Morgunblaðið - 10.07.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.07.1964, Qupperneq 23
Föstudagur 10. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Landafræði- ráðstefnan Framhald af hls. 24 telja, að höfundar eyði 10-16 lín um í bókum sínum um Island, og því miður er þessum línum oft llla varið eins og bent hefur verið á hér að ofan. — Við undirbúning þessa móts höfum við hér héima farið yfir allar kennslubaekur, sem okkur hafa verið sendar, og athugað hvað í þeim stóð um ísland. Við höfum leiðrétt það, s©m missagt er, og leiðréttinguinum verið svo komið á framfæri við höfunda og útgefendur. Margir tfutitrúanna eru einmitt kennslu bókahöfundar. Þtá höfum við einnig tekið saman stutta grein- argerð, þar sem bent er á al- gengustu missagnir og villur um ísland, en einnig stuttlega gerð grein fyrir landafræði- þess, raðað saman helztu atriðunum og þau tölusett þannig, að auð- velt sé fyrir höfunda að velja úr aðalatriði, sem hann kýs að tiafa í bók sinni. — >að skal tekið fram, að á Norðurlöndum er yfirleitt miklu meiri og betri fraeðsla í 6kólum um ísland en í öðrum löndum Evrópu. Þetta mun m.a. því að þakka, að margir höf. á Norðurlöndum senda handrit sín hingað og fá þau lesin og leiðrétt hér. — Þetta er árangur af starfi Norraenu félaganna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur hvað útlendingar vita og ál ta um land og þjóð. Við höf- um meiri utanríkisverzlun á mann en nokkur önnur þjóð, en þekkingárskortur útlendinga mun oft Þrándur í götu fyrir viðskiptum. Við viljum gjarna fá fleiri ferðamenn til landsins, en þá þurfa útlendingar að vita að við erum til. Við, sem að móti þessu störf- um, væntum þess, að þekking 6ú, sem þátttakendur fá á ís- landi, dreifisf til milijóna ung- menna í Evrópu og beri marg- tfaldan ávöxt.“ Þá tók til máls dr. G. Neu- tnann yfirmaður Evrópuráðsins á ráðstefnunni. Hann sagði þessa ráðstefnu hafa verið mjög ánægjuleg og afkastamikla. Kvaðst hann sérstaklega vilja þakka íslenzku ríkisstjórninni tfyrir hennar stóra þátt í henni og þá fyrst og fremst mennta- imálaráðherra og hans ágæta etarfsliði. Hann kvaðst ekki vita til að 6amskonar ráðstefnur hefðu af- kastað jafn miklu á ekki lengri tíma og hlyti það að vera lotfts lagið á íslandi sem gerði meira 6vo starfsglaða. Þá undirstrikaði dr. Neumann þýðingu framhalds á því starfi, sem grundvallað væri á ráð- stefnum sem þessari. 3enti hann á að nauðsynlegt væri að koma upp í hverju landi einskonar upplýsingamiðstöð varðandi hin ®r ýmsu kennslugreinar, sem hvert og eitt landanna gæti snú ið sér til og leitað leiðréttinga og frekari upplýsinga um það er varðaði hvert og eitt land- anna. Benti hann á fordæmi að þessu á Norðurlöndunum, sem sendu á milli sín kennslubækur til yfirferðar og leiðréttingar. Dr. Neumann lagði ríka á- herzlu á að ráðstefna þessi hefði verið vel undirbúin og hægt hefði verið að hefjast handa þegar í stað og hún hefði verið vel framkvæmd atf hálfu hinna íslenzku stjórnenda henn- ar. Að lokurn lagði dr. Neumann (flherzlu á eftirfarandi niðurstöð- ur