Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 3
MORGU N BLAÐIÐ 3 iif t r :,.in í 11,11 r- Fimmtudagur 30. júlí 1964 * | Ragnar á nöfðabrekku geymir 500 fjár 1 helli I yfir veturinn II RAGNAK Þorsteinsson, bóndi J að Höfðabrekku í Mýrdal stundar mikinn fjárbúskap. í ' landi Höfðabrekku er heílir einn mikill, sem nefnist Skipa i hellir. Nafn sitt dregur hellir- inn af því, að til forna var í honum viðlega fyrir útrseði, i en þá var miklu styttra þaðan , til sjávar. Skýrt er svo frá í gömlum heimildarritum, að í Kötluhlaupinu 1680 hafi tek- i1 ið tvo sexseringá úr hellinum. i Þá tók einnig af gamla bæinn að Höfðabrekku. Skepnur hafa lengi leitað i1 afdreps í Skipahelli undan , i óveðrum. Áður var stundum Norrænt vatna- fræðingamót í Rvík komið þar fyrir vatnsskjólum, svo að búfé gseti fengið sér vatnssopa. Fyrir þremur árum flutti Ragnar allt sauðfé sitt í hellinn, og hefur haft þar fjárhús síðan fyrir 400 til 500 kindur. Lítið þurfti að kosta til byggingarframkvæmda í hellinum. Ragnar sló aðeins upp lágum veggjum fremst í honum, en bergið slútir langt fram og er hellirinn enn að mestu opinn. Þarna eru geymd ir 1200 hestar af heyi, en ut- ar imdir berginu geymir Ragn ar 400 til 500 hesta að auki. Ragnar bóndi sagði frétta- manni Morgunblaðsins, að DAGANA 10.—15. ágúst nk. verð | ur 4. norræna vatnafræðingamoc ið (4. nordiske hydrologkonfer- ence) haldið í Reykjavík, í fyrsta skipti hér á landi. Mót þess’ hafa að undanförnu verið ha' iin á Norðurlöndunum til skiplis á 3 ára fresti; hið síðasta þeirra í Vi- borg, Danmörku, sumarið 1961. Hafa norrænir vatnafræðingar komið þar saman og rætt þau málefni innan vatnafræðinnar (hydrologi), sem efst er á baugi á hverjum tíma. Ennfremur er jafnan gefið yfirlit yfir vatna- fræði þess lands, sem mótið er haldið í. Frá ísiandi hefur Sigur jón Rist, vatnamælingamaður raforkumálastjórnarinnar setið þessi mót. Á mótinu í Viborg flutti Sigurjón boð raforkumála ráðherra og raforkumálastjóra j um að halda næsta mót á íslandi. Var það boð þegið með þökkúm. Á dagskrá mótsins í Reykjavík eru eftirtalin málefni: Vatnfræði íslands, mæling ís- burðar í straumvötnum, nýjar að ferðir við athuganir og úr- vinnslu, vélræn úrvinnsla vatna gagna, statistiskar aðferðir í vatnafræðinni, drefiing vatna- gagna meða1 al.nennings og sér fræðinga, snjóleysing og af- rennsli leysingarvatr.s, burðarþol vatnaísa og önnur rr.ál. Auk fundarhalda r gert ráð fyrir nokkrum skoðu iarí ,ura í sambandi við mótið, r. .a. -.1 Hita veitu Reykjavíkur, !i. w.^vöðv- anna og að Þjórsá. Þegar haía r’ 40 .nanns sauðfé fóðraðist prýðilega í hellinum, því þar væri alltaf svalt og þurrt. Sumsstaðar hefði þó þurft að bæta loftið, þar sem lak úr sprungum í berginu. Þá kvað hann hey- geymsluna í hellinum frábæra því alltaf leikur loft um. Sagðist Ragnar vera búinn að ná inn mestöllum fyrra slætti í hellinum, vegna þess að heyið héldi áfram að þurrkast þar, líkt og við súgþurrkun. Fyrir framan og austan Skipa helli hefur Ragnar 15 hektara tún og 6 hektara í ræktun. Ragnar Þorsteinsson keypti jörðina að Höfðabrekku fyrir 21 ári. Hann býr þar með konu sinni og 5 börnum. töku, en reiknað er með, að er lendir þátttakendur verði um 60 alls. Héðan að heiman er gert ráð fyrir að um 20 taki þátt í mótinu. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku geta snúið sér til raf- orkunmlastjóra, sími 17400. Þátt tökugjald er kr. 800,00. .,Kekla“ nr. 3 með 1.420.00 kr. Ragnar Þorsteinsson. ÞEGAR Mbl. fékk upplýsingar í gær hjá Framtalsnefnd Reykja- víkurborgar um þau fyrirtæki, sem gjalda eiga meira en 300 þús. kr. í útsvar, féll nafn Heildverzl- unarinnar Heklu hf. niður af mis- gáningi. Fyrirtækinu er gert að greiða 1.420.000 kr. í útsvar. Er það því hið þriðja útsva’rshæ.sta fyrirtæki í borginni. Ofar eru Loftleiðir með 16.535.300 kr. og Kassagerð Reykjavíkur hf. með 1 '. J.8C) ,.r. Næst á eftir „Heklu“ kemur svo Slippfélagið hf. með 920.800 kr., og síðan er röðin rétt, eins og hún birtist í Mbl. í gær. erlendis frá skráð sig til þátt- Umferðarslys á Foriiliaga UMFER.