Morgunblaðið - 04.10.1964, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. okt. 1964
Þ j dðféfagsþ róu nin-f o rsenda
breytinga á skólakerfinu
útdráttur af fyrirlestri dr. Torsten Husén,
A ÞRIÐJUDAG og miðvikudag:
flutti dr. Torsten Husén, prófess-
or frá Stokkhólmi, fyrirlestra
um skólamál í Háskólanum. Dr.
Husén er einn þekktasti uppeldis
fræðingur í Evrópu. Hann kenn-
ir uppeldisfræði við Kennara-
háskólann í Stokkhólmi og Stokk
hólmsháskóla, auk þess sem hann
veitir forstöðu rannsóknarstofn-
un fræðslumála i Svíþjóð.
Fyrri fyrirlestur dr. Hauséns
/jallaði um þjoðfélagslegar for-
sendur endurbóta á skólakerf-
inu, en hinn síðari um skóla á
menntaskólastigi í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Morgunblaðið mun birta út-
drátt úr báðum fyrirlestrum dr.
Huséns, fyrri greinina í dag, en
hina síðari í næstu viku.
„Það er sagt, að við lifum í
þróunarlandi. Hverskonar sveigj-
anleiki á við í löndum, þar sem
íramleiðslan er í örum vexti.
Ofsahröð fjölgun nemenda og
skóla helzt í hendur við hækk-
andi þjóðartekjur. Fleiri og
fleiri unglingar ganga lengur Og
lengur í skóla. Þessi þróun hefur
meðal helztu iðnaðarþjóða farið
langt fram úr öllum spádómum
og komið aftan að þeim, er um
stjórnvölin halda. Skortur á
skólahúsum og kennurum er
sameiginleg plága í Evrópu og
Bandaríkjunum. í þeim löndum,
þar sem haldið er áfram að veita
öllum greiðan aðgang að fram-
haldsmenntun og flestir ungling-
arnir eru því teknir að stunda
skóla, í stað þess að vinna að
framleiðslu, er skólayfirvöldun-
um mikill vándi á höndum, því
að að nauðsynlegt er að aðlaga
skólakerfið þessum breyttu
háttum. Yandinn er fyrst og
fremst sá, hvernig skipuleggja
megi skóla fyrir alla unglinga.
Nauðsynlegt er að gera sér grein
fyrir þeim breytingum á högum
fólks, sem liggja að baki auk-
inni aðsókn að menntastofnunum,
og hver áhrif þær kunna að hafa
á skipulag fræðslumála".
„Það var ekki fyrr en á síðustu
árum, sem menn tóku að gera
sér fulla grein fyrir því, hvé
náin tengsl eru milli efnahags
þjóðar og fræðslumála hennar.
>að er því engin tilviljun, að
tvær nýja vísindagreinar hafa
sprottið upp. Ég á við saman-
burðarkennslufræði („compara-
tive education“), sem skoðar
fræðslu í ljósi sögulegra, þjóð-
íélagslegra og hagfræðilegra
verkana í ólíkum löndum, og
fræðsluhagfræði („economics of
education"), sem athugar fræðsl-
una frá því sjónarmiði, að hún
sé fjárfesting þjóðfélagsins".
„Vitaskuld verða skipulag og
starfshættir skóla að laga sig
eftir þeim aðstæðum, sem eru í
breytilegu þjóðfélagi. En slík
aðlögun er ekki eins auðveld og
margir halda. í reyndinni er
hægara að breyta snögglega um
stefnu í stjórnmálum en fræðslu-
málum. Skólar, t.d. æðri skólar
tneð aldagamlar, hefðbundnar
venjur, eiga ekki létt með að laga
sig að þeim þjóðfélagsaðstæðum,
sem skapazt hafa á fáeinum ára-
tugum. Yfirleitt er það einkenn-
andi fyrir skóla, sem stofnun, að
mörgum ráðamönnum hættir til
að kæra sig kollótta um þjóð-
félagsþróunina. Margir telja
hlutverk kennarans aðeins vera
það að gefa nemandanum þann
skammt af fræðum, sem áskilinn
er í fræðslulögunum, — eða rétt-
ara sagt í kennslubókunum”.
f»á kom prófessor Husén með
nokkrar tölur tál að sýna hina
geysilegu aukningu skólagöngu.
