Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1964, Blaðsíða 2
r 2 MORGUNBLAÐIÐ r Föstudagur 11. sept. 1964 Barnsránið; Faðirínn neitar ai skila barninu Móðurbróðir þess nýkominn írá Þýzkalandi EINS og menn muna gerðist það í sl. mánuði að þýzkur maður, Gert Killisch, sem áður var kvaentur íslenzkri konu, Kristínu Hallgrímsson, tók þriggja ára dóttur þeirra hjóna án leyfis móðurinnar með sér til Þýzkalands, Litla stúlkan heitir Iris Margret Frida. ísak Hallgrímsson, bróðir Kristínar, er nýkominn frá Þýzkalandi þar sem hann hitti Killisch að máli i heimabae hans, Elmshorn, skammt frá Hamborg. Segir ísak að KiII- isch hafi í alla staði komið vel fram nema hvað hann neiti algjörlega að skila barninu heim til móður þess. Málið er nú í höndum lögfræðings í Elmshorn. Samkvæmt þýzkum lögum er Iris Margret Frida þýzkur ríkisborgari, og á þeim for- sendum mun Killisch ekki skyldur að hlíta úrskurði ís- lenzkra yfirvalda um yfirráða- rétt móðurinnar, en í Þýzka- landi munu lög og þannig, að móður sé falin umsjá barns, svo fremi hún geti séð um það. Er því nú beðið eftir úrskurði þýzkra yfirvalda um mál þetta, en ekki er vitað hvenær hans mun að vænta. Gvenjulítið vatn í Gvendarbrunnum AÐ UNDANFÖRNU hefur vatn verið óvenjulítið í Gvendarbrunn um og þar af leiðandi hefur borið á vatnsskorti í ýmsum bæjarhlut- um. Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri skýrði blaðinu svo frá í gær, að þessa dagana væri aðeins hægt að dæla úr vatnsbólinu í 14 tíma í stað sólar- hrings undir veniulegum kring- umstæðum, og því safnaðist lítið vatn fyrir í geymi. Hefur vatns- magnið minnkað stöðugt vegna þurrka, eins og komið hefur fyrir undanfarin haust. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær, að eng- inn snjór var í fjöllum í vor og jarðvatn hefur því lítið aukizt, og svo hefur vatnslþörfin aukizt stöðugt. Á Skólavörðuholti þer mest á skortinum, því að þar er engin dælustöð, og einnig er vatnsskortur á jöðrum dælukerf- isins. Sem kunnugt er, stendur nú yfir smíði á nýjum vatnsgeymi við Bústaðaveg, og sagði vatns- veitustjóri að byggingjr hans yrði lokið eftir u. þ.b. tvo mánuði og skapast þá betra ástand í vatns- veitumálum bæjarins. Þörfin á nýju vatnsbóli er samt aðkall- andi, og við fyrsta tækifæri verð ur hafizt handa um virkjun Bull- augna. Verður það kostnaðar- samt fyrirtæki og sem stendur er nægilegt fé til þeirra fram- kvæmda ekki fyrir hendi. Má t.d. nefna, að aðalæðar þessarar virkj unar munu kosta 3% til 4 millj. á hvern kilómetra. Nokkrir fulltrúa á iðnþinginu á Akureyri. f fremstu röð frá vinstri: Magnús Ástmarsson, Björgvin Fredrikesn, Guðmundur H. Guðmundsson, Helgi Hermann Eiríksson, Kristján Jónsson, bakara- meistarL (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). Iðnþingi haldið dfram á Akureyri AKUREYRI 10. sept. — 26. iðn- þing íslendinga var sett á Ak- ureyri í gær, eins og þegar hef- ur verið getið í blaðinu. Á síð- degisfundi í gær fór fram kosn- ing starfsmanna þingsins. For- seti var kjörinn Jón H. Þorvaids son, Akureyri, I. varaforseti Tómas Vigfússon, Reykjavík og 2. varaforseti Ármann Þorgríms son, Akureyri. Ritarar