Morgunblaðið - 03.07.1964, Page 6
6
MORCU NBLADIÐ
Föstudasjur 3. júlí 19S4
ÚTVARP REYKJAVÍK
Á sunnudagsmorgun 21. júní
var útvarpað messu, sem séra !
Felix Ólafsson flutti í dóm-
kirkjunni. Annars var ég held-
ur slyppifengur á útvarspefni
þennan dag. Heyrði þó Jón
skáld úr Vör lesa óprentuð
ljóð um kvöldið. Var lítt skeytt
rími og stuðlum í þeim flestum,
en þó virtist ekki vera atom-
stíll, nema á fáum þeirra.
Á mánudagskvö'.d talaði Stein
dór Steindórsson, menntaskóla-
kennari á Akureyri, uim daginn
og veginn. Var það hið ágaet-
asta erindi. Einkum var athyglis
vert, er hann ræddi um skóia-
mál.
„Erum við &
ekki að gerast :
of miklir þræl-|§|
ar prófanna?“i|? w
spurði Stein-'M *
dór. Hannp
sagði, að þeirri
skoðun ykist
víða fylgi að
leggja minni á-
herslu á próf
en áður, eða Steindór
jafnvel fella
þau alveg nið-
ur. Væru meðail annars Svíar
í hópi þeirra, sem íhuguðu að
leggja niður próf í vissum skól-
um. Steindór stakk Upp á því
að láta einkunnargjaifir kennara
koma í stað prófanna, og yrði
þá jafnframt að leggja áherzlu
á, að kennararnir fengju sem
bezta undirstöðumenntun í
kennslu. Steindór var trúaður
á framtíðina. Hann hefur ekki
passað í kramið hjá þeim, sem
fá „kompleksa“sótt, ef þeir
heyra minnzt á, að unnt sé að
bæta iheiminn.
,,Án stórra drauma um fram-
tíð vora fæst enginn sigur“
sagði Steindór.
Sennilega á það nokkuð langt
í land, að talið verði kleyft að
fella niður með öllu próf i skóí-
um hérlendis. En auðvitað er
próf ekkert takmark í sjálfu
sér, og það happdrættis snið,
sem oft er á þeim haft, er harla
írumstætt og enginn einhlýtur
þekkingarmælir, síst af öllu, að
þar reyni nægjanlega oft á sjálf
stæða dómgreind nemendanna.
Er ekki ólíklegt, að skóVamir
finni a.m.k. eitthvert annað
form, til að kanna þekkingu
nemenda í framtíðinni.
Síðar á mánudagsvöld var
þátturinn „Á blaðamannafundi".
Kristján Albertsson, rithöfund-
ur, svaraði spurningum, en
spyrjendur voru Halldór Blön-
dal, Sigurður A. Magnússon og
Þorsteinn Ó. Thorarensen, auk
fundarstjóra Dr. Gunnars G.
Schram. Tekin var til umræðu
ævisaga Hannesar Hafstein eft-
ir Kristján og þá um leið Upp-
kastið fræga frá 1908 og fleiri
viðkvæm mál.
Blaðamannafundur þessi ein-
kenndist af snarpri höggorustu
miili Þorsteins Ó. Thorarensen
og Kristjáns Albertssonar. Sig-
urður fylgdi Kristjáni eindreg-
ið að málum, en fékk fá tæki-
færi til að láta ljós sitt skína,
því Kristján var svo ákafur
jáfnt í sókn sem vörn að hann
neytti lítt aðstoðar fylgdar-
manns síns. Halldór Biöndal
fylgdi Þorsteini að málum og
virtust margar athugasemdir
hans vel grundaðar, en hann
skorti mjög maelsku á við þá
Þorstein og Kristján og var því
ekki nógu vígfimur til að „slá
í gegn“.
Þeir Kristján og Sigurður
voru sammála um það, að hetfði
Uppkastið verið samþykkt, hefð
um við þar með fengið allt það
frelsi, sem við hetfðum ráðið
við.
