Morgunblaðið - 12.08.1964, Side 11
MiSvikudagur 12. ágúst 1964
MORCUNBLADID
Ég Htun þú tíð...
Mínningar og hugleidingar við
lát Itiarsibilar Ólafsdóttnr
Eftir Guðmund G. Hagalin
4. septeniiber 1869. — 24. júlí 1964.
t>EGAR ég sá látið hennar í blöð-
i«num, fór ég af stað og var fljót-
ur í ferðum í tíma og rúmi. Ég
var á minna en andartaki kom-
inn meira en hálfa öld aftur í tím
ann og yfir fjöll og dali og firði
vestur í Lokinhamra í Arnar-
firði. Það er fáum dögum fyrir
jól. Ég stend ákærður frammi
fyrir héraðslækninum. Ég hafði
3e£ið ianga og þunga legu, og
læknirinn hafði skipað svo fyrir,
að ég væri ekki látínn læra þenn-
an vetur. Og nú: Móðir mín hafði
staðið ráðalaus, og það varð hún
«kki oft. Það var sóttur læknir
og ég kærður. Kæran hljóðaði
þannig:
„Það er ekki nokkur leið að
eiga við hann, ef hann er ekki að
lesa, þá er hann að skrifa".
Bókabrennur tiðkuðust ekki í
þann tið, og svo kvað þá læknir-
inn upp Saiómonsdóm: „Það er
bezt þið sendið hann í soil —
norður í Haukadal. Þeir kenna
honum það, sem dugir til að
halda honum frá bókunum^
frændur hans, synir hans Matthí-
asar Ólafssonar“.
Ég undi dóminum mjög sæmi-
lega. Haukadalur — þar voru
sögustöðvar. í mínum firði, Arn-
arfirðinum, lauk Gísla sögu. Þar
var Auðarbær og þar var Ein-
hamar. En í Haukadal var Sæból
og Vésteinsholt og Gíslahóll og
lækurinn, sem Gísli óð frá morði
mágs síns. Ög á isum Seftjarnar,
þar sem drengirnir í Haukadal
flugu áfram á skautum — þar
varð upphaf Gísla sögu . . . Þetta
flaug mér í hug fyrst af öllu. Ég
hafði heyrt um atburði sögunnar
talað eins og þeir hefðu gerzt í
tíð langömmu minnar, Guðnýjar
Ólafsdóttur úr Haukadal.... En
sannarlega hvarf fortíðin — varð
eins og reikandi skuggi hjá glaðri
og bjartri og bráðlifandi nútíð.
Það reyndist glatt og skemmti-
legt hjá hollvinum foreldra minna
í Yztabæ, Hákoni Jónssyni og
Kristínu Ólafsdóttur — já, jafp-
vel var þar ef ekki leyft, þá liðið,
að finna upp á einhverjú stráka-
pari um hánótt og valda því að
allt heimilisfólkið vaknaði. Og
þarna var glatt og gott að vera í
hverju húsi, — það var alls staðar
vel 'þegið, að gert væri að gamni
BÍnu, það var hlegið dátt, það var
Bungið og spilað á hljóðfæri og- á
spil — og menn hentu góðlátlegt
gaman að frændum og vinum og
grönnum, þegar tilefni gafst til
•— engin eftirköst, bara kaup
kaups. Og böllin — ja, þvílíkt líf
og fjör, — fyrst ræða og gjarnan
fyrplestur og söngur fram til
hálfellefu, síðan dansað til átta
að morgni.... Hvort þessu
fyigdi ekki einhver óregla? Þið
segið mig nú máski Ijúga, eh ég
varð þess ekki var — eða ég man
það þá ekki. Það var. . . . það var,
þó að allt væri glatt og allir
írjáisir, eins og einhvers staðar
væri hvíslað, áður en úrskeiðis
gekk: „Ekki má, ekki má, —
kross er undir og ofan á. . . . “ Eða
var ég svona mikið barn, var
þetta af því, að mér — 13 ára
strákkóna — fannst þetta svona,
þegar ég til dæmis leit á aðrar
eins blómarósir og dætur þeirra,
Marsibilar og Matthíasar —
frænkur minar?.... Það var líf
og fjör í Haukadal, þegar Gísla
saga gerðist, en þá var sá andi í
landi, að jafnvel drengskapar-
maður sá sig knúinn til að myrða
náinn vandamann, jafnvel systir
60 sig skylda að valda bana bróð-
ur síns. Nú var þar ríkjandi líf
®g fjör glaðra og tápmikilla barna
og unglinga, sem stundum hættu
sínn lífi, en ekki annarra, og gleði
fullorðins fólks, sem var svo fé-
lagslega mannað, að það var næst
um eins og ein einasta glöð og j
friðsöm og stundum gamanglett-
in fjölskylda.
