Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 10
MÖRCUN BLAÐIÐ
Fostudagur 11. sept. 1964
»
Séð yfir grasgarðinn í Laugardal.
lítrum af vatni mundi teljast
ihaefilegur mánaðarskammtur.
— Hvernig ferðu að því að
losna við lúsina? spyr Sveinn,
sem rannsakað hefur rósirn-
ar af mikilli nákvæmnL
— Við sprautum bara, seg-
ir Sigurður.
— Þetta fékk ég allt á rós-
irnar hjá mér, segir Sveinn.
Bætir svo við: Hafa rósirnar
dafnað vel hjá ykkur í sumar.
— Reynslan með ágræddar
rósir, sem hingað flytjast er
sú, segir Siigurður, að þær
eru góðar sumarið, sem þær
koma meðan þær njóta enn
sumarsins í heimalandinu —
en svo falla þær yfirleitt sum
arið eftir.
— Hvernig búið þið um rós-
irnar yfir vetrarmánuðina?
— Við tökum þær upp úr
beðinu og gröfum þær á þurr-
um stað, svo að öruggt sé, að
allt jarðvatn sigi frá þeim.
— Hvað um aðrar plöntur?
— Við setjum vermireita-
grasgarðinum í Laugardal
ALLT í einu tók sólin upp á
því að skína. Rósirnar á Aust-
urvelli, sem voru næstum
búnar, að sætta sig við það,
að sumarið væri liðið, brostu
daufloga, — hálf rytjulegar
voru þær eftir frostnætur í
næstliðnum mánuði. Þær
hengdu höfuðið hnuggnar
yfir því að geta ekki skartað
sínu fegursta, eins og fólkið,
sem átti leið framhjá.
Sumri er tekið að halla og
skapadægur skrautblómanna
nálgast óðum. Þeirra hlutverk
er að skapa fegurð, en til
þess njóta þau aðstoðar sól-
arinnar. Hún ræður tilveru
þeirra.
Það kennir mangra grasa í
grasgarðinum í Laugardal.
Hér er uppeldisstöð fyrir
skrautblóm. sem prýða al-
menningsgarða borgarinnar.
Hér er friðsælt og hér er fall-
egt. Hér er lí'ka sitthvað
girnilegt til fróðleiks. Við
komumst snarla að raun um
það, er við. hittum þá að máli,
garðyrkjumennina Sigurð Al-
bert Jónsson og Kristin Guð-
steinsson. Sá fyrmefndi hefur
fóstrað þennan garð allt frá
öndverðu af einstakri alúð,
enda vekur það athygli allra,
sem hingað koma, hve allt er
snyrtilegt og plöntunum
skipulega og smekklega fyrir
komið.
Grasgarðurinn í Laugardal
— eða botaniski garðurinn,
eins og hann er oft nefndur
— var opnaður á afmælisdegi
Reykjavíkur árið 1961. Þá
voru aðeins tvö beð í garð-
inum, en síðan hefur hann
stækkað mjög. Við nutum
leiðsagnar Sigurðar og Krist-
ins, er við gengum um garð-
inn. f beði upp við gróður-
faúsið voru sumarblámin.
— Þarna sérðu Skjaldfléttu
eða Tropaelum majus — og
þetta er Lathyrus Odoratus,
sagði Sigurður.
— Bíddu n,ú við, sagði
blaðamaðurinn, sem átti erf-
itt með að melta latínuna og
reyndar tekinn að ryðga í
því ágæta sproki.
— Já, ilmfaaun heitir það á
íslenzku. Ilmbaun, alveg rétt.
Af ertufalómaættinni. Dalí- •
umar skreyttu beðin í sum-
ar, en þær fölnuðu í frostinu
í ágústmánuði. Og þetta eru
gladiólurnar, þær heita jóm-
frúrliljur á íslenzku máli.
— Þær em allar rækilega
merktar, plönturnar héma?
— Já, við hverja plöntu er
spjald, sem gefur til kynna
ætt hennar, latneskt tegunda-
heiti og íslenzkt ef til er. Á
spjöldum íslenzkra plantna
eru tölur með bókstafnum F
fyrir framan. Það bendir til
Flóru íslands og tölurnar vísa
til númers viðkomandi plöntu
í þeirri bók. Við höfum tekið
eftir því, að margir hafa
komið með Flóru með sér og
leitað sér nánari upplýsinga
um vissar plöntur með því
að glugga í þá merku bók.
— Er fræjunum sáð í beðin
hér úti — eða inni í gróður-
húsinu?
— Gangur mála er sá, seg-
ir Sigurður, að fræjunum er
fyrst sáð í litla potta, sem
em geymdir í gróðurhúsinu.
Þegar plönturnar eru orðnar
hæfilega stórar, er þeim
dreift plantað í kassa, sem
einnig em geymdir í gróður-
húsinu. í þessum litlu kössum
em þær aldar upp. Sá tími
er nokkuð misjafn og veltur á
því, hve fljótvaxnar þær
eru. Þegar þær em komnar
til nobkurs þroska, er þejm
plantað í beðin.