Kvað hann nú yfir 90% allra
14-17 ára unglinga í Bandaríkj-
unum sækja skóla, en 2% árið
1870. Á árunum milli 1955 og
1965 kvað hann tölu nemenda á
aldrinum 15-19 ára næstum
mundu tvöfaldast. Milli 1950 og
’60 hefði tala háskólastúdenta
tvöfaldazt. í Svíþjóð hefðu árið
1930 aðeins 9% nemenda haldið
áfram í gagnfræðaskóla eða öðr-
um framhaldsskólum að loknu
skyldunámi. 30 árum síðar var
sú tala komin upp í 48%. Hlut-
fallstala stúdentsprófa, miðað við
fjölda tvítugs fólks á hverjum
tíma, tvöfaldaðist frá 1945 til
1955 og búizt er við, að hún verði
næsta ár enn orðin tvisvar sinn-
um hærri en 1955.
„Einkennandi er fyrir þróun-
arlönd“, sagði prófessor Husén,
,,að atvinnulífið tekur skjótum
umskiptum. Vélvæðing, sjálf-
virkni og skipulagning breyta
liáttum framleiðslu og dreifing-
ar. Nýir atvinnuvegir verða til
og aðrir hverfa úr sögunni við
þessa þróun, sem kölluð hefur
verið síðari iðnibyltingin. Sam-
eiginlegt er með öllum atvinnu-
greinum, að aukin skipulagning
Fyrri grein.
krefst aukinnar sérþekkingar af
einstaklingnum. Tiltölulega ört
vaxandi eftirspurn er eftir fag-
,ærðu fólki, til framleiðslu- og
skrifstofustarfa, en tala verka-
manna lækkar“.
Prófessorinn ræddi um það,
hve tíð umskipti í starfi fylgja
aukinni tækni og skipulagningu.
Flestir þeirra unglinga, sem
hættu námi að lokinni skóla-
skyldu, eyddu meirihluta starfs-
æfi sinnar í öðrum atvinnu-
greinum en þeir hefðu lagt fyrir
sig í fyrstu. Aðrir við fram-
leiðslu, sem lögð yrði niður. Enn
aðrir við starfsemi, sem ekki
hefði þekkzt í þeirra skólatíð.
„Þetta er auðvitað mjög mikil-
vægt að hafa í huga, þegar
fræðslukerfið er skipulagt, eink-
um þegar ákveða á hlutfallið
milli almennrar fræðslu og sér-
greindrar atvinnufræðslu. Skóli
í breytilegu þjpðfélagi þarf um-
fram allt að kappkosta að leggja
breiðan grundvöll þeirrar kunn-
áttu, sem oftast er nefnd almenn
rnenntun. Þetta er lífsnauðsyn,
ekki aðeins vegna framhalds-
menntunar, heldur einnig til að
nemendurnir eigi hægar með að
skipta á þekkingu sinni og ann-
arri nýrri og fullkomnari“.
Dr. Husén sagði, að kannanir,
sem gerðar hefðu verið t.d. í
Bandaríkjunum, hefðu leitt í
ljós mikinn mismun á hæfni
manna með ólíka almenna mennt
un til að breyta um starfsað-
ferðir, t.d. vegna tækniþróunar,
enda þótt tæknimenntun þeirra
væri hin sama. Kvað prófessor-
mn það mikla skammsýni að
leggja mikla áherzlu á að sér-
greina fræðslu snemma í skól-
um, þar sem almenna fræðslan
væri sá grundvöllur, sem gerði
mönnum kleift að læra til nýrra
atvinnuhátta, sem sífellt væri að
breytast.
„Segja má, að tvö sjónarmið
liggi til grundvallar öllum skól-
um, sem sameiginlega má kalla
grunnskóla", sagði prófessorinn.
