldin var í Borgarfirði að tilhlutan Stjórnunarfélags íslands. — Ráðstefnuna sátu bæði full- trúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, auk fulltrúa frá samtökum launþega og vinnuveitenda í Noregi, sem fluttu fyrirlestra. Á ráðstefnunni voru sam- þykktar margar ályktanir, sem allar miða til aukinnar þekkingar og fræðslu á gildi hagræðingar á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins. Ráð- stefnan mælti eindregið með samstarfi þeirra aðila, sem hér eiga hlut að -máli, um þjálfun og fræðslu og vakti athygli á þeirri reynslu, sem fengizt hefur í nágranna- löndunum. Samningar milli launþega og vinnuveitenda um samstarfsnefndir, vinnu- rannsóknir og kerfisbundið starfsmat hafa gefizt mjög vel og stórbætt sambúð atvinnu- rekenda ög vinnuveitenda. Ráðstefnan mælti eindreg- ið með því, að slíkir samning- ar yrðu upp teknir hérlendis og voru lögð drög að slíkum samningum á ráðstefnunni, sem nefndir launþega og vinnuveitenda hafa nú til at- hugunar. Reykjavíkurblöðin fagna öll ráðstefnunni í gær og á ráðstefnunni töluðu bæði Kjartan Thors, forseti Vinnu- veitendasambands íslands, og Hannibal Valdemarsson, for- seti Alþýðusambands íslands, og lýstu báðir yfir ánægju sinni með ráðstefnuna og ár- angur hennar. Kjartan Thors sagði m.a.: „Við ættum ekki að þurfa að standa í verkföllum og vinnu- deilum oft á ári úr þessu“. Hannibal Valdimarsson sagði m.a.: „Nú hafa verið gerð drög að rammasamningi um vinnuhagræðingu og ég sé enga ástæðu til annars en að ætla, að vel takist til um þá samningagerð“. ÁSTÆÐA TIL BJARTSÝNI /"tylfi Þ. Gíslason, viðskipta- ^ málaráðherra, flutti í fyrradag ræðu á aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands. Ráðherrann ræddi um ástand ið í efnahags og viðskipta- málum, einkum með hliðsjón af samkomulaginu um launa- mál, sem tekizt hefur milli launþegasamtakanna, sam- taka atvinnurekenda og ríkis- valdsins. Ráðherrann fagn- aði samkomulaginu og kvað það skapa ný viðhorf, sem gæfu ástæðu til bjartsýni. í ræðu sinni rakti ráðherr- ann það jafnvægisleysi, sem ríkt hefur í efnahagsmálun- um undanfarna áratugi. Tíma bilið frá stríðslokum til 1960 hefði einkennzt af rangri gengisskráningu og höftum á flestum sviðum atvinnu- og viðskiptalífsins. Væri hér sennilega skýringin á því, að hagvöxtur hefur ekki verið örari hér á landi á þessu tíma bili. Meginþýðing samkomulags- ins um launamál er einmitt fólgin í því, sagði ráðherrann, að allir aðilar þess virðast viðurkenna, að víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds verði að stöðva. Síðar sagði við- skiptamálaráðherra, að ef á- framhald verði á þeirri stefnu, sem mörkuð var með sam- komulaginu, hafi ný viðhorf skapazt í íslenzkum launamál um. Vonir ættu þá að standa til þess, að árlegar grunn- kaupshækkanir verði ekki meiri en svarar til árlegrar framleiðsluaukningar, þannig að verðlag innanlands og gengi erlends gjaldeyris ætti að geta haldizt stöðugt um langt tímabil. En þar með væru einmitt fengnar forsend urnar fyrir því, að hagvöxt- urinn gæti orðið sem örastur og lífskjarabótin sem mest. Jafnframt væri þá fenginn hinn æskilegasti grundvöllur fyrir því að afnema þær höml ur á viðskiptum, sem óvissan, sem siglt hefur í kjölfar ringulreiðarinnar í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, hefur