Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 20

Morgunblaðið - 30.07.1964, Síða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júlí 1964^ ÍÉf — EFTIR VAí L GIEGLGUD Hún svaraði engu. — Vitanlega, sagði Paul Spain með illkvittnislegu brosi. — Það hefði átt að geta sagt mér sjálfur. Hann var ekkert hrifinn af Jim. Bogljósunum var skellt á og gráir steinveggirnir voru baðað- ir sterkri birtu. Jim Parker gekk fram með „Jane Grey“ upp á arminn. Hann hallaði sér að henni og virtist vera að hvísla einhverju í eyra hennar. — Ekki veit ég, hvort Yvonne Holland getur nokkuð leikið, tautaði Paul Spain við sjálfan sig, — en útlitið á henni er millj ónar virði. Jim kom Susan Barlow fyrir á stól. Tvaer sjónvarpsvélar mið- uðu á hana, líkastar engisprett- um úr málmi. Sem snöggvast sá Jill arminn á Jim lykjast um axlirnar á Susan. En svo slokkn- uðu Jjósin og allt sviðið fylltist af ungum mönnum, sem töluðu saman eitthvert sérfræðimál. Jill fann til þess með mikilli ein- manakennd, að Paul var farinn frá henni. En þá heyrði hún einhvern skríkja rétt hjá sér. Það var Jim. — Þetta verður ágætt hjá þeirri litlu, sagði hann. — Hún er hreint ekki huglaus. — Ætli það sé nú það eina, sem hún hefur til síns ágætis? sagði Jill. » — Rétt segir þú. Hún getur slegið Yvonne út, hvaða dag, sem vera skal. Jill skáskaut augunum til hans. Hann starði á upplýsta blettinn, eins og í leiðslu. En svo, þegar Paul gekk inn í ljósgeisl- ann, fann hún, að Jim greip í handlegginn á henni og dró hana niður þrepin og niður að ánni. — Ertu nú búinn að missa móðinn, Jim, sagði hún háðslega. — Nei, en telpan hefur nóg á sinni könnu þó að áhorfendur bætist ekki við, svaraði hann. En röddin var svo ótrúlega blíð, að öll reiði og afbrýðisemi þurrkaðist út á svipstundu úr huga hennar. — Vertu kátur, Jim, sagði hún, — ég er viss um, að hún kemst vel frá þessu. Hún vissi ekki, hvort hún átti að verða hissa eða bálvond, þegar hann notaði þennan stað og stund til að kyssa hana beint á munninn. — Og tii hvers ætti það að vera gott, Jim? — Ég hélt, að þú nytir þess. Var það ekki? Hann setti upp þetta glettnis- lega, ertandi bros, sem hún þekkti svo vel og vissi aldrei hvernig hún átti að skilja. — Eg hélt ekki að þú værir vanur að blanda saman skemmt- un og vinnu, Jim. Hann sleppti henni og andvarp aði: — Þú hefur víst rétt fyrir þér, að vanda, vina mín. En ein- hverntíma ferðu vonandi að hætta því og þá fer okkur að koma saman. — Ekkert að þakka, sagði Jill — Ég veit, að Susan er að leika hlutverkið hennar Yvonne Hol- land. En ég vil, að það sé skellt og fellt, að ég ætla ekki að leika hlutverkið hennar Susan. Það varð ofurlítil þögn. — Ef þú stendur í þeirri trú, Jill. . . . byrjaði Jim, reiðilega. — Nei, ég er ekki að hugsa um annað en það, að eftir svo eem þrjár mínútur fer Paul Spain að undrast um þig. — Gott og vel, trúðu því, sem þú vilt trúa, sagði Jim og snerist á hæli og gekk burt, án þess að segja meira. Jill gat varla haft hemil á tár- unum, er hún ghkk niður ein fjögur þrep'í viðbót og horfði á ána gegn um Svikarahliðið. Hversu margir hertogar og prins ar, samsærismenn og saklausir menn höfðu ekki gengið þessi þrep á leiðinni í fangelsi, pynt- ingar og grimmilegan dauða fyrir böðulsöxinni á Towerhæð- inni! Hve mörg tár iðrunar, angistar og örvæntingar höfðu tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiii 12 iiimmimimimmimimiimii ekki vætt þessi steinþrep. Hún var að minnsta kosti í göfugum félagsskap með sorg sína. En mikið máttu skuggar fortíðar- innar hlæja að þessum ómerki- legu ástarvonbrigðum hennar! Hún hrökk við er hún varð þess vör af hávaðanum, að sjón- varpsmennirnir voru að taka saman föggur sínar, til að fara. Hún gekk aftur upp þrepin og flýtti sér að fara til Susan í bún- ingsherberginu. Rétt utan við dyrnar rakst hún á Paul Spain, sem var að reykja vindling og laga á sér hárið með ánægjusvip eftir vel unnið verk. — Nú, þarna ertu, Jill! — Hvernig gekk, Paul? — Eins og smurt, góða mín! Ég get ekki skilið, að