Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. júní 1964 MORGUNBLADID 15 ^ y/ ■* ■ eftir Erlend Jónsson HVERNIG þarí landslag að vera til að teljast fagurt? Um það má deila. En að deila um það væri tilgangslaust, því að svo misjöfn eru viðhorf manna, svo ólíkt er mat þeirra á fegurð yfirleitt. Mörgum þykir fagurt í átt'högum sín- um, þó aðrir sjái þar enga fegurð. Sumir kunna bezt við sig nærri brimróti og öldunið. Aðrir vilja hafa víðerni lands í öllum áttum. Sumir dásama mikilleik auðnarinnar, „þar sem aldrei á grjóti gráu gull- in mót sólu hlæja blóm.“ Aðrir sjá enga fegurð í auðn- inni, en una sér bezt innan um blómskrúð og trjákrónur. En þrátt fyrir margvísleg viðhorf eru staðir, þar sem svo margt sameinast, stórt og smátt, að menn geta ekki ann- að en hrifizt. Einn þeirra staða er Ásbyrgi í Keldu- 'hverfi. Þar sameinast hið stór brotna og fírigerða, grófa og mjúka, betur en annars stað- ar á landi hér, enda er Ás- byrgi sannkölluð furðusmíð náttúrunnar. Ef lýsa ætti Ásbyrgi fyrir manni, sem hvorki hefði heyrt um það getið né séð af eigin raim, mætti segja, að það væri eins og fremur lítill dal- ur, sem umlukinn væri þver- hníptum' hamraveggjum í stað aflíðandi hlíða. Hamraveggirn ir lykja um það á þrjá vegu; það er aðeins opið til norðurs, en þar liggur leiðin af þjóðveg inum inn í Byrgið. Hamra- veggirnir eru lægstir við mynni, en hækká, er innan dregur. Byrgið mun einnig vera breiðast vig mynni, en mjókkar, eftir því sem innar kemur; unz það lokast í fag- urlega skeifumynduðum boga. Eyja eða tunga gengur noklk- uð inn eftir Byrginu miðju og hækkar nokkurn veginn jafnt og veggir Byrgisins. Gapandi gjár og þverhníptir hamraveggir finnast víða á land^hér, og eru margir stað- ir nafnkunnir, þar sem því- líkar rúnir eru ristar í ásjónu landsins. En Ásbyrgi sker sig úr þeim öllum, ekki sizt vegna reglulegrar lögunar. Heyrt hef ég, að á Allþingis hátíðinni 1930 hafi útlending- ur einn vikið sér að íslendingi og spurt, hvort Almannagjá hefði verið gerð af manna höndum vegna hátíðarinnar. Sjálfsagt hefur verið spurt í gamni fremur en af fávizku. En hvort heldur er, væri skilj anlegra, að þannig væri spurt um Ásbyrgi. Almannagjá er hlykkjótt og óregluleg. En Ás byrgi er svo stílhreint og reglulegt, að fremur mætti gera sér í hugarlund, að það væri skipulagt á teiknistofu. Menn hafa að vonum velt því fyrir sér, hvernig Ásbyrgi hafi myndazt. Áður var talið, að það væri gamalt landsig, og mun það hafa staðið í kennslubókum þeirra, sem nú eru orðnir miðaldra. Aðrir hafa haldið því fram, að það sé orðið til fyrir vatnssvörf- un eftir Jökulsá, og hefur í því sambandi verið bent á, að rekja má gamlan farveg út frá núverandi farvegi árinnar og allt fram á hamrabrún Byrgisins. Ekki er þó þar með sagt, að fyrir hafi verið slétt- ar og misfellulausar grundir, þegar áin hóf sína seinlegu iðju að grópa í landið þessa víðu hamrageil. Dr. Sigurður Þórarinsson segir, að „vel megi vera, að Höfðabungan í Ásbyrgi. sprungulínur hafi einhverju ráðið um stefnu vatnsrásanna." (Nfr. 2. 195«, bls. 101). En allt um það — eins og menn trúðu því fyrir nokkr- um áratugum að Ásbyrgi væri landsig, er nú hallazt að því, að það sé að meira eða minna leyti grafið og mótað af Jökulsá. En ólíkt hefur þá verið urn að litast í Bynginu, þegar kolmórauð áin hefur bylzt þar niður í fallþungum fossi, sem hefur líklega verið ennþá tilkomumeiri en Detti- foss er nú, og er hann þó að margra dómi tigrmrlegastur allra íslenzkra fossa. Þessi ímyndaði Ásbyrgisfoss hefur á aldanna rás grafið undir sig gryfju mikla, og liggur þar nú eftir spegilfögur tjörn, sem á sinn þátt í að auka unað sæld þessa gróðursæla reits. Menn skýra myndun Ás- byrgis sem sagt eftir visdómi jarðfræðinnar. Fyrri tíðar menn höfðu einnig sína jarð- fræði, þótt með öðrum hætti væri. Ekki er