Morgunblaðið - 04.10.1964, Side 12

Morgunblaðið - 04.10.1964, Side 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 4. okt. 1964 Bjartsýni ÞEGAR brezka ljóðskáldið W.H. Auden kom til ísiands, voruim við farin að gera okk- ur grein fyrir, að við áttum vin, sem skipaði skáldabekk með frægustu ljóðskáldum heirns: Ezra Pound, T.S. El- iot. Hann var áreiðanlega ekki á höttunum eftir fálka- orðum, en átti þeim mun sterkari rætur í menninigu okkar og arfi. Auden var ó- líkur öðrum gesrtum að því leyti, að marmi datt einna helzt í hug, að hann væri íslenzkur skáldbóndi á ferð í höfuðstaðnium, en ekki er- lendur heimsborgari. Hann þurfti ekki sýknt og heilagt að vera að tönnlast á ein- hverju lofi um ísland, slík hugsun var honum framandi. Fyrir honum var ísland heil- ög jörð, það var allt og sumt. Enginn ísiendingur hefur unn að landi sínu heitar en Jónas Haligrímsson. Samt man ég ekki til að hann segi nokkurs staðar í ljóði: Ég elska þig, ísland. En hann seigir: ís- land, farsælda frón. ★ Óvinir ljóðlistar tönnlast 5 sífellu á, að íslendingar hafi ekki lengur áhuga á ljóðum, þeir vilji ekki lengur hlusta á ljóð. Ég veit ekki hvað þessu fólki gengur til, a.m.k. hittir maður á hverjum degi einhvem sem virðist hafa brennandi áhuga á ljóðum, jafnvel ríka þörf fyrir ljóð. Aðrir segjast ekki hafa á- huga á ljóðum ungra skálda. Það er engin ný bóla að mörgum falli betur ljóð gam- alla skálda en unigra. Van- inn er þeim eldri í hag — og hann er stórveldi. Þeir sem segjast vera á móti ljóðum ungra skálda, hljóta að hafa kynnt sér þau. Að öðrum kosti gætu þeir ekki tekið af stöðu til þeirra. Og þá hafa þeir a.m.k. haft áhuga á að kynna sér þau. Það eitt er góðs viti. Andstaða margra gegn ung um skáldum er kapituli út af fyrir sig. Ég las nýlega í svo virðulegu mál/gagni sem tíma riti kennara hugsjúka grein um þessi vesalings skáld. Þar voru kennarar varaðir við þeim eins og innbrots- þjófum, Vonandi bregðast nú kennarar vel við og inn- prenta nemendum sínum hat- ur á þeim tiltöluilega fámenna hópi íslendinga, sem enn yrk- ir sér til hugarhægðar. Og þá ætti ekki að sikorta term- inólógíuna: að kalla verk þeirra „móðuharðindi af mannavöldum“, væri t.d. sam boðið þeim skvaldurstímum sem við nú lifum. Gamall skáldbóndi, hressi- legur í tali og vafalaust margt vel gefið, sagði nýlega í útvarpsskrafi, að unigu skáldin væru aumingjar, svo notað sé hans eigið tungutak. Og auðvitað kunna þau ekki að yrkja, að hans dómi. Eng- inn kann neitt eftir þau hér í Skagafirði, sagði hann. En kunna menn þín ljóð? var hann spurður. Já-já, flestir kunna þau; þar með sýnt að hann var betra skáld en ungu skáldin. En kunna menn í Skagafirði Harmljóð Bibl- íunnar utan bókar? var hann þá spurður. O-nei, það gerðu Skagfirðingar ekki. Sam- kvæmt kenningu gamla mannsins eru þá Biblíuljóð- in mun lakari skáldskapur en hans eiginn, einnig að dómi Skagfirðinga. Það er gleðileg nýbreytni að hitta fyrir spá- mann í sínu eigin föðurlandi. Mér eir minnisstæð saga, sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Traustur stórkaupmað- ur hér í bæ, sem hefur rétti- lega fengið orð á sig fyrir að vera litterer eins og kail- að er, kom niður á Hótel Borg skömimu eftir andlát Steins Steinars, settist í hóp mætra manna og fékk sér kaffibolla. „Þetta er ótrú- lagt,“ sagði hann við nær- stadda. „Nú, hvað?