Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLABIÐ Fostudagur 11. sept. 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslus t j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. GRIMULA US KOMMÚNISTA- FLOKKUR Malta fær eftir tvær F riðsamlegasta „frelsisbarátta“ sem sögur fara af í seinni tíð London, 9. sept. — (AP) Thomas A. Reedy. BRÁTT verður brezki fán- inn dreginn niður í síðasta skipti á Miðjarðarhafseyj- unni Möltu, en þar hefur hann blaktað við hún und- anfarin 150 ár. Fáni Möltu verður dreg- inn að hún í staðinn. Hátíðahöldin 21. septem- ber marka sjálfstæði Möltu í fyrsta skipti í nokkur þúsund ár, en þann tíma hefur landið verið undir yfirráðum Grikkja, Róm- verja, Sikileyjarmanna, Araba, Frakka og Breta. Philip prins verður fulltrúi konu sinnar, Elizabetar II. Bretadrottningar við hátíða- höldin. Sir Maurice Dorman, sem verið hefur landsstjóri Breta, skiptir nú um titil og verður framvegis fulltrúi brezku krúnunnar, í samskipt- um Breta við stjórn Möltu, og í einstökum tilfellum við stjórnarandstöðuna. Forsætis- ráðherra er G. Borg Olivier, en leiðtogi andstöðunnar, for- maður Verkamannaflokksins, Dom Mintoff. Er Malta fær sjálfstæði gengur í gildi ný stjórnarskrá, sem þing landsins samþykkti í júlí sl. Þar er kveðið á um sjálfstæði Möltu, sem er 120 þús. fermílur að stærð, með 320 þús. íbúa. Eyjan verður eitt samveldislandanna, og Elizabet II. því drottning eyj- arskeggja. Afstaða Möltu til Breta verður hliðstæð afstöðu Kanada, Nýja-Sjálands og Ástralíu. Möltubúar hafa ekki verið einhuga í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Er þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram fyrr á þessu ári kusu 66.000 með því, 55.000 móti, en 37.000 kjósendur sátu hjá. Margir óttuðust, að sjálfstæði eyjarinnar myndi draga úr efnahagsaðstoð Breta og efnahagslegur samdráttur myndi fylgja í kjöifarið. „Mikið hefur nú dregið úr þeim ótta“, sagði talsmaður Möltustjórnar, nú fyrir skemmstu. „Loforð brezku stjórnarinnar um 50 millj. punda aðstoð næstu 10 árin, hefur róað hugi manna. Marg- ir, sem ekki hafa látið sjálf- stæðismálið mikið til sín taka fram til þessa, sýna nú aukinn áhuga." Bretar munu áfram njóta réttinda til að hafa flota- og flugstöðvar á eyjunni. Um 10.000 Möltubúar vinna nú við þessar stöðvar, en vinnu- færir menn á eyjunni eru tald ir um 85.000. Sífellt hefur dregið úr áhrif um Breta á efnahagslíf eyjar- skeggja, allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá hafði Malta geysiþýðingarmiklu hlutverki að gegna í barátt- unni við nazista. Möltubúar líta þó á Breta sem verndara sína, og senni- lega hefur engin frelsis-„bar- átta“ nútímans verið eins frið- samleg og laus við tilfinninga- ofsa. Fjárlög Möltu nema um 10 millj. punda (1376 miílj. ísl. kr.) Þjóðartekjurnar eru um fjórum og hálfum sinnum hærri, þ.e. um 6000 millj. ísl. kr. — Helmingur á opinberum fjár lögum rennur til menntamála, heilbrigðismála, almanna- trygginga og annarra slíkra útgjalda. Meðalkaup verka- manna er um 1000 ísl. kr. á viku, en útgjöld til húsnæðis og matar eru lág. Veðráttan er hlý, allt árið, og loftslag mjög þægilegt. Nýja stjórnarskráin kveður á um, að rómversk-kaþólsk trú sé viðtekin, en algert trú- frelsi ríkir þó. Því hefur verið haldið fram í brezka þinginu, að kirkjan á Möltu taki opinberlega þátt í stjórnmálum, og sé í fullri andstöðu við Verkamanna- flokkinn. Því hafa verið felldar niður tvær greinar úr eldri stjórn- arskránni. í annarri sagði, að