Morgunblaðið - 10.07.1964, Side 12

Morgunblaðið - 10.07.1964, Side 12
MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 10. júlí 1964 a JltofgmtÞJiifrifr Útgefandi: Framkvæmdast j óri: •Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HAFA BRUGÐIST HLUTVERKI SÍNU F’ngu er líkara en Fram-'®' • sóknarforingjunum sé ger- samlega um megn að skilja það, að í lýðræðisþjóðfélögum hefur stjórnarandstaðan þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna. Hún á, eins og stjórn- arflokkar, að leitast við að taka ábyrga afstöðu til mála. Hún á að veita stjórninni heil brigt aðhald og hún á að vera við því búin að geta tekið þátt í stjórnarmyndun, ef á þarf að halda. Allt þetta hefur stjórnar- andstaðan hér á landi gjör- samlega vanrækt. Um komm- únista þarf ekki að tala í því sambandi, það hefur enginn ætlazt til þess, að þeir væru heilbrigður stjórnarandstöðu- flokkur, en hinsvegar hefðu menn að óreyndu ætlað að Framsóknarflokkurinn reyndi að vera það. En sú von hefur brugðizt. í fyrsta lagi hafa Fram- sóknarforingjarnir í Reykja- vík séð til þess, að flokkurinn tæki yfirleitt aldrei ábyrga af stöðu til mála. Engin tilraun hefur verið gerð til að setja sig inn í málin, heldur héfur flokkurinn fyrirfram verið á- kveðinn í að vera á móti öllu því, sem Viðreisnarstjórnin lagði til eða gerði. í öðru lagi hefur flokkur- inn vanrækt að veita ríkis- stjórninni heilbrigt aðhald, einfaldlega vegna þess, að hann hefur ekki brotið málin til mergjar heldur verið með stóryrðaglamur, sem enginn gat tekið mark á. Loks hefur svo kapphlaupið við kommúnista, yfirboðin og ábyrgðarleysið valdið því, að flokkurinn hefur gjörsamlega firrt sig trausti, þannig að hann er enn ólíklegri til þess að vera hæfur til samvinnu um stjórn en hann er sem andstöðuflokkur. Af öllum þessum ástæðum er það mál manna, að núver- andi foringjum Framsóknar- flokksins sé að takast að gera hann óþarfan flokk í íslenzku þjóðlífi, og er það vissulega illa farið, því að þegar til lengdar lætur er heilbrigð stjórnarandstaða jafn þýðing- armikil og góð ríkisstjórn. Þótt þess sjái enn engin merki verður í lengstu lög að vona, að Framsóknarforingj- arnir sjái að sér — eða ó- breyttir flokksmenn hafi manndóm til að skipta um for ustu ella. VINSÆLDIR VIÐREISNAR- STJÓRNARINNAR Ungum blöðum er um það að fletta að Viðreisnarstjórn- in er einhver vinsælasta ríkiS- stjórn, sem setið hefur hér á landi. Andstæðingar hennar segja, að það byggist á því, að hún hafi verið heppin, hér hafi verið góðæri, mikil afla- brögð, og þess vegna góð af- koma. Sjálfsagt er þetta rétt svo langt sem það nær, en hitt er einnig ljóst, að fólk gerir sér grein fyrir því, að Við- reisnarstjórnin hefur haldið skynsamlega á málum. Síðasti sigur stjórnarinnar, sem raunar er um leið sigur launþega, eru samningar þeir, sem tekizt hafa um vinnufrið til eins árs að minnsta kosti. Þeir samningar fara svo í taugarnar á Framsóknarfor- ustunni, að hún hefur ekki vitað sitt rjúkandi ráð síðan þeir tókust. Þessir samningar byggjast auðvitað fyrst og fremst á því, að forustan í launþega- samtökunum gerði sér grein fyrir því, að fólkið vildi áfram hald