Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 4
4 4 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júii 1964 Sá sem getur leigt ungum tryggingafræðingi á heim- leið frá Kaupmannahöfn í fasta stöðu í Reykjavík, 3—4 herb. íbúð, vinsamleg- ast hringi í sima 14024 eftir kl. 16. Stúlka óskast í forföllum húsmóður í sveit í þrjá mánuði. Má hafa með sér bam. Uppl. i síma 38055. Skrifstofustúlka óskar eftir vinnu hálfan daginn, gæti einnig tekið verkefni heim. Tilb. merkt: „Áreiðanleg — 4701“. Send ist Mbl. fyrir fimmtud. nk. Hæð með 2 og 3 herb. íbúðum til leigu. Hitaveita, svalir og bað. Tilboð merkt: „4700“ sendist Mbl. 29. þ.m. Ný íbúð til leigu í 6 mánuði fyrir 25 þúsund. íbúðin er teppalögð. Uppl. í síma 23959 milli kl. 9—10 í kvöld. Hafnfirðingar Mig vantar íbúð til leigu frá 1. sept. Upplýsingar í síma 24112 milli kl. 1—5. Margrét Thorlacius. Eitt til tvö herbergi á rólegum stað óskast strax eða um mánaðamót júlí-september. Uppl. í síma 35244. Skellinaðra til sölu sterk, nýuppgerð. Verð 3600 kr. Bræðraborgar- stíg 1 milli 17—20. Múrarar Múrarar óskast. Uppl. í símum 18378 og 22750 eftir kl. 8 á kvöldin. Vanur bifreiðastjóri óskar eftir atvinnu við akstur. Tilboð merkt: „Reglusamur — 4702“ ósk- ast fyrir föstudagskvöld. íbúð til lcigu 6 herbergja íbúð til leigu frá 1. sept í Kópavogi. Tilb. leggist inn á afgr. Mbl. f. 25. þ.m., merkt: „1. sept- ember“. Vandað Grundig Stereo-sett í teakskápum til sölu. Uppl. í síma 19561 eftir kl. 6. að auglýsing; i útbreiddasta blaðinn borgar sig bezt. í dag er miðvikudagur 2*. júli og er það 204. dagur ársins 1964. Eftir lifa 162 dagar. Tungl lægst á lofti. Aukanætur. Árdcgisbáflæði kl. 5.08 Svo áminni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami yðar að lifandi, hcilagri, Guði þóknaniegri fórn (Róm. 12,1). Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Simi 24361 Vakt allan sólarhringinn, Næturvörður er í Laugavegs- apóteki vikuna 20.—27. júni. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringmn — simi 2-12-30. Næturvörður er í Vesturbæjar- apóteki vikuna 18. júlí til 25. júlí. Sunnudagsvakt er í Austur- bæjarapótel' Neyðarlæknir — simi: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga ki. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga fra kl. 1-4 e.h. Simi 40101. Nætur- og helgidagavarzla í Hafnarfirði í júlimánuði — 18/7. — 20/7. Jósef Ólafsson sími 51820. 21/7. Eiríkur Björnsson simi 5°235. 22/7 Jósef Ólafsson 23/7. Eiríkur Björnsson 24/7. Bjarni Snæbjömsson sími 50245 25/7. Jósef Ólafsson iloltsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema iaugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. eJi. Orð Glfsins svara 1 stma 10000. Sumorouki í Nýlega er komm út plata hjá Fálkanum með tveim lögum eftir Sigfús Halldórsson. Elly Vil- hjálms syngur bæði lögin með undirleik hljomsveitar Svavars Gests. Lögin eru: í græmun mó, sem er vals. Textinn er eftir Gest Guðfinnsson. Hitt er sum- arauki, og er textinn eftir Guð- jón Halldórsson. Bæði þessi lög hafa verið gefin út á nótum, og er það mjög smekkleg útgáfa, sem tónskáldið sjálft hefur teiknað. Birtist hér mynd af káipu annars lagsins. grænum mó Nóturnar eru eingöngu til sölu hjá hljóðfæraverzlun Sigríðax Helgadóttur i Vesturveri. ÖUum er kunnugt um vinsældir laganna eftir hann Fúsa. Litia flugan, Tonrtelayo og Dagný eru allt lög, sem verið hafa um árabil á vörum þjóðarinnar. Ekki er vafi á, að þessi lög eiga líka eftir að öðlast vinsasldir ekki sizt eftir útkomu plötunnar. Öfugmœlavísa Tóa er jafnan trygg og spök töm að elta manninn, holt er að fara af hesti í vök og hitta botninn þanninn. SÖFNIN Ásgrímssafn, Beigstaðastræti 74 cr opið alla daga nema laugardaga frá kl. 1:30—1. Árbæjarsafn cp?