Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 27
Fðstudagur 11. sept. 1964
M O RC V N SLABiÐ
27
Ný, portúgölsk net
reynast togurunum vel
Eru léttari og endingábetri
Hallbjörg
skemmtir
í Sigtúni
Á MORGUN, laugardag mun
veitingahúsið Sigtún hefja
vetrarstarfseml sina. Hall-
bjiirg Bjarnadóttir mun
skemmta gestum Sigtúns
næsta mánuðinn, en hún og
maóur hennar eru nýkomin
tíl landsins, eins og kunnugt
er. I»au hafa dvalizt í Banda-
ríkjunum undanfarin ár og
komið fram á fjölmörgum
skemmtistöðum í Kanada og
víðar. Þau koma hingað frá
Danmörku þar sem þau hafa
skemrnt undanfarnar þrjár
vikur. Munu þau hjónin
skemmta fólki m. a. með eftir-
hermum og söng. Þau hafa
haldið eina skemmtun í Há-
skólabíói.
Hljómsveit Þorsteins Eiríks-
sonar hefur verið ráðin til
I þess að leika fyrir dansi í Sig-
túni í vetur og syngur Jakob
Jónsson með hljómsveitinni_
Sigmar Pétursson sagði blaða-
mönnum í gær, að húsið yrði
AÐFARANÓTT miðviku-
dags kom upp eldur í fólksflutn-
ingabíl á Dalvík. Bíllinn, sem er
í eigu Gunnars Jónssonar sér-
leyfishafa á leiðinni Akureyri—
Dalvík, kom úr ferð austan af
landi kl. 11 um kvöldið og tóku
menn þá eftir því, að einn hjól-
barðinn var sprunginn. Hafði
AKRANESI, 10. sept. — Vélbát-
urinn Sigurvon veiddi í nótt 447
tunnur af síld vestur undir Jökli.
Mest af síldinni er hraðfryst. —
Síldin er sæmilega stór, en vand-
meðfarin, því að í henni er áta.
Leiðrétting
í MINNINGARGREIN um Guð-
björgu Guðmundsdóttur í blað-
inu í gær varð villa í síðustu línu
kvæðis í lok greinarinnar. Síð-
asta setning vísunnar átti að vera
þannig: „hugsar þér að vakna
brátt“.
opið á hverju kvöldi, en á-
herzla yrði lögð á að leyfa
félagssamtökum að halda
fundi sína og samkomur í
húsinu. Yfirþjónn í Sigtúni er
Guðjón Guðmundsson.
hjólið hitnað mjög og eitthvað
var farið að rjúka úr því. Var
vatni skvett á hjólbarðann og
slökkvivökva dælt inn um gat á
hjólbarðanum, og virtist þá allt
vera í lagi. Um eitt-leytið var
aftur gengið úr skugga um að
eldur væri ekki laus í bílnum og
reyndist ekki vera.
Skömmu eftir hálffjögur vakn-
aði kona í húsi skammt frá bíln-
um og kom auga á bjarma og
reyk, sem lagði frá honum. —
Kviknað hafði í gólfi yfir hjól-
barðanum og var bíllinn alelda
að innan, er slökkvilið Dalvíkur
kom á vettvang skömmu síðar.
Réði það skjótt niðurlögum elds-
ins. Ekki var talin stafa nein
sprengingarhætta af eldinum, því
að bíllinn brennir olíu og geym-
arnir eru undir honum.
Miklar skemmdir urðu á far-
þegarými bílsins. Hann hefur ver
ið notaður í sumar til ferðalaga
um austanvert landið.
M A R G I R togaranna hafa nú
fengið eða eru að fá ný troll úr
portúgölsku gerviefnisgarni, sem
reynzt hefur mjög vel, og er létt-
ara og sterkara en þau net, sem
þeir hafa haft. Hvalfellinu, sem
hefur verið með þetta troll síðan
í vor, hefur gengið mjög vel með
það og fiskaði skipið vel í það við
Austur-Grænland.
Mbl. ræddi þetta mál við Snæ-
björn Ólafsson, skipstjóra og
starfsmann hjá Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni. Hann sagði
að hið porúgals'ka troll væri
miklu léttara og virtist hafa
meira slitþol en hampur. Það
væri úr gerviéfni en léttara en
nælon. Einkum virtist það betra
á hörðum, sárum botni, því það
lyfti sér betur frá botninum og
entist því betur’T
A ÖÐRUM tímanum í fyrri-
nótt var ekið á konu á Suður-
landsbraut við Múla með þeim
afleiðingum að konan brotnaði
á báðum fótum og hlaut önnur
meiðsli. Hún var fiutt í Lands-
sptíalann.
Slysið atvikaðist þannig, að
leigubíll var á leið austur Suð-
urlandsbraut. Segir ökumaður-
inn, að er hann var að koma
móts við Múla, hafi hann
skyndilega séð konu á götunni
framundan, en þó ekki nógu
snemma, þannig að hann næði
að hemla í tíma. Skall bíllinn
á konuna, og féll hún í göt-
una.