Nema spádómur hins vinsæla
og velmetna læknis reyndist
koma að tilætluðu gagni — og
spá hans rættist til'fullnustu. Ég
lá sannarlega ekki oft í bókum í
Haukadal, og víst kenndu þeir
mér það, sem dugði, frændur
mínir, Andrés hinna hvitu skipa,
sem fór loftköstum ekki aðeins
í huganum, heldur líka bókstaf-
lega, — Ólafur Haukur, sem
kenndi mér á svelli að dansa
vals, nú virðulegur skrifstofu-
stjóri hér í Reykjavík, og Jón
Friðrik, sem hefur um áratugi
hlustað á tikk og tal um loftvegu
— Og sent frá fríðum knörum á
höfum úti margvísleg skeyti, —
þeir reyndust mér allir hinir
beztu lærifeður í ýmis konar leikj
um, leikraunum og brellum —
ég lítils megnugur á við þá, nema
helzt i því að léta mér detta sitt-
hvað i hug, sem fallizt var á af
reiðubúnum anda og veiku holdi.
★
Já, frændur mínir voru þeir,
þessir bræður, faðir minn og
móðir þeirra systrabörn — og
feður okkar lika skyldir. Heimili
þeirra var í langstærsta húsinu í
Haukadal. Það stoð niðri við sjó
fyrir míðjum dalnum. Það var
alltaf kallað Skólinn, því að upp-
haflega hafði það verið reist sem
barna- og unglingaskóli — einn
af þeim fyrstu, sem reistir voru
á þessu landi. Að þeirri skóla-
stofnun stóð Matthías Ólafsson,
faðir þessara bræðra. Hann hafði
verið í Möðruvallaskóla og kom-
ið heim fullur af áhuga á aukinni
fræðslu. Nú var í húsinu verzlun-
arbúð, auk ibúðar þeirra hjóna,
Marsibilar og Matthíasar. Og
sannarlega var gestkvæmt í
þeirri búð, þegar 30 franskar
skútur, 10—15 færeyskar og 20—
30 vestfirzkar, norðlenzkar og
súnnlenzkar lágu á Haukadals-
bót, þeirri lífhöfn, og lúrðu garð-
ínn af, svo sem sjómenn kölluðu
það, — aldrei undir þúsund
manns á ’.iessum skútum! Óeirðir, !
— ekki nema til að hlæja að því;
Matthías kunni lag á þeim öllum
saman, þessum erlendu og inn-1
lendu sjómönnum, — hann var
ágætur frönskumaður, var mála- |
maður yfirleitt, — og kurteis og
prúður með afbrigðum — og þeir
frönsku hlýddu honum eins og
börn, og þá var hann ekki í vanda
staddur, þó að hann þyrfti að
stilla til friðar milli landa sinna,
— glettni, alvara, lipurð og festa,
allt fór þetta samau, þegar á
þurfti að halda .
Og eins og skólinn var stærsta
og rúmbezta hús í Haukadal, eins
var fjölskylda hjónanna, sem þar
bjuggu, sú lang fjölmennasta. Og
svo sem þetta hús, hinn upphaf-
legi skóli, var áberandi miðdepill
byggðarinnar, reis Matthías Ólafs
son, sem óskeikull viti fólksins í
öllum málum — ekki þannig, að
hann gengi hart að mönnum og
þröngvaði upp á þá skoðunum
sínum á þessu eða hinu, enda
hafði hann ekki neina aðstöðu til
þess í krafti eigin efna eða um-
boðs annarra, sem auður gæfi
vald. En samt er ég ekki frá því,
að hann hafi ekki aðeins mótað
skoðanir fólksins í kringum
hann, heldur hafi hann einnig
átt drjúgan þátt í að mótþ fram-
komu þess, viðmót og félagsleg
samskjpti. óg á hvern hátt: Eí
til vill eitthvað i fróðlegum og
fordómalausum samtölum —
stundum aðeins stuttum fleygum
setningum, en mest af því, sem
fólkið las, ef til vill óafvitandi,
út úr svip ..ans og framkomu,
hvar sem hann var staddur og
hvernig sem á stóð
★
Og svo var það húsfréyjan.
Hvort ég/jnan ekki eftir því,
þegar ég sá hana í fyrsta skipti,
þegar ég kom fyrst á þetta heim1
ili, þá í fylgd neð þeim Ólafi
Hauk og Jóni Friðrik!
Ættrækni var í þennan tíma
talin til dyggða í mörgum ættum
vestur í fjörðum, og sannarlega
hafði hún eitthvað af henni, hús-
freyjan í Skólanum. Ólafur Hauk
ur snaraðist að lágri og grann-
vaxinni konu, sem talaði tálsvert
hávær við unga stúlku um mið-
dagsmatinn — hvort hann yrði
bráðum búinn. Og Ólafur var
líka hávær, sagði, að hérna væri
nú með þeim Jóni Friðrik. frændi
hennar frá Lokinhömrum, sonur
hans Gísla, Kúluættin, mamma!