voru kosnir Magnús Ástmarsson, Reykjavík og Albert Sölvason, Akureyri. Einnig var kosið í nefndir. Þá flutti framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, Ottó Schopka, skýrslu stjórnar- innar og las sáðan reikninga sambandsins fyrir síðasta ár. í gærkveldi sátu þingfulltrú- ar kvöldverðarboð bæjarstjórn- ar Akureyrar og stjórnaði Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar, hófinu. í morgun störfuðu nefndir, en — Chile Flirg Loftleiða gengoir eins og frekast verður á kosið Framh. af bls. 1. rekja fyrst og fremst til á- róðurs andkommúnista, sem lögðu einkum áherzlu á, að sigur kommúnista mundi hafa í för með sér sarns konar ástand og fylgdi valdatöku Fidels Castros á Kúbu, sem sé ógnarstjórn, fj öldaaftökur og annað þess háttar. Eins og í kosningunum á Ítalíu, árið 1948, var það einkum ótti kvenna í Chiie við blóð- ugan valdaferil kommúnista, sem tryggði Frei sigur. Hann hefur nú loíað þjóð sinni að koma á margháttuð- um umbótum, meðal annars að sjá svo til, að hún fái stærri skerf en hingað til af hagnaði koparnámurekstursins, sem er að miklu leyti í höndum banda rískra auðfélaga. Hinsvegar er þess að gæta, að hann naut í kosningabaráttunni stuðnings íhaldsaflanna í landinu og mun eflaust eiga fyrir hönd- um nokkra erfiðleika, áður en hann fær hrint áætlunum sín- um í framkvæmd. Einnig er þess að gæta, að verkalýð landsins, sem er vel skipulagður, bæði til borga og sveita, er ýmislegt betur gefið en þolinmæði — og von- brigðin vegna ósigursins í kosningunum verða vart til að gera hann viðráðanlegri. Og takist Frei ekki að koma til móts við kröfur verkalýðsins kann hann sem forseti að eiga fyrir höndum þungan róður. NOKKRAR umræður hafa verið í dönskum blöðum að Loftleiðir og SAS að undanförnu, og mun efni þeirra hafa verið á þann veg, að Norðurlönd hafi í hyggju að takmarka farþegaflutninga Loft leiða frá löndunum við það, sem var upphaflega er Loftleiðir hófu flug þaðan með Skymastervél- um. Mbl. innti Kristján Guðlaugs- son, formann stjórnar Loftleiða, eftir máli þessu í gær. Hann kvaðst ekki vita hvað yfirvöld á Norðurlöndum hygðust gera, og Loftleiðir hefðu raunar ekkert um þetta að segja. Þetta væri mál fiugmálastjórnanna og síð- an viðkomandi stjórnarvalda. Kristján sagði flug Loftleiða ganga nú eins vel og frekast yrði á kosið. Sætanýting væri svipuð að hundraðshluta og áður, en nokkur sætaaukning hefði orð ið frá 1. júní, er Rolls Royce-flug vél félagsins var tekin í notkun. „Við erum sem sagt ánægðir", sagði Kristján að lokum. | NA í5 hnútor I / SVSOhnúlv Snjókoma ? ÚÍ/ V Sivrir Z Þusr.ur Wz, KtMoohH Hihtk* H Hmt\ L Ufi í síðan buðu S.Í.S. og K.E.A. til hádegisverðar að Hótel K.E.A. Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri, stýrði samkvæm inu og fiutti þar árnaðaróskir gestgjafanna til þingsins og enn fremur afmælisóskir til Iðnaðar- mannafélags Akureyrar vegna sextugsafmælis þess. For- seti þingsins, Jón H. Þorvalds- son, sem jafnframt er formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar, þakkaði hlý orð. Fundur hófst aftur W. 2,15. Þar flutti Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnaðar- málastofnunar íslands, erindi um vinnurannsóknir og vinnu- hagræðingu og ennfremur voru nokkur nefndaálit rædd og af- greidd. Síðdegis skoðuðu þingfuittrú- ar verksmiðjur S.