Morgunblaðið - 03.07.1964, Page 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagi^r 3. júlí 1964
Borgarstjórinn setur samþykkt
unt skipulagsnefnd borgarinnar
Á FUNDI borffarstjórnar Reykja-
víkur i ;{®er var sett samþykkt um
skipulag'snefnd Revkjavikur, sem
vera skal borgaryfirvöldum til
rádunev tis um skipulagsmál. En
skipulagsuppdriettir þurfa að
hljóta endanlegt samþ.vkki borg-
arráðs og borgarstjómar, eins og
verið hefur til þessa. Mun skipu-
lagsnefndin fara með yfirstjórn
skipulagsdeildar borgarinnar í
umboði borgarráðs og í samráði
við borgarverkfræðing, en borg-
arstjórn skipai skipulagsstjóra,
sem vera skal arkitekt, og á
hann að hafa með höndum dag-
lega stjórn skipulagsdeildar und-
ir yfirstjórn skipulagsnefndar og
borgarverkfræðings.
Geir Hallgrimsson borgarstjóri
skýrði efni samþykktarinnar á
borgarstjórnarfundmum í gær.
Skipun nefndarinnar verður á
þann hátt, að í henni skulu eiga
sæti borgarstjóy eða fulltrúi,
sem hann skipar af sinni hálfu í
nefndina, borgarverkfráeðingur,
tveir menn tiínefndir af skipu-
lagsstjóra ríkisins og þrír menn
kosnir hlutfallskosningu af borg-
anstjórn, þannig að alls verður
nefndin skipuð sjö mönnum. Er
borgarstjóri formaður skipulags-
nefndar eða sá, er hann Skipa-r
til að gegna íormennsku í sinn
stað, en yfirleitt tilnefnir borgar-
stjóri sérstaka menn til að taka
sæti sitt í slikum nefndum á veig-
um borgarinnar.
Borgarstjóri kvað samþykkt
þessa gerða á grundvelli hinna
nýju skípulagslaga, sem sam-
þykkt voru á síðasta þingi. Að
vísu eru þar ekki nein fyrirmæli,
sem skylda sveitarfélögin til að
setja slíkar skipulagsnefndir á
stofn. En borgarstjóri benti á, að
hér í Reykjavík. þar sem sérstök
skipulagsdeild er starfrækt, væri
nauðsynlegt a?> hafa skipulags-
nefnd, er færi með yfirstjórn
hennar.
Ástæðuna til fyrirmælarma um
tiilnefningu tveggja nefndar-
manna af hálfu skipulagsstjórnar
ríkisins kvað borgarstjóri þá, að
það væri fyrst og fremst til hæ.gð
arauka að iiaff. fulltrúa hennar
með í ráðum frá upphafi, þar
sem hún verður að •lokum að
samþykkja alla skipulagsupp-
drætt/i.
Borgarráðsrnenn og borgarfull
trúar voru sammála um efni
samþykktariiinar í öllum megin-
atriðum að öðru leyti en því, að
Guðmundur Vigfússon (K) bar
fram tillögu um það í borgarráði,
sem hann endurflutti í borgar-
stjórn, að hinir tveir fulltrúar
skipulagsstjórna ríkisins og hinir
þrír nefndarmenn, sem kosnir
skulu af 'oorgarstjórn, skyldu
vera arkitektar. Taldi borgar-
stjóri ekki ástæðu til þess að
gera þetta beinlínis að skilyrði.
Bæði væri það, að arkitektar
mundu að siálfsögðu vinna að
skipulagsuppdráttum á vegum
skipulagsdeildar bongarinnar, og
Rimmel-snyrtivörur
Mýjung — Nýjung
Allt sem tilheyrir snyrtingu á einum
bakka á einu verði hvert stykki.
Gæðin óumdeilanleg
RIMMEL
Beauty on a budget
VERD 35 —
* . j. * T-
1
Dömur! reynið RIMMEL.
Fást í flestum snyrtivörubúðum.
Rimmel-umboðið
Laugavegi 27 — Sími 16067.
eins hitt, að ýmiss konar annarr-
ar sérþekkingar væri þörf við
afgreiðslu skipulagsuppdrátta,
svo sem landfræðiiegrar, félags-
fræðilegrar og læknisfræðilegr-
ar. Var breytingartillaga GV um
þetta efni því felld með 10 at-
kvæðum gegn 4.
Verkefni nefndarinnar.