enn gert nauðsynlegar. Ráðherrann ræddi einnig um verðlagseftirlit og sagði, að forsenda þess, að unnt sé að afnema verðlagseftirlit, væri jafnvægi í verðlags og kaupgjaldsmálum. Þegar slíkt jafnvægi hefði náðst, þá væri verðlagseftirlit í hinu gamla formi óþarft. EINN ÁFANGI ENN TIL JAFN- RÉTTIS BLÖKKU- MANNAí BANDARÍKJUNUD/i Cjögulegur viðburður átti sér ^ stað í öldungadeild banda- ríska þingsins fyrir skömmu, Rafknúinn „spámaður" sagði fyrir um kosningaúrslitin í Kaliforníu Nýjung ryður sér til rúms í Bandaríkjunuxc VIÐ prófkosningarnar í Bandaríkjunum að undan- förnu hefur verið notuð' ný tækni til þess að segja fyrir um úrslit. T.d. var því spáð 23 mínútum eftir að fyrsta kjör- staðnum var lokað í Kali- forníu, að Barry Goldwater myndi sigra og fá 51% at- kvæða. Hann hlaut 51,3%. Hér á eftir fer grein um þessa nýjung eftir .Godfrey Hodgson, einn af fréttaritur- um Observers í Washington. Birtist hún nokkuð stytt. Þúsundir sjónvarpsáhorf- enda í Washington lögðust til svefns að kvöldi 2. júní sl. sannfærðir um að Barry Gold water, öldungadeildarþingmað ur frá Arizona, myndi sigra ríkisstjóra New York, Nelson Rockefeller, í prófkosningum repúblikana í Kaliforníu. — Blöðin morguninn eftir full- yrtu, að Goldwater yrði hlut- skarpari og á daginn kom að þau höfðu rétt fyrir sér. En sama morguninn, 3. júní, aðeins nokkrum klukkustund- um síðar, hafði Rockefeller fengið 836 þús. atkvæði, en Goldwater ekki nema 818 þús. Á ritstjórnarskrifstofum blað- anna voru margir taugaóstyrk ir, þar til Goldwater tók for- ustuna á ný og Ijósf var að þaU þyrftu ekki að éta ofan í sig fullyrðingar sínar. Til grundvallar fullyrðing- unum lögðu blöðin niðurstöð- ur rafknúins „spámanns" eða rafeindaheila, sem vann' úr upplýsingum samkvæmt nýrri tækni. Var hún notuð í fyrsta skipti í prófkosningunum. Nýjungin er árangur af sam vinnu IGM (International Business Machines), sem framleiðir rafeindaheila, út- varps- og sjónvarpsstöðvar- innar CBS (Columbia Broad- casting System, og Lou Harris, sérfræðings um skoðanakann- anir og markaðsrannsóknir. Samkvæmt kerfi sínu gátu þeir skýrt frá því að Gold- water myndi sigra aðeins 23 mínútum eftir að fyrsta kjör- staðnum í Kaliforníu var lok- að. Áður hafði kerfið verið reynt í prófkosningum í Mary land. Þar var úrslitum einnig lýst áður en kosningu lauk og Strax að kvöldi 2. júní, þegar „spámaðurinn" hafði spáð um úrslitin, lýsti Goldwater því yfir, að hann hefði sigrað. rafknúni „spámaðurinn“ -hafði á réttu að standa. „Spámaðuririh" vinnur með miklum hraða úr upplýsing- um, er fást með nútímá að- ferðum við skoðanakannanir og markaðsrannsóknir. Ef heilinn fær niðurstöður kosn- inga í nokkrum kjördæmum skilar hann heildarniðurstöðu eftir nokkrar mínútur. En aðalatriðið er að kjördæmin, sem heilinn vinnur úr séu rétt valin og Harris er sagður hafa náð mikilli leikni í því. Áður en kosningarnar fara fram fær rafeindaheilinn upp- lýsingar um kosningavenjur íbúa kjördæmanna, sem valin hafa verið. T.d. hve mikil kjör sókn hafi verið við síðustu kosningar, hve margir flokks- bundnir demókratar búi þar og hver sigraði í síðustu kosn- ingum. Einnig eru heilanum veittar upplýsingar um kosn- ingavenjur sérstakra mann- gerða, t.d. blökkumanna, ítalskra eða pólskra Banda- ríkjamanna, íbúa