Halldór Blöndal spurði Kristj
án eitt sinn, hvernig við hefð-
um getað náð algjöru sjálfstæfði
þar á meðal slitið konungssam-
bandi við Dani, með stjórnskipu
legum hætti, án samþykkis Dan®
ef Uppkastið hefði verið sam-
þykkt. Kristján vék sér fimlega
undan og sagði, að ekkert væri
eilíft, sem stæði í lögum. Taldi
hann fjarri lagi, að Danir hefðu
neitað okkur um algjöran skiln-
að, ef á það hefði reynt, 25
árum eftir samþykkt Uppkasts-
ins. Maður gat þá varla láð Þor-
steini, þótt hann spyrði, hvort
það hefði þá skipt nokkru máli,
hvort Uppkastið var fellt eða
samþykkt. Hefðu ekki Danir
alla vega veitt okkur futít sjálf-
stæði?
Þegar rætt
v«»r um Hann-
es Hafstein,
dró Kristján í
efa, að við hefð-
um fengið heima
stjórn 1904,
ef Hannesar
hafði ekki not-
ið við.
Ekki vildi Þor
steinn . sam-
þykkja það álit.
Taldi hann jafnvel, að lands-
höfðingjavaldið kynni að hafa
teflt Hannesi fram, til að forð-
ast að skeleggari maður settist
í ráðherrastólinn.
Sú tilgáta er ekki aðlaðandi
fyrir þá, sem telja sig mesta að-
dáendur Hannesar Hafstein og
iíkl.ega hefðu nútímamenn aldrei
borið hana fram, ef Sigurður A.
Magnússon hefði ekki skrifað
hinn fræga ritdóm sinn um bók
Kristjáns Albertssonar. (Sjá
Morgunblaðið 22. des. 1963).
Þessi tilgáta er nefnilega eins
Kristján
konar andsvar við því, er Sig-
urður A. Magnússon, í krafti
hinnar nýskriifuðu æfisögu, líkti
andstæðingum Uppkastsins við
morðingja, leiktrúða, línudans-
ara, og kann ég ekki að telja
allan skammaryrðalagerinn.
Tilgátan um, að óþjóðleg öfl
haifi á einihvern hátt stutt Hann
es Hafstein hefur að vísu ekki
verið sett fram með jafn ofsa-
fengnum hætti, en hún er eigi
að síður harla ósennileg og lítil
fremd fyrir okkur landa hans,
að þeirri skoðun sé haldið á.
lofti.
En líklega getur svo farið, að
æfisaga Hannesar Hafstein eftir
Kristján Albertsson, sem vafa-
laust er á margan hátt fróðleg
og góð bók, verði óbeint til þess
að draga, fyrir sjónum sumra
manna, eitthvað úr þeim Ijóma,
sem staðið hefur um þennan
mikilhæfa hugsjónamann, stjórn
málamann og skáld.
Má kalla það kaldhæðni ör-
laganna.
Þetta var síðasti þátturinn „Á
blaðamannafundi“ að sinni.
Munu margir sakna hans, því
hann hefur jafnan verið einn
fróðlegasti og fjörugasti þátt-
ur dagskrárinnar.
Á þriðju-
dagskvöld flutti
Guðmundur
Sveinsson, skóla
stjóri erindi
sem hann
nefndi: „Kenn
ingar Sorok-
ins og menn-
ing Vestur-
landa“. Soro-
kin þessi er
rússnesk banda
rískur. Hann
var fyrrum prófessor við
Moskvuháskóla, en var vísað úr
landi eftir byiitinguna, og var
síðar prófessor við Harwardhá-
skóla um alllangt skeið. Við-
fangsefni hans voru einkum
menningarsaga og þjóðfélags-
fræði.
Hann skipti menningunni í
þrjá flokka: hugmenningu, holds
menningu og göfgunarmenningu.
í síðara erindi sínu kvaðst Guð-
Guðmundur
mundur mundu ræða líkurnar,
sem Sorokin teldi fyrir því, að
ný kristin hámenning mundi ná
að þroskast á Vesturlöndum í
náinni framtíð.
Þetta kvöld hófst einnig fram
haldsleikrit: „Umhverfis jörðina
á 80 dögum“, eftir Jules Verne
og Tommy Tweed. Var leikritið
áður flutt í útvarpið veturinn
1959-1960. Flestir eldri menn
munu kannst við hina frægu
sögu Vernes, sem leikritið er
gert eftir.
