Morgunblaðið - 03.07.1964, Síða 24

Morgunblaðið - 03.07.1964, Síða 24
Hertoginri af Edinborg stígur um borð í Vorið, sem hann flaug sjálfur langleiðina til Reykjavík- ' nr. Björn Pálsson sést inni í vélinni. Fimm forystumenn í ís- lenzkum sjávarútvegi „Britannia44 um borð í ÞEGAR fréttamaður Morg- unblaðsins var staddur við Loftsbryggju á 6. tímanum í gær, sá hann fimm forystu- menn í íslenzkum sjávarút- vegi fara um borð í „Brit- annia“. Það Voru þeir Davíð Olafsson, fiskimálastjóri, Sig- urður Ólafsson í LÍÚ, Ólafur Ófeigsson, fyrrum skipstjóri, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, og Þór arinn Björnsson, skipherra, og voru frúr þeirra í fylgd með þeim. Um borð í konungsskipinu hittu fimm-menningarnir Philip prins, yfirmenn skips- ins og Oliver, formann yfir- manna á togurum í Hull, en hann hefur verið í fylgd með prinsinum á skipinu, eins og kunnugt er. Einnig voru þar mr. Comfort, sendiráðsritari brezka sendiráðsins í Reykja- vík og frú hans. Fbggað vegna afmælis IMoregskon- ungs MARGIR hringdu í ritstjórnar skrifstofur Mibl. í gær, til að spyrjast fyrir um iþað, af hverju niorski fáninn væri uppi á snekkju hertogans af Edinborg, Britannia. Skýring- in er sú, að í gær var aftmælis dagur Noregskonungs. Hertogafáninn blaktir á snekkjunni og höfum við birt mynd af honum. Hann er fjór skiptur. Efst til hægri er gríski fáninn, neðst til hægri Edinborg, neðst til vinstri Mountbatten og efst til vinstri brezku ljónin með hjörtum, tákni ástarinnar. Feröamannastraum- urinn fyrr á ferð og jafnari en venjulega MIKIÐ er nú orðið um erlenda ferðamenn á íslandi. — Ferða- mannastraumurinn byrjaði fyrr og hefur verið jafnari en venju- lega, að því er Ragna Samúels- dóttir á Ferðaskrifstofu ríkisins tjáði Mbl. Hafa öll hótel í Reykja vík verið að mestu full síðan snemma í júní. — Þó höfum við ekki þurft að úthýsa neinum enn, sagði Ragna. Hópferðafólkið á pöntuð herBergi og hafi ekki verið hægt að fá inni í hóteli, þá höfum við getað útvegað her- bergi í heimahúsum. Bæði við og hótelin hafa slík herbergi á skrá, og grípum oft til þeirra. Nokkrir stórir hópar eru búnir að koma á vegum Ferðaskrifstof- unnar, t.d. hópar náttúruskoðara bæði frá Evrópu og Bandaríkj- unum. Ferðaskrifstofan auglýsir tvær slíkar hópferðir í júnímán- uði, þegar bezfi tíminn er til fuglaskoðunar. Voru í fyrri hópn- um 25 manns frá Bandaríkjunum og í hinum, sem fer í dag, eftir hálfs mánaðar dvöl, eru 12—15 manns. Mjög mikið er nú komið af einstaklingum og von er á ýms- um hópum, sem fara um landið og stanza yfirleitt 1—2 daga í Reykjavík. Koma slíkir hópar t. , » SamnÍEgar HAFNARFIRÐI — Verkamanna- félagið Hlíf hélt fjölmennan fund í fyrrakvöld, þar sem samþykktir voru einróma samningar við at- vinnurekendur. Gilda þeir frá 1. júlí til 5. júlí næsta ár. d. frá Svíþjóð, Finnlandi og Þýzkalandi á næstunni. Hestaferðir frá Laugarvatni til Þingvalla annars vegar og Gull- foss og Geysis hins vegar eru að hefjast um helgina og nota marg- ir útlendingar sér þær til að koma á hestbak og fara um land- ið. Er nokkuð af fólki þegar bú- ið að skrá sig í slíkar ferðir. ------,----------- i ' Lmræður fram á nótt í borgarstjórn HJNDUR borgarstjórnar í gær var óvenju langur og stóð enn, þegar blaðið fór í prentun. Lang- ar umræður urðu um samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, ennfremur nokkrar umræður um samþykkt um búfjárhald í Reykjavík. Bæði þessi mál voru til annarrar umræðu og lauk með afgreiðslu eftir áður gerðum til- lögum borgarráðs. Klukkan að ganga 12 í gær- kveldi kom tillagan um breyt- ingu á samþykkt um afgreiðslu- tíma verzlana í Reykjavík til um- ræðu. Borgarráð hafði afgreitt tillögu, sem felur í sér heimild fyrir borgarráð að veita levfi til að hafa matvöruverzlanir opnar til kl. 22 alla daga. Svo og hafðl borgarráð skilag tillögu um heim ild til mjög aukinna vöruflokka á kvöldsölustöðum. Um þetta mikla hitamál