Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardágur 13. júní 1964 Gagnfræðaskólanum í Keflavík sagt upp SUNNUDAGINN 31. maí var Gagníræðaskólanum í Keflavik sagt upp. Viðstaddir skólaslitin voru fyrstu gagnfræðingar skól- ans, sem útskrifuðust úr honum fyrir tiu árum. Uppsögn skólans hófst á því, að séra Björn Jónsson las upp ritningargrein og fiutti bæn. — Skólastjórinn, Rögnvaldur Sæ- mundsson, flutti því næst ræðu. Rifjaði hann upp ýmislegt úr sögu skólans undangengin tíu ár. M.a. minntist hann á, að frá skól- anum hefðu útskrifazt alls 255 gagnfræðingar að meðtöldum þeim, sem brautskráðust nú í vor. Taldi hann, að námsefni væri of takmarkað og skólastarf- ið fábreyttara en það þyrfti að vera. Aðalorsökin lægi íyrst og fremst í því, hve skólanum væri þröngur stakkur skorinn með húsnæði, þrátt fyrir nýbyggingu þá, sem skólinn væri nú í. Nem- endafjöldinn yxi hraðar en svo, að framkvæmdir við byggingu skólans mættu stöðvast. Sérstak- lega minntist hann á, að þörfin fyrir verklega kennslu væri svo knýjandi, að ekki mætti dragast lengur, að fullkomin verknáms- deild starfaði við skólann, en húsnæði það, sem skólinn hefði yfir að ráða nú, væri ófullnægj- andi til þess. Ræddi hann þá ný- Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á sextugs afmæli mínu, með blómum, skeytum, gjöfum og heimsóknum. — Guð blessi ykkur ölL Þóranna Guðjónsdóttir, Skeggjagötu 19. ,t, Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma JÓHANNA BJARNADÓTTIR Þórsgötu 14, andaðist að morgni 12. júní í Landsspítalanum. Jónas Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Dóttir okkar HREFNA KARLSDÓTTIR Ásvallagötu 29, andaðist á Landsspítalanum föstudaginn 12. Fyrir hönd aðstandenda. . Þorbjörg Jónsdóttir, Karl Jónsson. júní. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir JÓNAS KRISTJÁNSSON kaupmaður, Borgarnesi, verður jarðsettur frá Borgarneskirkju mánudaginn 15. júní kl. 2 e.h. Ingveldur Teitsdóttir, Teitur Jónasson, Ástbjörg Halldórsdóttir, Kristín Jónasdóttir, Bragi Jóhannsson. Útför eiginkonu minnar SOFFÍU INGIMUNDARDÓTTUR Bakkastíg 4, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. júní kl. 1,30 e.h. Sigurjón Jónsson. Konan mín og systir okkar AÐALHEIÐUR PÁLSDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. júní kl. 3 e.h. Jón Þórarinsson og systkini hinnar látnu. Þakkir vottum við öllum, sem sýndu okkur samúð vegna fráfalls og útfarar móður okkar HELGU ELÍSABETAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Litla-Hrauni. Fyrir hönd vandamanna. Klara Helgadóttir, Þorsteinn Helgason. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu LILJU ELÍSDÓTTUR frá Eiði. Lifið heil. Gunnar Stefánsson, börn, tengdabörn og bamabörn. breytni, sem skólinn hefði tekið upp í vetur, að senda heim um- sagnir um nám, hegðun og stund vísi nemenda. Taldi hann það hafa gefizt vel að flestra dómi. Að lokinni afhendingu prófskír- teina óskaði hann hinum nýút- skrifuðu gagnfræðingum allra heilla, hvatti þá dáða og dreng- skapar og þakkaði þeim, öðrum nemendum skólans og kennurum fyrir veturinn. í skólann voru skráðir 313 nemendur, 199 í skyldunámi og 114 í 3. og 4. bekk. Undir próf gengu alls 294 nemendur og 3 ut- anskóla. Unglingapróf tóku 79 nemendur, en 76 stóðust prófið. Landspróf miðskóla þreyttu 20 nemendur og náðu 14 framhalds- einkunn, en allir stóðust mið- skólapróf. 44 nemendur gengu undir gagnfræðapróf, en 41 stóð- ust prófið. Fastir kennarar og stundakennarar voru alls 17. Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut Þórdís Kristjánsdóttir, 8,82. Hæstu einkunn á unglingapórfi hlaut Gnðný Guðbjömsdóttir, 9.17, og var það hæsta einkunn skólans. Hæstu einkunn í 3. bekk hlaut Guðbjörg Zakaríasdóttir, 8.28, og var hún í landsprófsdeild. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlaut Guðrún Einarsdóttir, 8.61. Þessir nemendur fengu verð- laun kennarafélagsins: Guðný Guðbjörnsdóttir fyrir hæstu einkunn á unglingaprófi. Lárus Sævar Halldórsson fyrir félagsstörf. Einar Ó. Arnbjörnsson fyrir vel unnið hringjarastarf. Verðlaun í eðlisfræði frá Ósk- ari Jónssyni, kennara, hlaut Sig- þór B. Karlsson. Verðlaun séra Björns í kristn- um fræðum í 1. bekk hlaut Þórð- ur G. Valdemarsson. Verðlaun Skrifstofu- og verzl- unarmannafélags Suðurnesja fyr ir hæstu einkunn á gagnfræða- prófi í stærðfræði, bókhaldi og vélritun hlaut Ragnheiður Hjálm arsdóttir. Voru þetta allt bóka- verðlaun. Hinir nýútskrifuðu gagnfræð- ingar gáfu skólanum að skilnaði skáldverk Gunnars Gunnarsson- ar. Hafði Lárus Sævar orð fyrir þeim. Bekkjarfélaga sínum, Benjamin G. Sharpe, sem er skiptinemandi á vegum þjóð- kirkjunnar, gáfu þeir gestabók með útskornum spjöldum. Einnig færði sóknarpresturinn í Kefla- vík Benjamin Passíusálma Hall- grims Péturssonar að gjöf frá kirkjunni í Keflavík til minn- ingar um dvöl sína hér. Að lokum færðu 10 ára gagn- fræðingar skólanum að gjöf vand aða skuggamyndavél. — Hreinn Óskarsson hafði orð fyrir þeim. Skólastjóri þakkaði gjöfina og þann hug, sem henni fylgdi. Eftir skólaslit bauð skólastjóri kennurum og 10 ára gagnfræð- ingum heim til kaffidrykkju. Mrs Herjólfur mun væntanlega framvegis í sumar á laugardögum, þeg ar veður og aðrar ástæður leyfa, fara Þorlákshafnar- ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 13:00 og frá Þorlákshöfn kl. 17:00 til Vestmannaeyja (kl. 20:30). Þá er tilætlunin að skipið fari einnig fyrst um sinn Þor láksafnarferðir á sunnudögum frá Vestmannaeyjum kl. 05:00 og frá Þorlákshöfn kl. 09:00. Verði farþegum gef- in kostur á að skoða Surtsey af sjó á útleiðinni en við- staða í Vestmannaeyjahöfn verði frá ca. kl. 14:15—18:00, en þá siglt til Þorláksafnar og komið þangað ca. kl. 21:30 og síðan haldi skipið áfram til Reykjavíkur. í þessum sunnudaga-ferðum munu verða skipulagðar kynnisferð- ir um Heimaey fyrir þá farþega, er þess óska. Bent skal á, að ávallt er nauðsynlegt að tryggja sér far með skipinu fyrirfram, því að tala farþega er stranglega takmörkuð. — í sambandi við Þorlákshafnarferðir „Herjólfs“ verða bilferðir frá Bifreiðastöð íslands á laugardögum kl. 14:30 og á sunnudögum kl. 07:30, en frá Þorlákshöfn halda bílarnir aftur til Reykjavíkur þegar eftir komu skipsins, nema annað sé fyrirfram ákveðið um þessar bílferðir. Skipaútgerð ríkisins. Bíireiðoleigan BÍLLINM Höfðatiini 4 S. 18833 C£ ZEPHYR 4 ^ CONSUL ,315“ VOLKSWAGEN °Q LANDROVER OC COMET ^ SINGER ^ VOUGE ’63 BÍLLZNN 70f£A££/GJUV ER ELZTA mmm\ «g (ÍDÍRMA bilaleigan í Reykjavík. Sími 22-0-22 Bíloleigon IKLEIÐIB Bragagötu 38A RENAULT R8 íólksbílar. SlMl 14248. VOLKSWAGEN BA AB REhAULT R. 8 ; 16400 bilaleigan AKIÐ SJÁLF NÝJUM BlL /Umenna bifreiðaleigan hf. Klapparstíg 40. — Simi 13776. * KEFLAVIK Hringbraut 106. — Sími 1513. ★ AKRANES Suðurgata 64. — Sími 1170. LITLA biireiðoleigon Ingólfsstræti 11. — VW. 1500. Velkswagen 1200. bilaleiga magnúsai skipholtí E1 simi 211 90 BILALEIGA 20800 LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8. ATHUGIÐ að borið sa.nan við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.