Morgunblaðið - 30.07.1964, Side 6
6
MORCUN BLAÐID
FTmmtudagur 30. JöTí 1954
ÚTVARP REYKJAVÍK
Á SUNNUDAGSMORGUN, 19.
júlí, var útvarpað ágætri messu-
gerð, sem herra Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, flutti í Skál-
holtskirkju í sambandi við
hátíðina þar. Um kvöldið flutti
Óttar Kjartansson fróðlegt er-
indi um Kleifarvatn. Kleifarvatn
er 140 metra yfir sjávarmál, ea.
10 ferkílómetrar að stærð og hef-
ur mæizt dýpst 97 metrar. Meðal-
dýpið er um 29 metrar. Við vatn-
ið stendur fellið Gullbringa, sem
Gullbringusýsla dreguc nafn af.
Lengi var talið, að silungur
gæti ekki þrifizt í Kleifarvatni,
og spunnust um það þjóðsögur,
en fyrir ca. 15 árum voru flutt
séiði þangað, einkum úr Þing-
vaFlavatni, og nú er silungsveiði
sæmileg í vatninu, I>ynigsti fisk-
ur, sem þar hefur veiðzt, var 11
pund. Stangaveiðileyfið kostar
100.00 kr á dag.
Á sunnudagskvöld hófst einnig
þáttur, sem nefnist: „Út um
hivippinn og hvappinn". Sá Agn-
ar Guðnason um hann. Voru það
einkum samtöl við bændur og
hestamenn. Sérlega fróðlegt var
viðtal Agnars við bónda einn
roskinn af Suðurlandi, fæddan
1888. Hann hafði búið sarrufleytt
í 54 ár. Hann mundi þá tíma, er
„útgerðarmaður“ táknaði allt
annað en nú. Útgerðarmenn voru
þeir vinnumenn nefndir, sem
bændur gerðu út á vertíð með
kæfu, smjör og hangi'kjöt og
fleira tilheyrandi. Bændur
mundu síðan hafa hirt hlut út-
gerðarmannanna, en goldið þeim
einungis sitt fasta kaup.
Nú eru útgerðarmenn komnir
1 höfðinigjatölu og að mestu
hættir að éta kæfu. En bvort
rekstrarafgangur af útgerð
þeirra er meiri nú en þá er hins
vegar ekki fullljóst.
Ef Agnar
Juðason heldur
jrvo fram sem
i lorfir, verða
Iþessir þættir
Ihans vinsælir.
|Honum er lagið
lað tala við menn
|á látlausan hátt
|og fá fram það,
sem hann leit-
ar eftir, án þess
að trana sinni
eigin persónu á áfergan hátt inn
á umræðuvettvanginn.
Á mánudagskvöld talaði Har-
aldur J. Hamar, blaðamaður, um
daginn og veginn. Ræddi hann
mest um fiskveiðar okkar Xs-
lendinga og efnahagslega af-
komu. Hann sagði, að íslendinig-
ar hefðu verið 14. mesta fisk-
veiðiþjóð í heimi árið 1962.
Japan og Perú hefðu þá verið í
fylkingarbrjósti, og mun svo enn
vera. Haraldur ræddi sérstak-
lega síldveiðar okkar, hina bættu
tækni við þær veiðar og hreyfði
þeirri spurningu, hvort síld-
veiðar væru nú loks að verða ör-
uggur atvinnuvegur hér.
Hann sagði, að fiskafli í heim-
inum hefði meir en tvöfaldazt
á síðustu 15 árum. Eiigi að síður
þjáðist stór hluti mannkyns enn
att fæðuskorti. Þá vék hann að
gáfnafari fiska og sagði að rann-
Agnar
Guðnason
!sóknir hefðu leitt I ljós að fisk-
ar væru ekki gjörsneydir and-
legum hæfileikum. Sumir fiskar,
sagði hann, að hefðu einskonar
ratsjá, sem verkaði þó illa að
næturlagi. Væri það skýringin á
því, hvers vegna fiskur veiddist
oft betur að nóttu en degi.
Margt fleira fróðlegt saigði
Haraldur. Hins vegar fannst mér
kynlegt, er hann sagði undir
lokin, að orðið hungur léti ókunn
lega í eyrum okkar íslendinga.