ráðstefnunnar: 1. Athugun á landatfræðibók- um og landabréfum 16 meðlima- ríkja Evrópuráðsins og þeirra 6em hafa undirritað samninginn um Menningarstotfnun Evrópu, í tfjórum svæðum, Mið-Evrópu, Suður-Evrópu, Austur-Evrópu og Norður-Evrópu, er nú lokið íneð Norður-Evrópu. Tillögur í framfaraátt hafa ver ið gerðar á tvennan hátt: a. Með yfirlitsgreinargerð, sem stuðlar að þvi að lýsing landsins sé í réttum hlutföllum og leið- réttar höfuðvillur, rangar hug- Bayndir og misskilning. b. Með því að fækka mistökum ög leiðrétta þau í sérstakri kennslubók og landakorti, og senda iþann lista útgefanda og höfundi. Þar sem þessi endurskoðun á kennslubókum hefur verið gerð í fjögur ár, má þegar segja að aðferðin reynist happadrjúg og muni leggja nokkuð af mörkum til að bæta landafræðikennslu og gera hana nákvæmari. 2. Mælt verði með því við Ev- rópuráðið að þessari starfsemi, sem vel er á fót komin verði hald ið áfarm. Fjórða ráðstetfnan stað festir að þessu muni bezt fyrir komið þannig að ein miðstöð verði í hverju landi og síðan höfuðmiðstöð fyrir alla Evrópu. 3. Ráðstefnan undirbjó jarð- veginn fyrir samanburðarnám í landafræðikennslu óg gerði nokkrar tillögur til að bæta kennsluaðferðir. 4. Ráðstefnan mælti með og undirbjó fimm útgáfur sem eru beinar niðurstöður ráðstefnanna fjögurra: a. Heildarskýrsla ráðstefnanna fjögurra, sem gefin verður út í fræðslubókaflokki Ev- rópuráðsins undir nafninu: Landfræðikennsla og kennslubækur. b. Orðabók fyrir landafræði- heiti. c. Evrópa í mýndum. d. Leiðbeiningar fyrir kenn- ara; stutt lýsing á hverju landi Evrópu, gerð í landinu sjálfu. e. Evrópa nútímans á 24 kort- um. Að lokum var þess vænzt, að sá árangur, sem náðst hefur, og ! þær aðferðir, sem notaðar hafa verið, muni berast viða cg muni stuðla að bætri landfræðikennslu og auk þess var þess vænzt að niðurstöður leiði til nánari ein- ingar Evrópu og samvinnu milli landanna. — McNamai „ ^ Frahald af bls. 1 ríkisstefnuna. Benti Morse á að ef Bandaríkin lentu í styrjöld, sem hann taldi ekki ósennilegt eins og málum er háttað, mundi hann berjast af alhug fyrir sigri. „En sem öldungadeildarþing- manni ber mér skylda til að hindra það að þjóð mín lendi í styrjöld", sagði hann. „Ég held að áður en lýkur neyðumst við til að ganga erinda Sovétríkjanna að því er Kína varðar“. Bandaríkin hafa veitt stjórn- inni í Suður-Vietnam mikið lið að undanförnu, m.a. sent þangað stóran hóp sérfræðinga og ráð- gjafa í hernaðarmálum. Auk ' þess starfa bandarískir flugmenn með her stjórnarinnar. Hefur þessi aðstoð þegar kostað líf 235 bandarískra manna auk þess sem enn fleiri hafa særzt. Síðast á mánudag féllu tveir Bandaríkja- menn í árás Viet Cong kommún- , ista á bækistöð stjórnarhersins við Da Nang. í dag reyndu kommúnistar enn að ná einni af bækistöðvum stjórnarhersins í hálendinu, en árás þeirra var hrundið eftir stutta viðureign. Var þetta þriðja árás kommúnista á bækistöðvar stjórnarhersins frá því á laugar- dag. Hörðustu árásina gerðu þeir á mánudag, þegar Bandaríkja- mennirnir tveir féllu, en á