ð alla daga nema mánudaga kl. 2—*». Á sunnudögum til kl. 7. Þjóðminjasafnið er opið daglega kl. 1.30 — 4. Listasafn íslands er opið daglega kl. 1.30 — 4. Listasafn Einr-rs Jónssonar er opið alla daga frá kl. 1.30 — 3.30 MINJASAFN REYKJ A VlKURBORG- AR Skúatúnl 2, opið daglega frá kl 2—4 e.h. nema mánudaga. Tæknibókasafn IMSl er opið alla virka daga frá kl. 13 til 19, nema iaugardaga frá kl. 13 til 15. Ameríska bókasafnið i Bændahöll- inni við Hagatorg Opið alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13—18 Strætisvagnaleiði nr. 24, 1, 16 og 17. Spakmœli dagsins Hamiugjan er heimafengin og verður ekki týnd I garði annarra — D. Jerrold FRÉTTIR Frá mæðrastyrksnefnd:: Hvíldar- vika mæðrastyrksnefndar í Hlaðgerð- arkoti, Moafelissveit, verður að þessu sinni 21. ágúst. Umsóknir sendist nefnd inni sem fyrst. Allar nánari upp- lýsingar í síma 1-43-49 milli 2—4 dag- lega. Séra Grímur Grimsson hefur við- talstíma alla virka daga kl. 6—7 eh. á Kambsvegi 35. Sími 34819. GAMALT og gott Aldnar undir blæða, augun felia tár. Mörg er heimsins mæða og mannraunin sár. Miðvikudagsskrítlan „Ég svaf hjá honum paibba í nótt“, sagði Hörður litli í smáa- barnaskólanurn. Barnfóstra hans, sem laigði mikið upp úr því, að börnin töluðu rétt og skýrt, át setninguna upp eftir honum: „Ég svaf hjá honum pabba í nótt. Al- veg rétt, drengur minn“. „Jæja, þá hefurðu hlotið að koma upp í til hans, eftir að ég var sofnaður,“ anzaði drengurinn forviða. sá NÆST bezti Roskin stúlka, sem hélt mjög upp á ketti, var spurð um orsökina að ást hennar á köttum. „Þegar ég sá, að ég gat engan mann náð í“ sagði hún „valdi ég eðlilega það kvikindi, sem næst honum gengur í ötryggð, svikum ag flaræði1. Síldarstúlka Eins og allir vita tala aliir núna um síld og aftur síid, og austur i fjörðum og allt norður að Húsavík er verið að salta sild og víð» annarstaðar er verið a5 bræða bana. Á þessari mynd er stálka að salta síld og einbeittnin leynir sér ekki í svipnum. Hún er með hnífinn í annarri kendinni, síldina í hinni og sígarettu í munrn, og lætur sér fátt um finnast um allar sígarettuauglýsingar. t baksýn liggur ygn fjörðurinn og fjöll með þokuslæðing á herðum sér. Blöð og tímarit VEIÐIMAÐURINN, málgagn Stangaveiðimanna á fslandi er nýkominn út. Er það 68. heftið Það er gefið út í tilefni af 25 ára afmæli Stangveiðifélags Reykja- víkur og er efni þess að mestu leyti helgað því. Ritið er prýði- lega útgefið með mörgum góðum greinum og myndum. Ritstjóri er Víglundur Möller. Það er 55 les- málssíður að stærð. Af efni blaðsins má nefna þetta: Rit- stjórinn skrifar afmælisþanka Eftir aldarfjórðung. Afmælis- kveðja frá Reykjaví'kunborg, sem Geir Hallgrímsson skrifar. Þá eru afmæliskveðjur þriggja ann- arra. Þá ritar ritstjórinn sögu fé- lagsins. Matthías Jóhannessen spjallar við Óla J. Ólason for- mann S.V.F.R., sem hann nefnir: Að ánetjast stangaveiðinni. Gunn laugur Pétursson blaðar í göml- um fundarbókum. Hugleiðingin eru Ský? eftir K.G. Elliðaárnar fyrr og nú eftir Kjartan Péturs- son. Theodór Gunnlaugsson skrif ar um göngusiiung. Ýmislegt fleira efni er í ritinu. Minningarspjöld Minningarspjöld Barnaspítala- sjóðs HRINGSINS fást á eftir töldum stöðum: Úra og skartgripaverzlun Jóhannea Norðfjörð. Austurstræti 18 (Ey- mundsen) Vesturbæjar Apóteki, Melhaga 20-22. Holts Apóteki Langholtsvegi 84. Verzlunin Vesturgötu_ 14 Verzlunin Speg- illinn, Laugaveg 48 Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61 Vinstra hornið Slúður er líka listin að segjm ekkert á þann hátt, að ekkert er í rauninni látið ósagt. Tíminn fer tímavillt TÍMINN þykist vera blaða þjóðlegast og befur nú enn einu sinni sannað það í verki. Hefur blaðið að því er virðist haft viðtal við Þorvald heit- inn Thoroddsen, náttúrufræð- ing, sem lézt fyrir rúmuim fjörutíu árum. Viðtalið fjallar að vísu um málefni Patreksfjarðar og í texta sagt vera við ágætan mann með sama nafni, sem nú er þar hreppstjóri. Myndin með viðtalinu er af Þorvaldi, hinum þekkta náttúrufræðing. Nú er því erfitt um að dæma, því að hverjuim dettur í hug, að blaða- menn Tímans þekki ekki mynd hins þekkta brautryðjanda í ís- lenzlcum náttúruvísindum. Annað hvort er söguiþefckingin á Tímanum á hröðu undanhaldi eða Tíminn hefur unnið ein- stætt afrek í blaðamennsku með þessu viðtalL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.