þið skyld- uð þurfa að vera eins og á glóð- um. Og Jim í svona andstyggi- legu skapi- Jill þóttist mundu geta svar- að þessu síðasta, en hún var bara ekki í neinu skapi til að fara að skrafa við Paul. Hún tautaði eitthvað um, að Yvonne þyrfti á hjálp hennar að halda við fataskiptin, og svo hljóp hún inn. En svo virtist sem Susan hefði ekki þurft á hjálp hennar að halda. Búningsherbergið var allt á rúi og stúi og enginn maður þar nema Jim Parkér, sem gretti sig framan í sína eigin mynd í speglinum á búningsborð inu. — Og hvar í veröldinni hef ur þú verið? spurði hann, önug- ur. — Ætli þér sé ekki nokkuð sama, hvar ég er, svaraði Jill. — Hvar er Susen? ■— Farin. — Það get ég séð. Ég skal laga hérna til — þú þarft ekki að vera svona fúll á svipinn. Mér skilst þetta viðtal hafi geng ið vel? — Prýðilega. — Nú jæja, hvað er þá að? Vildi hún kannski ekki lofa þér að hjálpa sér við fataskiptin? Jill til mikillar undrunar, reiddist Jim ekki þessari sneið. — Ég er dálítið áhyggjufullur, Jill. Þegar viðtalinu var lokið, sagði Susan, að hún hefði lofað að fara og hitta Yvonne Holland strax á eftir. Þessvegna hafði hún fataskipti í snatri og var þotin áður en ég gæti einu sinni boðizt til að fylgja henni. — Það var leiðinlegt fyrir þig, Jim. — Mér er alvara, ég er áhyggjufullur. Hvað heldurðu, að Yvonne hafi í huga? — Hvað ætti hún svo sem að hafa í huga? Röddin í Jill var hvöss. — Viljið þér ekki borða með okkur hádegisverð. Ég á nægaa mat handa fjórum. — Eða það gæti verið Laur- ence Banyon, hélt Jim áfram, dræmt. — Mér er kunnugt um, að hann hefur verið að reyna að fá Susan á stefnumót við sig. Og þarna gæti hánn verið að nota nafnið hennar Yvonne sem skálkaskjól. Jlil hló. — Nú ertu farinn að láta þitt riddaralega ímyndun- arafl hlaupa með þig í gönur, Jim. Jafnvel kvennabósi eins og Banyon mundi ekki dirfast að setja stúlku stefnumót í sjálfu gistihúsinu hennar Yvonne. — Það er líka hans sjálfs gistihús, og Yvonne kann að vera f jarverandi. Jill sagði ekkert, en beindi sér allri að því að koma búning- um Jane Grey fyrir í körfu. — Að minnsta kosti . . , sagði hún kæruleysislega, eftir andar- tak ... — þá veit ég ekki, hvað þú ætlar að gera í málinu. — Ég sting upp á að fara I Dorchesterhótélið og athuga, hvað er þar að gerast. Og ég vildi gjarna, að þú kæmir þang- að með mér, ef þú nennir. Jill sneri sér við og leit á hann. — Er þér alvara með það? spurði hún. Hann kinkaði kolli. — Gott og vel, sagði Jill. — Ég skal koma. Susan Barlow hallaði sér aft- ur á bak út í hornið í leigubíln- um, sem sjónvarpsfélagið hafði útvegað henni og leit út um gluggann á skuggalegu Lundúna göturnar, eins og í hálfgerðri leiðslu. Hún gat varla trúað þessu. Hún hafði sloppið gegn um þetta allt, án þess að gera neina vitieysu. Milljónir augna höfðu séð hana, þar sem hún var að tala við Paul Spain, þann mikla mann. BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Einkennileg kyrrð færðist yfir Petrograd, þær klukkustundirn- ar sem enn voru eftir dimmar. Þótt undarlegt megi virðast, gerð ust þessa nótt engin rán eða götuárásir á fólk, og að undan- tekinni þessari ískyggilegu ókyrrð í Smolny, hreyfði hvor- ugur aðili sig neitt, sem mark væri á takandi. Björt kastljós léku um múra Vetrarhallarinnar og hópur hermanna þrammaði fram og aftur um gangana inni fyrir, en frekari ókyrrð varð engin. Sukhanov segir, að næsta morgun hafi blöðin komið út eins og venjulega, og í flestum ritstjórnargreinunum var þrum- að gegn bolsjevíkunum. En frétt- ir voru litlar í þeim. Uppnám hófst í kauphöliinni, og bankar og búðir voru ekki opnaðar; samt trúði því enginn, að framhald yrði á byltingunni. í stjórnar- skrifstofunum hélt starfsfólkið fundi til að ákveða, hvað gera skyldi ef bolsjevíkarnir kæmu. Sukhanov skrifar: „Þannig var það 8. nóvember, að hinn al- menni borgari var ofurseldur flugufregnunum. Og vitanlega var hann í miklum æsingi“. En um hádegið fengust nokk- uð ákveðnar fréttir og þær mik- ilvægar. Reiðhjólasveit, sem hafði verið að