Morgunblaðið - 04.10.1964, Síða 1
32 síður
!
i
Sokolov hjónunum vísað úr landi
Baiidarísk yfirvöld treystu sér ekki til að leiða
gagn-njósnara fram sem vitni
Nú hefur verið samið um takmarkaðan fjölda vegabréfa fyrir V-
Berlínarbúa til að fá að heimsækja ættingja í Austur-Berlin. Er
mynd þessi tekin af biöröð í V-Berlín við vegabréfaskrifstofuna
í Neukölln.
Tíí! ára og kominn
í háskóla
Ungur stærðfræðingur vekur athygli
i Bandarikjunum
PAÐ HEFUR vakið mikla
furðu að tiu ára drengur,
Michael Grost, hefur fengið
innritun i Michigan-háskóla í
Bandaríkjunum, en þar hefur
hann þegar fengið að hlýða
á fyririestra í eitt ár og tekið
próf með mjö^ góðum vitnis-
burði. Er Michael álitinn
yngsti nemandinn, sem fengið
hefur inntöku í háskóla.
Michael Grost tók próf í
stærðfræði við Miehigan-há-
skólann, en próf þetta er
ætlað 18 ára nýstúdentum.
Stóðst hann prófið með prýði,
því 99% þeirra, sem prófið
tóku með honum, hlutu lægri
einkunnir en hann. Einnig
tók Michael próf í stærð-
fræði með kandidötum, er
iásu undir doktorspróf, og
var hann í hópi þeirra tíu af
hundraði, sem hæstar eink-
unnir hiutu.
Michael litli er sonur yfir-
kennara í borginni Lansing,
höfuðborg Michigan-ríkis, og
þegar hann var aðeins 414
árs tóku foreldrar hans allt
í einu eftir því að hann var
orðinn læs. Síðan hefur hann
verið mjög bókhneigður, og
meðal annars lesið kennslu-
bók í skák. Varð það til þess
að hann tók þátt í skákmóti í
heimaborg sinni í fyrra, og
bar sigur af hólmi á mótinu.
En Michael á eitt sameigin-
legt með mörgum jafnöldum
sínum. Þegar honum var heit-
ið verðlaunum ef hann yrði
efstur á háskólaprófi í nú-
tímasögu Evrópu og Asíu,
kaus hann sér tíu bækur með
myndasögum. Á prófinu hlaut
hann hinsvegar „aðeins“ aðra
einkunn, og varð því að láta
sér nægja fimm myndasögu-
bækur í verðlaun.
Sálfræðingar hafa rann-
sakað Michael, og eru það
þeir sem skýrðu fréttamönn-
um frá furðulegum námsferli
hans fyrr í vikunni. Segja
þeir að Michael hafi tekið
gáfnapróf við háskólann og
staðið sig svo vel að ekki hafi
verið unnt að gefa honum
einkunn fyrir, en að öðru leyti
væri hann eðlilegur og ófrá-
brugðinn jafnöldum sínum.
Það eina, sem háir honum við
námið er rithöndin. Hann á
erfitt með að skrifa góða rit-
hönd, og tefur það hann við
prófin.
(Svend Áhman í Dagens
Nyheter)
New York, 3. okt. — (NTB)
Þ A Ð vakti almenna furðu í
gær þegar dómstóll í New
York ákvað að láta Sokolov
hjónin laus og fella niður
málaferli gegn þessum á-
kærðu rússnesku njósnurum.
En strax og málinu hafði ver-
ið vísað frá voru Sokolov
hjónin flutt í fangelsi þar sem
þau híða nú dóms um brott-
vísun úr landi.
Pegar mál rússnesku hjónanna
var tekið fyrir rétt sl. mánu-
dag var því spáð að stórfrétta
væri að vænta frá málaferlun-
um. Var talið að þetta yrðu mestu
njósnamálaferli í Bandaríkjun-
um í mörg ár og að þarna kæmu
fram. fróðlegar upplýsingar um
njósnastarfsemi Rússa í Banda-
ríkjunum, En svo gáfust banda-
rísk yfirvöld upp á áframhald-
andi málarekstri, og er talið að
ástæðan sé sú að við framhalds-
rekstúr málsins hefðu yfirvöld-
in þurft að kalla sem vitni ýmsa
gagn-njósnara, sem ekki var
heppilegt að kæmu fram í dags-
ljósið. ^
Dómarinn, sem skipaður var í
þessu máli, John Dooling, sagði
þegar hann lýsti yfir niðurfell-
ingu málsins: „Pessu máli verð-
ur ekki fram haldið, vegna þess
að hinir ákærðu eiga, samkvæmt
stjórnarskrá okkar, kröfu á op-
inberum málaferlum, og að fá að
hlýða á ákærurnar, og hitta þau
vitni, sem bera gegn þeim. Or-
yggi landsins heimilar ekki að
vitnin komi fyrir opinn rétt.“
Sokolov-hjónin voru handtek-
in 2. júií 1963 ásamt Igor Jegorov,
fulltrúa Sovétríkjanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, og konu hans.