“ spurðu þeir imdrandi. „Steinn Stein- ,arr er stórskáld.“ Einhverjir ætluðu að malda í móinn, en aðrir sögðu: „Hvað, ertu fyrst að uppgötva þetita núna?“ „Já, ég hef alltaf haldið að hann væri heldur ómerkilegt atómskáld, en nú veit ég bet- ur. Ég las hann í nótt.“ Vonandi hafa einhverjir fleiri farið að dæimi heild- Laurence Lerner og áttu ekki í neitt bókasafn að venda, voru þau sjálf mestu óvinir Ijóða sinna, eða En hann kom með Wales æsku sinnar inn í heimsmenn inguna, þannig á hið nýja Island einnig eftir að fá hlut- deild í þessum samnefnara nútímans. Og sérstaða þess er nógu forvitnileg til að það megi takast. Kannski verða það útlendir menn sem upp- götva ljóðið fyrir Islendinga eins og það var fyrir áeggj- an erlendra manna sem Arni bjargaði handritunum. Sinnu- leysið hefur nefnilega loðað við okkur sem þjóðariöstur. En við eigum því ’miður engan Dylan Thomas, við höf um ekki eignazt lesara sem kann að fara með ljóðið til fólksins, gera það að þætti í daglegu lífi þess. Vonandi eignumst við slíkan upples- ara áður en langt um líður, og þá munu rnerm sjá, að ís- land á sitt ljóð og þarf á því að halda, nú þegar við erum komin inn í hringiðu heimsins með tungu okkar og menningu og eigum ekki aft- urkvæmt til auðnuleysis og einangrunar; og einn dag verð ur aiheimssjónvarpið á hverju heimili. Sú þjóð sem salans — og komizt að svip- aðri niðurstöðu. ★ Góður skáldskapur fer ekki sefasjúkri hönd um velferð- arþjóðfélagið eins og bítla- músík, en hann stendur von- andi lengur. Hvar sem Aud- en fór var hlustað á orð hans og ljóð. Nú var ekki lengur talað um að hann hefði móðg að einhverja góðborgara í Reykjavík með bókinni, sem hann skrifaði um ísland á- samt vini sínuim, ungur menntamaður. - Hún var nú orðin allsæmileg heimild um afskekkta og uppburðalitla þjóð kreppuáranna, sem ein- hver lýsti á þann veg, að þau hefðu verið álíka dapurleg og baksvipurinn á óklipptu atóm skáldi, sem gengur í rigningu niður Bankastræti. En eins og Auden hafði komizt til frægðar, þannig hafði ísland einnig komizt í álnir. Ekki datt neinum í hug, sem sá skáldið, að það bezta í fari hans hefði orðið frægðinni að bráð. Þannig skulum við einnig vona, að mergurinn í íslenzkri menn- ingu þoli meðlætið. ★ Þó að ljóðið sé dautt á Is- landi, að sleggjudómi þeirra sem stóðu í sömu sporum og heildsalinn áður en hann hafði lesið ljóð skáldsins, var annað uppi á teningnum, þar sem Auden fór. Bítilhærðir svinggæjar voru að vísu ekki uppistaðan í áheyrendahópn- um, en fleira er matur en feitt kjöt. Og það var ógleym anleg stund, þegar skáldið stóð í hátíðasal Háskólans og las ljóð sín. Þangað kom ekki fólk í því skyni einu að geta sagt: Gvöð, ég sá Auden — heldur tiil að hlusta og leita ívars við áleitnum spuming- um um stöðu okkar í lífi og tilveru, um hlutdeild okkar í sorginni og gleðinni. Þegar Auden kom til íslands gerðist ekkert annað en það, að for- • dómarnir lutiu í lægra haldi fyrir ljóðinu: maðurinn stóð ekki eins og hvert annað úr- þvætti í samtímanum milli ljóðs síns og áheyrenda. Með- an Jónas lifði og hvað þau nú hétu þessi auðnuleysis- legu skáld sem eitt sinn voru eigum við að nota orð skáld- bóndans skagfirzka og seigja: aumingjaskapur þeirra stóð eins og Berlínarmúr milli á- heyrandans og ljóðsins. En