Þetta dugði. Hún sneri sér við,
horfði á mig broshýrum forvitnis
augum:
„Nei, velkominn, frændi!"
Svo hvarf brosið, og hún sagði
eins og ekki allt of ánægð:
„Það sýnist ekki mikið af Kúlu
ættinni í þér — það er víst Mýra-
ættin ... Og þú ert þó lítill —
en hárið hvítt, það er nú reyndar
ekki laust við, að þessi stóri, hvíti
haus minni á hann Inga minn.
Hvar er Ingi? Og Eddi? Þið
gleymið því, að hann er ennþá
smábarn. . . . Þar grætur nú hún
Adda litla, — Sigga, auðvitað að
spila á þetta píanó!.... Hlauptu
upp til barnsins Hlíf“, sagði hún
við dóttur, sem var á aldur við
mig — ég hafði séð hana úti og
verið hálffeiminn, — það gerðu
strákarnir, bræður hennar. „Þar
hringir síminn, — anza þú í hann,
Óli...„ Hún vék sér að mér
húsfreyjan: „Hefurðu ekki gam-
an af þeim, frændum þínum?
Það vár annars þú, sem varst allt-
af sagður að deyja í margar vik-
ur í sumar.... Og ert svo sendur
til að forða þér frá bókum, — ég
er alveg hissa. Ætli þeir geti það
ekki, synir mínir!“ Nú opnuðust
dyrnar, og hvítur kollur kom inn
í gættina. „Nú, þú ert þá þarna,
Ingi minn. . . . Ha? Hún Katla í
Sæbóli — því kemur hún ekki
inn, manneskjan, — Katla mín. .
Nú, mig í símann? Ég verð víst
að anza, er kannski út af kvenfé-
lagsskemmtu nni. . . . Ljlja, þú
hefur til matinn ... Og Katla
mín, — ég kem bráðum.... Adda
grætur þá enn.... Læti eru
þetta!“ Og hún snaraðist fram,
áleiðis í símann, snör - hreyfing-
um — létt á fæti eins og dætur
hennar og synir, leit brosandi við
í gættinni, kallaði til hiín: „Þú
kemur hérna, þegar þér sýnist,
frændi!“ Svo var hún horfin. . .
Já, þetta var Marsibil frænka,
15 barna móðir — missti fjögur,
ellefu á lífi, tíu hjá henni, þar af
sjö innan við fermingu og það
yngsta í vöggu!
★
Þegar Þorvaldur í Vatnsfirði
fór í fyrsta skipti yfir Glámuheiði
með fjölmenni og hugðist brenna
inni Hrafn Sveinbjarnarson á
Eyri, kom Hrafni njósn af för
hans. „Ok er þeir kómu ofan í
heiðarbrún í Arnarfjarðarbotn,
þá sá för þeirra kona sú er Ást-
ríðr hét. ... Hon bjó á einum litl-
um bæ“. Bær sá er nú í eyði, en
þið, ,sem farið í bílum ykkar
Hornatær til Arnarfjarðar, hafið
farið og skoðað Fjallfoss og því
næst snúið við og ekið fram hjá
hinum reisulegu húsum rafoiku-
versins á Borg og ekið siðan sem
leið liggur fyrir fjarðarbotninn,
sjáið undir norðurhlíð dalsins
móta fyrir tóttabrotum. Þar stóð
hinn litli bær, sem um getur í
I slcó/acförðunum
♦ %
Þessi mynd var tekin í skólagörðum Reykjavíkur í góða veðr-
inu á dögunum. Þær beita Unda, 10 ára, og Maja, 12 ára, telp-
urnar sem hlú að jurtunum sinum. Myndin varð viðskila viði
grein um skólagarðana.
Sturlungu, Rauðsstaðir. Þar var
byggð frá landnámsöld og allt
þar til af var þriðjungur þessar-
ar aldar, og þar var máski meira
ræktunarland en á nokkurri ann-
arri bújörð í Auðkúluhreppi, en
nú fyrst nýtur þess, þegar starfs-
menn raforkuversins beita þar
skurðgröfu og öðrum ámóta tækj
um, sen heimsstyrjöld og hernám
þurfti til að íslenzkur kotungs-
háttur og vanmáttarkend viður-
kenndu vinnuhæf í loftslagi alda-
gamallar kúgunar og örbirgðar
hér á Islandi.
