Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 1
28 siður Forsetafrú íslands, Dóra Þór- hallsdóttir, lózt í gærkveldi Földust innan um kjötskrokkana - á ílótta til V-Berlínar FORSETAFRÚ íslands, Dóra Þórhallsdóttir, lézt um klukk- an 11 í gærkvöldi í Landsspít- alanum, þar sem hún hefur legið frá fyrra sunnudegi. Var hún þá skorin upp við tann- sjúkdómi, en náði sér ekki eftir þá aðgerð, enda kom í ljós að hún þjáðist af öðrum ajúkdómi og þyngdi henni, er á vikuna leið. Banamein henn ar var hvítblæði. Frú Dóra Pórhallsdóttir var #ædd í Reykjavík 23. febrúar 1893 oi? yar því á 72. aldursári, þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru Þórhallur Bjarnarson bisk- up og kona hans, frú Valgerður Jónsdóttir. Fluttist hún 3ja ára «neð foreldrum sinum að I>aufási. Frú Dóra giftist Ásg:eiri Ás- feirssyni 3. október 1917 og hef- nr ávallt síðan staðið við hlið znanns síns með reisn og höfðings Bkap í fjölþættum störfum hans. Undanfarin 12 ár hefur hún veitt fprsetaheimilinu að Bessastöðum forstöðu og ávallt notið trausts •g virðingar þjóðarinnar í því mikilvæga starfi. Þessarar merku konu verður níðar minnzt hér í blaðinu, en Morgunblaðið veit að allir sam- einast í að senda forsetanum, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni og fjöl- ok.vldu hans, innilegustu sanr.úð arkveðju við andlát hennar. DORA ÞORHAI.ESDOTTIR. Liðssafnaður Kínverja við landamæri Mongólíu - Vekur ugg og reiði landsmanna - Stjórnin leitar ásjár Rússa. BerMn, 10. sept. NTB. • A-Þýzkur flutningabílstjóri, ROSS að nafni, sagði fréttamönn um í Berlín frá því í dag, að sér hefði ekki verið alls kostar rótt í gær, — er A-þýzkir landa- mæraverðir í Heinrich Heine- strasse voru að athuga bifreið | hans, sem í voru 80—90 svína- skrokkar, áður en þeir leyfðu honum að halda áfram til V-Ber- línar — en þangað var ferð hans heitið. Og það var víst engin furða því hefðu verðirnir leitað ögn betur, hefðu þeir sennilega fundið innan um kjötskrokkana þrjár fullorðnar sprelllifandi manneskjur og ellefu börn. Voru þar kona hans, Betty og átta börn þeirra, mágkona hans og maður hennar Gerhard Worm og börn þeirra þrjú. - Ross sagði, að þau hefðu ráð- gert flótta frá A-Berlín fyrir mörgum mánuðum, en orðið að fresta hcfnum nokkrum sinnum. Ross og systurnar tvær unnu öll hjá fiutningafyrirtæki í A-Berlín — og voru þau öll orðin fullsödd á vistinni í sæluríki Ulbriohts. A miðvikuóag ákváðu þau að láta til skarar skríða. Ross sótti svínakjötsfarm á samyrkjuhú eitt í Mecklenburg og þaðan ók hann á tiltekinn stað um 11 km. frá A-Berlin, þar sem fjölskyld- urnar biðu hans. Börnunum hafði verið gefið svefnmeðal til þess að þau létu sem minnst á sér kræla og nú var öllum komið fyrir í miðri kjötskrokkahrúgunni í kæliklefanum. í>ar var heldur þröngt á þingi — en ekki háði hitinn þeim, tennurnar glömr- uðu í munni þeim allan tímann og var mesta mildi, að þau skyldu hafa hemil á þeim, meðan verð- irnir voru að skoða farminn. I Heinrioh Heine Strasse skoð- uðu verðirnir skjöl Ross gaum- gæfilega og þegar þeir opnuðu dyrnar á kæliklefanum og íitu- inn var hann sem festur upp á þráð. En heppnin var með þeim. Börnin sváfu svefni hinna rétt- látu og verðirnir fundu ekkert grunsamlegt. Þegar til V-Berlínar kom klöngraðist fólkið út og börnin voru flutt í sjúkrahús. Voru þau öll illa haldin eftir vistina í köld um loftlausum kæliklefanuni. Ekkert hafði fólk þetta með sér farangurs annað en nærföt tii skiptanna og ullarteppi. Svo mælti Krúsjeff úrið 1960 - segir aldursforseti franska þingsins Moskvu, 10. sept. (NTB) Aldursforseti franska þingsins, Kír kanúki, skýrði AFP-fréttastofunni svo frá í dag, að árið 1960 hafi Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, látið svo um mælt, að hann gerði sér vel ljósa þá möguleika, að til á- taka kynni að koma milli Kín verja og þjóða Evrópu. Síkýrði Kír frá þessu, er hann kom úr hádegisverðarboði so- vézka forsætisráðherrans, þar sem meðai viðstaddra voru Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna og sovézki