Skipulagsnefr.din skal hafa
með höndum eítirtalin verkefni:
A. Hún er borgarstjórn, borgar-
ráði, byggingarnefnd, hafnar
stjórn og öðrum borgaryfir-
völdum til ráðuneytis um
skipuiagsmál eftir því sem
óskað verður
B. Hún fer með yfirstjórn skipu
lagsdeililar borgarinnar í
umboði borgarráðs og í sam-
ráði við borgarverkfræðing.
C. Nefndin á að hafa forgöngu
um gerð skípulagsuppdrátta
eftir því sem þörf krefur og
dæma um skipulagstillö:gur,
er henni berast. Ef hún
getur á tillögu fallizt, sendir
hún hana borgarráði til sam
þykktar. Að öðrum kosti hlut
ast hún til um, að tillögu
verði breytt á þann veg, sem
hún óskar.
D. Skipulagsnefndin annast í
umboði borgarráðs framlagn-
ingu og auglýsingu skipulags
tillagna, sbr. 17. gr. skipu-
lagsíaga nr. 19/1964; enn
fremur gerir hún tillögu til
borgarráos um afgreiðslu at-
hugasemda, er berast kunna
og tiliögu að endanlegri um-
sögn borgarráðs (borgar-
stjórnar), sbr. 18. gr. sömu
laga.
E. Skipulagsnefnd á að hafa
eftirlit með því, að skipu-
lagsákvæði séu haldin. Ef
nefndin teiur, að misbrestur
sé á sliku, ber henni að gera
hlutaðeigandi yfirvöldum að-
vart þegar í stað.
F. Nefndin getur gert tillögur
til borgarráðs um hvert það
málefni, sem það á um að
fjalla skv. skipulagslögnm.
•k Skipulagsstjóri.
Samk/æmt samþykktinni skal
skipulagsstjóri Reykjavíkur hafa
með höndum daglega stjórn skipu
lagsdeildar borgarinnar undir
yfirstjórn skrpulagsnefndar og
borgarverkfræðings, en skipulags
stjóri skal skipaður af borgar-
stjórn að fengnum tillöguim borg
arráðs og skir»ulagsnefndar. Um
skipulagsstjóra er það hæfnisskil
yrði sett, að hann skuli vera
arkitekt. í tillögu meirihluta
borgarráðs Iiafði verið gert ráð
fyrir, að hann væri annað hvort
arkitekt eða verkfræðingur, en
samkvæmt tillögu GV var það
skilyrði samþykkt, að skipulags-
stjóri væri arkitekt, enda kvaðst
borgarstjóri gera ráð fyrir, að
sú yrði raunin á, þó að hainn vildi
leggja áherzlu á, að hér kæmi
fleira til greina en menntunin
ein, svo sem stjórnunar- og skipu
lagehæfileikar. Felld var hins
vagar tillaga GV þess efnis, að
skipulagsstjóri skyldi vera arki-
tekt með sérþekkingu á skipu-
lagsmálum, enda á það bent af
borgarstjóra og viðurkennt af
flutningsmanni, að hér væri ekki
um að ræða arkitekta, sem sér-
menntun heföu hlotið á því sviði.
Auk borgarsljóra tóku til mála
á fundinum Guðmundur Vigfús-
son (K), AUreð Gislason (K),
Kristján Benediktsson (F), Gísli
Halldórsson (S; og Einar Ágústs-
son (F), og snérust umræðurnar
einkum um þær breytingartil-
lögur, sem frarn höfðu komið,
Eftir þær umræður og atkvæða-
greiðslu um breytingartillögur
var tillagan að samþykktinni
samiþykkt með samhljóða atkvæð
um, og gildir hún frá 1. júlí 1964.
Fyrirlesturdr.Lindebrekke um sam-
starf ríkisvalds og atvinnuvega
DR. JULIUS Lindebrekke, aðal-
bankastjóri Bergens Privatbank,
flutti fyrirlestur í 1. kennslu-
stofu Háskólans kl. 5.30 í gær.
Fjallaði fyrirlesturinn um sam-
starf ríkisvaldsins og atvinnuveg-
anna. Dr. Lindebrekke er mjög
þekktur maður í efnahags- og
stjórnmálum Norðmanna. Hann
er doktor í lögum, átti meðal
annars sæti á norska Stórþinginu
1945 til 1953, var formaður Sam-
bands norskra banka frá 1954 til
1960, og hefur verið formaður
Hægriflokksins í Noregi frá ár-
inu 1962.
Háskólarektor, Ármann Snæv-
ar, bauð gestinn innilega velkom-
inn til Háskóla íslands og kynnti
hann áheyrendum. Kvað hann vís
indarit dr. Lindebrekke um lög-
fræðileg efni kunn lögfræðing-
um og laganemum um Norður-
lönd. Sagði háskólarektor, að d’r.
