Morgunblaðið - 30.07.1964, Page 13

Morgunblaðið - 30.07.1964, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ 13 Fimmtudagur 30. jðtí 1984 Eimskipafélag íslands EINAR Sigurðsson, útgerðarmað- ur, ritar grein í „Morgunblaðið“ síðastl. fitnmtudag, er hann nefn ir „Staðreyndir í stað rógs“, og veitist þar ómaklega að Eimskipa félagi íslands. Virðist tilefnið einkum vera það, að félagið hef- ur nýlega lækkað nokkuð farm- gjöld fyrir frosinn fisk, sem flutt ur er með skipum þess. Einar Bigurðsson er eins og kunnugt er einn af forystumönnum Sölumið etöðvar hraðfrystihúsanna og jafnframt stjórnarformaður skipa félagsins Jöklar h.f. og einn af eðaleigendum þess félags, sem oft er nefnt „dótturfyrirtæki“ S.H., þótt tæplega muni það geta talizt réttnefni. í grein sinni talar E.S. fyrir munn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, en mjög vafasamt er, að ellir aðilar að því stórfyrirtæki muni vera honum sammála um allt það, er hann kallar „stað- reyndir" í þessari grein sinnL Farmgjöldin áður fyrr E.S. telur, að S.H. hafi „barizt við“ Eimskipafélag íslands und- anfarin rúm 20 ár „um að fá lægri flutningsgjöld á frosnum fiski“, en þegar félagið lækkar farmgjöldin eins og það nú hefur gert, um allt að 30%, virðist það Ihafa alveg öfug áhrif á hann, og f stað þess að fagna þessari farm gjaldalækkun, fyllir hann marga dálka í „Mbl.“ með óréttmætri édeilu á Eimskipafélagið, og m.a. telur að hér sé aðeins um „dump ing“ eða úndirboð að ræða, og að það sé gert til þess að koma Jöklum h.f. á kaldan klaka. Vér verðum þó að segja það elns og herra) eins og E.S. heldur fram. Eftir að vér fengum hin nýju skip vor (m.s. „Goðafoss, „Detti- foss“ og „Lagarfoss"), sem öll voru með frystiútbúnaði, lækk- aði félagið enn farmgjaldið h. 17. september 1049 úr $60.00 í $50.00 pr. tonn, og stóð sú laekkun jafn- framt í sambandi við gengisbreyt ingu sem þá varð, er dollarinn hækkaði úr kr. 6.50 í kr. 9,36. Enn var farmgjaldið lækkað h. 1. júlí 1953 og var þá ákveðið $37.50 pr. tonn, og var gengið á dollara þá 16.32. En óhætt er að. segja að farm- gjöld Eimskipafélagsins á frosn- um fiski eins og raunar öllum öðrum vörum, hefur jafnan verið langt undir heimsmarkaðsverði og þetta veit E.S. og S.H. Enda hefði S.H. verið í.lófa lagið að leigja skip til frystiflutninganna fyrir lsagra flutningsgjald ef svo hefði ekki verið. Eimskipafélagið ber fullan og góðan skilning á starfsemi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og rnetur framlag hennar bæði á sviði markaðsöflunar fyrir ís- lenzkar sjávarafúrðir erlendis sem og á umbótum í sjálfum fiskiðnaðinum, og telur að þar hafi margt verið vel unnið og oft giftusamlaga til tekizt. Ennfremur vill Eimskipafélag- ið taka það fram að samvinnS milli félagsins og Sölumiðstöðvar innar var ágætt meðan Eimskipa félagið annaðist að mestu leyti flutningana á frystum afurðum Sölumiðstöðvarinnar, enda hafa fulltrúar hennar lýst því yfir, að þjónusta sú, sem félagið veitti, hafi verið óaðfinnanleg. I>etta var seint á árinu 1945 og ef E.S. er búin að gleyma „stað- reyndunum“ í því máli, er ekki ólíklegt að ýmsir þeirra, er þá voru í stjórn S.H. og eru enn í stjórninni, muni þær staðreyndir betur en hann, en þær má finna í fundargerðabókum stjórnar Eim- skipafélagsins og bréfaviðskipt- um félagsins við Nýbyggingarráð um málið. Skal það því skýrt í mjög stuttu máli. Samkvæmt lýsingu og teikn- ingum af skipi þessu, risti það mjög grunnt, enda var það aðeins smíðað fyrir siglingar með strönd um fram og ef þörf krefði fyrir