Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 22. júlí 196 MORCUNBLAÐIÐ 17 Guðrún Jakobsdóttir Hlinning í DAG verSPur gerð frá Foss- vogskapellu útfor Guðrúnar Jakobsdóttur, húsfreyju, Sigtúni 65 hér í borg. Hún andaðist í ILandsspítalanum fóstudaginn 17. þ. m., eftir þunga sjúkdómslegu. Guðrún var fædd 24. júní 1906 »ð Hvolseli í Saurbæ, í Dala- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Sigurðsson og Hall dóra Guðmundsdóttir, sem þar Ibjuggu þá búi sínu. Kunnug- ieika skortir mig til að lýsa þessu Ibernskuheimili Guðrúnar eða settum hennar nánar. Hitt er mér kunnugt, að á bernskualdri missti hún föður sinn, sem þá fcndaðist frá stórum barnahópi og í fátækt eins og títt var um barn- marga fjölskyldfeður í þá daga. Elftir lát föður sÉns fluttist Guðrún á hið myndarlega heim- ili Guðmundar Theódórs, hrepps- etjóra, að Stórholti í sömu sveit, en þar dvaldi hún svo síðari hluta bernsku og æskuáranna. l'm tvítugsaldur flutti hún svo tií Reykjavíkur en stuttu síðar •ð Bessastöðum, á heimili Björg- «]fs Ólafssonar, læknis, er þá bjó Stórbúi á því höfuðbóli. Á Bessastöðum kynntist Guð- rún ráðsmanninum á stórbúi íæknisins ungum Skagfirðingi, Pálma Jónssyni frá Svaðastöðum, eem stuttu síðar gerðist lögreglu- miaður 1 Reykjavík, og verið hefur um margra ára skeið varð- ttjóri i lögregluliði borgarinnar, cg flestum Reykvíkingum er því kunnur. I>au Guðrún og Pálmi giftust ®g stofnuðu heimili sitt í Reykja- vík hinn 17. maí 1930, og hefur Guðrún, i farsælu hjónatoandi, Stjórnað því heimili síðan. En bvo hefur verið að sjá á því heim fli að vel hafi Guðrún notfært fér þá möguleika, sem vistin á fyrrnefndum myndarheimilum vafalaust hefur gefið henni til góðrar sjálfsmenntunar í heim- ílishaldi og fleiru, því vel held ég að ungu konurnar nú, með alla þá skólamenntun, sem samtíðin hefur upp á að bjóða, megi gæta sín til ag fara 1 húsmóðursporin hennar. Fyrir þeim, sem einhver kynni höfðu af rausnar og myndar- heimili þeirra Pálma og Guðrún ar, þarf ekki að lýsa hvernig húsmóðirin þar stóð í stöðu sinni. Það mun vera helzt í stuttum eftirmælum eftir hinar hæfustu húsmæður, sem eitthvað er getið um það mikilvæga starf, sem húsmóðurstarfið er í hverju þjóðfélagi. En að það kunni að vera mikilvægast allra starfa, þess er of sjaldan getið. Guðrún Jakobsdóttir var góð kona og miklum hæfileikum gædd. Þeir, sem bezt þekktu hana og heim- xli hennar komust ekki hjá því að sjá að þar var húsmóðir, sem íórnaði öllum sínum kröftum til þess að gera heimilið að þeim griðstað, sem allir þrá. Fyrstu kynni mín af Guðrúnu og hennar ágæta heimili voru með þeim hætti, að vinur minn og samstarfsmaður, Pálmi Jóns- son, gerðist sameigandi minn að tvíbýlishúsi er við og fjölskyldur okkar bjuggu svo saman í um margra ára skeið. Það mun vera í einu af okkar góðu og gömlu spakmælum, að engin lofi ein- býli sem vert sé. En síðan hefi ég samt verið þeirrár skoðunar, að tvíbýli geti verið betra. Þeim hjónum, Guðrúnu og Pálma, varð ekki barna auðið sem kallað er og á fyrstu sam- býlisárum okkar voru þau barn- laus. En þá, og reyndar einnig eftir að þau hjónin höfðu tekið sér tvö fösturbörn, held ég að það hafi komizt næst því að valda eirahverjum ágreiningi á niilli heimila okkar, hvort dreng- irnir okkar hjónanna ættu frekar heima á neðri hæðinni en þeirri