Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 10
IIIMtllllllllll|||||||||||||||||||l||||||||||||||t|NfN«||||n(IIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllltlllllll«IUIIIIIIUIIIIIIIIIimiltlltllllllHimil|||l||||||||||||||||||||||MIIIIIIIIIIIIIII,llllllllllll|l|„IIMIIIIIllllllllll,ll„ll«l,lllll,lllIU„,l„lll|lHlll,l II,tll„lllll„„l„l„n„l,U,11,11,II,II,„,Htn,,l„,„,„lt„„„,„t,|,1,1,111,l„ll„l,t„,II,HHI,„lt„HI,„„„„„,l,l„„H„„„„,„ll 10 MORGU N BLAÐID Miðvikudagui' 22. júli 1964 Lögreglumenn vopnaðir kylfum leggja til atlögu við blokkumenn. 6EIRÐIRNAR í Harlem. blökkumannahverfi New York undanfarin kvöld og nætur eru þær alvarlegustu í borg- inni í 20 ár. í óeirðum þessum létu tveir blökkumenn lífið, yfir hundr- að særðust og hátt á annað hundrað voru handteknir. í gær var kyrrt í blökkumanna hverfinu og aðfaranótt þriðju dagsins voru átökin smávægi- leg miðað við næturnar tvær á undan. Lögreglustjóri New York, Michael Murphy, sem stjóm- aði sjálfur aðgerðum lögregl unnar í Harlem, segir, að óeirð irnar hafi ekki komið á óvart. Hverfið hafi verið að undan- förnu eins og púðurtunna og yfirvöldin óttazt að upp úr syði á hverri stundu. Blökkumannaleiðtogar í Har lem undir forystu Jemes Far mers, hafa rætt við borgar- yfirvöldin í New York undan- farnar vikur um hið a-lvarlega ástand í hverfinu og hvernig koma mætti í veg fyrir að í odda skærist. Lögðu blökku mannaleiðtogarnir m.a. tíl, að fleiri lögreglumenn af þeirra kynþætti yrðu settir til varð- gæzlu í Harlem, og hefur nú verið fallizt á tillögu þeirra. Frá því að óeirðirnar hóf- ust á laugardaginn hafa blökkumannaleiðtogar reynt að tala um fyrir íbúum Har- lem og hvatt þá til þess að sýna stillingu. í gær leit út fyrir að tilraunir þeirra hefðu borið árangur. Það var dauði blökkupilts s.l. fimmtudag sem olli því að upd úr sauð. Pilturinn, James Powell, féll fyrir byssu kúlu leynilögreglumannsins Thomas Gilligans. Á laugar- dagskvöldið komu blökku- menn saman við lögreglustöð- ina í Harlem til þess að mót- mæla athæfi Gilligans og kref j ast þess að hann yrði handtek inn, sakaður um morð. Gilli- gan kvaðst hins vegar hafa drepið Powell í sjálfsvörn. í gær skýrði Paul Screvane, sem gegnir borgarstjóraem- bættinu í fjarveru Roberts Wagners, að réttarrannsókn yrði látin fara fram í máli Gilligans. Aðdragandinn að dauða Powells hófst, er húsvörður einn í Harlem gerði sér leik að því að sprauta úr vatns- slöngu á þrjá blökkudrengi, sem voru á leið heim úr skóla. Drengirnir reiddust og einn þeirra kastaði sorptunnuloki að húsverðinum, sem lagði á flótta. Thomas Gilligan var vitni að þessu og skarst í leik inn. Hrópaði hann til drengj- anna og skipaði þeim að hætta að elta manninn. Gilligan seg ir, að drengirnir hafi stöðvað eftirförina og Powell haldið í átt til hans með hníf í hendi. Segist lögreglumaðurinn hafa skipað drengnum að stanza, en hann hafi ekki hlýtt og komið nær. Þegar ekki hafi verið nema fjögur skref á milli þeirra hafi hann beint byssu að drengnum og hótað að skjóta, ef hann staðnæmd- ist ekki. Drengurinn hafi lát ið hótanirnar sem vind um eyrun þjóta og nálgast enn með hnífinn. Segist Gilligan ekki hafa átt undankomu auð ið og orðið að skjóta í sjálfs- vörn. Sem fyrr segir, mótmæltu blökkumenn