Lindebrekke hefði kynnt sér
mjög náið um langt árabil efni
það, sem fyrirlesturinn fjallar
um. Dr. Lindebrekke þakkaði
mörgum orðum allar móttökur á
íslandi, sem hann kvað alveg ein-
stakar.
í fyrirlestrinum ræddi dr.
Lindebrekke einkum nauðsyn
þess að koma á fót í hverju lýð-
ræðisríki einhverskonar stofnun,
- Dr. Julius Lindebrekke.
sem sé einskonar milliliður ríkis-
stjórnar og samtaka atvinnuveg-
anna. Kvað hann þróunina í
stjórnmálum lýðræðisríkja þá,
að hinir ýmsu flokkar, jafnvel
stjórnarandstöðuflokkar (hann
er formaður stjórnarandstöðu-
flokksins í Noregi) hefðu með
sér meiri samstöðu í mörgum
málum en áður tíðkaðist og heíðu
því möguleikar áðurnefnds sam-
starfs aukizt mjög. Væru ýmsir
óeiningarörðugleikar úr sögunni
að mestu, og því full ástæða til
að reyna að samræma önnur öfl
þjóðíélagsins, svo sem að laga
atvinnuvegina eftir þjóðarhag og
hafa samráð við samtök atvinnu-
veganna er ákvarðanir eru tekn-
ar hjá valdhöfunum um ýmia
mál, sem þá varða. Sagði hann
mjög mikilsvert að að hafa stofn-
un, sem hvorugs taum drægi, er
gefið gæti góð ráð og stuðlað að
samstarfi milli þessara tveggja
aðila. Dr. Lindebrekke sagði, að
slíkar stofnanir væru til í nokkr-
um ríkjum, en hefðu gefizt mis-
jafnlega, sumsstaðar vel en ann-
arsstaðar illa. Slík ráðgjafar-
nefnd starfaði í Noregi frá 1945
til 1954, er hún lognaðist útaf.
Kvað dr. Lindebrekke nýja stofn
un í undirbúningi nú í Noregi,
sem hefði þessu hlutverki að
gegna. Lýsti dr. Lindebrekke síð-
an ýmsum tiiraunum, sem gerðar
hafa verið með stofnanir af þessu
tagi og árangri þeirra. Þá fjallaði
hann nokkuð um fjármála- og
efnahagsstefnu þjóða, einkum
með tilliti til verðbólguhættu.
Undirbúiö samsæri
gegn íraksstjórn -
Segir utanríkisráðherra landsins
Bagdad, 2. júlí NTB
• Utanrikisráðherra íraks, Sobhy
Abdel Hamid, flutti útvarps-
ávarp í dag og tilkynnti, að kom-
izt hefði upp um undirbúning
samsæris gegn stjórn landsins og
stæði þar að baki leyniþjónusta
eins heimsveldanna. Kvaðst ráð-
herrann heita því að slíkt sam-
særi yrði brotið á bak aftur.
Tilgang samsærisins sagði
Hamid þann, að spilla samskipt-
um íraks og Egyptalands. Hefði
hinn erlendi aðíli, er að baki því
stæði, komizt í samband við
fjölda manna í írak, einkum aðal
óvini þjóðarinnar Baath-sósí-
aiista, kommúnista og konungs-
sinna.
Þá var tilkynnt í dag, að fyrr-
verandi ofursti í flugher lands-
ins, Mounzer A1 Wansawi, og
þrír liðsforingjar aðrir, hafi ver-
íð dæmdir til dauða „in absentia"
fyrir samsæri gegn stjórn Abdel
Salam Arefs forseta. Voru menn
þessir sekir fundnir um loftárás
á flugvöll einn, þar sem sjö her-
fiugvélar eyðilögðust, Oig jafn-
fiamt um að hafa skotið eld-
fíaugavopni að höll forsetans
með það fyrir augum að ráða
hann af dögum .
Reynir Moro
stjórnarmyndun?
Rómaborg 2. júlí NTB
• Antonio Segni, forseti Ítalíu
lauk i dag viðræðum við stjórn-
málaleiðtoga um hugsanlega
stjórnarmyndun.
Ekki er enn vitað, hverjum
hann hyggst fela að reyna að
mynda nýja stjórn, en ekki er
tulið ólíklegt, að það verði Aldo
Moro, núverandi forsætisráð-
herra. Er haft fyrir satt, að leið-
togar Kristilegra demokrata,
Sósíalista og Sósíaldemokrata
séu því yfirleitt fylgjandi að
reynd verði stjórnarmyndun á
sama grundvelli og áður.