Hann virðist hafa gleymt þvi,
a”' ekki eru nema um 180 ár síð-
an fjórði hluti íslendinga féll úr
hungri. Sem betur fer mun mat-
arskortur vart þekkjast meðal
okkar nú, en fjóra fyrstu ára-
tugi þessarar aldar mun nær-
ingarskortur. og hálfgildings sult
ur hafa verið vel þekkt fyrir-
bæri á íslandi. Ég vil því meina,
að orðið allsnægtir komi flestum
íslendingum, sem komnir eru
yfir miðjan aldur ókunnuglegar
fyrir eyru en orðið hungur.
Erindi Haralds var annars gott
yfirlitserindi. Stjórnendur út-
varpsins gera sér nú mjög títt um
hið viðkvæma hlutleysi þess,
eins og nýjustu dæmi sanna. Har-
aldur siigldi þar kænlega milli
skers og báru. I>að er ekki lík-
legt til að særa „hlutleysis-
kennd“ manna, þótt gerð sé
nokkur úttekt á gáfnarfari fisika
og umgengnisivenjum þeirra á
höfum úti.
Síðar á mánudagskvöld var
þátturinn: „Sitt sýnist hverj-
um“. Viðfangsefnið var sam-
búð ríkis og kirkju hér á landi
og, hvort æskilegt væri að að-
skilja þau eða viðhaida núver-
andi sambúðarháttum, þar sem
ríkið styrkir kirkjuna fjárhags-
lega, en kirkjan er aftur á rpóti
háð ríkinu á ýmsan veg. Þeir,
sem fjölluðu um þetta viðfangs
efni, voru séra Sveinn Víkingur,
Andrés Andrésson, kaupmaður,
séra Ólafur Skúlason og Krist-
ján Bersi Ólafsson, blaðamaður.
Enginn þessara mann-a mælti
með aðskilnaði rikis og kirkju
hér á landi, enda þótt flestir
þeirra teldu núverandi skipulag
hafa vissa galla. Þannig taldi t.d.
Kristján Bersi, að núverandi fyr
irkomulag bryti að nokkru í bág
við grundvallaratriði frelsis og
lýðræðis. En vegna þess, hve
menn væru yfirleitt frjálslyndir
í trúmálum hér, taldi hann vafa
samt, að það væri til bóta að að
skilja ríki og kirkju. Ólafur
Skúlason benti á, að styrkur hins
opinbera til kirkjubygginga væri
ekki ýkja mikill — 1 milljón kr.
á ári, minnir mig, — og þrátt
fyrir tengslin við ríkið, væru
lánastofnanir yfirleitt ekki fáan
legar til að lána fé til kirkju-
bygginga. Söfnuðirnir yrðu því
sjálfir að bera hita og þunga
framkvæmdanna. Hann sagði, að
hlutverk kirkjunnar væri ávallt
það sama, hvort sem um væri
að ræða þjóðkirkju eða óháða
kirkju, sem sé að útbreiða fagn
aðarboðskapinn. Andrés Andrés-
son sagðist hafa gengið í Fríkirkj
una fljótlega eftir að hann kom
til Reykjavíkur 1908, vera nú
í Óháða söfnuðinum, en hann
virtist ekki hafa áhuga á að
sníða öðrum hátternislag í þess
um málum. Sveinn Vikingur
taldi, að aðskilnaður ríkis og
kirkju kynni að glæða trúará-
huga í þéttbílinu í bili, en hafa
öfug áhrif í dreifbýlinu.
Fátt nýtt virtist mér koma
fram við umræður þessar, enda
þótt þær væru ekki óskemmti-
ltgar og ræður manna væru yfir-
leitt snjallar. Einskis verulegs
skoðanamunar gætti, og lá því
nærri, að þátturinn: „Sitt sýnist
hverjum“ kafnaði að þessu sinni
undir nafni. Næst ráðlegg ég
þeim Hólmfríði og Haraldi að
taka upp eitthvert veraldlegra
viðfangsefni. Hvernig væri t. d.
að taka Barry Goldwater? Mér
skilst að menn séu enn ekki á
einu máli um það, hvort hann
sé heldur framsóknarmaður,
sjálfstæðismaður eða laumu-
kommi.