ólíklegt, að landnámsmenn hafi tekið að velta fyrir sér hvernig þetta náttúruundur hafi orðig til, þegar þeir litu það augum fyrsta sinni. Gg einhvern tíma varð sú saga til, að Óð- inn hefði farið um þeysandi á gæðingi sínum, Sleipni; fák urinn tyllti þá niður fæti á Fróni okkar og skyldi eftir sig þetta hóffar. Gróður er svo fjölskrúðugur í Ásbyrgi, að þar munu finn- ast fleiri tegundir plantna en á nokkrum öðrum stað á Norð urlandi, enda hlýtur skjól að vera þar ,eins og bezt verður á kosið. Skógur er vænn og þroskamikill,, skógarbotninn grasi gróinn og blómum skrýddur og græn harðbala- rjóður á milli. Hygg ég, að ó- víða á landi hér sé unaðslegra að dveljast í góðu veðri á há- sumardegi. Hamraveggirnir standa gneypir á þrjá vegu og bergmála hin margvíslegu til- brigði í röddum náttúrunnar. Skógurinn ilmar í sínu græna, vaxgljáandi laufskrúði og blóminn breiða úr sínum lit- fögru krónum. Og mitt í þess ari umgerð starir tjörnin sínu óræða auga til himins. Kyrrð hennar leiðir hugann að eilífð inni sjálfri. Áður fyrr, meðan aðalleiðin til Austurlands lá um Keldu- hverfi, var Ásbyrgi við al- faraleið. En eftir að vegur var lagður austur Mývatnsöræfi og brú gerð á Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum, beind ist aðalumferðin eftir þeim vegi, enda er sú leið miklum mun styttri. En sá, sem fer um Norður- og Austurland og á sjálfur ráð á farartæki sínu, ætti ekki að skoða hug sinn um að fara nyrðri veginn í annarri leið- inni og það munu líka flestir gera. Og margir, sem ferðast um Norðurland, hafa þennan hring sem leiðarenda. Og það er fleira en Ásbyrgi, sem vert er.að staldra við á þessum slóðum. Enginn fer þarna um án þess að nema staðar við Dettifoss. Hrjóstr- ugt er þar austan árinnar, en vestan hennar eru margir fagrir staðir. Þar mun ekki vera eins greiðfært litlum bif- reiðum, en Ferðafélag íslands hefur oft farið þá leið með ferðahópa. Axarfjörður er þekkileg byggð, og það eru notaleg viðbrigði að koma ofan af grá um og eyðilegum Hólssandi og sjá fyrir sér grænt gras og finna ilminn af birkilaufi. Kelduhverfi væri sjálft ær- ið fögur sveit, þótt Ásbyrgi væri ekki til að prýða það. Þar er svo vítt um að litast, að ekki er hætta, að ferða- langurinn finni til innilokun- arkenndar. Milli Kelduhverfis og Húsa- víkur var áður farið um Reykjaheiði, langan fjallveg og — leiðinlegan að sumum fannst. Margt ber þó fyrir augu á þeirri leið, og tilkomu mikið er að horfa vestanvert af heiðinni inn til dala, yfir til Kinnarfjalla og út til Grímseyjar, sem rís úr hafi í bláma fjarlægðarinnar. Nú hefur verið lagður vegur alla leið út fyrir Tjörnes, og er það auðvitað heppilegri leið, þegar haft er í huga, að Reykjaheiðin er allsnjóþung. ★ Einar Benediktsson var á uppvaxtarárum sínum heimil- ilisfastur í Þingeyjarsýslu, þar sem faðir hans var sýslumað- ur. Einar ferðaðist mikið um héraðið, þar á meðal í embætt iserindum, þegar hann var fulltrúi föður síns. Hann tók sér fyrir yrkisefni stórfeng- legustu og fegurstu staði þess, og eru þeir flestir nærri þeirri leið, sem hér er drepið á. í þessum kvæðum kemur hvort tveggja fram, hrifning á land- inu og metnaður fyrir hönd þjóðarinnar. Eitt þessara kvæða er Sumarmorgunn í Ásbyrgi. Einar var stórbrotinn per- sónuleiki, og eðli sínu sam- kvæmt hreifst hann af hinu mikilfenglega í náttúrunni. En honum sást ekki heldur yfir hið smáa, fíngerða og yndis- lega. í upphafi kvæðisins lýs- ir hann umhverfi því, sem blasir við augum innan sjón- deildarhrings, en síðan kemur hann að sjálfu Ásbyrgi. Hér skal tilfært eitt erindi kvæð- isins, þar sem hann getur sög- unnar um Óðin og Sleipni: Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið Óðinn og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röð- ulleið, renndi til stökks yfir hólmann, á skeið, spyrnti í hóf, svo að sprakk