takmarkaðar úthafssiglingar („ready for service in coastwise trading and when required for limited ocean trade“ eins og segir í lýsingunni). Sérfróðir menn, sem athuguðu teikningarnar og lýsinguna af skipinu mjög gaum gæfilega, töldu það alls ekki not hæft til úthafssiglinga á Norður- Atlantshafinu en af þeim ástæð- um og engum öðrum vildi Eim- skipafélagið ekki kaupa skipið, eða bera ábyngð á því að það væri keypt til Íandsins, en Ný- byggingarráð hafði óskað álits félagsins um kaup á skipinu. Hitt er algjör misskilningur hjá E.S., að hér hafi ráðið „fyrsta við- leitni þess (þ.e. Eimskipafélags- ins) til þess að koma í veg fyrir að frystihúsin gætu orðið sjálf- stæð oig haft áhrif á flutnings- gjöldin á frosnum fiski“. Ekkert slíkt kpm til greina, heldur að- eins að skip þetta var óhæft til að stunda þær siglingar, sem því var ætlað. En hefur stjórn S.H. þá ekki sjálf verið „að koma í Gamli Brúarfoss, fyrsta frystiskip Eimskipafélagsins. gang sjávarútvegsins, vinnslu sjá varafurða og sölu, ber að minnast þess, að fátt hefur leitt til meiri kjarabóta hér á landi en stofn- un Eimskipafélagsins, sem hefur með nærri fimmtíu ára starfsemi sinni beint eða óbeint átt mikinn þátt í uppbyggingu allra atvinnu vega þjóðarinnar og er Sölumið- stöðin þá ekki undanskilin, enda voru þarfir hennar mjög hafðar í huga, þegar Eimskipafélagið hóf endurnýjun skipastóls sins, að síðari heimstyrjöldinni lok- inni. Þeir sem þekkja sögu Eim- skipafélagsins vita, að frá upp- 'hafi hefur félagið haft vakandi auga með flutningaþörf þjóðar- innar og jafnan leitast við að sjá þeim málum sem bezt borgið. Þegar í upphafi, er hin fyrstu ■• •y.' * ** *, *• "* W W.',v,..y -vy\ .IX. > v'N->v.:.v % V 'V-Ov •(•'•• •• •.' ' N ” " ' •% N v\ ...• Goðafoss — eltt af þremur samskonar frystiskipum Eimskipafélagsins — með frystivörufarm í höfninni í New York. gerir lítið úr. frystiskipum Eim- skipafélagsins í samanburði við frystiskip Jökla h.f., segir hann það „gaspur“ að „búið sé að yfir byggja kæliskipamarkaðinn“, og tekur sem dæmi að svo sé ekki, að árið 1963 hafi verið flujt með erlendum leiguskipum 9000 tonn af frosnum fiski, sem Eimskipa- félaginu hafi að sjálfsögðu einn- ig staðið til boða að flytja. Oss er ekki nægilega kunnugt um, hve mikið magn af frystum fiski hefir verið flutt með leiguskip- um árið 1963, en gerum ráð fyrir að hér sé rétt frá skýrt. En eins og öllum er kunnugt, er framleiðsla íslendinga mjög árstíðabundin og á vissum tímum er flutninigaþörfin bæði að og frá landinu miklu meiri en hægt er að anna með þeim skipakosti, sem landsmenn eiga yfir að ráða. Svo hefur alltaf verið, og því hefir verið hagkvæmara að taka leiguskip, en að eiga skipaflota, sem getur annað öllum flutning- um á öllum tímum, en skipin siglt tóm eða hálftóm á þeim tímum, sem flutningaþörfin er minni. T. d. þegar mikil síld veiðist, er ekki hægt að anna öll- um útflutningi jafnóðum, og þegar sala afurðanna er bundin við afhendingu í markaðslandi fyrir ákveðinn tíma, verður oft ekki hjá því komizt að taka er- lend skip á leigu til þess að anna flutningunum þegar slíkar að- stæður eru fyrir hendi. Þessar staðreyndir eru öllum ljósar, sem eittlhvað þekkja til siglinga, og komið getur fyrir hvaða skipafélag sem er er- lend og innlend, að það geti ekiki á hvaða tíma sem er, flutt vör- ur, sem boðnar eru fram með stuttum fyrirvara. Farmgjaldalækkunin nú. E. S. telur hina nýju lækkun svarar Einari Sigurössyni það er, að vér höfum mjög lítið orðið varir við þessa baráttu S.H. fyrir lækkuðum farmgjöldum á