efri. En það voru ekki aðeins synir mínir og böm yfirleitt, sem áttu visan griðastað á heimili þeirra Guðrúnar og Pálma. Þar voru allir velkomnir, gestrisni frábær, og hallaðist ekki á í því eini, frekar en öðru, á milli þeirra hjónanna. Fósturbörn þeirra hjónanna eru, Rannveig Pálmadóttir, gift Ágústi N. Jónssyni, lækni, sem nú er við framhaldsnám í Banda- rikjunum, og Hörður Jóhannes- son, bifreiðarstjóri, giftur Jón- ínu G. ívarsdóttur, búsett hér í borg. Er Rannveig systurdóttir Pálma, en Hörður bróðursonur Guðrúnar. Skyldi ekki þetta val íósturbarnanna lýsa l>etur en r.okkur orð hér, hvert jafnræði var í öllu með þeim hjónum. En sú ástúð og umönnun, sem Guð- rún og reyndar þau hjónin l-æði, hafa sýnt þessum fóstur- ’oörnum sínum, hefur sannast sagt verið dásamleg, og til mik- íllar fyrirmyndar. Enda höfðu þau hjónin nú ag undanförnu, í sjúkdómsörðugleikunum, notið mikils ástríkis af hendi fóstur- barnanna. Um leið og ég nú lík þessum fátæklegu minningarorðum, vil ég fyrdr mína hönd og konu minnar færa hér fram kveðjur og þakkir fyrir órjúfandi vináttu og tryggð Guðrúnar í okkar garð, silt frá fyrstu kynnum. En nán- ustu aðstandendum hennar votta ég okkar innilegustu samúð. Ingólfur Þorsteinsson Stefanía G Crlends- dóttir - Minningyarorð ttll ferðaþjónusta innamands og uian án aúkagjalds GLERflUGNflHÚSIÐ TEMPLAR ASUNDI 3 (homið) I DAG verður kvödd frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, Stefanía Gróa Erlendsdóttir, er andaðist í St. Jósefsspitala í Reykjavík 16. þ. m.,.eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Stefanía var fædd í Reykjavík 28. ágúst 1904. Foreldrar hennar voru þau hjónin Þorbjörg Gísla- uóttir, Árnesingur að ætt, og Er- lendur Guðmundsson, sjómaður, en þau hjón voru öllum eldri Reykvíkingum að góðu kunn. Börn þeirra Þorbjargar og Er- lends voru sjö, fjórir bræður og þrjár systur. Tvö þeirra eru nú látin, Gísli skipstjóri, sem fórst með‘togaranum Ólafi og Stefan- ía. Hún var há og gjörfuleg kona, l’ós yfirlitum og einstaklega geð- þekk. Á yngri árum vann hún m.a. um nokkra ára skeið á bók- bandsvinnustofu ísafoldarprent- smiðju, eða þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, bróður nxínum, Pétri Ingjaldssyni, bif- reiðarstjóra, þann 21. júlí 1942. Þau Stefanía og Pétur eign- uðust fjögur mannvænleg börn. Kom uppeldi barnanna að miklu leyti í hlut Stefaníu á fyrstu érum þeirra, þar sem maður hennar dvaldi langdvölum til sjós. Börn þeirra eru nú komin á iegg, bráðefnileg og fríð sínum og hefir vissulega sannast, hvílík afbragðs móðif Stefanía hefir v'erið þeim og hversu giftusam- lega henni hefir tekizt að leiða þau gegnum æskuárin. Börnin eiu: Erlendur, skipverji á m/s Helgu, Ragnheiður, skrifstofu- stúlka, Ingjaldur, vélvirkjanemi og Ásdís Björg. Oll kynni mín af mágkonu minni hafa frá fyrstu tíð verið einkar elskuleg og minnist ég sérstaklega nú, hversu vel hún ætíð reyndist öldruðum foreldr- um mínum meðan þeirra naut við> jafnframt minnist ég þeirrar ánægju, er ég hafði alla tíð af því ag koma á heimili bróður míns og mágkonu, enda var hún framúrskarandi húsmóðir, vel greind og skemmtilegur húmor- isti. Hún hélt fast á skoðunum smum, enda hafði hún gáfur til þess að rökræða þær. Það er nú skarð fyrir- skildi á Ásvallagötu 46 við fráfall hús- móðurinnar, en þar sem