Séra Magnús Guðmundsson,
fyrrum prófastur í ólafsvík,
flutti mjög gagnlegt erindi um
flóttamannahjálpina í Evrópu á
þriðjudagskvöldið. Flóttamanna-
vandamálið var, sem kunnugt er,
erfitt viðfangs í lok stríðsins, og
enn sköpuðust vandamál svipaðs
eðlis, er Rússar fengu köllun til
að berja niður frelsishreyfingu
Ungverja í nóvember 1956. í sum
um löndum hafa verið reist sér-
stök flóttamannaþorp, og vænt-
anlega tekur nú að rofa til í þess
um málum, ef stórveldin fá ekki
því hastarlegri kallanir á næstu
árum.
Á miðvikudagskvöld var að
vanda flutt sumarvaka. Sigríður
Einarsdóttir, skáldkona, frá Mus
aðarnesi flutti „17 ára þátt“.
leikin voru lög eftir Pál ísólfs-
son. Baldur Pálmason las frá-
bærlega góða sumarhugleiðingu:
„Upp til fjalla" eftir í>orbjörn
Björnsson, bónda á Geitaskarði
í Austur Húnavatnssýslu. —
Þorbjörn, sem er snjall rithöf-
undur, þótt meir hafi hann gefið
í heiðursessi
Jæja, þá eru útsvörin kom
in. Að vanda eru margir óánægð
ir og bölva öllu í sand og ösku.
Er þeir fá tækifæri til að kæra.
Annárs tala þeir yfirleitt mest
um há gjöld, sem gera stærstar
kröfur til útláta af hálfu hins
opinbera. Það eru nefnilega
ekki allir, sem skilja ,— eða
vilja skilja, að framkvæmdir
bæja og ríkis eru kostaðar af
þegnunum og engum öðrum.
Og jafnvel þótt menn fáist til að
viðurkenna þá staðreynd, þá
ætlast sumt fólk ævinlega til
þess að Pétur eða Páll borgi
brúsann, því margur heldur auð
í annars garði.
Loftleiðir skipa heiðursess á
öllum skrám um opinber gjöld.
Þeir virðast ekki í neinni hættu
af samkeppni annarra fyrir-
tækja hvað útsvars- og skatt-
greiðslu viðkemur. Það fyrir-
tæki, sem næst kemur í útsvars-
skránni, er Kassagerðin — og
hún borgar aðeins rúmlega tí-
unda hluta af því, sem Loftleið-
um er gert að greiða. Já, nú
geta Loftleiðir ekki kvartað yf-
ir harðri samkeppni.
Þreföld sala
Nú fara fram ýmsar breyt-
ingar á flugafgreiðslunni á
Keflavíkurflugvelli, eins og
kunnugt er. Ég hitti Ólaf Thord
ersen, fríhafnarstjóra, á dögun-
um og fór að spyrja hann hvern
ig gengi. Hann sagði, að verzl-
unin færi stöðugt vaxandi, í
júní hefði salan orðið þreföld
miðað við sama mánuð í fyrra.
Hann kvartaði sem sagt ekki.
Farþegaflutningar Pan Am-
erican um Keflavík hafa auk-
izt, sagði hann. Umferð ann-
arra véla hefur líka vaxið tölu-
vert — og að ógleymdum Loft-
leiðum, sem hafa notað flug-
völlinn meira í sumar en áður.
Óánægja
Ég spurði hann hvort ekki
sköpuðust nein vandræði
vegna þess, að Fríhöfnin tekur
ekki við íslenzkri mynt. Jú,
víst var það. Margir íslenzkir
flugfarþegar yrðu sárreiðir, þeg
ar þeir uppgötvuðu þetta — og
beindist óánægjan þá að starfs-
fólki Fríhafnarinnar, sem auð-
vitað gæti hér engu um ráðið.
Sagðist Ólafur hafa skrifað við-
komandi ráðuneyti og sótt um
að fá að selja fyrir íslenzka
peninga sem aðra. Þetta ástand
væri algert einsdæmi.
Hann benti á, að mönnum
mundi þykja undarlegt, ef ekki
væri hægt að kaupa fyrir enska
peninga tollfrjálsa vöru á Lund
únaflugvelli, danska á Kastrup
og dollara í New York. Það er
skrifað svo mikið um batnandi
hag í viðskiptum við útlönd, að
almenningi finnst þetta mjög
undarlegt, sagði hann.
Vilja losna við
afganginn
Sjálfur sagðist hann ný-
kominn frá Kaupmannahöfn.