— Hvaða áburð notið þið,
þegar þið búið út ný beð?
— Skama. Hann hefur gef- .
ið mjög góða raun. Síðan er
beðinu haldið við með blönd-
uðum garðáburði.
— Oft?
— Ja, ef menn vilja fá
blómabeð til að skarta sínu
fegursta, er gott að gefa
mánaðarlega áburðarvatn.
15 til 20 grömm af blönduðum
glugga yfir sumar tegundir,
og striga yfir aðrar.
Samtalið snýst nú um rósa-
rækt og þeir garðyrkjumenn-
irnir segja okkur að rósir
hafi átt mjög erfitt-uppdrátt-
ar í görðum hér í sumar. Það
kemur í ijós, að Kristinn hef-
ur undanfarin 4 ár gert til-
raunir með ræktun rósaaf-
brigðis, innflutt frá Þýzka-
landi, sem hefur virzt ætla
að þola vel ókkar veðráttu.
— Hvernjg farið þið að því,
að losna við arfann? spyr
Sveinn.
— Við reytum hann, segja
— Við spyrjum Sigurð,
hvort fleiri slíkir grasgarðar
séu hérlendis.
— Já, það er grasgarður á
Akureyri og hann er tals-
vert eldri. Þar er að finna
mjög fullkomið íslenzkt
plöntusafn.
— Emð þið í sambandi við
samskonar garða erlenda?
— Já, við höfum fengið fræ
frá um 30 görðum erlendis,
m.a. frá Japan, Rússlandi og
Kanada. Við sendum lista til
þeirra yfir fræ, sem við höf-
um safnað og fáum lista frá
þeim yfir þeirra fræsöfnun.
Garðurinn hérna stækkar
óðum og þarna sérðu plönt-
urnar, sem sáð var í vor.
Þær em þarna á öðrum stað.
Þarna sáðum við um 800
tegundum — þar af 100
runna. og trjátegundum, sem
munu spíra næsta vor.
Kristinn bendir okkur á
undarlagt afbrigði af Bald-
ursbrá. Krónublöðin á þeim
em pípulaga, — endinn er
klofinn í 4 til 5 álmur. Sitt-
hvað fleira þessu Ukt er hér
að finna, sem áhu^mönnum
um blómarækt þætti girnilegt
til fróðleiks.
Hér em steinbrjótar og
hnoðrategundir, sem við er-
um að reyna og bindum mikl-
ar vonir við. Og þarna eru
margar tegundir af lágvöxn-
um sporasóleyjum. Þessar
plöntur eru allar lágvaxnar
steinhæðaplöntur — og nú er
bara að sjá, hvort þær þola
obkar veðráttu.
— Koma margir hingað til
þess að skoða garðinn?
— Já, mjöig margir. All-
margir koma til þess að fá
nöfn á plöntum, sem þeir
eiga í garðinum sínum. Svo
hafa kennarar oft komið hing-
að með nemendur sína. Ég
mundi telja slíkar heimsókn-
' ir hingað, mjög vænlegar til
að apka áhuga og þekkingu
skólanemenda á plöntunum.
Ktistinn Guðsteinsson og Sigurður Albcrt Jónsson, garðyrkjumenn elga veg og vanda af
grasgarðinum.
Stjórnþjálfun og gagnkvæm kynni höfuðverkefnin
Rætt við forustumenr
Junior Chamber
HÉRLENDIS er nú staddur dr.
Hans Helmur Krúger, einn af
varaforsetum alþjóðasamtaka
Junior Chamber of Commerce,
en hann er gestur J. C. félags-
ins hér á landi. J. C. samtökin
eru nú starfandi í 80 löndum og
eru félagsmenn yfir 300 þúsund
talsins. Þetta eru samtök ungra
starfandi stjómenda í atvinnu-
og fjármálalífinu. Dr. Krúger er
hér í árlegri heimsókn varafor-
aeta, en félagssvæði hans M
bramhald á bls 12
Dr Krúger, einn af varaforsetum aipjooasamiaKa J. <J. ieiaga, asami sijuiuaiiiiuiii.uu* .wi viumiua uu » *“*■"*• “ *-*j**"***»
eru talið frá vinstri: Guðjón Styrkársson í Samvinnubankanum, Magnús Valdemarsson í Pólum, Einar Th. Mathiesen, stor
kaupmaður, Ásmuudur Einarsson í Sindra, dr. Krúger frá Hamborg, Ólafur Johnson hjá O. Johnson & Kaaber, Agúst Hafbcrg
hjá Landleiðum og Bergur Jónsson.
n u * i--- — --a J u .. m ——i i • —. —« . — cb, IiiniAn Ua* ó lnfwli Á wivrnrlinni