stóðu umræður fram á nótt. Sóttu um embætti yfirsuku- dómuru og yfirborgurdómuru Hinar nýju flugvélar Tryggva Helgasonar á Reykjavíkurflugvelli. Flugfloti Norðurlands tók á móti tveimur nýjum flugvélum í gær UMSÓKNARFRESTUR um em- bætti yfirsakadómara og yfir- borgardómara er útrunninn. Einn sótti um yfirsakadómaraembætt- ið, Þórður Bjömsson, sakadómari. Níu sóttu um embætti yfir- borgardómara. Þeir eru: Bjami Kr. Ðjarnason, borgardómari; Emil Ágústsson, bogardómari,' Guðmundur Jónsson, borgar- dómari; Hákon Guðmundsson, Siðasti dagur Philips prins á íslandi í DAG mun Philip prins koma í brezka sendiráðið kl. 10 og hitta þax Englendinga á íslandi. Kl. 10:35 ekur hann þaðan með borgarstjóra og verður ekið 'um bæinn til kl. 11:15, er prinsinn kemui í Þjóöminjasafnið. Þaðan verður ekið kl. 11.50 út á flug- völi, og fer Pbiiip prins með flug véi sinni heim til Lundúna. Prinsinn er á mjög hraðri ferð, þvi strax í fyrramálið kl. 9 legg- ur hann aftur af stað í ferðalag tiá Njassalands í Afríku, til að vera viðstaddur er landið fær sjálfstæði næstkomandi mánu- dag. Hann ferðast jafnan mikið í opinberum erindum og mun á þessu ári bæði fara til Kanada og Mexiko. hæstaréttarritarí; Jón Finnssön, bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði; Kristján Jónsson, borgardómari; Magnús Thoroddsen fulltrúi yfir- borgardómara; Valgarðúr Krist- jánsson, borgardómari; Þór Vil- hjálmsson, borgardómari. í aug- lýsingunni var sagt að emíbættin yrðu veitt frá 1. ágúst. r Vestur-Islending- arnir fara um helgina HÓPUR Vestur-íslendinga af Kyrrahafsströndinni er nú búinn að dvelja hér á landi í mánuð. ,Hafa margir þátttakenda ferðast út um land og er fólkið yfirleitt mjög ánægt með dvölina, sem nú er á enda. Hópurinn leggur af stað frá Lækjargötu kl. 7.30 á sunnudags- morgun, 5. júlí, og fer flugvélin af Keflavíkurflugvelli kl. 9.30. r Arekstnr - ristar- hrot Á miðvikudagskvöldið varð árekstur á gatnamótum Vest- mannabrautar og Heimagötu í Vestmannaeyjum. Kom bifreið niður Heimagötu, og unglings- piltur á vélhjóli austur Vest- mannabraut og lentu faratækin í árekstri á horninu. Pilturinn ristarbrotnaði AKUREYRI, 3. júlí. — Beechraft flugvélar Norðurflugs (Tryggva Helgasonar), lentu á Akureyrar- flugvelli kl. 15,55 í dag. Flug- floti Norðurflugs flaug á móti flugvélunum þegar þær nálguð- ust og fjöldi fólks var á flugvell- inum, til að fagna þessari góðu viðbót í flugvélakost Akureyr- inga. Upphaflega var búizt við að vélarnar lentu kl. 15, en þá komu boð um að þær væru væntanlega yfir Akureyri kl. 15,30. Nokkrum minútum áður fóru allar eldri vélarnar á loft. í sjúkravélinni var Tryggvi Helgason við stýtið, en með honum voru kona hans, sonur og bróðir, næst íór Piper Cup vél, flugmaður Kristján Árnason og síðast Hallgrímur Jónsson í Piper Colt flugvél. Kl. 15,40 sáust tvær flugvélar koma fljúgandi úr norðri inn yfir Akureyri hlið við hlið og fljúga nokkra hringi yfir bæn- um. Þar voru nýju vélarnar komnar og sjúkravélin í för með þeim. Veður var hið fegursta, sólskin og norðan gola. Þær lentu nú hver af annarri. Litlu vélarn- ar voru langt á eftir, enda er flughraði þeirra miklu minni. í annarri vélinni voru CoL L.L. Perdue, flugstjóri, David, sonur hans 15 ára; Björn Sveinsson, flugvirki, sem séð hefur um end- urbætur á vélunum vestra og Mr. M.C. Mac Gugh. í hinni voru John Granger flugstjóri og Col, Pimbisky. Allir þessir útlendu flugmenn eru Bandaríkjamenn, sem flugu vélunum hingað í sum arleyfi sínu. Kona Tryggva Helga sonar, frú Petra Konráðsdóttir, fsérði flugstjórunum blómvendi við komuna. Akureyringar fjölmenntu mjög á flugvöllinn, til að sjá vélarnar og fagna þeim, enda var Tryggvi Helgason önnum kafinn við að taka við heillaóskum og blómum. Meðal viðstaddra var Sesselja Eldjárn, formaður Slysavarna- deildar kvenna á Akureyri, en milli deildarinnar og Tryggva hef Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.