það er kannski þetta sem menn eiga við, þegar þeir fullyrða, að ljóðið sé dautt á íslandi. Fámennið er ekki ein ungis versti andstæðingur ljóðsins hér á norðurhjara, heldur margs annars sem máli skiptir. Mér hefur jafn- vel stundum dottið í hug, að við gætum lifað af margvís- lagar náttúruhamfarir, sjúk- dóma og annað mótlæti, en óvíst sé um návígi fámenn- isins. Það leggur okkur á herðar meiri ábyrgð en við höfum ennþá þroska til að bera. f ★ Nei, ljóðið er ekki dautt á íslandi. Ef það væri dautt, mundum við ekki tala um það, eins og við gerum: með glaðklakkalegri fyrirlitningu. Við erum ekki svo skyni skroppin, þó margt fari úr- hendis á þessum síðustu og verstu dö'gum mikilla spá- manna í blöðum og á manna- mótum. Aftur á móti er þörf- in fyrir nýjan túlkunarmáta ljóðsins að verða brýn. Ljóð- ið á ekki einungis að lesa í hljóði, það á að lesast upp- hátt. Forfeður okkar lásu ljóð sín í sölum fomkonunga, þanniig varð ljóðið partur af lífi hirðarinnar og þótti því betra þeim mun áhrifameiri sem upplesturinn var. Við erum fá, og sæmilega ljóða- upplesara hér á landi er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Ljóðskáldunum sjálf- um er flest betur gefið en lesa ljóð sín. Við eigum eng- an Burton, sem er ekki aðeins kvikimyndahetja ungu kyn- slóðarinnar um allan heim og þá ekki sízt í Bandarikjun- um, heldur einihver stórkost- legasti ljóðaupplesari sem nú er. Ég hef heyrt upplestur hans á ljóðum Dylan Thom- as og margra annarra, það er ógleymanlegt. Dylan Thom as las einnig ljóð inn á plöt- ur svo minnisstætt var; þetta stórkostiega skáld sem drjúg- ur hluti enskra gagnrýnenda og íi/okallaðra menntamanna nefna gjarnan froðusnakk. getur ekki lifað nema í ein- angrun hlýtur að deyja. Sú þjóð sem getur ekki varð- veitt ljóð sitt nema í einangr- un verður tæplega sett á, svo notað sé réttarmál til bragð- bætis. Álit manna eins og Bröndums-Nielsens prófess- ors sem virðist líta svo á, að Kaupmannahcifn sé íslenzkari borg og menningarlegri en Reykjavík er uppöriandi fyr- ir okkur að því leyti — að þeir • sem sízt treysta okkur fyrir handritunum og þar með rótunum að menningu okkar þekkja minnst til lands og þjóðar. Þessir menn hafa þó talsvert til síns máls að því leyti að við höfum í miðri uppbygginigunni glatað ýmsum menningarlegum dyggðum í peningaflóðið mikla og ólvíst er hvort sú váalda skolar þeim aftur á land. Kannski að handritin, stað- sett í Reykjavík, verði okkur sú áminning sem um munar: það er tungan, ljóðin og sög- urnar á þessum gömlu bók- um, sem hafa gert okkur að þjóð, fámennri að vísu og á margam hátt illa undir lífið búna. Það er ekki hlutverk að veiða fisk, þó að það sé nauðsynlegt og oft dýrkeypt. En það er hlutverk og kannski okkar einasta hlut- verk í lífinu að varðveita tungu feðra okkar og menn- ingu. Aðrir munu ekki gera það. Aðrir geta veitt fisk. En þeir munu ekki sjá um að íslenzk tunga hljómi af vörum þúsundmilljónanna, sem eru að leggja undir sig þann heim, sem er á næstu grösum; heiim tillitslauss ná- býlis í menningarefnum, — að vísu ekki landamæralaus- an en allt að því. Ljóðið hlýt ur að vera partur af þeirri menningu, sem okkur hefur verið trúað fyrir. Okkur er í senni hollt og skylt að minnast þess á hundrað ára afmæli EinELrs Benediktsson- ar. Sumir halda \tví fram að þessi menning sé að fara í bundana, hér verði jafnvel töluð enska eftir nokkur ár. Slíkar fullyrðingar eru að mínu viti jafnfráleitar og þegar því er hvislað að Dön- um, að í«!