fátækra- hverfa eða úthverfa, bænda eða víxlara. Með gífurlegum hraða getur rafeindaheilinn metið fyrstu tölurnar úr kjördæmunum, sem hann hefur fengið upp- lýsingar um og gefið til kynna hver úrslitin verði. Við kosningarnar í Kali- forníu áttu fyrstu tölur í út- hverfunum umhverfis Los Angeles mikinn þátt í því, að „spámaðurinn“ tilkynnti sig- ur Goldwaters, þegar að kvöldi 2. júní En það var ekki fyrr en í dögun 4. júní, sem talningu var endanlega lokið í þessum hverfum, og þar fékk Goldwater mikinn meiri- hluta. Kosningarnar í Kaliforníu voru fyrsta meiriháttar verk- efnið, sem „spámaðurinn" fékk til þess að glíma við og takist honum eins vel í fram- tíðinni er fullvíst, að hann nær mikilli útbreiðslu í Banda rikjunum. En þó að hann geti sagt nákvæmar fyrir um kosn ingaúrslit en skoðanakannan- ir hafa gert til þessa, er ekki víst að hann verði vinsæll. Hann getur sagt fyrir um úr- slit áður en kosningunni lýk- ur,-en hver kjósandi vill hafa það á tilfinningunni, að hann ráði nokkru um úrslitin, og þykir súrt í broti, ef vél hefur skýrt frá þeim áður en hann kemur á kjörstað. (Observer — öll réttindi áskilin) þegar tveir þriðju hlutar deildarmanna samþykktu að skera niður umræður um frumvarpið um tryggingu á réttindum blökkumanna. Slík takmörkun á málfrelsi þing- manna er einsdæmi, en mál- þóf afturhaldssamra • þing- manna frá Suðurríkjunum og skilningur annarra þing- manna á brýnni nauðsyn þess að samþykkja frumvarp- ið mun hafa valdið því, að gripið var til þessara ráða. Talið er, að nú sé þess ekki langt að bíða, að frumvarpið verði að lögum. Bandaríkjamenn hafa frá upphafi ríkis síns verið for- ustuþjóð lýðræðisins í heim- inum. Það hefur barátta þeirra innan síns eigin lands og utan sannað. Svertingja- málið hefur þó verið blettur á hinu bandaríska þjóðfélagi. Það skilja flestir Bandaríkja- menn bezt sjálfir og eru ó- hræddir að viðurkenna þá staðreynd. Baráttan fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum mun verða til lykta leidd á næstu árum. Bandarísk stjórnvöld og ein- staklingar gera sér grein fyr- ir því, að hér er ekki aðeins um hörundslit blökkumanna að ræða, heldur menntun þeirra og atvinnumöguleika. Þegar Bandaríkjamenn hafa tryggt blökkumönnum jafn- ræði við hvíta menn fyrir lög unum og veitt þeim jöfn tæki færi til menntunar og at- vinnu, þá munu þeir enn hafa veitt þjóðum heims fordæmi um það, hvernig erfið vanda- mál leysast í lýðræðisþjóðfé- lagL ilMissir borg- araréttinda í USA ÞANN 18. maí sl. úrskurðaðl Hæstiréttur Bandaríkjanna, að tveir kaflar „Laga um inn- flytjendur og veitingu borg’- araréttinda“ væru ógildir, þar eð þeir færu í bága við stjórn arskrá landsins. Samkvæmt nefndim köft- um téðra laga glatar maður, sem öðlast hefir ■iueríakau borgararétt, þeim rétti við f vissar aðstæður, ef hann hefir íi dvelizt í þrjú ár í fæðingar- X landi sínu eða þar sem hann 1 hafði borgararétt áður eða | við fimm ára dvöi í öðru í landi. 1 Vegna þessa nýuppkveðna J úrskurðar Hæstaréttar geta I þeir aðilar, sem öðlazt höfðu I amerískan borgararétt en £ glatað honum vegna framan- greindra ástæðna, sótt um, að l mál þeirra verði tekið tU end l urskoðunar. Sltkar umsóknir | bec að semda Ameríska sendi- ? ráðiHM, Luifwegi 21. Keykja 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.