Á þessum litla bæ bjuggu á
sjöunda og áttunda tugi 19. aldar
ung hjón, Þórdís Ólafsdóttir frá
Auðkúlu, sem nú er eina byggða
býlið á norð\..rströnd Arnarfjarð-
ar, að undanskildum yztu bæjun-
um, Lokinhömrum og Hrafna-
björgum, og Ólafur skipstjóri Pét
ursson. Þarna fæddist þeim dótt-
ir hinn 4. desember 1869. Hún var
skírð Marsibil. Þessi hjón fluttu
síðar að Þingeyri í Dýrafirði og
áttu þar heima til aéviloka.
Þórdís var fríð sýnum og frá-
bært valkvendi. Móðir mín sagði,
þegar hún hafði eitt sinn heim-
sótt Þórdisi í elli hennar:
„Alltaf er hún Þórdís jafnfalleg
kona — og alltaf er eins og mann
bætandi að sjá hana og tala við
hana“.
Ólafur var og fríður maður.
Hann var fjörmikill og vel verki
farinn — og sjómaður með af-
brigðum. Átján ára varð faðir
minn s' 'rimaður á skipi, sem Ól-
afur réð fyrir. ,
„Það var unun að horfa á hann
við stýri í vondu veðri“, sagði
hann. „Þið hefðuð átt að sjá,
hvað hvöss var á honum brúnin
— og svo brosti hann allt í einu
í skeggið, þegar hann hafði snúið
á vonda báru“.
Hann stýrði lengst einsigldu þil
skipi, sem hét Mary. Honum þótti
gott í staupinu, og þegar honum
leiddist landvistin, kom það fyr-
ir, ef'hann hafði hýrgað sig, að
hann gat ekki á sér setið, en kleif
um borð í Mary, þar sem hún
stóð skorðuð á kambinum á Þing-
eyri, og svo fullnægði hann löng-
un sinni og gaf ímyndunaraflinu
lausan tauminn, stóð við stjórn
og sagði fyrir verkum, lensaði í
blindbyl, náttmyrkri og vondum
sjóum suður eftir af miðunum út
af Hornströndum.
rórra á eftir.
Honum var
Bróðir Ólafs hét Andrés. Hanr
var mikill skipstjóri og einhvei
hin mesta aflakló á hákarl, sem
um. getur. Hann var barnlaus.
Þau hjón báðust þess, að fá að
taka Marsibil til fósturs —r og þar
eð þau voru mjög vel efnuð og
að góðu kunn, en frekar þröngt í
búi hjá Ólafi og Þórdísi, var orðið
við beiðni þeirra. Hjá fósturfor-
eldrum sínum var Marsibil veitt
allt, sem þau vissu, að í té yrði
látið, og ekki var sparað að kenna
henni kvenlegar menntir. Og
þar eð hún var fríð og Ijómaði af
æskufjöri, var sérlega vel og
smekklega búin — og ávallt svo
snyrtileg sem henni væri það í
blóð borið, þótti hún frumvaxta
einhver hinn glæsilegasti kven-
kostur í byggðarlaginu.
Þegár hér var komið, var
Matthías skólastjóri í Haukadal.
Hann var ekki aðeins fullur af
áhuga á fræðslu barri og ungl-
inga, en hana taldi hann alla ævi
óhjákvæmilega undirstöðu vax-
andi menningar og allra annarra
framfara, heldur og í þann tíð —
og raunar alltaf undir niðri fjör-
og gleðimaður — og spéfugl og
galgopi, þegar svo bar undir.
„Matthías kenndi mér listirnar",
sagði karlinn, sem í fyrsta sinn á
ævinni var kominn til að horfa
á leikrit og sneri baki við svið-
inu. „Hann sagði, að mér mundi
þykja miklu meira gaman að
horfa á fólkið í salnum, heldur
en á bráðókunnugar manneskjur
á þessari sinu“. Karlinn var lát-
inn snúa sér við, því að hann dró
um of að sér athygli fólksins, en
reiður var hann á eftir, kvaðst
hafa sannað orð Matthíasar síns
.... Nema það fór að líkum;
Matthías, sem fram ýfir þrítugt
hafði ekki ánetjazt kvenlegum
töfrum, fékk nú ekki lengur var-
izt. Séra Kristinn Daníelsson á
Söndum gaf saman í hjónaband
hinn 21. september 1888 hina 19
ára gömlu Marsibil Ólafsdóttur
og 31 árs' gamlan skólastjóra
Haukdæla, Matthías Ólafsson.
Þau bjuggu síðan í Haukadal
í rúman aldarfjórðung, nema
hvað þau voru eitt sinna frum-
býlingsára á Flateyri í Önundar-
firði. En ekki teyndust skóla-
stjóralaunin lífvænleg fjölskyldu
manni, og frá 1892 varð Matthías
*'ramhald á bls. 14.