annað hundrað manns létu lífið í þeim átökum. — Styrkveitingar Framh. af bls. 6 þekkingarfræði, þar sem einkum verður fengizt við vandamálið um takmörk mannlegrar þekk- ingar. Gísli Blöndal, cand. oecon. — —Til að ljúka ritgerð um þróun ríkisútgjalda á íslandi. Sr. Sigurjón Guðjónsson, sókn arprestur. — Til að leggja stund á sálmafræði í Englandi með sér stöku tilliti til þeirra enskra sálma, er þýddir hafa verið á íslenzku eða hafa að öðru leyti haft áhrif á íslenzka sálmagerð. Nýtt fyrirtæki á Akranesi: Viðgerðar- þfónustan Akranesi, 9. júlí. ViÐGERÐARÞJÓNIJSTAN opn- aði verkstæði á Þjóðvegi 1 fyrir hálfum öðrum mánuði. Þar fá menn að gera sjálfir við bíla, dráttarvélar og hluti, smáa og stóra, sem úr lagi fara. Bíladekk in gerir eigandinn sjálfur við. Eingandi og forstjóri Viðgerðar- 'þjónustunnar er Magni Ingólfs- son. Þetta fer glæsilega af stað, enda er alltaf fullt hús. — Oddur. — Norður Sprengisand Framh. af bls. 3 af fjörðum til suðurlands, svo sem til Alþingis. Á þeim tímabilum harðæris og eymdar, sem þessi sam- gönguleið var lítt eða alls ekki farin, stundum svo ára- tugum skipti, héldust utan- garðsmenn þjóðfélagsins þar við. Frægastur bóndi í þeirri óbyggð er auðvitað Eyvindur Jónsson. Þegar Einar Brynj- ólfsson á .Stóra-Núpi og þeir félagar komu að þeim Höllu ' og Ey vindi árið 1772, höfðu þau 25 ær með ýmsum mörk- um, í búi. Spruttu af. lvöl þessa fólks þjóðsögur um SIGLUFIRÐI, 8. júlí. SÍLDIN hefur, þaff sem af er sumrinu, verið fjarri fornum slóðum, leitað um of í austurátt — að dómi Siglfirðinga. Hér bíða stórvirkar bræðslur, rúmar tutt- ugu fullkomnar söltunarstöðvar og þaulvant síldarfólk eftir silf- urfiskinum, en vist er sumarið ekki úti enn, og svartur getur sjórinn orðið við Kolbeinsey og Grímsey í júlí- og ágústmánuði. Til þess að nýta hinar stór- virku síldarbræðslur hér og flýta fyrir affermingu síldarflotans, hefur hvort tveggja verið gert: blómlega dali og jafnvel byggð ir í Öræfum. Sigurður lands- þingsskrifari Sigurðsson á Hlíðarenda, jarðauðugur mað ur norður í Þingeyjarsýslu, lagði til, að Eyvindi yrði sýnd vægð, ef hann vildi leiðbeina lfðangursmönnum á þessum slóðum. Ekki varð úr því á- formi, en þó má segja, að fyrir dvöl hans í Eyvindar- kofaveri og víðar, fer enginn fram hjá þeim bólstöðum. Má því segja, að hann hafi orðið til þess atfS leiðbeina, þó að vægðin og náðin séu nokk- uð síðbúin“. Framkvæmda- og fararstjóri Sprengisandsferðanna, verður Halldór Eyjólfsson frá Rauða læk, alþekktur ög kunnugur á þessum slóðum. Kynntust blaðamenn því gerla, að hann þekkir öræfin eins og lófa sinn og er auk þess duglegur og ráðagóður, í viðureign sinni við torfærurnar. JARÐSKJÁLFTI Berkeley, Kaliforniu, 9. júli (AP). Jarðskjálftamælar við Kalí forníuháskóla í Berkeley sýna að í dag urðu miklir jarð skjálftar sunnarlega á Kyrra- hafi, sennilega við Nýju Hebrideseyjar, um 1500 km. fyrir austan Ástralíu. Er talið, að styrkleiki hræringanna hafi verið 8—8,5 eftir Richter- skala, og hefðu þær því getað valdið miklu tjóni ef þaer hefðu orðið í þéttbýli. Til