Morgunblaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 13. júnx 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
Guttormur Pálsson
fyrrv. skógarvörður, Hallormsstað
GUTTORMUR Pálsson andaðist
hér í bæ hinn 5. júní, röskum
mánuði miður en áttræður. Hann
var fæddur á Hallormsstað 12.
júlí 1884, sonur Páls Vigfússon-
ar og Elísabetar Sigurðardóttur.
Páll faðir hans var sonur séra
Vigfúsar Guttormssonar, prests
að Ási í Fellum, séra Gutt-
orms Pálssonar í Vallanesi. Voru
þetta allt merkustu menn, hver
á sinni tíð. Móðir Guttorms var
dóttir séra Sigurðar Gunnarsson-
ar, sem sat Hallormsstað frá 1862
til 1878. Séra Sigurður var einnig
þjóðkunnur maður. Hann sat
bæði þjóðfundinn 1851 og átti
sæti á Alþingi um skeið, en hann
hafði líka farið meir um öræfi
landsins en flestir aðrir á þeirri
tíð og er heimildarmaður Thor-
oddsens um margt. En það, sem
tvímælalaust er mest um vert af
lífsstarfi hans, er að hann lét sér
mjög annt um Hallormsstaða-
skóg þau 16 ár, er hann sat stað-
inn. Hlífði hann skóginum sem
mest hann mátti, svo að skógur-
inn náði sér mjög upp aftur eftir
þá slæmu meðferð, sem hann
hafði hlotið á tímum fyrirrenn-
ara hans. Séra Sigurður Gunn-
arsson var kvæntur Bergljótu,
dóttur Guttorms prests í Valla-
nesi, og var því séra Guttormur
langafi Guttorms Pálssonar í báð
ar ættir.
Þegar séra Sigurður Gunnars-
son andaðist hélt séra Sveinn
Níelsson staðinn í rúmt ár, en
árið 1880 var þar lagt niður
prestssetur. Þá fluttist Páll Vig-
fússon á staðinn og gekk að eiga
Elísabetu Sigurðardóttur. Páll
hafði hætt námi að loknu heim-
spekiprófi við Hafnarháskóla ár-
ið 1875, því að hann þurfti að sjá
fyrir systkinum sínum ungum
eftir fráfall föður síns. Hann gerð
ist mesti umsvifamaður í búskap
eftir að hann kom að Hallorms-
stað, og meðal annars byggði
hann timburhús það, sem enn
stendur þar, árið 1884. Þótti það
mjög mikið í ráðizt á þeirri tíð,
og var það lengi kallað háa húsið
á Hallormsstað. Svo mikið þótti
til þess koma.
Á því sama ári og húsið var
byggt fæddist þeim hjónum á
Hallormsstað sonur, sem hlaut
nafnið Guttormur í skírninni, og
er sá hinn sami er borinn verður
til grafar í dag í gamla kirkju-
garðinum á Hallormsstað. Áður
höfðu þau hjón átt dóttur, Sig-
rúnu, sem gekk að eiga þann
mæta mann Benedikt Blöndal.
Þau hjón stóðu síðar að stofnun
húsmæðraskóla á Hallormsstað.
Sveininum Guttormi auðnaðist
ekki að alast upp með föður sín-
um, því að hann féll frá í blóma
lífsins, tíu mánuðum eftir að son-
urinn fæddist. Móðir Guttorms
hélt áfram búskap á Hallorms-
*tað með miklum myndarbrag
um mörg ár og ólst hann þar upp
ásamt systur sinni fram að tví-
tugu, er hann hélt til náms til
Danmerkur.
Þegar skógrækt hófst á íslandi
um síðustu aldamót beindist at-
hygli forkólfanna fljótt að Hall-
ormsstaðaskógi, því að þá var
Gatnaskógur talinn mestur og
fegurstur allra skóga. Árið 1902
var hafizt handa um friðun Merk
urinnar, sem er skógarpartur
euður af Hallormsstaðabænum.