Konan slasaðist mikið eins og
fyrr getur, en missti þó ekki
meðvitund. Sjúkralið kom þeg-
ar á vettvang og flutti konuna
í Slysavarðstofuna og siðan i
Landsspítalann, þar sem búið
var um meiðsl hennar.
Lögreglan telur, að konan,
sem er 42 ára, hafi verið ail-
mjög undir áhrifum áfengis, er
slysið varð.
í vor fengu fyrstu þrjú skipin
þessa tegund af trolli, Hvalfellið,
Marz og Víkingur. Hvalfellið var
með trollið í þrem túrum við A-
Grænland og fékk í öllum full-
fermi, en varð þá fyrir því ó-
happi að festa það og missa. alveg
óskemmt. Það er miklu betri end-
ing en hægt er að segja um hamp
trollið, segir Snæbjörn. Síðan í
vor hafa fleiri skip fengið þetta
troll og líkað vel. Nú fóru bæði
Askur og Hvalfellið út með þau
í gær.
— Við væntum töluverðs af
þessum netum, eftir þá reynslu,
sem við höfwm haft, sagði Snæ-
björn. Þau eru líka ek^ert eða
lítið dýrari en þau sem við höf-
um haft, auk þess sem þau fúna
ekki.
Þeir, sem kynnu að hafa séð
til ferða umræddrar konu á Suð
prlandsbraut á þessum tíma,
eru vinsamlegast beðnir um að
gera rannsóknarlögreglunni að-
vart, svo og vitni að slysinu
sjálfu, ef einhver væru.
Hvað -læi
Anna María í
heimonmond?
Kaupmannahöfn, 10. sept.
NTB.
DANSKA blaðið Aktuelt
ségir í dag, að Frederika,
drottning, tilvonandi tengda-
móðir Önnu-Maríu Danaprin-
sessu hafi krafizt þess, að
henni verði séð fyrir sjö mik’j
ónum danskra króna í hciman
mund, þegar hún gengur I
það heilaga, 18. september
n.k.
Blaðíð segir hinsvegar litla
ástæðu til þess að verða við
þessum kröfum Frederiku og
hefur eftir sænska vikublað-
inu „Vecko-journalen“ að
krafa þessi hafi orðið ágrein-
ingsefni milli konungsfjöl-
skyldnanna.
í Kaupmannahöfn hefur
fiogið fyrir sá orðrómur, að
foreldrar brúðarinnar hafi
fallizt á, að hún fái 10 millj-
ónir danskra krónai heiman-
mund, en féð verði lagt á
banka í Sviss á nafni Önnu
Maríu. Af hálfu hirðarinnar
dönsku heyrist ekkert um
| mál þetta.
Dreux, Frakklandi,
10. sept. — AP.
í dag voru gefin saman með
mikilli viðhöfn franska prins-
essan Isabella, elzta dóttir
greifans af París, og Carl
greifi af Schenborn — Buc-
heim. Við brúðkaupið og veizl
una á eftir vorú 400 gestir.
Bíll brennur á Dalvík
Brotnaði á báðum fótum
Umíerðaslys á Suðurlandsbraut í fyrrinótt
— Jarðvegur
Frh. af bls. 28
urkort af öltu Suðurlandshólend
inu og Arnarvatnsheiði, all-t firá
Hverfisfljóti að austan og norð-
ur að Stórasándi, sem eru, sam-
tals 17.000 ferkm. og eru jöklar
þá frátaldir. Og nú erum við
byrjaðir á Þingeysku heiðunum,
segir hann. Við vitum hve mik-
ið gróðurland er á þessu svæði
og hvers konar gróður það er.
Þarna er viðhöfð sú nákvæmasta
flokkun á gróðri sem okkur er
kunnugt um að nokkurs staðar
hafi verið framkvæmd í stórum
stíl. Ástœðan ea- sú að óvíða í
heiminum er eins mikil hætta á
gróður- og jarðvegseyðingu og á
íslandi.
— Og fýkur alltaf jafnmikið
upp?
— Það er sýnt að uppblástur-
inn hefst að marki með land-
námi, og svo sterk rök liggja að
því að fokið hafi síðan á land-
námsöld af sem svarar 40—50
þús. ferkm. svæði á landinu, að
ég treysti mér til að taka undir
þau, þó ekki liggi fyrir þessu
óyggjandi sannanir.
— Hverjar eru orsakirnar til
uppblástursins í upphafi? Og
hefur jarðvegurinn eyðst jafnt og
þétt síðan?