fjölskyld an hefir alla tíð verið samhent og samrýmd, munu þau styrkja hvert annað við minninguna um elskulega og góða eiginkonu og móður. Bróður mínum og börn- um hans bið ég þeirrar blessunar sem Guð einn fær veitt. Njáll Ingjaldsson. María Andrésdóttir 105 ára í dag MARÍA Andrésdóttir í Stykkis- hólmL Fullu nafni heitir hún María Magðalena en það vita sjálfsagt færri. Hún er svo sem kunnugt er systir hinna þjóð- kunnu skáldsystra Herdísar og Ólínar. María er fædd að Hóls- búð í Flatey 22. júlí 1859 dóttir hjónanna Sesselju og Andrésar Andréssonar sjómanns er þar bjuggu þá. Amma Maríu Guðrún Einarsdóttir bjó í Miðbúð í Flat ey. Hún var systir Þóru í Skóg- um móður þjóðskáldsins Matthí- asar og Guðmundar Einarssonar prófasts að Kvennabrekku og Breiðabólstað. Föður sinn missti María þegar hún var á fjórða ári. Man h.ún það vel, sérstak- lega vegna þess að þá varð hún að yfirgefa móður sína vegna þess að frændi hennar séra Guð mundur bauðst til að taka hana í fóstur. Þegar faðir hennar dó gekk móðir hennar með yngsta barni þeirra. Var það strax eftir fæðingu skírt eftir föður hennar og látið heita Andrésa, en þetta var stúlkubarn. Hún fylgdi móð ur sinni, en hin börnin fóru sitt í hverja áttina. Sesselja gift- ist síðar Sveinbirni Magnússyni og áttu þau saman tvö börn, Maríu sem nú á heima á Sóma- stöðum í Reyðarfirði og er ein- mitt í dag 95 ára og Guðmund, en hann er látinn. María man vel eftir ferðinni í fóstrið. Það er gaman að láta hana segja frá, undravert er minnið. Hún fylg- ist svo vel með öllu, hverri breyt ingu sem verður í kring um hana, fylgist vel með æskunni, og eins hinum fullorðnu. Hún var í fóstri hjá sér Guðmundi bæði á Kvennabrekku og Breiða bólstað. Hún man vel þjóðhátíð ina 1874, þá 15 ára á Breiðaból- stað, lýstir nákvæmlega hverju atviki þegar hátíðarhöldin fóru fram þar. Fóstri hennar var strangur og vildi umfram allt sterkan aga. Fóstra hennar sömu leiðis. María var látin vinna alla vinnu strax og hún gat það, með öðru vinnufólki og þótti engin liðleskja. Þegar fóstri hennar lézt varð María með fóstru sinni vet- urinn eftir en þá fór fóstra henn ar suður. María fór þá í Langa- dal á Skógarströnd og giftist Daða Daníelssyni bóndasyni þar. Þau fengu 1/3 úr jörðinni til ábúðar og þætti einhverjum slíkt lítils virði nú og veit ég ekki hvað „bændablaðið“ myndi segja um slíkan búskap á þessum seinustu velmegunartímum. í tvö ár bjuggu þau Daði á Litla Langa- dal, fluttust svo að Dröngum þar sem þau bjuggu í 19 ár. Að Narf eyri voru þau í 5 ár og svo á Setbei'gi. Þá var María um skeið í Reykjavik en kom svo til Ingi bjargar dóttur sinnar og Sigurð ar hreppstjóra Magnússonar í Stykkishólmi og í skjóli þeirra og dóttur þeirra Aðalheiðar og manns hennar Stefáns Siggeirs- sonar er hún nú, líður þar vel og er alltaf glöð og ánægð. Sönn fyrirmynd þeirra sem geta gert gott úr öllu. Væri mörgum þeim sem kvartar yfir sínu hlutskipti í dag, það hollur skóli að setjast svolitla stund í námunda við Maríu og læra af henni og taka síðan „háskólapróf“ í sönnum lífs huga og lífsgleði. María er óvenju ern. Það tek- ur ekki á hana þótt margir komi til hennar og hún spjalli við þá tímunum saman. Sumir hafa dvalið dögum saman hjá henni og ausið af minnislindum henn- ar. Sá fróðleikur væri þess verð ur að hann væri birtur og hver