, í fyrsta lagi skólinn skal hjálpa
nemendunum sem einstáklingum
til að öðlast þá menntun og velja
þá starfsgrein, sem við þeirra
hæfi er. Kalla má þetta frjáls-
ræði lýðræðislega möguleika til
menntunar. Hver unglingur skal,
án landfræðilegra, þjóðfélags-
legra eða efnahagslegra skilyrði,
fá beztu menntun, þ.e.a.s. fá á
sem beztan hátt þroskað hæfi-
leika sína. í öðru lagi: Þjóðfélag-
ið hefur rétt til að krefjast þess,
Dr. Torsten Húsén
að hæfileikunum, eftir tegund
ug magni, sé sem bezt varið.
Þetta er þjóðhagslega sjónar-
miðið. í þróunarlöndum eru
hæfileikar náttugæði, sem með
réttri meðhöndlun geta stuðlað
að aukningu framleiðni og um
ieið velmegunar".
„Hvernig á að skipuleggja
skóla, sem verði sameiginlegur
fyrir öll börn. Spurningin hefur
í raun og veru verið sú, að hve
miklu leyti skuli gæta áhrifa
æðri skóla þegar í grunnskóla.
Með lengingu skólaskyldunnar
hefur grunnskólinn tekið að
halda lengra samsíða æðri
skóla“.
„Allir virðast sammála um
það, að hver nemandi skuli fá þá
menntun, sem hæfi honum bezt.
En hvee-á að ákveða, hvað hæfir
honum, — skólinn, nemandinn
eða foreldrar hans?“
Þá ræddi prófessorinn um
hinn algenga misskilning, að
draga megi börn í dika eftir gerð
hæfileika, skipta þeim í tvo
hópa, þá sem hafa tæknigáfur
og hina sem hafa bóklegar gáfur.
Þetta kvað hann á röngum for-
sendum byggt, þar sem athug-
anir hefðu leitt í ljós, að þeir
nemendur, sem betur gengi að
læra bóklegar greinar, ættu yfir-
leitt að sama skapi auðveldara
rneð að nema tæknigreinar. Þá
sagði dr. Husén, að nefndir, sem
skipaðar hefðu verið til athugana
fræðslukerfisins í Svíþjóð, hefðu
flestar komizt að þeirri niður-
stöðu, að ekki væri ráðlegt að
aðskilja hina bókgreindari frá
strax 11-12 ára, þar sem ekki
væri á þeim aldrei hægt að
ákveða á óskeikulan hátt, hverj-
ir væru bókgreindastir. Hann
sagði þarna einkum gæta mis-
munarins milli raunverulegs
riámsárangurs og námsárangurs
þess, sem nást kynni með aukn-
um þroska og breyttu umhverfi.
í þeim skólum, þar sem al-
gengt er að nemendur falli eða
nái ekki tilskildri einkunn til
að flytjast milli bekkja, kvað
dr. Husén könnun í Bretlandi og
Sviþjóð sýna, að unglingar frá
heimilum með lakari afkomu og
lítt skólagettgnum foreldrum
féllu miklu oftar en aðrir eða
hættu skólavist. Brezkir fræðslu
vísindamenn skýri svo frá, að
fjórum sinnum fleiri nemendur
af alls ómenntuðu foreldri helt-
ust úr lestinni en jafnaldrar
þeirra með álíka námshæfileika.
„Þá komum við að öðrum rök-
semdum í skipulagningu fræðslu
mála. Sumir segja nefnilega, að
það sé sóun á gáfubörnum, að
láta hina tregari félaga þeirra
hindra þau við námið. Bókhneigð
börn og gáfuð eiga að fá tæki-
færi til að háma í sig eins mik-
mn vísdóm og hæfileikar þeirra
ieyfi í aðgreindum deildum eða
skólum. Jafnvel hinum tregari
sé hagur að þessu, þar sem þeim
sé hlíft við þeirri minnimáttar-
kennd, sem oft skjóti upp koll-
inum, þegar þau geta stöðugt
borið saman kunnáttu sína og
hinna skarparl félaga sinna“.
„Við skulum staldra aðeins
við fyrri röksemdafærsluna:
Þjóðfélagið hagnast á því, að
hinir gáfuðu menntist út af fyrir
sig. Venjulega líta menn á, að
hin góða menntun stúdenta, t.d.
sænskra í samanburði við
bandaríska, sanni þennan mál-
ílutning. Slíkur samanburður
er að tvennu leyti ófullkominn.