#hdingar muni selja handritin, ef þau verði af- hent. Vafalaust eru einhverjn___, ir til á þessu útskeri, sem gæitu jafnvel látið sér detta það í hug í fúlustu alvöru — en væri þar með sagt að við mundum selja handrit- in? Nei, ísland lifir, góðir hálsar, tunga þess og menn- ing! Við höfum lifað af marga hættulega eldsvoða '■— og aldrei átt eins mikið af vatni til að slökkva með og einmitt nú. Vafalaust eiga eftir að loga margir eldar, kveiktir af okkur sjálfum og öðrum — en eins og hand- ritunum var bjargað, þannig munum við einnig komast af, meðan einhver stendur uppi — og neitar að kasta sér á bálið. ★ „Ég hafði heyrt talað um ísland og íslenzkar bókmennt ir, þegar ég var ungur drengur,“ sagði Laurence Lerner við mig, þegar við sátum og spjölluðuim í Gilda- skálanum ekki alls fyrir löngu. Þessi ungi viðfelldni útlendingur kom til íslands að kynnast landi þeirra bók- mennta, sem hann hafði lært að meta ungur drengiu- suð- ur í Afríku. Lemer er skáld og yrkir ljóð sín á ensku. Hann hefur hlotið ágætar viðtökur, og eins og þrá Aud- ens stóð til íslandis á sínum tíma, þannig kom Lerner einnig hingað í leit að þeirri andlegu paradís, sem hann hafði gert sér í hugarlund að hér mundi vera. Lerner trú- ir á hlutverk íslands, það hlutverk að varðveita tung- una og menninguna og bók- menntirnar. Og eins og bezí.u vinir okkar eriendir, þeir sem koma hingað í svipuð- um erindagerðum. og við heimsækjum Forum Roman- um eða Akropóiishæð, þannig treystir hann okkur til að varðveita það sem okkur var trúað fyrir. Þó smæð okkar í veröldinni sé háskaleg, er arf urinn nógu merkilegur til þess að sá, sem er trúað fyr- ir honum, hlýtur að aukast að þroska og eflast að vitL En það er ekki sarna og halda að maður hafi í fullu tré við nútíð og framtíð. Þegar ég hugsa um ljóðið og þá sem vilja varðveita það og arf okkar fyrir otfmiklum utan- aðkomandi áhrifum sem sækja að eins og brimalda brjóti sjávarkamb, dettur mér sbundum í hug sagan af Þórði á Leirá og andstæð- ingi hans, Grími Thomsen. Eimhverju sinni hellti Þórður sér yfir Grím á framboðs- fundi í .Borgarfirði og sagði, að hann væri óvinsæll heima á Álftanesi. Grímur gamili svaraði: „Það er vegna þess að ég vil reyna að verja tún- ið mitt.“ Það hefur margur orðið ó- vinsæll af minna. hn* sagt Laurence Lerner er fædd- ur í Höfðaborg 1925. Faðir hans er Gyðingur, en móðirin af ensku foreldri. Hann seg- ist aldrei hafa verið hollur Suður-Afríkubúi og snemma haft ímugust á þeim stjóm- háttum, sem þar em tíðkað- ir. Hann hafði snemma löng- un til að flytjast til Englands. Sá draumur rættist, þegar hann kom til Cambridge 1947. Síðan kvæntist hann suður-atfrískri stúlku. „Vi8 kynntumst á fjallstindi“, seg- ir hann og brosir. Þá fllutt- ust þau til Gullstrandarinn- ar, þar sem hún kenndi jurta- fræði, en hann ensku. Þar eignuðust þau tvö elztu böm sín, og framtíðin blasti við. Dag einn sigldi hann á ferju yfir Voltafljótið og þá fór hann að hripa niður áhrifin af því, sem kom honurn fyrir sjónir. Það var fyrsta alvar- lega tilraunin sem hann gerði í kveðskaparátt. Hann hafði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.