frosnum fiski hin síðari árin, a.m.k. ekki síðan Jöklar h.f. eign uðust skip sín og fóru að flytja jnestan hluta frosna fisksins fyr- ir S.H. Fyrir 20 árum átti Eimskipa- félagið sjálft engin skip til flytja frosinn fisk, nema e.s. „Brúar- foss“, sem brezka stjórnin hafði éskað að fá á leigu til að flytja fisk héðan til Englands. Eim- ekipafélagið varð því að notast við erlend leiguskip og greiða háa leigu fyrir þau og að sjálf- 6Ögðu að táka tilsvarandi farm- gjald fyrir fiskinn. En eftir stríð- ið lækkaði skipaleigan nokkuð og h. 7. marz árið 1946 lækkaði fé- iagið farmgjöld fyrir frosinn fisk sem því svaraði eða úr $80.00 i $60.00 pr. tonn, en ekki minnumst vér þess að þetta hafi verið gert 6érstaklega fyrir atbeina þáver- endi fjármála- og viðskiptamála- ráðherra Péturs Magnússonar, (ihann var ekki atvinnumálaráð- Ameríska frystiskipið Vér teljum tilgangslítið að svara ásökunum E.S. í garð Eim- skipafélagsins lið fyrir lið, þótt vér munum ekki skorast undan því ef frekara tilefni verður gefið til þess. Slíkt verður alltof langt mál í eina blaðagréin, og hlýtur að fara fyrir ofan garð og neð- an hjá flestum lesendum blaðs- ins, en vér getum þó ekki látið hjá líða að minnast á nökkur at- riði í grein E.S., sem sýnilega eru byggð á misminni hans, eða mis- skilningi, enda nokkuð langt um liðið síðan þau voru á dagskrá. Svo er t.d. um frystiskip það, er E.S. segir að S.H. hafi staðið til boða að kaupa frá Ameríku, en hún boðið Eimskipafélaginu að ganga inn í kaupin á skipinu. veg fyrir að frystihúsin gætu orðið sjálfsíæð“ með því að bjóða Eimskipafélaginu að ganga inn í kaupin? Auðvitað hefur það því síður vakað fyrir stjórn S.H., heldur hefur hún við nánari at- hugun komizt að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Eimskipafé- laigið, sem sé að skipið væri ónot hæft til Norður-Atlantshafssigl- inga, því að ef svo' hefði ekki ver ið, hefði S.H. sjálfsagt tekist að fá leyfi Nýbyggingarráðs til kaup anna, og siðan getið ráðið mestu um farmgjöldin, þar eð Eimskipa félaigið gat þá aðeins byggt sína starfsemi á þessu sviði á leigu- skipum. Frystiskip Eimskipafélagsins Við umræður um vöxt og við- Skip félagsins voru smíðuð árin 1914-1915 voru þau með nokkru frystirúmni, enda þótt á þeim tíma þekktust vart flutningar á frystum vörum. -Síðan lét félag- ið smíða e.s. „Brúarfoss“, er hóf siglingar árið 1927 eða fyrir 37 árum, og voru allar lestar skips ins frystilestar. Þá var ekki enn um neina fiskflutninga að ræða heldur fyrst og fremst flutning á frystu kjöti að haustinu til. Síð an hefur skipastóll félagsins jafn an verið við það miðaðar að geta flutt frystivöruframleiðslu lands manna á markað erlendis, og er frystiskipastóll Eimskipafélagsins það mikill í dag, að hann gétur fullnægt allri flutningaþörfinni á þessum afurðum, nema á sérstök um annatímum. Um leið og E.S. farmgjalda á frystum fiski öfga- fulla. Svo er þó ekki. Það er vissu iega engin nýjuhg þegar E. S. bendir á þá staðreynd að frysti- skip séu dýrari í byiggingu og rekstri en venjuleg vöruflutn- ingaskip, um það erum vér hon- um algjörlega sammála, enda eru farmgjöld venjulega hærri fyrir frystar vörur en venjulegar vör- ur. Hinsvegar eru þær „stað- reyndir“, að frystiskipin séu „um 50% dýrari en venjuleg skip“ og „að þau rúmi um Vi minna“ alrangar. Reynsla vor er sú, að frystiskip (alfryst) séu að- eins um 25% dýrari í bytggingu og að um 20% af rúmmáli þeirra tapist vegna einangrunarinnar og kæliútbúnaðarins. Það er jafn Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.