samanburðar má geta i-ess að styrkleiki jarðskjálftanna í Alaska í marz s.l. var *-A. Hin stærri síldveiðiskip sigla með afla sinn til Siglufjarðar, og síldarflutningas'kip taka úr hinum minni skipum fyrir aust- an og flytja hingað. Þannig mun Siglufjörður þiátt fyrir allt vera efstur á blaði, hvað snertir bræðslusíldarmagn. Norska 9Íldarftutningaskipið „Sigvald“ tók niðri hér á sand- rifi um kl. 2 á þriðjudag. Var það með rúmar 4.300 tunnur inn- anborðs, en slapp þó auðveldlega a£ eigin rammieik á flot á ný. — St. IUND ANFARNA tvo daga t hafa farið fram uppboð, semi allmikla athygli hafa vakið i í bænum. í fyrradag fór fram’ uppboð á evgnum fvrirtækis- \ ins Carabella, sem haft hefiri með höndum framleiðslu i undirfatnaðar og í gær fór ? fram uppboð á eignum Toledo ' í Fischersundi, en það fyrir- ^ tæki hefir framleitt margs- L kyns fatnað. I Þessa mynd tók Ijósmynd- J ari blaðsins í gær þar sem} verið var að bjóða upp fram- 4 leiðsluvörur Toledo. Þórhallurv Pálsson borgarfógeti stýrir 7 uppboði en einn starfsmaður* embættisins sýnir vöruna. | — Goldwater Framhald atf bls. 1. fari frá San Francisco að þinginu loknu einhuga um að sigra í for- setakosningunum". Og hann bætti við: „Ég veit að þið komið frá landsþinginu einhuga og fullir af baráttuvilja — ekki til að berjast hver gegn öðrum, heldur gegn Johnson forseta. stjórn hans og utanríkisstefnu, rangtúlkun á efnahagsástandinu og tilraunum til að nota ríkisfé til að tryggja sig í sessi“. Þegar Scranton kom til San Franciscö, sagði hann hinsvegar að Goldwater hefði þegar fyrir- gert rétti sínum til framboðs, m.a. vegna viðtals, sem þýzka viku- ritið Der Spiegel birti nýlega. En þar telur Scranton að GoldwatSr hafi lýst því yfir að hann búist við að Johnson vérði kjörinn för- seti í haust. Ummælin, sem höfð voru eftir Göldwater, voru þau, að hann teldi að í dag gæti eng- inn fellt Johnson, en öðru máli gegndi þegar kosningarnar fara fram í nóvember. Scranton sagði við fréttamenniná: „Ég er kom- inn hingað til þess að sýna þjóð- inni að repúbíkananafnið er ekki nafn á öfgafullu þjóðfélagi hægri sinna“. Þótt líklegt sé talið í dag að Goldwater verði kjörinn fram- bjóðandi, hafa bandarískar frétta stofur gert víðtækar ráðstafanir til að fylgjast með öllu, sem ger- ist á flokksþinginu. Mesta at- hygli vekja aðgerðir ABC-út- varps- og sjónvarpskerfisins (American Broadcasting Comp- any), sem hefur fengið nýjan fréttamann til að skýra hlust- endum og áhorfendum frá því. sem um er að vera. Þessi nýi fréttamaður er nefnilega Dwight D. Eisenhower, fyrrum forseti. Hefur Eisenhower daglegan spurn ingatíma meðan landsþingið stendur yfir, og ræðir þar ástand og horfur við stjórnmálafulltrúa ABC. — í „Fríhöfniniiitó FRAMVEGIS verður Morgnn- blaðið til sölu í verzlun Frí- hafnarinnar í flugstöðvar- byggingunni á Keflavíkur- flugvelli. Þar syðra er Morg- unblaðið einnig selt í sólu- turni Aðalstöðvarinnar. Norska síldarflutninagskipið Sigvald á Siglufirði. Síldin og Siglfirðingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.