athæfi Gilligans á fundi við lögreglustöðina á laugardagskvöldið. Að þeim fundi loknum ætluðu nokkrir úr hópi viðstaddra að ráðazt inn í lögreglustöðina, en lög- reglunni tókst að stöðva þá. Síðan hófust óeirðirnar fyrir alvöru. Brátt höfðu þúsundir blökkumanna safnazt saman á götunum í kring og einnig var fjöldi manna á húsþökum, í nágrenninu. Vörpuðu þeir múrsteinum, flöskum, sorp- tunnulokum, pottlokum, járn- reglunni, bifreiðum og vegfar- endum. Særðust margir, er hlutir þessir hittu þá. Á götunum fóru blökku- menn í hópum og hrópuðu: „Murphy morðingi“. „Stöðvið morðingjana í lögreglubúning unum“. „Bjargið okkur frá verndurum okkar“. Margir brutu rúður í verzlunarglugg- um og rændu og rupluðu. Not uðu sumir ránsfenginn til þess að kasta í lögregluna og hvíta menn, sem voru á ferli í hverf inu. Lögreglumennirnir fengu brátt aukinn liðstyrk. Höfðu þeir hjálma sér til varnar og voru vopnaðir byssum, kylf- um og táragasi. Eftir nokkrar klukkustundir höfðu þeir skot ið svo mörgum viðvörunarskot um, að þeir urðu að senda eft ir auknum skotfærabirgðum. Einn maður lézt í átökun- um aðfaranótt sunnudagsins, blökkumaðurinn Jay Jenkins, 41 árs að aldri. Hann var með- Legreglan aðstoðar konu, sem særzt hefur á höfði. al þeirra, sem tekið höfðu sér stöðu á þaki fjögurra hæða húss og létu múrsteinahríðina dynja á lögreglunni á götunni fyrir neðan. Lögreglan skaut aðvörunarskotum og hrópaði til mannanna að hætta. Allir hlýddu nema Jenkins, hann lét sér ekki segjast. Lögreglu- maður skaut þá í átt til hans og hitti hann í höfuðið. Á sunnudagsmorguninn var allt orðið hljótt í Harlem. Við messur um morguninn var les in upp áskorun frá Murphy, lögreglustjóra, og Harlembúar hvattir til þess að láta atburði sunnudagsnæturinnar ekki endurtaka sig. Blökkumanna- leiðtogar reyndu einnig að hafa áhrif á hverfisbúa og lögregluvörður var efldur til muna, en allt kom fyrir ekki. Útför James Powells var gerð á sunnudagskvöldið. Er henni lauk, hófust átökin á ný. Barðist lögreglan við blökkumenn til morguns og einn blökkumaður lézt, en ekki hefur verið skýrt frá með hvaða hætti dauða hans bar að höndum. Margir særð- ust og enn fleiri voru hand- teknir. í gær hófust yfirheyrslur yfir þeim, sem hanöteknir voru. Á mánudagskvöldið köm til smávægilegra átaka, þegar 1000 blökkumenn fóru kröfu- göngu um götur Harlem. Flestir, sem þátt tóku í göng- unni voru unglingar og menn milli tvítugs og þrítugs. Lög- reglan dreifði hópnum, þegar nokkrir úr honum tóku að láta ófriðlega, tókst það nær átaka laust. Á götuhornum nálægt lögreglustöðinni höfðu blökku menn hópazt saman, gerðu þeir hróp að lögreglunni og létu ófriðlega, en betur fór en á horfðist. Skömmu eftir mið nætti var komin á kyrrð í Harlem eftir mestu óeirðir í New York í 20 ár. Óeirðirnar fyrir 20 árum brutust einnig út í Harlem á sumardegi. Þá létust fimm blökkumenn og fimm hundruð særðust. Þetta gerðist á sunnu degi eftir að lögregluþjónn hafði orðið þeldökkum her- manni að bana. Thomas Dewey, þáverandi ríkisstjóri New York, kallaði sambands- lögregluna á vettvang og borg arstjórinn, Fiorello Laguardia, flutti skrifstofu sína í lögreglu stöðina í Harlem. 