Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 1
24 siðiiff .51 árgangur 169. tbl. — Miðvikudagur 22. júlí 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsln* Refsiaðgerðir gep S.-Afríku og Portúgal — samþykktar á fundi afrískra leiðtoga í Kairó — fundinum lokið Kairó, 21. júlí — (AP) — LEIÐTOGAR 34 Afríkuríkja luku í dag fundi sínum í Kairó. Ákveðið var í fundar- lok, að öll þátttökulönd beittu sér fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Suður- Afríku. Þá var einnig ákveð- ið, að reynt skyldi að veita skæruhermönnum á portú- gölskum yfirráðasvæðum þá aðstoð, sem hægt er. í tilkynningu, sem gefin var út í lok fundarins, var frá því skýrt, að fundarmenn hefðu samþykkt skýrslu, þar sem greint var frá landamær- um einstakra ríkja í Afríku. Sagt var þó, að tvö ríki, Mar- okkó og Sómalíuland hefðu neitað að viðurkenna skýrsl- una. Gert er ráð fyrir, að önnur atriði lokasamþykktar fund- arins verið birt síðar í kvöld, eða nótt. Það var í dag, að fundarmenn tóku að ræða sérstakar aðgerðir gegn Suður-Afríku og Portúgal, og var það gert á lokuðum fundi. Fundarstörf hafa gengið hægt. Þrír fyrstu fundardagarnir ein- Framh. á bls. 16. Efrt myndln sýnlr (t. v.) Antoine Gizenga, sem fyrr- um var studdur af komm- únistum, og Moise Tshombe, eftir að Tshom.he hafði kom- ið því til leiðar, að Gizenga var látinn ilaus. Hann hafði þá setið I tvö ár í Bula- Bemba fangelsinu í mynni Kongóárinnar. Myndin var tekinn sl. laugardag. Neðri myndin er frá fundi afrískra leiðtoga, sem staðið hefur undanfarna daga í Kairó. Frá vinstri sjást Kwame Nkrumah, forseti Ghana; Leon M‘Ba, forseti Gabon; Haile Selassie, keis- • ari Eþíópíu og A. M. Apithy, forseti Dahomey. — Ljósm. AP. Johnson forseti krefst rann- sóknar vegna óeirðanna Washington, 21. júlí — (AP) JOHNSON, Bandaríkjafor- seti, gaf í dag út fyrirskipun Javits gegn Goldwater New York, 21. júlí — AP JACOB Javits, repúblikani, öldungadeildarþingmaður frá New York, sem kunnur er vestan hafs fyrir afskifti sín af miálum flokksins, lagðist í dag gegn Goldwater, forseta- efni flokksins. Javits sagði, að hann gæti ekki lagt Goldwater lið, en sagðist ekki mundu ganga úr flokknum, heldur beita sér fyrir því, að frjálslyndir repúblikanar berðust gegn íhaldsöflunum. Kvað hann nauðsynlegt, að komið yrði í veg fyrir, að þeir, sem fylgja Goldwater að málum, nái yfirhöndinni innan flokksins. um, aö alríkislögregla Banda ríkjanna, FBI, hefji þegar í stað rannsókn á kynþátta- óeirðum þeim, sém til hefur komið vestan hafs síðustu dægur. Forsetinn sagði í yfirlýs- ingu sinni, að ofbeldi og lög- leysur yrðu ekki látnar við- gangast. Sagði þar ennfrem- ur, að sérstök nefnd hefði þegar tekið til starfa á veg- um FBI, og skyldi hún rann- saka sérstaklega, hvers kon- ar lagabrot hefðu átt sér stað. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, George E. Reedy, las eftirfar- andi yfirlýsingu forsetans; „Það verður að gera öllum ljóst, þegar í stað, að ofbeldi og lögleysur verða ekki þol- aðar.... bandarískir borgar- ar hafa fullan rétt á vernd..“ (Sjá grein um kynþáttaóeirð- irnar í Bandaríkjunum, ann- ars staðar í blaðinu). f gærkvöld, mánudagskvöld, varð y ára gömul blökkustúlka fyrir' skotárás á einnj af götum Chicagoborgar. Áhorfendur að atburðinum segja, að hópur unglinga (hvítra) hafi ekið um götuna á miklum hraða, og hafi verið skotið stúlkuna úr bifreið, sem Framh. á bls. 9. Æskan í dag falleg og myndarleg María Andxésdóttir 105 óra ÁRNI HELGASON í Stykkis- hólmi átti eftirfarandi samtal við Maríu Andrésdóttur fyrir Morgunblaðið í tilefni af 105 ára afmæli hennar í dag. — Óskar blaðið hinu merka af- mælisbarni til hamingju. — ★ ★ ★ — — Hafa seinustu 5 árin ver ið þér erfið? — Erfið, nei, sei ,sei, nei. Það er ekki orðið yfir það. Að vísu hefir flensan herjað á mig, en til allrar lukku hafði ég þar betur og hvernig getur nokkuð verið erfitt þegar maður á annað eins að eins og fólkið hér í húsinu, blessunina hana Ingibjörgu og Aðalheiði mína, og svo auðvitað karl- mennina líka, ekki skal gleyma þeim, nei, nei, það má alls ekki. Nei, ég hefi það gott. Blessuð hjónin sköffuðu okkur Ingibjörgu þessa ágætis stofu. Það er svo hátt til lofts og vítt til veggja eins og sagt var hér áður fyrr. Og útsýnið upp á blessaða Skógarströnd ina mína. Nei, Árni minn, miðað við aldurinn og það sem á dagana hefir drifið, hefi ég það gott, svo er guði fyrir að þakka. Framh. á bls. 10 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.