Hóparnir eru ekki sambærilegir.
t fyrsta lagi ná aðeins um 10%
unglinga á þeim aldri stúdents-
prófi. Hins vegar Ijúka um 60%
allra 18 ára unglinga í Banda-
ríkjunum prófi úr framhalds-
skóla. Þessvegna ætti að bera
saman bezta sjöttahlutann af
þessum unglingum og samsvar-
andi unglinga í Evrópu. í Öðru
lagi er ekki tekið með í reikn-
inginn, hve dýru verði þjóð-
íélagið kaupir gæði þeirrar
framleiðslu, sem nær prófinu.
Ef, eins og gerist í mörgum
iöndum, meira en helmingur
nemendanna, sem komizt hafa
í gegnum ströng inntökupróf
inn í framhaldsskólann, heltast
úr lestinni áður en stúdents-
prófi er náð, þá er gæðavaran
dýru verði keypt. Þeir nemend-
ur, sem hætta námi eða falla, eru
ekki bara hinir tregari af hópn-
um, heldur einnig nemendur
með góða námshæfileika frá
heimilum, sem ekki eru nógu
menntasinnuð til að koma þeim
gegnum skóla. Við könnun hefur
komið í ljós að tala þeirra sem
hætta námi í gagnfræðaskóla er
í réttu hlutfalli við þjóðfélagsstétt
ír, þótt miðað sé við börn með líka
hæfileika og námsárangur. Allir,
sem hætta snemma í skóla, skapa
þióðfélaginu tjón, hverjir sem
bæfileikar kunna að vera, því að
þróunarlönd skortir alltaf fag-
íærðan vinnukraft“.
„Hin ströngu lágmarksskil-
yrði sem sett eru nemendum
innan skólakerfis Evrópu, hafa
verið þjóðfélögunum dýr. Ef
reynt er að finna, hve stór hluti
af akademiskum gáfum þjóðar
er ekki tekinn frá á 10 til 12 ára
aldri, má gera hæfnisprófanir á
nemendum annarra framhalds-
rkóla og fæst þá talan 40-70%.
Úrvalsskólinn, þ.e.a.s. sá skóli,
sem vill skilja bókhneigð börn
frá hinum eins snemma og kost-
ur er á, hefur í för með sér
mikla sóun gáfna, stórum alvar-
legri sóun en að láta nemendur
með mismunandi hæfileika
ganga saman í skóla eins lengi
og mögulegt er“.
„Niðurstaða mín er sú, að
þróunarland þarfnist ekki sér-
skóla fyrir úrvalsnemendur,
heldur skóla, þar sem nemend-
urnir geta smám saman að eigin
vali beint lærdómi sínum inn á
þá braut innan takmarka al-
mennrar fræðslu, sem hæfileik-
ar þeirra og áhugi lagar þá.
Slíkt kerfi er sveigjanlegt að því
ieyti, að ein mistök í vali vara
tkki endanlega. Þótt nemandi
velji þessi grein fremur en hina,
er það t.d. ekki fastákveðið,
hvort hann gengur menntaveg-
inn eða leggur stund á iðn. Að
velja úr nemendum, meðan þeir
eru á skólaskyldualdri, er
ósamræmanlegt við þau grund-
vallar atriði nútímans, að menn
hafi nokkurn sjálfsákvörðunar-
rétt um framtíð sína“.
— Kvenskátar
Framh. af bls. 2
ekki fyrr en árið 1919 að Lady
Baden-Powell stofnaði alheims-
ráð með það markmið að koma
á sambandi milli hinna ýmsu
þjóða. Árið 1928 voru gerð frum
drög að alþjóðabandalagi kven-
skáta í þeirri mynd sem nú er.
Árið 1930 var síðan formlega
gengið frá stofnun Bandalags-
ins og Lady Baden-Powell kjör-
in albeimshöfðingi.