viðreisnarinnar, það vildi ekki taka áhættuna af breyttum stjórnarháttum, heldur njóta ávaxtanna af því, sem áorkað hefur verið undanfarin ár. Samningarnir sem slíkir eru því vitnisburð- ur um vinsældir stjórnarinn- ar. En það er fleira til marks um það, að stjórnarandstæð- ingar gera sér grein fyrir því eins og aðrir, að Viðreisnar- stjórnin er vinsæl stjórn. Þannig er það til dæmis helzta haldreipi Framsóknar- manna, að stjórnin hafi gefizt upp á að framkvæma stefnu sína og þess vegna gangi allt jafn vel og raun ber vitni. FIMM ÁRA STJÓRN ITiðreisnarstjórnin hefur nú ’ setið í nær fimm ár. Hún setti sér það meginmarkmið að stöðva greiðsluhalla við út- lönd, koma á viðskiptafrelsi og afnema hið fáránlega upp- bótafargan, sem hér hafði tildrazt upp. Allt þetta tókst Viðreisnar- stjórninni að gera, og þess vegna ber hún nafn með rentu. I Loftstraumar og þotuslysin 1 | SÉRFRÆÐINGAR um loft- S ferffaöryggi beggja vegna Atl- = antshafsins rannsaka nú á S nýjan leik slys, sem orffiff hafa = á stórum farþegaþotum undan = farin ár og engin fullnægjandi 5 skýring fengizt á. Komiff hafa 3 fram kenningar um, aff nokk- 1 ur slysanna hafi aff einhverju 1 effa öllu leyti orsakazt af loft- = straumum. §f Ástæffan til þess að hafizt jjjj var handa um athugun á því H hvort ólga í loftinu t.d. upp- Ej effa niðurstreymi gæti veriff g orsök flugslysanna, eru hin 3 mörgu slys, sem urðu á s. 1. jj ári án þess að sérfræðingum jj tækist a® komast fyrir um or- jj sakirnar þrátt fyrir mjög ýtar j§ legar rannsóknir. H • Um miðjan febrúar 1963 jj fórst þota af gerðinni Boeing S 720 frá bandaríska flugfélag- = inu „Northwest Airlines". = Þotan hrapaði, er hún var á = leið gegnum þrumuveður 1 nálaegt Miami og allir, sem H með henni voru, 43 menn létu | lífið. H • Sex vikum síðar fórst E einkaflugvél Sauds konungs S Saudi-Arabíu í ítölsöku ölp- H unum. Flugvélin var á leið til H Parísar til þess að sækja kon- jjj unginn. Með henni fórst öll jj áhöfnin. Flugvélin var af gerð H inni Comet. jj • í júlí fórst önnur Comet- S vél. Var hún frá „United Arab = Airíines“ og hrápaði, er hún | lækkaði flugið og undirbjó S lendingu í Bombay. Meff vél- = inni fórust 62 menn. 3 • í nóvember skall hurð nærri hælum. Þá missti þota af gerðinni DC-8 hæð, er hún lenti í loftstraumi, og hrapaði 13 þús. fet. Flugmanninum tókst að rétta vélina við á síðustu stundu, en átakið var svo mi'kið að einn hreyfillinn rifnaði af. Lending tókst þó giftusamlega. • í desember rifnuðu tveir hreyflar af þotu af sömu gerð, er hún var á reynsluflugi ná- lægt Okinawa. Féll flugvélin skyndilega úr 12 þús. fetum í 7 þús., en flugmaðurinn náði aftur stjórn á henni og tókst að lenda, þótt hreyflarnir rifnuðu. • í nóvember fórst þota, einn ig DC-8 nálægt Montreal í Kanada og með henni 118 menn. • í desember fórst Boeing 707 frá Pan American í Mary- land og með henni 80 menn. Sérfræðingar eru nú þeirrar skoðunar, að loftstraumar eða skyndilegar breytingar í loft- inu hafi valdið öllum þessum slysum, en rannsóknir standa yfir. Loftstraumar og ólga í lofti getur verið af ýmsum orsök- um. Algengust eru slík fyrir- bæri vegna hitabreytinga ná- lægt