1 j 2 | 1 2 2 | 2 | 1 3 2 3 •uiiiumiiiim »umi iii n iu i IIIIIIHIIIHUHIIIIIIIHHHIIIHIHHIH, IIIHHHHHHIHIHHIHHHHHHHHHHHHHHIIUIHHHHHHHIItmmmilHHHHiniHIHHHHIHHHHHHHHHHHIHItHHtHHI IMIIIIH.. - 105 ára Framhaid af bls. 1. — Hvað finnst þér helzt um daginn í dag? — Ja, það er margt og ég veit ekki hvað ber þar hæst. Jú, það er æskan í dag. Hún er svo ljómandi myndarleg og falleg. Já og viðfangsefni henn ar svo margvísleg ef þau eru notuð vel. Ég vona bara að hún verði þjóð og landi til blessunar, þrátt fyrir sjálf- ræðið. Það er heldur ekki gott að drepa niður sjálfræðið í börnunum þótt sumir óskapist yfir því þegar það fer heidur langt, nei nei. Því ef maður stígur á það getur það orðið til þess að börnin verði hlé- dræg og það er heldur ekki gott. Ég man til dæmis eftir með mig. Mömmu mína sá ég aðeins einu sinni eftir að leiðir skildu. Það var þegar fóstri minn tók systur sína Helgu frá Hallsteinsnesi til sín, þá kom mamma með. Hún kom inn í eldhús til fóstru minnar. Ég kom inn og mamma vildi rétta mér arm- inn og að ég tæki í hönd sína. Ég þorði það ekki fyrir fóstru minni. Svona var þetta þá. En ekki leið mér vel. Það var ekkert grín að þurfa að fara til vandalausra, jafnvel til skyldra, nei, en það er bezt að hugsa ekki um það. Það er liðin tíð. En mikið eiga börnin í dag gott. Jafnvel þótt þau verði að yfirgefa foreldra sína, þá er farið með þau eins og þau eigi sál. Og það get ég sagt þér að þrátt fyrir, þótt ég hefði það betra en önnur börn í minni aðstöðu, þá fann ég sárlega til þess að fara á mis við móðurhlýjuna. Fóstri minn var strangur, oft harður og fljóthuga og auð vitað fór það ekki framhjá mér. Fóstra mín vildi einnig láta hlýða sér. Það kom því fyrir að þeim rann í skap ef eitthvað kom fyrir. r ’'°tta var svona allt. — Hvernig finnst þér að lifa í dag? — Ósköp gott, það eru allir svo góðir. Það er verið að tala um eyðslusemi og víst er hún ekki holl ef hún fer yfir mark ið. Hóf er bezt í hverjum hlut. En ætli við þessi gömlu yrðum betri en þeir ungu í dag ef allt þetta sem það hefir hefði verið rétt í kjöltu okkar þegar við vorum í mestu eymd inni í gamla daga. Það er satt að sá málsháttur er sannur, að hægara er að afla f jár en gæta þess og mér finnst sárt þegar farið er illa með fjármuni. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Nei, æskan er góð í dag. Hún þarf bara að læra og hafa góðar fyrirmynd ir. Það þýðir lítið að banna það sem maður gerir sjálfur og prédika það fyrir öðrum sem maður fer ekki eftir. Nei, hugsa sér hvað allir hafa það gott. Mesta syndin er vanþakk lætið og ef ég mætti segja fólkinu eitthvað þá vildi ég vara við vanþakklætinu. Það hefnir sín. Við eigum svo gott land og getum því litið björtum aug- um fram. Á. H. Annars staðar í blaðinu í dag er grein um Maríu. Vænn lax í Svarf- aðardalsá Akranesi, 21. júlf: — DRAGN ÓT ATRILLURN AR, Björg og Hafþór, lentu í morgun fyrr en ella, vegna SA-storms. Önnur fiskaði 900 og hin 700 kg. Það byrjaði að hvessa á 5. tím- anum í nótt, og stormbeljandi hef ir verið hér í allan dag. 23ja punda lax, sprettharðann í meira lagi, veiddi Magnús Mar- íusson, verkstjóri í Olíustöðinnl í Hvalfirði nýlega norður í Svarf aðardalsá í Eyjafirði á stöng og annan 9 punda. En daginn eft- ir tvo í sömu á, 10 og 11 punda laxa. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.