við jörðin, — sporaði byrgið í svörðinn. Kvæðinu lýkur svo, eins og fleiri kvæðum Einars, á hugleiðingum um framtíð þjóðarinnar. ★ Sumarið 1942 kom ég fyrst í Ásbyrgi. Þar var þá skemmti samkoma, og man ég ekki bet ur en hún væri tengd minn- ingu Kristjáns Jónssonar, sem fæddist í Krossdal í Keldu- hverfi hundrað árum áður. Fjöldi fólks sótti skemmtun þessa, og fannst mér þá, að ákjósanlegri samkomustað væri ekki hægt að hugsa sér. Raddir og hljómar bergmál- uðu frá hamraveggjunum, og hvarvetna um skóginn var fólk á ferli. Dans var stiginn af miklum móði á afgirtum danspalli og leikið fyrir á harmoniku. Fólk naut í senn félagslegrar samveru og un- aðs sumarnáttúrunnar. Nokkrum vikum síðar kom ég aftur í Ásbyrgi ,og var þá sumri tekið að halla. Þar voru þá fáir á ferli, engin harmon- ika þanin, enginn dans á palli, engar raddir og enga hlátra að heyra. Mér fannst þessi víði hamrasalur koma mér ein- hvern veginn öðru vísi fyrir sjónir en fyrr um sumarið. Það lá við, að manni yrði hverft við að heyra sína eig- in rödd bergmála frá þessum þverhníptu bjargþiljum'. Gróð urinn var tekinn að sölna, brátt mundi haustið koma og laufið falla af greinum trjánna. En söm var fegurð Ásbyrg- is þann friðsæla síðsumardag. Á slóðum Ferðafélagsins Skólauppsögn ■ Skógum HÉRAÐSSKÓLANUM að Skóg- um var sagt upp sunnudaginn 31. maí. Skólastjórinn, Jón R. Hjálm arsson, flutti yfirlit yfir skóla- árið og lýsti prófum. Á vetrinum voru llil nemendur í skólanum og luku 109 vorprófum. Skóla- Btarf hafði gengið að óskum, heilsufar nemenda yfirleitt verið eott, námsárangur prýðilegur og félagslif mikið og blóimlegt. Við skólauppsögn tóku einnig til málg þeir sr. Sigurður Einars •oo í Holti, er verið hafði próf- dómari, og Björn Fr. Björnsson, •ýslumaður og formaður skóla- aefndar. Gagnfræðapróf þreyttu að þessu sinni 27 nemendur. Hæstu eink- unn hlaut Sólrún Ólafsdóttir, Þvená, Síðu, 8,7« í aðaleinkunn, og aðra hæstu einkunn fékk Ari Jónsson, Fossi, Síðu, 8,87. Landspróf þreyttu 15 nemend- ur og þeirra hlutskarpastur varð Gestur Þorgeirsson, Stórólfs- hvoli, Rang., með 8,82. Aðra hæstu einkunn fékk Elsa Sveins- dóttir, Fossi, Síðu, 8,76. Allmargir nemendur hlutu bókaverðlaun og voru bækurnar gefnar af sýslunefnd Rangárvalla sýslu, sjóði hins trúa þjóns, ó- nefndum velunnara í Reykjavík og fleiri aðilum. Nemendur í 1. og 2. bekk voru brautskráðir 9. maí. 1. bekkjar- próf þreyttu 34 nemendur. Efstir og jafnir urðu þeir Hálfdán Ómar Hálfdánarson, Seljalandi undir Eyjafjöllum, og Pálmi Bjama- son, Árbakka, Landsveit, með 8,74 í aðaleinkunn. Næst þeim varð Jórunn Eggertsdóttir, Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum, með 8,52. Unglingaprófi luku 33 nemend- ur og hæstu einkunn hlaut Erla V. Adólfsdóttir, Litlu-Tungu, Holtum, ágætiseinkunn 9.00. — Aðra hæstu einkunn fékk Sigríð ur Elín Steinþórsdóttir, Skaga- nesi, Mýrdal, 8,81. Mieð þessari skólauppsögn er lokið 15. starfsári Skógaskóla og minntist skólastjórinn þess í ræðu sinni. Hið sama gerði for- maður skólanefndar. Einnig ræddi hann nauðsyn skólans á ai^knu húsnæði og kvaðst vonast til að senn rættist fram úr þeim vanda. Að loknum prófum fóru nem- endur þriðja bekkjar í skólaferða lag inn að Landmannalaugum. Akranesi, 11. júní: — HUMARBÁTAR, fimm að tölu lönduðu hér í dag. Afli þeirra var nauðalítill. Anna og Sæfari fóru norður á síldveiðar í dag. Fivelstad, hollenzkt skip er hér í dag að lesta saltfisk. — Oddur. Aðalfundur Félags bifreiða- innf |yl jenda AÐALFUNDUR Félags Bifreiða innflytjenda var haldinn 22. maí, en þá var jafnframt 10 ára af- mæli félagsins. Stjórn félagsins var endur- kjörin, en han skipa: Gunnar Ásgeirsson, formaður; Geir Þor steinsson, gjaldkeri; Friðrik Kristjánsson, ritari og Egill Vil- hjálmsson í varastjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.