Þar var komið upp gróðrarstöð,
og í þetta land var plantað ýms-
um kynlegum kvistum, sem
komnir voru langt að. Með sam-
komulagi við frú Elísabetu á
Hallormsstað og eftir kaup við
prestinn í Vallanesi, sem taldi til
drjúgra ítaka í skóginn, varð það
*vo að skógurinn var friðaður að
mestu árið 1905. Þó að ég geti
ekki fullyrt það, hef ég sterkan
grun um, að gengið hafi verið
svo frá samningum við móður
Guttorms, að hann skyldi taka
við forstöðu skógaring síðar
meir, því að um þessar mundir
voru fjórir ungir fslendingar
ráðnir til skógarvarðarnáms í
Danmörku, og var Guttormur
einn þeirra. Hinir voru þeir
Stefán Kristjánsson, síðar skóg-
arvörður á Vöglum, sem látinn
er fyrir mörgum árum, Einar E.
Sæmundsen, skógarvörður á Suð
urlandi, látinn 1953, og Sumar-
liði Halldórsson, er var skógar-
vörður á Vesturlandi um nokk-
urn tíma en hætti störfum. Hann
er sá eini þessara manna, sem
enn eru á lífi.
Árið 1908 kom Guttormur
heim að loknu námi í Askov og
síðar á skógarvarðarskólanum,
og 1909 er hann skipaður skógar-
vörður á Austurlandi með að-
setri á Hallormsstað. Jafnframt
er honum byggð jörðin með kú-
gildum. Gegndi hann starfi skóg-
arvarðar fram á árið 1955, og rak
búskap nokkru lengur. Sigurður,
sonur Guttorms tók svo við búi,
og bjó Guttormur hjá honum og
konu hans síðustu árin, því að
hann gat ekki hugsað til þess að
þurfa að flytjast brott af staðn-
um.
Allt líf og starf Guttorms Páls-
sonar var því bundið Hallorms-
stað og Hallormsstaðaskógi. Þeg-
ar hann er nú á brott eftir langa
ævi verður fyrst fyrir í huga
manns, hve stórkostlegum um-
skiptum skógurinn hefur tekið á
einni mannsævi, og er þó manns-
ævin vart helmingur af ævi
trjánna. Þegar Guttormur sezt á
staðinn er skógurinn í tveim
hlutum, norður og suður af bæn-
um, og víðsvegar eru stór rjóður,
þar sem áður hafa verið beitar-
hús eða engi. Ásar og klappir
stóðu víða upp úr skóginum og
sáust vítt að, og hingað og þang-
að voru mýrar og sund. Fjallið
upp af bænum og brekkurnar
neðan við hann var hvorttveggja
skóglaust með öllu, en norður af
bænum var kominn stór melur
sakir uppblásturs. Til eru ljós-
myndir frá fyrstu árum skóg-
ræktarinnar, sem sýna þetta, en
án þeirra mundi enginn trúa
þessu.
Fyrir hálfri öld hefði varla
nokkur maður fest trúnað á að
flatarmál skógarins hafi vaxið
um meir en þriðjung við friðun-
ina eina. Skógurinn hefur meir
en þrefaldað hæð sína, svo að
ásar og klappir sjást hvergi að.
Skógurinn er um það bil að
þekja allar mýrarnar, og hvergi
eru rjóður, nema þar sem landi
hefur verið haldið í rækt. Þó er
gamli melurinn norður af bæn-
um lítt gróinn enn, og af því má
ýmsa lærdóma draga. Gömlu
trén í Gatnaskógi og Mörkinni
eru mörg hver fallin fyrir aldurs
sakir, en þau sem eftir standa,
sjást ekki lengur tilsýndar. Ný-
græðingurinn hefur allsstaðar
vaxið upp að þeim og víða langt
yfir þau. Hér að auki eru barr-
tré að vaxa upp á ýmsum stöð-
um, bæði greni, fura og lerki, og
eru hin elztu þeirra snöggt um
hærri og gildari en stærstu bjark
irnar.
Guttormur Pálsson bjó alla
sína löngu ævi í þessu sumar-
græna umhverfi, þar sem var
hlýrra og betra að vera en ann-
arsstaðar á landinu. Hin græna
veröld átti hug hans allan, og
hér lagði hann fram krafta sína
til þess að gera landið betra en
það var. Að þessu starfi vann
hann með alúð og einstakri sam-
vizkusemi.
