Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 13
/ Laugardagur 20. júní 1964 iriORGU NBLAÐID 13 ^iuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiitff jon Eyþérsson: í NYJADAL Af Mjóhálsi, séð út Nýjadal. Þvermóður heitir fjallið við dalmynnið. Miklafell í Hofsjókli í IS fjarska. — Ljósmynd: í>orsteinn Jósefsson. 1 NÚ VERÐUR senn lokið við i bílferju á Tungná, og opnast Í þá torfærulítil leið flestum Í farartækjum norður Sprengi = sand til Eyjafjarðar eða Bárð ɧ ardals. Er ekki að efa það, að £j mjög verði' sótt á þessa leið H hin næstu árin, eins og reynsl Í an hefur jafnan orðið, þegar = nýjar langferðaleiðir opnast i um hálendið. j| Flestir Sprengisandsfarar = munu leggja nokkra iykkju á = leið sína og koma við í Nýja- Í dal og jafnvel gista þar. Hin nýja bílaslóð yfir = Sprengisand er ekki fyllilega §§ ákveðin, þegar þetta er ritað. Í Hún gæti legið af Búðarhálsi § norður og vestur á hina fornu Í Sprengisandsleið, frá Sóleyjar = höfða um Eyvindarkofaver og Í 'Háumýrar norðaustur að Fjórð i ungsvatni. En hún gæti líka Í legið austar, um Illugaver og Í síðan norðaustur hjá Hágöng- Í um og Tómasarhaga. Þá er far Í ið nálægt mynni Nýjadals og f lítill krókur að koma þangað. = Þeir sem koma að norðan i taka stefnu í hásuður frá = Fjórðungsvatni og eiga þá = röska 10 km ófarna í Nýja- | dal. = Um Sprengisandsleið eru Í merkilegar ritgerðir eftir Ein- Í ar E. Sæmundsen o. fl. í 1. Í bindi Hrakninga og heiðavega. Nýidalur er leynidalur og Í væri því réttnefndur Þjófa- Í dalur. Mynni hans er þröngt i og ber lítið á því, þótt það Í snúi í hávestur og blasi við af = Sprengisandsvegi. Þótt ferðir = um Sprengisand hafi verið all = tíðar frá fornu fari, viiðist = = enginn hafa orðið dalsins var fyrr en haustið 1845, en veð- ur hamlaði þá, að hann yrði kannaður. Mér er ekki kúnnugt um, hver réði nafni dalsins, en séra Sigurður Gunnarsson skrifar um Nýjadal í Norðanfara 1876 og þarf því varla að efa, að dalurinn hafi gengið undir því nafni um þær mundir. Á uppdrætti íslands er hann kallaður Jökuldalur, en af þeim er slíkur fjöldi hér á landi, að mér finnst rétt, að þessi dalur fái að halda hinu upphaflega nafni. Nýidalur liggur í boga suð- vestan undir Tungnafellsjökli og er 5—6 km á lengd frá mynni inn í dalbotn, en það- an gengur þröngt gildrag alla leið austur og suður í Vonar- skarð. Austan og norðan að dalnum eru undirfjöll Tungna fellsjökuls, há og hlíðabrött. Hæsti kambur þeirra heitir Háhyrna, 1520 m yfir sjávar- mál. Vestan og sunnan að dalnum heldur ávalur, boga- dreginn háls, sem kallast Mjó háls. Hann er um 1000 m á hæð, en fer smáhækkandi, unz hann endar syðst og austast á 1240 m háum röðli, sem kall- ast Göngubrún. Það voru bændurnir Erlend ur Sturluson og Hálfdán Jóa kimsson úr Bárðardal og Þor- steinn Einarsson frá Brú, sem fundu dalinn og könnuðu hann. Erlendur hefur lýst daln um á þessa leið 1 bréfi ds. 6. des. 1846: „ —--------Nú fengum við bjart og gott veður og gátum kannað hann til enda. Það stóð fell fyrir dalsmynninu, nema hvað áin fellur annars vegar við fellið. Dalurinn var með sléttum eyrum niður um sig, grasi vöxnum, og dalhlíðin jökul-megin mikið há og öll grasi vaxin upp að klettum, sem voru efst