— Orsakir uppblóstursins eru
svo margar. Kannski fyrst og
fremst eyðing skóganna eftir
Igndnóm. Og líka eflaust versn-
anidi veðurfar, því veður versn-
Ingvi Þorsteinsson.
aði einmitt um það leyti. Hér
hefur verið tillötlulega jafn upp
blástur siðan, en þó hafa kom-
ið tímabil, þar sem sýnt er að
hann hefur aukizt, einkum þegar
hefur kólnað, því í slæmu ár-
ferði hefur gróðurinn einfald-
lega minna mótstöðuafl gegn
veðri og vindum.
— Og hvað um uppblóstur-
inn í dag?
Landeyðing meiri en uppgræðsla.
— Uppblósturinn er geysi-
mikiH á íslandi og landeyðingin
meiri en uppgræðslan. Að vísu
hatfa Sandgræðela íslands oig
Skógrækt ríkisinis unnið geysi
mlkið starf, en uppblásturinn
var kominn á það stig þegar
þessir aðilar hófu starf, að þeir
hafa ekki haft undan.
— Hvert er þó sambandið
milli nýtingar landsins í dag og
uppblástursins? Haft hefur ver-
ið eftir þér að afréttir íslands
séu ofbitnar og jafnvel að gróð-
ur íslands sé verri en gróður
annarra landa.
— Hér mun vera vitnað í er-
indi, sem ég hélt á Laugarvatni
fyrir skömmu, en tilvitnanir eru
ekki réttar. Sumar afréttir, eink-
um á Suðurlandi, einmitt þar
sem uppblástur er rnestur, eru
ofsetnar og það flýtir geysilega
fyrir gróðurskemmdum. Á þess-
um afréttum er gróður mjög lé-
legur til beitar, en það er önn-
ur helzta afleiðing ofbeitar.
— Og hver eru ykkar ráð?
— Þessar rannsóknir okkar
eiga að leysa handahófið í nýt-
ingu gróðurlenda af hólmi. Með
þessu teljum við okkur fá grund
völl til að telja í hvern afrétt,
þ.e.a.s. fullnýta landið en ekki
ofnýta það. Eins og stendur er
ekki viðhlýtandi löggjöf sem
tryggir þetta og meðan svo er
þar enginn að fara eftir niður-
stöðum þessara rannsókna. Hins
vegar er þó verið að vinna að
samningu nýs frumvarps um hag
nýtingu og meðferð beitilanda og
landgræðslu almennt og vonandi
verður að finna í því frumvarpi
þau ákvæði sem bæta úr þessu,
því hér er geysimikið í húfi.
Andöy
( dregin til
IMoregs
Seyðisfirði, 9. sept.: —
I Bráðabirgðaviðgerð á Andöy
| er lokið hér, og norska björg
| unarskipið Skomblom II
| (slysavarnaskip) er komið
| hingað og liggur utan
Mæturfrost e
MORGUNBLAÐID átti í gær
símtöl við Egilsstaði, Möðrudal
og Grímsstaði á Fjöllum. Var
veður allstaðar gott, en nokkurt
næturfrost. Mun allt kartöflugras
fallið á Egilsstöðum.
Á Egilsstöðum var sólskin og
næstum logn í gær. en nætur-
frost hafði verið talsvert
undanfarnar tvær nætur. Sagði
Steindór Eiríksson, að svo til öll
kartöflugrös hefðu fallið í frosti
þessu, en þau voru þó farin að
láta mjög á sjá fyrir.
Kristján Sigurðsson á Gríms-
stöðum á Fjöllum sagði, að nokk
uð hefði dregið úr næturfrostinu
nóttina' áður og farið niður í 5
stig, en tvær næturnar þar áður
hafði verið 7 stiga frost. Á dag-
á Andöy. Skomholm |
II dregur Andöy til ;
Noregs i kvöld. Mjög miklar |
skemmdir urðu á skipinu við |
brunann, og m.a. misstu skip |
verjar allan fatnað og voru I
fataðir upp af norska ræðis- I
manninum hér. Sjópróf fór 1
fram sl. sunnudag hjá norska |
ræðismanninum. Allt bendir =
til, að eldurinn hafi komið frá |
rafkerfi, því um leið og reyk |
ur fannst fyrst var talstöð i
Andöy óvirk. — Sveinn.
n gott veður
inn hefði verið bjartviðri og
sæmilega hlýtt. Engin kartöflu-
rækt er á Giímsstöðum, svo að
Krisján kvað engan skaða af
frostunum. Sagði hann að menn
væru að ljúka að ganga frá
heyjum sínum. Göngur hefjast
frá Grímsstöðum 19. september,
en slátrun á Kópaskeri, þar sem
Grímsstaðabændur lóga fé sínu.
hefst 15. september. Þá sagði
Kristján að m,jög væri tekið að
draga úr umferð, en hún hefði í
sumar verjð meiri en nokkru
sinni fyrr.
Jón, bóndi í Möðrudal, sagði
þar afbragðsveður og glansandi
sólskin, en kvað næturfrost hafa
verið mikið síðastliðnar þrjár
nætur. Þar munu göngur hefjast
20. eða 21. september.