Á miðvikudagskvöld var með-
al annars útvarpað „Jónsmessu-
hátíð bænda“. Var það dagskrá
tekin saman af Agnari Guðna-
syni. Voru þar m.a. fróðleg við-
töl við bændur og búandkonur.
Skemmtileg var frásögn Baldurs
Baldvinssonar, bónda á Ófeigs-
stöðum, af því er hann hélt til
útlanda í fyrsta sinn á æfinni,
en það var síðastliðinn vetur.
Héf-t hann til Þýzkalands, því
það land fannst honum forvitni-
legast að kanna vegna hinna
mikilfenglegu og heimssögulegu
atburða, sem þar áttu rætur
sínar bæði fyrr á tímum og á
seinni áratugum. Þetta var í
heild mjög sikemmtilegur dag-
skrárþáttur.
Á fimtudagskvöld flutti Há-
kon Guðmundsson, hæstaréttar-
ritari, þáttinn „Af vettvangi
dómsmálanno". Hann ræddi
að þessu sinni einkum það at-
riði í lögum, er menn verða
bótaskildir fyrir tjón, er menn
hafa alls ekki valdið sjáífir,
með aðgerðum eða aðgerðar-
leysi. Sú laigagrein í skaðabóta
réttinum byggist á hinni svo-
nefndu „húsbóndaábyrgð“, en
samkvæmt henni ber atvinuveit
andi í mörgum tilvikum ábyrgð
á tjóni, sem starfsmaður í þjón
ustu hans kann að valda með
aðgerðum sínum eða vanrækslu.
Þetta kvöld hleypti Ævar
Kvaran, leikari, nýjum þætti af
stokkunum, sem hann nefnir:
„Á tíundu stund“. Fjallaði hann
að þessu sinni mest um leiklist,
sér í lagi enska leiklist og
Shakespeare.
Þá flutti séra Sigurður Ein-
arsson fyrri hluta smásögu, sem
hann nefnir „Augun í myrkr-
inu“. Lauk hann sögunni á
föstudagskvöldið.
Sagan fjallar einkum um dul-
arvegi ástarinnar um mannleg
hjörtu. Hún er rituð af næmri
skáldlegri skynjun og hlýrri
samúð með duttlungum mann-
legra tilfinninga. Sögunni lauk
n>eð þessari setningu: „En dut-
arfytlzt af öllu er mannlegt
hjarta í veikleika sínum og
styrk.“
Af öðru efni
^ .. á föstudags-
kvöldið má
nefna mjög fróð
£ legt erindi, ec
| Hlynur
&.*''*'* . «
Sig-
tryggsson, veð-
urstof ust j óri,
flutti „Um jarð
skjálfta og gerð
jarðarinnar.“
Hlynur Skýrði hann
meðal annara
frá hinum
miklu jarðskjálftum á Suður-
landi 1784 og 1789, en þeir áttu
meðal annars þátt í því að bisk-
up flýði frá Skálholti og skóla-
haid þar lagðist niður og lög-
rétta flýði frá Þingvöllum. Þá
talaði hann um ýmsa erlenda
jarðskjálft'a, en jarðökjáliftar
hérlendis hafa verið næsta
smávægilegir miðað við stærstu
erlenda jarðskjálfta. Síðari
hluta erindis síns flytur Hlynur
föstudaginn 3. júlí.
Dagskráin um sumardvalar-
starfsemi Mæðrastvrksnefndíar-
innar í Keykjavík, sem flutt
var á föstudagskvöldið var mjög
athyglisverð.
Þeir Jónas Jónasson og Jakob
Jónasson, geðsjúkdómalæknir
„slógu í gegn“ í vikulokin á
laugardaginn. T.d. spurði Jónas
lækninn, hvort það væri rétt,
að allir menn' væru eitthvað
skrýtnir. Það sagði læknirinn,
að ylti að sjálfsögðu á því, hvað
menn méintu með orðinu skrýt-
inn.
Hann sagðist persónulega telja
það kost, að einstakl.in.garnir
væru ekki allir steyptir í sama
mótið og, ef til vill, ættum við
íslendingar tiltölulega meira af
„skrítnum'* mönnum en aðrar
þjóðir. Þannig byggðist t.d. hum
or okkar að miklu leyti á sögum
um skrítna menn.