í henni. En hin um megin var fjallið miklu lægra, jafnbratt og ávaxta- minna. Dalurinn var mikið fallegur og góður vegur eftir honum. Áin rann hægt ofan eftir dalnum. Við byrjuðum að nóni og riðum léttan fram í botn á honum og náðum aft- ur út í hann miðjan og vor- um þar um nóttina. Voru þar nógar hvannarætur og njólar, fremur snöggt fyrir hesta til lengdar, en merkilegir fjár- hagar. Dalurinn endaði ailt í einu. Kom áin þar ofan úr háu klettagili, sem ómögulegt var upp að komast, og kvísl rann nokkru neðár úr mikið djúpu klettagili, óg var jökulvatn í þessari kvísl. — — — Ekki fundum við neinar líkur fyrir þvi, að menn hefðu í dalnum verið. Góðviðrasamt held ég sé þar í dalnum, en byljasamt mun þar vera. Ekki fund'um við nema tvö lömb í dalnum, -------og 14 lambabein fund um við á leið okkar, sem votta það, að þangað hafa runnið lömb árlega og lifað þar fram á vetur“. Þá má bæta við, að fellið fyrir mynni dalsins kallast Þvermóður, áin að vísu Nýja- dalsá og jökulgilið innarlega í dalnum Kaldagil. Mynni Nýjadals er í 800 m hæð yíir sjó eða í svipaðri hæð og Kverkhólakambur á Esju. Er gróður þar því furð anlega mikill. Norður af dals mynninu eru víðlendar gróð- urflesjur, sem eru algrænar yfir að líta, þótt græni litur- inn sé að mestu mosagróður, en grasið strjált og reytings- legt. Nyrzt á þessum flesjum er hin nfrægi Tómasarhagi, sem Tómas Sæmundsson fann sumarið 1835, en Jónas Hall- grímsson gerði eftirminnileg- an í ljóði: Tindrar úr Tungnafellsjökli Tómasarhagi þar, algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. í Nýjadal er líka algrænt, og þar ríkir sannkölluð öræfa kyrrð. Á undanförnum árum hefur Ferðafélagið gist Nýja- dal á hverju sumri. Ef tími leyfir, er sjálfsagt að ganga þaðan suður í Vonarskarð. Auð veldast er þá að ganga upp á háls skmmt frá dalsmynninu og þræða hálsinn austur á Göngubrún. Þar opnast bæði vítt og stórfenglegt útsýni yf- ir Vonarskarð. Beint austan undir Göngubrún sér niður í Snapadal með rjúkandi hver- = um og grænum gróðurflesjum. = Þar eru snapir handa hestum, §§ og því er nafnið. Til suðvest- M urs sér yfir mikinn og lítt M kannaðan tindaklasa, sem heit = ir einu nafni Ógöngur. Mest = ber þar á litfögru líparítfjalli, M er nefnist Skrauti, 1330 m að M hæð, en næst honum er Kolu- = fell, mjög dökkleitt ásýrid- = um. . = En um Vonarskarð sjálft og §§ leiðina úr Nýjadal norður fyr jj§ ir Tungnafellsjökul má lesa M nánar í Árbók F. í. 1963 eftir M dr. Harald Matthíasson. Austan Tungnafellsjökuls er = Vonarskarð. Þar er næsta gróð j§ urlaust, sléttir sandar og mel = ar í lágskarðinu, en mörg og S kynleg fell á báðar hendur. í 1 austri gnæfir Bárðarbunga, = en vestan skarðsins eru undir = hlíðar Tungnafellsjökuls. Á = miðju skarði stendur Vala- § fell, hvass og skriðurunninn £ kambur. Austan þess rennur = Skjálfandafljót á sléttum aur- S um, lítið meira en hnévatn. = Nyrzt í skarðinu er Tindafell, |§ mikið um sig og brúnahvasst. = Ýmsir, sem gista Nýjadal í = góðu veðri, ganga þaðan aust = ur í Vonarskarð, en láta bif- = reiðina fara sem leið ligg- — ur norður fyrir Tungnafells- = jökul og bíða sín á Gjóstu- = skarði vestan undir Valafelli. = Er þetta auðveld og næsta É fögur gönguleið. E Á slóðum Ferðcafélagsins Góöur hagur Verzlun- arfélags V.