Var seinna skipt á Jegorov-hjón-
unum og tveimur bandarískum
mönnum, sem handteknir höfðu
verið í Sovétríkjunum fyrir
njósnir. En neitað var að afhenda
Sokolov-hjónin, og hefur mikil
leynd ríkt yfir máli þeirra ailt
til þessa. Er nú búizt við að
þeim verði vísað úr landi hið
bráðasta.
Óeirðir á frlandi
Lý&veldissinnar vilja enn reka Breta
frá Norður írlandi
Belfast, írlandi, 3. okt. (NTB)
ÍRSKIR lýðveldissinnar efndu til
óeirða í Belfast í gærkvöldi, að-
eins hálfum mánuði áður en
kosningar eiga að fara fram í
landinu. Vörpuðu þeir heimatil-
búnum handsprengjum að lög-
reglumönnum, sem voru á verði
við flokksskrifstofur lýðveldis-
sinna i borginni. Ekki er kunn-
ugt um að manntjón eða slys hafi
orðið á lögreglumönnum.
Ástæðan fyrir óeirðunum mun
vera sú, að lögreglumenn höfðu
tvívegis í vikunni dregið niður
flagg lýðveldissinna af fánastöng
á skrifstofuhúsi flokksins í Bel-
fast. Safnaðist mikill mannfjöldi
saman við skrifstofuhúsið í gær
kvöldi og varð lögreglan að beita
kylfum til að dreifa honum. Er
vitað að 14 manns meiddust lítil-
lega í nótt í þeim átökum.
Hámarki náðu óeirðirnar rétt
undir miðnætti, þegar bjórstof-
um og dansstöðum var lokað, og
voru 12 menn handteknir. Voru
þeir sakaðir um að hafa varpað
grjóti og tómum flöskum að lög
reglumönnum.
Lýðveldissinnar vilja að Norð
ur-írland, sem heyrir undir Bret
land, verði sameinað írska lýð-
velidnu. Hefur Terence O’Neill
forsætisráð'herra, skorað á alla
landsmenn að sýna stillingu.
Stúðentar
mótmæla af-
hendingunni
Kaupmannahöfn, 3. okt.
(NTB)
STJÓRN nemendafélags heim
spekideildar Kaupmannahafn-
arháskóla hefur sent K. B.
Andersen, fræðslumálaráð-
herra, orðsendingu, oig varað
hann við að leggja fram á
þingi fruinvarp um afhend-
ingu handritanna til íslands.
Stjórn nemendafélagsins
bendir á að Konungsbók oig
Flateyjarbók fjalli um þau
mál er varði Svíþjóð og Nor-
eg jafnt og ísland. Þar að auki
segir stjórnin að Flateyjarbók
sé ein af örfáum gömlum
heimildum um fornsögu Fær-
eyja 0\2T Grænlands. Skorar
stjórnin á hið nýkjörna þing
að taka afhendingarmálið til
nýrrar athugunar og nánari
rannsóknar áður en atkvæða-
greiðsla fer fram. Segir
stjórnin að með afhendingu
lítilsvirði þingið skoðanir
margra vísindamanna.
í dag, sunnudag, hefst í Helsingfors fegurðarsamkeppni Norður landa, og verður þar kjörin l'ng
frú Norðurlönd. Meðal þátttakenda eru tvær íslenzkar stúlkur, og sjást þær á meðfylgjamdli
mynd ásamt stöllum sínum frá hinum Norðurlöndunum. Stúlkurnar á myndinni eru, talið frá
vinstri: SirpaWallenius og Sirpa Suosmaa frá Finnlandi, Margrét Vilbergsdóttir og Þorbjörg
Bernhard frá íslandi, Britta Ulle rt og Yvonne Mortensen frá Dan mörku, Brit Sveindal og I.iv
Bang frá Noregi og Birgitta Alverljung frá Sviþjóð.