sérhver ráðstöfun kirkjunnar til að vinna að framgangi mála sinna, skuli ekki teljast brot á mannréttindum. í hinni sagði, að sérhver verndarráð- stöfun kirkjunnar sé ekki mannréttindabrot. Þessi breytíng þótti eðlileg til að koma í veg fyrir, að kirkjan gæti bannað allt sam- neyti við sósíalista, og flokkað það undir dauðasynd. Tíminn einn verður að leiða I ljós, hvernig kirkjunni tekst að halda á málum sínum, og hver verður þáttur hennar í baráttu þjóðernissinna, sem nú sitja við völd og sósíalista, sem vilja ná völdum. Áhrif kirkjunnar eru mikil á nær öllum sviðum þjóðlífs- ins. Þau segja til sín í klæða- burði manna, jafnt á götum úti og baðströndum. Margir halda því fram, að hér standi kirkjan í vegi fyrir auknum ferðamannastraum, sem gæti orðið Möltubúum drjúg tekju- lind. Á eyjunni eru mjög fall- egar baðstrendur, og nú er ver ið að reisa gistihús, til að taka á móti fleiri ferðamönnum, en á sl. ári voru þeir 32.000. Malta bindur miklar vonir við að aukinn ferðamanna- straumur fær landsmönnum þær tekjur, sem nægja til að brúa bilið milli þeirrar að- stoðar, sem eyjan fékk frá Bretum, meðan hún var und- ir þeirra stjórn, og þeirrar efnahagsaðstoðar, sem Bretar ætla að veita þessu nýja, sjálf- stæða ríki. Víst er, að hvorki iðnaður né landbúnaður geta brúað þetta bil á næstunni. Heyfengur með mesta móffi í Kjés T Ttanstefnan til Moskvu er umræðuefni dagsins, ekki veg'na þess að þeir, sem vildu vita, hafi ekki vitað það að hinn svonefndi Sameiningar- flokkur alþýðu, Sósíalista- flokkurinn, var í raun réttri kommúnistaflokkur, sem reiðubúinn var til að þjóna " heimskommúnismanum og yfirgangsstefnu Rússa, heldur af hinu, að nú hafa leiðtogar flokksins komið ógrímu- klæddir til dyranna og eng- inn getur lengur haldið því fram, að þar sé um að ræða flokk, sem í einu eða neinu sé frábrugðinn öðrum komm- únistaflokkum. Ekki er vitað, hvort frum- kvæðið að fundinum í Moskvu kom frá kommúnist- um hér á landi eða rússnesk- um kommúnistum. Vafalaust er þó, að um þetta fundahald hafa þeir samið félagi Einar Olgeirsson og ráðamenn í Kreml, en félagi Einar hefur dvalið langdvölum austan járntjalds. - Aðalatriðið er það, að aðil- ar hafa verið sammála um nauðsyn þessa fundahalds og talið sig hafa þar gagn- kvæmra hagsmuna að gæta. Hagsmunir félaga Einars Ol- geirssonar voru auðvitað fyrst og fremst að fá rússneska ráða menn til að reyna að stilla til friðar innan kommúnista- flokksins og tryggja áfram- haldandi völd sín þar. Hags- munir Rússa voru þeir að tryggja, að íslenzkir komm- únistar yrðu á þeirra bandi í deilunum við Kínverja. Kommúnistaforingjar hér á landi hafa auðvitað oftsinnis farið til Rússlands til að sækja þangað ráð og styrk, en yfir- leitt hefur verið reynt að halda sem mestri leynd yfir þessum ferðalögum. Nú bregð ur hins vegar svo við, að gef- in er út tilkynning um þetta ferðalag og fundahöldin. Hef- ur það vafalaust verið vilji Rússa, því að með því undir- strika þeir að þessi kommún- istaflokkur á Vesturlöndum sé á þeirra bandi. Kommún- istaforingjarnir hér hafa hins —vegar sett það skilyrði, að þeir fengju yfirlýsingarnar um það, að auka megi sölu ís- lenzkra afurða til Rússlands, hver svo sem raunin verður í því efni. Þá yfirlýsingu ætla þeir að hafa að yfirvarpi. GEÐLITLIR MENN TVTÚ er eftir að sjá, hverjar verða afleiðingar þess, að upplýst er, að kommúnista- flokknum hér er stjórnað frá' Moskvu. Þar eru honum lagð- ar lífsreglurnar og þar er reynt að berja saman flokks- brotin og sjálfur „krónprins Krúsjeffs“ stjórnar aðgerðun- um. í áratugi heíur verið reynt að dylja það, að Sósíalista- flokkurinn svonefndi væri hreinræktaður kommúnista- flokkur og í skjóli þéss hefur tekizt að fá ýmsa þá menn, sem ekki vilja veita heims- kommúnismanum brautar- gengi, til stuðnings við þenn- an flokk, ýmist sem flokks- menn eða óflokksbundna fylgjendur, t.d. hið svonefnda Alþýðubandalag. Hvað gera nú þeir menn, sem blekktir hafa verið, eftir að sauðar- gærunni hefur verið flett af? Væntanlega fæst þeirri spurningu að nokkru svarað á næstunni, en líklegt er þó að fullnaðarsvar fáist ekki fyrr en í almennum kosning- um. Væntanlega verður svar- ið þá skýrt og ótvírætt. Það er sannarlega orðið tímabært, að kommúnistar verði einangraðir hér á landi eins og annars staðar í nálæg- um löndum, þar sem þeir eru réttilega fyrirlitnir og útilok- aðir frá öllum áhrifum. VINDUR UM EYRU TTm síðustu helgi hélt eitt útibú kommúnista, sem nefnt er Samtök hernámsand- stæðinga, landsfund norður við Mývatn. Fundarhald þetta var auglýst með miklu brauki og bramli, en heimtur voru þó tregar, þótt fundarhaldið væri sitjandi, en lið þetta hef- ur undanfarið verið haldið harðsperrum og göngumæði. Þarna gaf að - líta gömlu kommúnistaandlitin, enda taktsláttur og veizlustjórn í þeirra höndum. Nokkrir sér- vitringar og sakleysingjar slæddust þó með, en þetta er fólk, sem virðist haldið þeirri undarlegu meinloku, að heim- urinn hafi staðið í stað síðan 1918 eða í tæplega hálfa öld. Þessir nytsömu sakleysingj- ar eru aldir stundarkorn á þjóðsögum og kvæðalestri, sem út af fyrir sig er góðra gjalda vert — en síðan er gauÁað að þeim Moskvusam- þykkt um, að rétt sé að stíga hálfa öld aftur í íslandssög- una til fanga í utanríkisstefnu íslands á tímum alþjóðasam- taka og kjarnorkuvopna. Kommúnistarnir, sem stýra þessu sjónarspili vita þó bet- ur. Þeir hafa margoft skipt um stefnu varðandi hlutleysi og miða það við hagsmuni Rússa hverju sinni. Þeir vita, að hlutleysi er engin vörn og sízt af öllu vopnlausri smá- þjóð. Þessi samtök hernámsand- stæðinga hafa gengið grýtta slóð í íslenzkum stjórnmálum og talað fyrir daufum eyrum. Utanríkisstefna íslands var mörkuð á morgni lýðveldisins og hana styður yfirgnæfandi meirihluti íslendinga, úr öll- um stéttum og landshlutum. Áróður kommúnista og berg- mál nokkurra villuráfandi sauða þeirra þýtur sem vind- ur um eyru íslendinga. Yaldastöðum, 6. sept.: — NÚ MUN slætti að mestu lokið og mun heyfengur að þessu sinni með mesta móti. En um heygæði er ekki gott að segja, líklegt er að töluvert vanti af bætiefnum í heyið, svo að það geti talizt gott fóður, einkum af því hve taðan var sumsgtaðar orðin úr sér sprottin þegar hún var sleg- in. Ollu þar mestu um óþurrkarn ir í júlí sl. Engjaheyskapur var með minna móti vegna lélegrar sprettu. Háarspretta er yfirleitt lítil, en háin hirt í vothey. Kartöflu-uppspretta misjöfn Byrjað er að taka upp úr görð um, og mun uppskera mjög mis jöfn. Þá er furða hver vöxtur er sumsstaðar, þar sem kartöflu- gras féll svo snemma að þessu sinni. Þó er það dálítið misjafnt eftir legu garðanna. Rúmir 1000 laxar úr I.axá. í Laxá hafa veiðzt rúml. eitt þúsund laxar, og er það allgott, þar sem ekki fór að veiðast fyrr en eftir 20. júní, að heitið gæti. Um veiði í Bugðu er mér ekki kunnugt. En hún mun hafa verið allgóð eftir því sem ég bezt veit. í Meðalfellsvatni var veiði all- góð, sérstaklega framan af veiði tímsmum. — St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.