nálgast borgina, til bjargar ríkisstjórninni •— og eins og nú stóð, hafði ein her- sveit getað gert allan gæfumun- inn — hafði stanzað og geflgið í lið með bolsjevíkum. í Moskvu hafði setuliðið risið gegn stjórn- inni. Og frá vígstöðvunum komu þau boð, að tólfti herinn styddi byltinguna. Allt þetta var mönn- um í Smolny mikil hughreysting, og þegar fregnin um tólfta her- inn barst, ætlaði allt vitlaust að verða og fulltrúarnir föðmuðust og grétu af gleði. En bolsjevíkunum bárust líka slæmar fréttir og það úr allra verstu átt, sem sé frá verka- mönnunum sjálfum. Samband járnbrautarverkamanna lýsti því yfir, að það væri andvígt tiltæki bolsjevíka, og heimtaði, að nýja stjórnin yrði samsteypa allra sósíalistaflokkanna. Sam- bandið hótaði líka að stöðva allt járnbrautarnetið í öllu landinu ef bolsjevíkarnir kæmu af stað borgararstríði. Þetta var alvarleg hótun og varð enn alvarlegri, þegar starfsmenn pósts og síma tilkynntu andstöðu sína gegn bolsjevíkym. Allsherjarverkfall tók að ’breiðast út í ýmsum stjórnardeildum. Innan veggja Smolny, hinn 8. nóvember, eyddu Lenin og Trotsky mest öllum deginum í það að sameina hina veikari þætti þingsins og flokks síns, þá, sem voru farnir að halda, að bezt væri að gera einskonar málamiðlun við hina hægafara sósíaiistaflokka. En þó höfðu bæði Lenin og Trotsky mestar áhyggjur af hernum — með hann sín megin, hefðu þeir unnið, en án hans væru þeir búnir að vera. Hver áskorunin eftir aðra var send til kósakk- anna, til setuliða borgarinnar og hersveitanna í vígstöðvunum, þar sem hermennirnir voru hvattir til að viðurkenna fall stjórnarinnar. Bolsjevíkanir hefðu getað verið talsvert hressari í huga, hefðu þeir vitað, hvað Keren- sky leið, á þessari örlagastundu. Hann hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum á vigstöðvunum. Við Gatchina hafði hann engar her- sveitir fundið, svo að hann hafði haldið áfram til Pskov, þar sem Cheremisov hershöfðingi, hinn nýi yfirhershöfðingi á norður- vígstöðvunum, hafði aðalbæki- stöð sína. Cheremisov hafði ver- ið skjólstæðingur Kerenskys, en þegar allt fór í uppnám, hafði hann hallað sér annað. Vafalaust hefur það haft áhrif á hann, að hermála-byltingarnefnd hafði verið sett á laggirnar í Pskov, og það var stofnun, sem hafði áhrif, ekki einasta þar á staðnum og á vígstöðvunum, heldur og hjá hin- um nýju herrum í Petrograd. Að minnsta kosti hafði Cheremisov ákveðið að eiga samvinnu við nefndina en ekki við Kerensky, sem var þó æðsti yfirmaður hans. Hisn 7. nóvember hafði Keren- sky skipað Krasnov hershöfð- ingja, sem var honum trúr, að fara með riddarsveit til Petro- grad. Cheremisov ógilti nú þá skipun og tilkynnti Dukhonin hershöfðingja, forseta herfor- ingjaráðsins, sem var í Mogilev, að hann hefði gert það sam- kvæmt skipun Kerenskys. Hann sagði Dukhonin einnig, að Ker- ensky hefði sagt af sér sem yfir- hershöfðingi og látið þá ósk í ljós, að Cheremisov tæki við em- bættinu. Þegar Dukhosin bað um að fá að tala við Kerensky í símann, til að fá staðfestingu á þessu, var honum sagt, að það yrði ekki mögulegt. Þarna var talað tveim tungum með miklum árangri, og eins og nú stóð á, réð það úrslitum. Kerensky, sem virðist enga hugmynd hafa haft um það, sem fram fór, fór með Krasnov hershöfðingja til aðal- bækistöðva hans Ostrov, en með- an þeir voru á leiðinni, misstu þeir af úrslitastundinni. Keren- sky skipaði riddaraliðinu aftur að sækja til höfuðborgarinnar. En á meðan héldu bolsjevík- arnir í Smolny áfram þessari að- ferð sinni, að flýta framkvæmd- um svo mjög, að andstæðingarnir hefðu enga hugmynd um, hvað væri að gerast. Kl. 8.40 að kvöldi 8. nóvember, safnaðist þingið saman til nýs fundar, og nú steig Lenin sjálfur upp á pallinn, ásamt forstöðunefndinni. Fyrst var þessi venjulega ókyrrð, eu loks stóð Lenin upp til að tala. Reed segir: „Hann stóð þarna og AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 98, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef- án Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.