ÐARSLYS varð á Horni Fornhaga og Hjarðarhaga í gær- kvöld, er bilarnir R-11391 og R-7452 rákust harkalega saman. ökumaðurinn á R-7452 meiddist á handlegg og stúlka, sem í bíln- um var, Ása Finnsdóttir, Snorra- braut 77, meiddist á höfði. Önnur stúlka, sem í bílnum var, fékk taugaáfall. Ökumanninn í hinum bílnum sakaði ekki. ST\KST[I\AI» Skattar Loftleiða Eins og greint var frá hér í blaðinu í gær, greiða Loftleiðir nú lang hæstu opinber gjöid sem fyrirtæki hér á landi hefir nokkru sinni greitt, og nema þau samtals nær 30 millj. króna. I lýðræðislöndum er það víð- ast svo, að stórfyrirtæki greiða mikinn hluta þeirra gjalda, sem á eru lögð til að standa straum af rekstri ríkis og sveitarfélaga. Þar er það ekki talið óeðlilegt, að fyrirtæki skili ríflegum arði, sem þau nota annars vegar til þess að auka og bæta rekstur sinn en hins vegar rennur til hins opinbera. Menn gera sér grein fyrir því, að greiðslur fyr- irtækjanna létta gjaldabyrði ein- staklinganna og þess vegna er ekki amazt við verulegum tekju- afgangi hjá atvinnufyrirtækjum. Skattar mega ekki vera of háir En þótt þa ð sé ánægjulegt, þegar einkafyrirtæki geta greitt ríflegan hluta af því fé, sem ó- hjákvæmilegt er að ríki og sveita félög heimti til að standa undir sínum útgjöldum, má aldrei íþyngja atvinnufyrirtækjunum um of, þau verða að hafa leyfi til að halda eftir nægilega mikl- um hluta tekna sinna til að end- urnýja atvinnutækin og bæta sinn rekstur. Þar að auki má segja, að eðlilegast væri, að öll fyrirtæki greiddu sömu skatta, hvert sem rekstrarform þeirra væri. Þannig ætti að leggja á atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins alveg eins og einkafyrirtæki. Aðeins á þann hátt fengist rétt- ur samanburður á rekstrarhæfni fyrirtækjanna. Það er ekki í hag heildarinnar ,að ríkið eða bæjar- félög reki fyrirtæki, sem eng- um sköttum skila til sameigin- legra þarfa, ef einkafyrirtæki geta annazt reksturinn og greitt sín gjöld. Aukið öryggi í umferðinni Allmikið hefir að undanförnu verið skrifað um umferðina og er ekki nema gott eitt um það að segja, þótt hinu beri ekki að neita, að stundum hafi verið gengið nokkuð langt í fullyrð- ingum um það, að lítið væri hér aðhafzt til að tryggja öryggi í umferðinni. í gær birtist hér í blaðinu vitðal við Gústaf E. Páls- son, borgarverkfræðing, um þessi vandamál, þar sem hann segir m.a. um aðgreining umferð- arinnar sem nú er unnið að á vegum borgarinnar: „Samkvæmt okkar áætlunum verður götunum skipt í 4 flokka: Hraðbrautir, sem verða hindrun- arlausar brautir fyrir umferðina, milli fjarlægra borgarhluta og út úr borginni. Safngötur, sem „safna“ ökutækjunum inn á hrað brautirnar. Dreifibrautir, sem dreifa umferðinni út til umferð- arhverfanna, og íbúðargötur, en þar ætlumst við til að umferðin verði ekki meiri en sem nemur þörf íbúanna sjálfra. Ráðgert er að loka eins mörgum íbúðargöt- um í annan endann og hægt verð ur. Geri ég ráð fyrir að það veki einhverja andúð fyrst í stað, því óneitanlega gerir slík ráðstöfun umferðina um íbúðar- hverfin ekki jafn greiðfæra. En við vonum að íbúarnir meti þá jafnframt hið aukna öryggi, því þá losna þeir við alla umferð, sem ekki kemur þeim beint við.“ Eins og kunnugt er hefir mjög mikið starf verið unnið af inn- lendum og erlendum sérfræðing- um, varðandi skipulag Reykja- víkur, ekki sízt með hliðsjón af því að gera umferðina hvort tveggja í senn, sem greiðfærasta og öruggasta. Þetta mikilvæga starf ber auðvitað ekki árangur þegar í stað, en það ber samt að meta og virða. r L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.