Tveim árum eftir að hann sett-
ist að á Hallormsstað gekk hann
að eiga frændkonu sína, Sigríði,
dóttur séra Guttorms Vigfússon- 1
ar í Stöð í Stöðvarfirði. Voru
þau saman í hjónabandi unz hún
lézt allsnögglega árið 1930. Börn-
in voru þá orðin fjögur, á
bernsku- og unglingsaldri, en
þau eru Bergljót, Páll, Sigurður
og Þórhallur. Þau Bergljót og
Þórhallur búa hér syðra, en Sig-,
Guttormur Pálsson
urður er nú bóndi á Hallorms-
stað og Páll verkstjóri í skógin-
um. Nokkru eftir lát konu sinn-
ar kvæntist Guttormur á ný,
Guðrúnu Pálsdóttur frá Þykkva-
bæ í Landbroti, og áttu þau
fimm börn saman, sem nú eru
öll uppkomin. Eru þau Margrét,
kennari í Reykjavík, Hjörleifur,
líffræðingur og kennari í Nes-
kaupstað, Gunnar, vélstjóri í
Reykjavík, Loftur, sem er að
ljúka námi í sögu í París, og
Elísabet við háskólanám hér í
bæ.
Þótt kjör skógarvarða hafi
verið allsæmileg fyrstu árin, þar
sem þeim var ætluð góð bújörð
auk launa, skipaðist brátt svo til,
að hagur þeirra fór versnandi.
Þeim var óhægt um vik að stunda
búskap með starfi, og á kreppu-
árunum urðu kjör þeirra með af-
Fara með rifnar
nætur lil Dal-
víkur
Dalvík, 10. júnií.
SNÆFELL kom hingað í dag og
landaði 150 tunnum af síld til
frystingar, en fór svo til Krossa-
ness með 1500 mál í bræðslu.
Nokkur skip 'hafa komið hing-
til að fá gert við nætur, en tals-
vert hefur verið um að nætur
hafi rifnað, þar sem köst hafa
verið stór og síldin stygg.
Baldvin Þorvaldsson var að
koma inn í dag með 500 mál
vegna smábilunar, en fer svo
með síldina í bræðslu hér við
Eyjafjörðinn.
— Kári.
— Háskólabókasafn
Framhald af 8. síðu.
Þó að Jón sé nú hálfáttræð-
ur er 'hann enn hinn ernasti
kvikur á fæti eins og ung-
lamib og hókur alls fagnað-
ar þegar hann kemur á manna
mót. Hann nýtur mikils álits
í stétt sinni og hefur haft
frumkvæði að ýmsum málum
hennar. Margvislegur sómi
hefur honum verið sýndur,
m.a. hefur hann hlotið heiðurs
pening skipaeigendasambands
ins norska, sem er úthlutað
einu sinni á ári fyrir langt og
gott starf í siglingum.
Esská.
Frímerki og frímerkja-
vóvur, — fjölbreytt
úrval.
Kaupum íslenzk frí-
merki hæsta verði.
FRtMERKJA-
MIÐSTÖÐIN
Týsgötu 1 - sími 21170
brigðum slæm. En það var ein-
mitt þau árin, sem Guttormur
var að koma upp sínum stóra
barnahóp. Ég veit að þá þurfti
mikillar aðgæzlu við til að geta
séð stóru heimili farborða, og
kom þá að góðu haldi hagsýni og
ráðdeild frú Guðrúnar.
Guttormur Pálsson komst ekki
hjá því að taka nokkurn þátt í
störfum sveitar sinnar og héraðs.
Hann var hreppstjóri um fjölda
ára og í skattanefnd og skóla-
nefnd og sitthvað fleira. Fyrir
nokkrum árum fékk hann fálka-
kross fyrir skógræktarstörf sín,
og var það að yerðleikum.
Við Guttormur vorum sam-
starfsmenn i 20 ár, og allan þann
tíma var samstarf okkar með
ágætum. Hann hafði verið skóg-
arvörður í 26 ár, þegar ég tók við
starfi, og var því reynslunni rík-
ari um marga hluti, sem mér
voru lítt eða alls ekki kunnir.
Benti hann mér á ýmislegt, er
síðar kom mér að góðu haldi.