-Skaft. AÐALFUNDUR Verzlunarfélags Vestur-Skaftfelliniga var hald- inn að Eyrarlandi í Mýrdal, laug- ardaginn 13. júní og hófst kl. 2 e. h. Formaður félagsins, Eyjólfur Eyjólfsson hreppstjóri á Hnaus- um í Meðallandi, setti fundinn ©g tilnefndi fundarstjóra Sig- geir Björnsson í Holti á Síðu. Ritarar voru Sigurður B. Gunn- arsson oddviti á Litla-Hvammi og Ólafur Jónsson verzlunarmað ur í Vík. Þá flutti framkvæmdastjóri félagsins, Hálfdán Guðmundsson i Vík, skýrslu félagsins fyrir sL ár og las upp endurskoðaða reikninga þess. Þar kom í ljós, að heildarvelta félagsins hafði verið 23.215.973.00 kr Hafði veltan aukizt um 5.574.752.00 kr. frá árinu áður eða um 31.6%. Af þessu var sala aðkeyptra vara 13.533.490.00 kr. og hefði þannig aukizt um 29%. Kom fram í ræðu framkvæmdastjór- ans, að hagur félagsins væri góð- ur. Að lokinni þessari ræðu fóru fra-m kosningar. Úr stjórn áttu áttu að ganga þeir Ásgeir Páls- son hreppstjóri í Framnesi og Páll Pálsson bóndi á Litlu-Heiði, en voru báðir endurkjörnir. í varastjórn voru kosnir Ari Þorgilsson tímavörður og Gísli Skaftason 'bóndi á Lækjarbakka. Endurskoðandi félagsins var kosinn séra Páll Pálsson í Vík. Að þessu loknu fóru fram um- ræður um ýms mál og kom m.a. fram svohljóðandi tillaga, er var samþykkt eindóma: „Aðalfund- ur V.V.S. haldinn að Eyrar- landi 13. júní 1964, felur stjórn og framkvæmdastj óra félagsins að vinna að því við ríkisstjórn- ina, að flutningastyrkur í Vestur- Skaftafellssýslu verði hækkaður á næstu fjárlögum“, Kom fram í þessum umræðum að flutningsgjöld í Vestur- Skaftafellssýlu eru orðin mjög stór liður í útgjöldum bænda. Fyrrverandi framkvæmda- stjóri félagsins, Ragnar J.ónsson í Reykjavík, var staddur á fund- irum og lét í ljós ánægju sína yfir góðum 'hag félagsins og von ic um, að ágætrar forystu nú- verandi framkvæmdastjóra þess nyti þar við enn um sinn. Fundur þessi var vel sóttur og voru þar saman komnir fulltrúar frá öllum deildum félagsins, auk arnarra félagsmanna, yfir 50 manns. Að lokum kvaddi formaðurinn. Eyjólfur Eyjólfsson, sér hljóðs og þakkaði starfsfólki félagsins vel unnin störf á árinu. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Eyjólfur Eyjólfsson, Hnausum, formaður, Bjami Bjarnason, Hörgsdal, Siggeir Bjcrnsson, Holti, Árni Jóhannes- son, Gröf, Hannes Hjartarson. Herjólfsstöðum, Páll Pálsson, Litlu-Heiði og Ásgeir Pálsson, Framnesi. — Fréttaritari. Ég ætti að skjóta oftar aftur fyrir mig Lusaka, N-Ródesíu, 17. júní — AP: AFRÍSKI veiðimaðurinn Kapa tula Nguni lenti í óvenjulegu ævintýri á fílaveiðum hér á dögunum. Hafði hann nýskot ið stóran fíl, er óður karlfill úr sömu hjörð veittist að hon um. Flúði Kapatula sem fæt- ur toguðu, en heyrði á hlaup- unum að þungt fótatak fíls- ins nálgaðist óðum. Greip Kapatula þá til þess ráðs að skjóta blint aftur fyrir sig úr riffli sínum, ef vera mætti að ófreskjan hræddist hvellinn og hætti eftirförinni. Þarf ekki að orðlengja það, að skot ið hljóp í fílinn, sem féll nið- ur steindauður. „Eg ætti kann ske að skjóta oftar aftur fyrir mig“, voru ummæli Papatula, er hann leit verksummerkin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.