Hornsteinar alþjóðabandalags-
ins eru skátaheitið og skátalög-
in. Tilgangur bandalagsins er að
vinna að því að efla sambug og
skilning á grundvallarlögmálum
kvenskáta u.m víða veröld og að
stuðla að vináttu meðal stúlkna
allra þjóða. Fullkomnir aðilar i
alþjóðabandalaginu getur kven-
skátbandalalag þeirrar þjóðar
orðið, sem hefur sjálfstæða
stjórn, er ópólitískt, er opið öll-
um stúlkum án tiilits til litar-
háttar, þjóðernis, trúarbragða
eða stéttarskiptingar.
Alþjóðaráðstefniur eru nii
haldnar 3 hvert ár, fulltrúar
hvers lands greiða sameiginlega
1 atkvæði, þannig að Monako
sem fæsta skáta hefur er jafn-
áhrifamikið og Indland og
Bandaríkin með allar þeirra
milljónir. Alþjóðaráðstefnan
kýs 12 konur í alþjóðastjórn til
9 ára. Formaður stjórnarinnar
er frú Dora Lykiardopouloa
frá Grikklandi, en hún er blaða-
fulltrúi Grikkjakonungs.
Alþjóðastjórnin kýs fram-
kvæmdastjóra til 3 ár-a í senn.
Stjórnar hún skrifstofunni sem
er til húsa í London, þar starfa
16 konur af mörgum þjóðernum
og 3 erindrekar sem ferðast
víða og aðstoða við uppbyggingu
skátastarfs. Dame Leslie Waht-
ely núverandi framkvsemda-
stjóri er íslenzkum kvenskátum
að góðu kunn síðan hún heim-
sótti okkur 1962. Um næstu ára-
mót tekur frk. Signie Dreyer við
starfi fraimkvaamdastjóra. Frk.
Dreyer var kvenskátahöfðingi
Svíþjóðar um árabil, en hefur
undanfarið verið framkvaemda-
stjóri alþjóðasaimtaka K.F.U.K. I
Sviss.
Árið 1940 var opnuð í New
York undirskrifstofa fyrir vest-
ur helming hnattarins (Western
Hemisphere Center). Fram-
kvæmdastjóri þar er varafram-
Mvæmdastjóri alþjóðabandalags-
ins.
Alþj óðaskrifstof an annast
margskonar útgáfustarfsemi.
Það kunnasta er foringjablaðið
Council Fire, sem hefur komið
út óslitið síðan 1925.
Alheimsfáninn er tákn sam-
takanna. Það er gullinn simári
á sterkbláum feldi. Fáninn er
notaður af alþjóðabandalaginu
og af einstökum löndum ásamt
þj óðarf ánanum. Alþjóðamerkið
er það sama og í fánanum og
það geta allar stúlkur borið sem
hafa unnið skátaheitið. Think-
ing Day — 22. febrúar, afmælis-
dagur Lord og Lady Baden-
Poweli er sameiginlegur dagur
allra skáta í heiminum. Þant*
dag reyna flestar skáta stúlkur
að gefa sem svarar einu penny
(50 ísl. aur) í sjóð, en þeim
sjóði er síðan varið til styrkar
skátastarfi þeirra landa sem
mesta þörf hafa hverju sinni.
i eigu alþjóðabandalagsins eru
4 staðir þar seim kvenskátar geta
komið og dvalið um lengri eða
skemmri tíma, ýmist til þjálfun-
ar, sótt alþjóðafundi eða til að
eyða |ríum á sumri eða vetri.
Þessir' staðir eru: Our Chalet I
Svissnesku ölpunum, var vígt
1932. Olave House, vígt 1936 i
London. Það er hótel eða heim-
ili fyrir 52 stúlkur, þar geta 12
stúlkur haft allt að árs dvöL
Our Cabana í Mexioo var vígt
1957. ísl. kvenskátar hafa dlvalið
á öliium þessum stöðum og lát-
ið vel af. 4 staðurinn Sangam á
Indlandi verður vígður í lok
þessa árs.
Skátahreyfingin er í sjálfu
sér lærdómur enda þótt að
kennslu aðferðin séu leikir, en
með alvarlegu takmarki þar
aem stúlkurnar læra í frístund
um sínum starfsemi sem gierir
þeim léttara að vaxa upp í að
verða góðir borgarar síns landst,
BorfhiMw Fenger,