Við fyrstu kynni fannst mér
Guttormur fátalaður og lítið
halda fram sínum hlut, og marg-
máll var hann aldrei né heldur
afskiptasamxrr um annarra hagi.
En hann tók vel eftir því, sem
aðrir sögðu, og álit hans var
ávallt skýrt og skorinort, því að
hann var greindur vel. Svör
hans voru oft hnittin og hæfðu
vel í mark, og góðlátlega kímni
hafði hann til að bera. Guttorm-
ur Pálsson var vandaður maður
til orðs og æðis og hreinn og
beinn í viðskiptum við alla.
Þessi fábreyttu minningarorð
mín um Guttorm Pálsson, vin
minn og samstarfsmann um
mörg ár, eru ósjálfrátt um Hall-
ormsstaðaskóg að öðrum þræði.
En ekki skal beðið afsökunar á
slíku, því að svo tengdur var
Guttormur skógi sínum, og í
huga okkar var skógurinn svo
tengdur Guttormi, að ekki varð
á milli skilið. Með Guttormi er
fallin í valinn sá síðasti af fyrstu
kynslóðinni af starfsmönnum
Skógræktar ríkisins. Einn af
þeim sem tók við störfum þegar
áhugaaldan reis sem hæst og
vonirnar fóru langt fram úr því,
sem nokkurntíma gat rætzt. Einn
þeirra, sem varð að þola niður-
lægingu og afskiptaleysi um
mörg ár og jafnvel andúð, en
fékk að lokum að sjá starf sitt
blómgast og blessast. Fyrir því
varð ellin honum mild og góð
allt fram undir hið síðasta.
Hákon Bjarnason.
— Minning
Framh. af bls 8
Ætlan mín var ekki að gefa
hér mannlýsingu á séra Helga
heldur aðeins að færa fram þakk
ir á greftrunardegi hans, þakkir
fyrir það er hann gaf mér bæði
sem kennari og prédikari. Atvik
höguðu því svo, að hann varð
prestur minn heima í Ölfusi, er
mótun mín var hröðust, og for-
veri minn að Hálsi í Fnjóskadal.
Því gat ekiki hjá því farið, að
ég hnýttist honum, slíkt skeður
slltaf, er einn tekur á móti gjöf
úr hendi annars. Og ég finn það
riú, að þó vegir hafi skilið, þá
mun ég bera með mér vináttu
hans, blessunaróskir hans.
Ástvinum hans öllum bið ég
blessunar Guðs og minni þá á er-
indi séra Helga:
„Og svo er, þótt á vegferð lífs
sé vandi
og voði í nálægð, myrkur,
brim oig sker,
mun einhvers staðar engill
bíða í landi,
og engill þessi bíður — eftir
þér.
í trú sést úr myrkrunum
töfrandi dýrð,
með trú berst þeim líknsemd,
er hryggjast, a
í trú fæst hin jarðneska tilvera
skýrð,
með trú skulu himnarnir
byggjast."
Ég trúi því og ég veit það vin-
ur, að þú hefðir gengið inní sól-
skin Guðs kærleikans.
Blessuð sé minning þín.
Sig. Haukur Guðiónsson
OXKAR A MILLI SAGT
Þegar Shirley Maclaine dansaði =
can-can, Kriisjeff, forsætisráðherra =
Sovétrík janna, til heiðurs fi =
Hollywood fyrir nckkrum árum, =
lýsti hann áiiti sínu með orðum, =
sem flugu með leifturhraða um =
heiminn. Krúsjeff sagði, að dans- =
inn væri íyrir.itlegur, ósiðsamur =
og lastrfulluv og var hinn reið-=
asti yfir því, að honum væri sýnt =
annað eins.