Í.S. og K.E.A. á Akureyri. Kvöldfundur hófst kl. 8,30. Þingforseti flutti kveðju, sem þinginu hafði borizt frá Gunn- ari J. Friðrikssyni fyrir hönd Félags ísl. iðnrekenda. Var kveðjan þökkuð rrifeð lófataki. Síðan voru rædd álit nefnda um nokkur mál. Einnig flutti Tóm- as Vigfússon skýrslu um starf- semi Iðnlánasjóðs og Bragi Hannesson, bankastjóri, skýrslu um starfsemi Iðnaðarbanka ís- lands. — Sv. P, Útför Tuomioja Helsingfors, 10. sept. — AP. Stjórn Finnlands hefur ákveð ið að útför Sakari Tuomioja, sáttasemjara Sameinuðu þjóð- anna í Kýpurdeilunni skuli fara fram á kostnað finnska ríkisins. Verður útförin gerð nk. miðvikudag frá dómkirkj- unni í Helsingfors og meðal viðstaddra verður Urro Kekk- onen, forseti. Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna flytur setningarræðu iðnþingsins. — Krúsjeff Framh. af bls. 1. Vesturveldin gerðu sér þá stund ina ekki fulla grein fyrir ástandi heimsmálanna. — En tækju Kinverjar enn á i>ý upp forn- frSga útþenslustefnu sína, yrðu ibúar Vesturveldanna því ugg- laust fegnir að víta skjöld milli sín og 700 milljóna manna í Kína. Hafði Krúsjeff bætt því við, að hann mundi undir öllum kring- umstæðum koma Frakklandi til hjálpar gegn hugsanlegum árás- araðila, hver sem hann væri. Kir sagðist hafa átt hinar vinsam- legustu samræður við Krúsjeff — sem hefði sent sér orð til Var- sjár í Póllandi, þar sem Kir var staddur fyrir nokkrum dögum, og beðið sig koma til Moskvu. 17 _ ára stúlka barin og rænd Fólskuárás í fyrrakvöld Véour var bjart her á landr s og víða logn, hiti víðast 8—10 = stig. Næturfrost í innsveitum s var víðasj hvar 2—5 stig norð = an lánds, en nálægt frost- E S ir snöggar breytrngar að sinm. marki sýðra. diiiiiiiummiúiiMimuiiimiiiitmmmmuitmiuuimuHiiiiiimiuiiiiiiiuiiuuiimiimimiimimimiiiiiiumiiiE i urvi HaDjsGí r gær var há- H þrýstisvæði yfir Grænlandi = og íslands, en aðgerðalitlar = lægðir fyrir sunnan land og 1 norðaustan. Lítur ekki út fyr H ir snöggar breytrngar að sinni. UM miðnætti í fyrrakvöld réðust tveir ungir menn á 17 ára gamla stúlku á Borgartúni, börðu hana og rændu 160 krónum úr veski hennar. Stúlkan, sem fyrir árás þessari varð, hafði farið í heimsókn til kunningjafólks síns í Hátúni, en er enginn var heima þar, sneri hún við heimleiðis, og gekk vest- ur Borgartún. Er hún kom móts við Borgar- þvottahúsið, snöruðust tveir ung- ir menn að henni, greiddu henni högg í andlitið og stálu pening- uuuin. . Stúlkan segir að maður hafl verið á gangi á Borgartúni er þetta gerðist, en hann hafi ekki veitt eftirtekt hrópum hennar á hjálp. Er maður þessi vinsamleg- ast beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna, svo og þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið, sem leiddu til hand- töku árásarmannanna. Af stúlkunni er það að segja að hún komst upp á Laugaveg og gat náð þar í bíl, sem ók henni á lögreglustöðina. Var hún með þlóðnasir og illa tiþreika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.