Aðspurður um það, hvort
tauga — og geðsjúkdómar leit-
uðu meira á konur en karla,
svaraði Jakob því, að þessir
sjúkdómar mundu leita nokkuð
jafnt á bæði kynin, en hins
vegar leituðu konur meira tfll
lækna en karlar. Karlmenn
finndu sér fremur afþreyingu i
einhverju öðru, svo sem til dæm
is drykkjuskap eða pólitík. Hann
sagði, að yfirleitt væiri mun
Framh. á bls. 17
Meiri rigning
Þetta er nú meiri rigningin
a.lla tíð. Vonandi verður þetta
ekki óslitið rigningarsumar,
eins og hér um árið, þegar
bændur sunnanlands náðu ek'ki
inn tuggu af heyi fyrr en kom
ið var fram á haust — og sunn
lendingar urðu að fara norður
jriir heiðar til þess að sleikja
sólina. í næstu viku er víst von
á erlendu skemmtiferðaskipi og
þá getur maður víst búizt við
skýfalli að vanda. Síðan koma
fleiri skip sennilega meiri
rigning.
Verðlausir víxlar
Mér er sagt að verðlausir
víxlar hrúist upp hjá lögfræð-
ingum þessa dagana, fyrst og
fremst vegna sölu á bílum.
Ýmsir menn munu iðka að
kaupa bíla með lítilli útborgun
en samþykkja víxla fyrir eftir-
stöðvunum. Síðan fara þeir og
selja bílinn með allmikilli út-
borgun, en greiða svo aldrei
víxilskuldirnar. Ég er ekki að
segja að allir þeir, sem kaupa
bíla á þennan hátt, hagi sér
þannig. Því fer fjarri. En brögð
munu hins vegar vera ótrúleg
mikil að slíku.
Flest heiðarlegt fólk lítur á
víxla á sama hátt og beinharða
peninga, enda ættu víxlar að
vera fullgildir peningar. En
hver víxill er ekki meira virði
en maðurinn, sem skrifað hefur
nafnið sitt til samþykktar — og
þessa dagana virðast margir
menn vera harla lítils virði.
Menn, sem iðka þessa viðskipta
hætti, eru eignalausir — eða
hafa látið skrá eignir 'sínar á
nafn eiginkonu, eða einhvers
annars, og þess vegna er ek'ki
hægt að ná neinu af þeim upp
í vangoldna skuld.
Fólk, sem selur bíla og aðrar
fasteignir ætti jafnan að ganga
úr skugga um að sá, sem kaup-
ir og borgar með víxlum, sé
trúverðugur maður — eða að
halda veði í eigninni þar til
skuldin er að fullu goldin. Þetta
er vinsamleg ábending, sem lög
fræðingur einn bað mig að
koma á framfæri. Hann segist
vera að kafna í þessari víxla-
hrúgu — og kenna mjög í brjóst
um fólkið, sem kemur með alla
þessa verðlausu víxla.
Hugvckjan
Svo kemur hér stutt bréf frá
lesanda, sem fer snem-ma á fæt-
ur á hverjum morgni og gleym
ir aldrei að opna útvarpið:
„Það er vissulega rétt, sem
Velvakandi sagði þann 30. júní
um morgunhugvekjur séra Sig-
urðar Hauks Guðjónssonar.
Klerkur ræddi margvísleg
vandamál, sem steðja, og hugs-
anlegar leiðir til úrbóta. Bænir
hans voru fluttar á fögru máli
þrungnar af kærleika og samúð
til allra manna. Af hinum ungu
prestum borgarinnar hafa fáir í
útvarpið komið, sem betra er
að hlusta á en séra Sigurð
Hauik Guðjónsson, hinn frjáls-
lynda og víðsýna kennimann.
Hafi hann mikla þökk fyrir sitt
mikla spekimál."
M. "
Sjálfvirka þvottavélin
LAVAMAT „n#va 64“
Fullkomnari en nokrku sinni.
Óbreytt verð.
AEG-umboðið
Söluumboð:
HÚSrRÝBI h.f.
Sími 20440 og 20441
l