Nú virðist sem forsætisráðherr- =
ann nafi lieldur betur skipt um =
skoðun. Að minnsta kosti lætur =
hann óátalið, að ballett.meyjar =
hins fræga Bolshoi-balletts æfi =
can-can af kappi. Ráðgert var, að :
þær sýndu cíansinn á skemmtun, =
sem Rússar lialda um þessar mund E
ir í París, en þar koma m.a. fram E
dægurlagasöngvarar, sjónhverfinga E
menn og trúðar. Þetta er fyrsta E
skemmtunin af léttara taginu, E
sem Rússar halda í Evrópu. Can- E
can stulkur Iiolshoi voru ekki =
með vegna þesL að kennara þeirra =
fannst þær ekki hafa náð nægi- =
legri leikni. Segist hann ekki ætla =
að hleypa þeim á svið fyrr en þær =
hafi náð fuUkomnun í dansinura. =
XXX =
Og enn um Krúsjeff. Að undan- E
förnu hafa Rússar sagt um leið- E
toga sinn: „Krúsjeff er mesti E
landbúnaðarsérfræðingur allra E
: alda, liann sáir í Kazakstan, en E
i tekur upp i Kanada.«
= XXX
| Nú skulum við snúa okkur til =
É Bandarikjanna, en þar eru hjóna- =
■ skilnaðarmal mjög á döfinni eins =
j og víða annars staðar. :
= Ein algengasta skilnaðarsökin er =
: „andleg grimmd“. Kona ein sak- =
= aði mann sinn um að hafa beitt =
= slikri grimmd og dómarinn spurði I
= í hverju hún bcfði verið fólgin. =
E — Maðurinn minn hefur ekki E
E talað við mig i tiu ár, sagði konan. E
E — Er það rétt? spurði dómarinn E
= eiginmanninn.
E — Jí> því verður ekki neitað, E
= sagði nann. =
E — Kn hvevs vegna í Ósköpunum E
= hafið þér ekki talað við konu E
E yðar i tíu ár? spurði dómarinn E
= undrandi. =
: — Ipegar ég var drengur kenndi E
E mamma min mér, að það væri ó- =
= kurteisi að grípa fram í fyrir =
\ fólki.
E xxx
E í bréfi, sem blaðinu „Evening E
E Times“ í Nciv Jersey barst frá E
E einum lesenda sinna. va,r því =
E baldið fram að Bandaríkjamenn =
E fylgdust svo illa með heimsmál- E
unum, að fáir E
þeirra myndu E
þekkja de E
Gaulle“, frakk-E
landsforseta, ef =
þeir sægju E
mynd af hon- =
um.
Blaðið vildl =
athuga hvort =
bréfritarinn =
hefði á réttu I
að standa og =
sendi einn =
= t fréttamann
= sinn út á göfcn með mynd af de:
= Hann sýndi 100 mönnum E
E myndina, en aðeins 11 þekktu Í
E hann þegar I stað með nafni. =
É Einn Þ^irra, sem ekki vissi nafn =
i mannsins á myndinni sagði: „Ég i
E kannast við hann, en ég veit ekki =
= hvað Hann heitir «
E Annar sagði: „Hann er líkur afa É
E mínum.“
| Kona sagði: „Ifann er forseti ein-|
E hvers lands í Evrópu, en ég veit Í
= ehki hvaða land það er.‘<
E Og barþ.jónn: ,.Ég veit að hann er f
E mjög frægur, en fyrir hvað veit í
= ég alls ekki.*<
xxx
E **ótt bardagar og stríðsótti hrjái Í
E stjórnmálamenn í Austurlöndum Í
E hindrar það þá ekki í að gera sér |
= glaðan dag einstöku sinnum. For- Í
= sætisráðherra Sarawak, eins af Í
= aðildarríkjum Malaysíu, Stephan |
= Ningkam og Donald Stepliens, =
É forsætisráðherra N.-Borneó sem É
E einr|i& á aðild að ríkjasambandinu, =
É voru fyrir skömmu á ferð um lönd |
E sín. Þeir f 'rðuðust með flugvél Í
= og í porpi einu var hrifningin =
= yfir komu þeirra svo mikil, að =
= íbúarnir töfðu þá um margar =
\ klukkustundir með fagnaðarlátum. |
= Þeim voru rétlar í tugatali krukk f
: ur fnllar af hrísgrjónabrennivíni. =
j Þe§ar þeir gátu ekki innbyrt 1
= meira af vínin i, gerðu gestgjafarn =
E ir sér lítið fyrir og helltu því =
E yfir þá í stnðum straumum.
.* *
okkar á milli sagt ...