veit nema það verði gert. Ég kem oft til hennar og vermi hug minn við yl minning- anna. Mér líður alltaf vel í nám- unda við Maríu, heiðríkjan í sál hennar er mikil. Allt hennar fas er hverjum sem sér. undrunar- efni. Auðvitað hefir hún látið á- sjá seinustu fimm árin, en það er furðu lítið þegar tekið er til- lit þess að minnsta kosti þrisv- ar sinnum hefir flensan ætlað að beygja hana og hún oröið að taka á sínum stóra til að hafa þar yfirhöndina. Hún hefir því lítið hreyft sig síðan hún fékk skollans flensuna í vetur en þó alltaf fram á stól meðan búið er um hana. „Þetta er mesti aum- ingjaskapur í mér“, sagði hún við mig um daginn, „að byrja ekki að hreyfa sig svo lítið. Það er svo hætt við að maður stirðni ef ekki er liðkað um fæturnar og ég veit að ef ég byrjaði á að fara fram myndi ég bráðlega hafa það í einni lotu“. Já, hún er ekki bangin sú síunga og ágæta vin- kona mín María í Hólminum. Hólmurinn verður frægur fyr- ir að hafa átt hana á íbúaskrá sinni, sannið þið til, enda er hún heiðursborgari Stykkishólms, hún hefir fallegt skjal þessu til staðfestingu og hangir það yfir rúmi hennar. Ingibjörg dóttir hennar varð 80 ára í vor. Hún les fyrir mömmu sína því María á svo erfitt með að lesa. Kannske gæti hún það ef hún fengi nógu sterk gleraugu, en það tekur þvi ekki, því það er svo gaman að hlusta á Ingibjörgu lesa. Sigurð- ur hreppstjóri maður Ingibjarg- ar er nú 84 ára. Óneitanlega er gaman að heyr* Ingibjörgu kalla á mömmu sína. Geri aðrir betur. Aðalheiður og Stefán sem allt vilja fyrir þau öldruðu gera keyptu í vor ágætt hús í Stykkis hólmi og urðu það mikil við- brigði fyrir þær mæðgur Ingi- björgu og Maríu. Mér finnst ég sé komin í hreina höll verður Maríu að orði. Blessuð séu þau Alla mín og Stefán fyrir það. Það hefir líka birt í hugskoti þeirra mæðgna við þessa breyt- ingu, því gamli staðurinn var svo lítill fyrir þær. Nú hefir ver öldin víkkað. María fylgist vel með öllu sem gerist bæði hér á landi og úti í heimi og er furðu glögg að greina þar á milli. Er það undra vert hvað hún man af nöfnum og ruglar þeim ekki saman. Af- komendur hennar eru nú nokk- uð á annað hundrað, því þau Mar ía og Daði eignuðust 15 börn og eru 9 þeirra á lífi. Hið elzta 83 ára. Hún kann skil á öllum sín- um niðjum og ruglast ekki f hvar þau séu niðurkomin o.s.frv. Ja, minnið. Ef við sem nú er um ung hefðum slíkt þegar ald- urinn færist yfir og þá heilsu, sem guð hefir gefið Maríu, þá væri það mikið lán. Og svo 1 viðbót glaðlyndið og góðvildina. A þessum degi streyma margir þakklátir hugir í Stykkishólm, hlýir og þakklátir og hver sem átt hefir þess kost að sjá og tala við Maríu blessar þær stundir, sem hann hefir til þess varið Ég tek ekki djúpt í árina þótt ég segi fyrir mig að vináttu hennar, brosi og tryggð vildi ég sízt af öllu glata. Hún hefir gef- ið mér svo margt, já svo ótal margt, sem aldrei verður þakkað til fulls. Guð blessi hana ævinlega. Árni Helgason. Meira cn tvöfalt ma<>ii í hræðslu Neskaupstað, 21. júlí: — SÍLDARVERKSMIÐJAN hér hef ir nú tekið á móti 140 þús. mál- um síldar, en á sama tíma í fyrra 63 þúsundum. Lýkur bræðslu á morgun ef ekki bætist við. 3700 tonn hafa fengizt af mjöli og 4000 tonn af lýsi. Saltað hefir ver ið í 7913 tunnur síldar og fryslar 2500. — Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.