sendi'herrann í Frakklandi. Kír kvað Krúsjeff hafa sagt 196C, að Framh. á bls. 2. Moskvu, Belgrad, 10. sept. (NTB) 'fg FRÁ Moskvu berast þær fregnir, að síaukinn liðs- safnaður Kínverja á landa- mærum Mongólíu veki vax- andi ugg ráðamanna í Alan Bator, höfuðborg landsins — og hafi stjórnin þar leitað á- sjár Sovétsjórnarinnar. Landa mæri Kína og Mongólíu liggja saman á 4000 km svæði. • Fregnir þessar eru hafffar eftir Moskvu-fréttamanni júgóslav- Verða 885 náðaðir ? Aþenu og Kaupmannahöfn, 10. sept. NTB. Dómsmálaráðherra Grikk- Lir.ds Polychronis Polychronid- es hefur lagt fram í griska þing- inu tillögu um að 885 manns, sem dæmdir hafa veriff fyrir miuni háttar afbrot, verffi náff- affir í tilefni ai brúðkaupi Konst autíns konungs og Öunu-Maríu Danapriusessu. nes>ku fréttastofunnar Tanjug- og fylgir þeim, aff fulltrúar stjórnar Mongólíu hafi átt tíffa fundi meff sovézkum ráffamönnum í sumar og leitaff álits þeirra og affstoffar gegn storkandi aðgerffum Kín- verja. í fyrstu var álitið í Alan Bator, að Pekingstjórnin hefði aukið herlið sitt á landamærunum í því skyni einu að stemma stigu fyrir sívaxandi straumi flóttamanna til Mongólíu. En nú er svó komið, að hún hefur gert beinar landa- kröfur í Mongólíu, jafnframt því sem hún stendur að baki upp- reisnaraðgerðum og skemmdar- verkastarfsemi innan landamæra Mongólíu. í dag var birt í Pravda, mál- gagni sovézlca kommúnistaflokks ins, harðorð yfirlýsing frá stjórn lýðveidisins Mongóllu, þar sem Pekingstjórnin er sökuð um að seilast þar til yfirráða. Segir þar, að íbúar landsins séu slegnir ugg og réiði vegna hinnar ógnandi framkomu Mao Tse Tungs. Aðeins nokkrir dagar eru um liðnir frá því Pravda sakaði Kín- verja um að hyggjast ræna Mong ólíu frelsi sínu og gera landið hluta af Kina. Staðhæíði Pravda þá, að Pekingstjórnin hefði boðið Sovétstjórninni að ganga til sam- komulags við hana tim örlög Mongólíu. ifiiiiiiiitiiiiiiiiiiiililiiililliiiiiiiiuiiiimmuuiiiiiiimMMiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiuifiii | Konurnar í Chile I tryggðu Frei sigur Frá Halldóri Sigurðssyni. ® Þegar kjósendur í Chile héldu til kjörstaffa sinna sl. föstudag, fóru þeir í raun og veru til þess aff svara, hver fyrir sig, tveim ákveffnum spurningum Annarsvegar, hvort Chile ætti aff verffa ný Kúba — hinsvegar, hvort Chile ætti fyrst ríkja heims að velja sér kommúníska stjórn með lýðræffislegum hætti. Öldungadeildarþingmaður- inn, Salvador Allende, var meðal frambjóðenda til for- setaembættisins — en hánn er fyrsti kommúnistaleiðtog- inn í sögu Suður-Ameriku, sem nýtur svo mikils fylgis meðal þjóðar sinnar, að hann var talinn mjög líklegur til sigurs í þessum kosningum. Því var með þeim fylgzt af mikilli eftirvæntingu um all- an heim. Hér var ekki að- eins um að ræða framtíð stjórnmála í Chile. Hefði All- ende náð kosningu hefði það getað haft í för með sér, að kommúnistar næðu stjórnar- taumum í ríkjum eins og Perú, Bolivíu og Argentínu, sem öll eiga við mikla efna- hags-, stjórnmála- og þjóð- félagslega örðugleika að etja. Stjórn Perú á sem stendur í höggi við uppreisnargjarna bændur, sem kommúnistar styðja og skæruliðar, er njóta margháttaðs stuðnings Kúbu og Kína, láta vex-ulega að sér Eduardo Frei á kjörstaff. iý kveða á ýmsum svæðum Boli- = víu og Argentínu. = í Washington hefur verið l§ fylgzt gjörla með þróun mái- 1§ anna í Chile, ekki sízt þar Jj sem Bandaríkjastjórn hef- = ur veitt Chile meiri efnahags H aðstoð en nokkru öðru S- = Ameríkuríki, sé miðað við S höfðatölu. §§ >að var því, sem heyra §§ mætti hvernig menn önduðu || léttar allt frá Santiago til = Washington, þegar úrslit kosn E§ inganna voru heyrin kunn — l§ Eduai-do Frei, hinn frjáls- §§ lyndi frambjóðandi kristi- !§ legra demókrata hafði unnið s með óvnætum meirihluta. Osigur Aliendes má eflaust = Framh. á bls. 2. = liiíimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimmmmmmiiimiiijimmiiuimmiiiimuimiiiimimmmmmmiiimiimummimiiimiimiiiiiiiiiimimmiiaiiiiimmiiimiiimTii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.