Hann hefði getað skipt íslenzk-
um krónum þar á réttu gengi,
fengið dönsku krónuna fyrir
kr. 6,35 íslenzkar. Ljóst væri,
að íslenzka krónan væri nú
tekin sem góð og gild vara í ná-
grannalöndunum.
Og hvað Fríhöfnina snerti, þá
væru það ekki aðeins íslend-
ingar, sem yrðu óánægðir, þeg-
ar þeim yrði ljóst, að ekki væri
hægt að verzla fyrir íslenzka
<-C
'l’u
c
? -
sig við öðrum störfum um dag-
ana, sagðist helzt kjósa sér vist
upp til dala í himnariki, þegar
þangað kæmi. Þætti sér þá engu
lakara þótt þar gengi á með
byljum annað slagið.
í vökulokin las svo Finniborg
Örnólfsdóttir 5 kvæði, valin af
Helga Sæmundssyni. Kvæðim
voru eftir Þrorstein Erlingssoh,
Huldu, Jakob Jóhannessoa
Smára, Davíð Stefánsson og
Tómas Guðmundsson. Finnborg
las kvæðin mjög vel upp. Sér-
stökum áhrifum náði hún með
upplestri sínum á ,,Þjóvisu“ Tóm
asar. Verður því kvæði naumast
skilað betur.
Á fimmtudagskvöld las Flosl
Ólafsson leikari smásögu eftír
D. H. Lawrence, í þýðingu Agn-
ars Þórðarsonar. Nefndist húo
„Munir“ Þá kynnti Jón R. Kjart-
ansson söngplötur Eggerts Stef-
ánssonar (1890-1962), eftir að
hafa dregið upp mynd af hinura
sérstæða persónuleika og tigin-
mennsku söngvarans, sem útlend
ir nefndu „kónginn“ sökum glæsi
leika hans og fyrirmannlegrar
framkomu. Þá var þátturinn: „A
tíundu stund“ í umsjá Ævars R.
Kvaran. Fjallaði hann einkura
uxn trú og heimspeki manna og
þjóða á ýmsum tímum. Ævar er
sérfræðingur í að draga ein-
hverja torræða ævintýraslikju
yfir efni það, sem hann fjallar
um. Naut hann sín vél að þessu
sinni, er hann fjallaði um 'hinztu
rök tilverunnar út frá • trúfræði-
legum og heimspekilegum sjónar
miðum. l>ó má vera, að Ævari
henti betur að fjalla um eitt-
hvert „veraldlegra“ efni. Það er
ástæðulaust að leitast við að gera
dularmögn tilverunnar duiar-
fyllri en þau eru. Þau sýna naum
Framh. á bls. 15
peninga. Margir erlendir ferða-
menn, sem væru á heimleið,
vildu losna við það, sem þeir
ættu eftir af íslenzkum pening-
um með því að kaupa í Frí-
höfninni. Algengt væri, að fólk
ætti eftir eitt til tvö þúsund
krónur, sem það vildi koma i
lóg á þennan hátt — og væri því
Ijóst, að hægt væri að auka
viðskiptin við útlendinga til
muna, ef leyfi fengist til að
taka íslenzka peninga.
Vantar banka
Enginn banki væri í flug-
afgreiðslunni, ekki væri þvi
hægt fyrir þetta fólk að skipta
íslenzku peningunum fyrr en
það kæmi til útlanda, að það
seldi þá þar. Af þessu sést,
sagði Ólafur, að við töpum líka
gjaldeyri á þessu fyrirkomu-
lagi.
Þar fyrir utan, sagði hann, að
banki væri það, sem nauðsyn-
lega þyrfti suður frá. Slík af-
greiðsla þyrfti ekki að taka
mikið rúm.
Af þessu er Ijóst, að við eig-
um enn margt ólært varðandi
starfrækslu flughafnar og mót-
töku ferðamanna.
Hins vegar er það fátítt orð-
ið að heyra kvartanir yfir vönt-
un á fleiri bönkum og fleiri
útibúum. Ég hélt nefnilega, að
það væri eitt af því, sem við
hefðum nóg af. Svo virðist þó
ekki vera.
ELDAYÉLAR
ELDAVÉLASETT
GRIIL
Sjálfvirkt hita- 04
tímaval.
A É G - umboðið
Söluumboð:
HÚSPRÝÐt HF.
Simi 24444 »g 24441.