jörðu og geta þau valdið „málmþreytu“ í flugvélum. Hættulegri eru straumar, sem tengdir eru þrumuveðri eða stórum regnskýjabólstrum. Flugmenn reyna að forðast slíkar lofttruflanir og nota til þess veðurratsjár. Finna. þeir truflanirnar á ratsjánum, en þær verða oft í nokkurri fjar- lægff frá þrumuveðrinu sjálfu. Þessir loftstraumar eru lóðréttir og er styrkleiki þeirra mældur í einingum, sem nefndar eru „G“. Ef þota af gerðinni Boeing 707, sem vegur 150 tonn, lendir í loft- straumi af styrkleikanum 4G, er eins og þungi hennar fjór- faldist, eða 450 kg. sandpok- um sé haldið á vængi hennar. Loftstraumar af styrkleika 4G eru algengir og flestar flugvélar þannig úr garði gerðar að þær þola 4-5G Þriðja tegund loftstraum- anna, .sem nú er verið að rannsaka, verður í tæru lofti (engin ský í nánd) og valda svonefndir „þrýstistraumar". Þeir straumar fara með meira en 100 mílna hraða á klukku- stund og þar sem þeir fara um valda þeir lofttruflunum. Straumar í tæru lofti geta einnig stafað af uppstreymi frá fjöllum. Bandaríska flugfélagið „United Airlines", flugher Bandaríkjana og vísindastofn- unin Standford, vinna nú að rannsóknum á kenningu, sem komið hefur fram þess efnis, að straumar í tæru lofti hafi í för með sér breytingar á rafsviði andrúmsloftsins. í sambandi við þessar rann- sóknir hafa flugvélar „United Airlines“ verið búnar tækjum sem skrá rafsviðsbreytingar. Talsmaður flugfélagsins lét þess getið fyrir skömmu, að sannaðist kenningin um, að rafsviðsbreytingar væru und- anfari loftstrauma, yrði næsta skrefið að búa flugvélarnar tækjum, sem gæfu breyting- arnar til kynna þannig að flugmaðurinn gæti forðazt loftstrauminn. Ekkert slys á - farþegaflug- vél hefur tekizt að rekja til strauma í tæru lofti, en full- víst þykir að tvær herflug- vélar hafi farizt af völdum þeirra. Og í janúar s. 1. rifnaði mestur hluti stélsins af sprengjuflugvél af gerðinni B-52, er hún lenti i slíkum straumi, en flugmanninum tókst að lenda og engan sak- aði. Þetta atvi'k varð til þess að draga athyglina að loft- straumunum sem hugsanleg- um slysavöldum. Framhald á bls. 21 lÍmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiimmiiiiinifiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia Þegar .þessu takmarki var náð breyttust aðstæður auð- vitað, þannig að ekki þurfti lengur að einblína á þetta markmið. Viðreisnarstjórnin er ekki stöðnuð afturhalds- stjórn, heldur stjórn, sem horfist í augu við vandamálin hverju sinni. Af því leiðir auðvitað, að sitthvað breytist í stefnu hennar og störfum, eftir því hvernig vandamálin horfa við. Ungur maður hefur nýlega sagt í blaðagrein, að nú á dög- um megi segja að iðnbylting verði á fimm ára fresti. Það væru blind stjórnarvöld, sem ekki gerðu sér grein fyrir þessu og' aðlöguðu störf sín breyttum háttum. Þess vegna er það broslegt, þegar Framsóknarforingjarn- ir halda því fram, að Við- reisnarstjórnin hafi gefizt upp á að stjórna, vegna þess að hún telur ekki allar þær aðgerðir nauðsynlegar, sem ó- hjákvæmilegar voru fyrir fimm árum, og hún gerir ýmis legt nú, sem þá var ófram- kvæmanlegt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.