Morgunblaðið - 04.10.1964, Qupperneq 19
t Sunnudagur 4. okt. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
19
iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimKiiiiiiiiiiiiiiiii^iitiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiHJiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuiiiitiiiiiiiiiiiítmiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiira
fH
Gist um borð i liSS Independence á flotaæfingum á Atlantshafi
Tvö stærstu farþegaskip heims kæmust
fyrir á flugþiljum
IH
EITT AF því fyrsta, sem okk-
ur íslenzku blaðamönnunum
var sagt þegar við komum um
borð í bandaríska flugvéla-
móðurskipið Independence
fyrir nokkru, var að bæði
Queen Mary og Queen Elisa-
beth gæti staðið hlið við hlið
á flugþiljum þess. Skip þetta
er svo stórt að ef stefni þess
næmi við Morgunblaðshúsið,
væri skuturinn uppi í miðju
Bankastræti, og breiddin er
álíka og frá Tryggvagötu um
Pósthússtræti, yfii- Hafnar-
stræti og Austurstræti að
Austurvelli.
Eins og gefur að skilja er
Independence eitt stærsta her
skip heims, enda eins og fljót
andi borg með á fimmta þús-
und íbúa um borð. En þótt íbú
arnir séu ekki fleiri eru þarna
t.d. 14 kvikmyndahús og sýn-
ingar í þeim öllum á hverju
kvöldi. Auk þess er eigin sjón
varps- og útvarpsstöð um
borð þar sem sjá má og heyra
bæði kvikmyndaða dagskrá
frá Bandaríkjunum og einn-
ig eigin dagskrá, sem skipverj
ar sjá um. Svo eru þarna tvær
prentsmiðjur, sjúkrahús fyrir
84 sjúklinga með 4 læknum,
þrjár tannlæknastofur, hár-
skerar, klæðskerar, 12 sölu-
búðir o. fl. Þarna eru bakarí,
sem baka um 1500 brauð á
dag, þvottahús, sem sendir
frá sér 1000 tonn af þvotti á
ári, og viðgerðarverkstæði, er
sinna þörfum allra skipanna
í flotadeildinni, en þau eru
tíu. Og svo mætti lengi telja.
Um borð í þetta risaskip
komum við tveir íslenzkir
blaðamenn sunnudagsmorgun
inn 20. september sl. eftir sól-
arhrings dvöl um borð í flug
vélamóðurskipinu Wasp. Og
þarna áttum við að gista í
tvo sólarhringa og fylgjast
með umfangsmiklum flotaæf-
ingum á vegum Atlantshafs-
bandalagsins á hafinu milli
íslands og Noregs.
Frá tildrögum þessa ævin-
týris hefur áður verið skýrt
hér í blaðinu. Við vorum
nærri 50 erlendir og fjórir ís-
lenzkir blaðamenn, sem fór-
snemma á laugardagsmorgun
um frá Keflavíkurflugvelli
19. september, og lentum um
borð í Wasp, er þá lá suð-
vestur af Reykjanesi ásamt
fylgdarskipum sínum. Morg-
uninn eftir fórum við Tómas
Karlsson (Tímanum) svo frá
Wasp ásamt meirihluta er-
lendu blaðamannanna yfir
Independence, en skildum félj
laga okkar tvo, Benediktl
Gröndal (Alþýðublaðinu) og
Björgvin Guðmundsson (Vísi)
eftir ásamt 10 blaðamönnum
öðrum.
Þeir Benedikt og Björgvin
áttu að fylgjast með kafbáta
hernaðinum, því Wasp var
forustuskip flotadeildar, sem
átti að sjá um að engir „óvina
kafbátar“ kæmust nálægt. En
sérstakur „Guli floti“, sem í
voru 15—20 kafbátar, átti að
sitja fyrir flotanum okkar, er
nefndist „Blái flotinn". Hlut-
verk Bláa flotans var að sigla
inn á yfirráðasvæði kafbát-
anna og gera ímyndaða „kjarn
orkuárás“ á Noreg. Seinna
átti svo Blái flotinn að halda
suður til Biskayaflóa og gera
samskonar „árás“ á Holland,
Belgíu og V-Þýzkalands. Bláa
flotanum var skipt í þrjár
Robert Windsor, skipherra á Independence, á stjórnpalli.
stjórnandi árásardeildarinnar.
„Óvinaflotinn“ var undir
stjórn enn eins aðmíráls, Hor
ace Law, og vissum við aldrei
fyllilega hverju liði hann
hefði á að skipa. En fyrsta
fyrirsátin, sem við vissum um
var út af suð-aústurströnd ís-
lands. Tókst Bláa flotanum
að komast klakklaust í gegn,
að því ér okkur blaðamönn-
um skildist. En eftir því sem
nær dró Noregi jukust erfið
leikar Bláa flotans, því „óvin
urinn“ réði yfir flugvélum og
einhverjum skipum, sem að-
setur höfðu í norskum bæki-
stöðvum.
Á leið út í Wasp. Myndin tek in frá þyrlu yfir Hvalsnesi
á M iðnesi.
deildir, kafbátadeildina, með
Wasp sem forustuskip og fjór
tán tundurspilla og freigátur
sér til aðstoðar, árásardeild-
ina með Independence sem
forustuskip, en í þeim flota
voru tvö beitiskip og sjö tund
urspillar, öll búin eldflaug-
um, og svo birgðaskipadeild,
eða fljótandi sölubúðir og elds
neytisstöðvar.
Hvorki meira né minna en
þrír aðmírálar voru um borð
í herskipunum: Kleber Mast
eson, sem stjórnaði sameig-
inlegum aðgerðum alls" flot-
ans, William McCormick, yfir
maður kafbátadeildarinnar,
og Robert L. Townsend,
Lent um borð að kvöldlagi.
Óboðinn gestur.
Þó var það ekki þessi „ó-
vinur“, sem vakti mestan á-
huga fréttamanna, heldur allt
annar og óútreiknanlegri gest
ur. Á ég þar við skip og flug-
vélar frá Sovétríkjunum, sem
styttu okkur stundir meðan
við vorum um borð í Inda-
pendence. Daglega voru fund
ir um borð, kvölds og morgna,
með yfirmönnum NATO-flot-
ans. Og á hverjum fundi var
gerð grein fyrir ferðum þessa
óboðnu gesta. Ekki vegna
þess að flotaforingjarnir væru
andvígir heimsókninni. Var
helzt á þeim að heyra að þeim
líkaði hið bezta við gestina.
Sögðu þeir hvað eftir annað
að heimsóknir Rússanna
hefðu aukið mjög gildi æfing
anna, því þær hefðu reynt
mikið á gildi og hæfni leitar-
tækjanna um borð í skipun-
um. Eða eins og Townsend
aðmíráll sagði á einum fund-
inum: Rússar eru komnir til
að kynna sér starfsemi flug-
vélamóðurskipa, því þeir eiga
engin og kunna ekkert með
þessi skip að fara. En ég 'á-
lít að við höfum lært mun
meira af þeim en þeir af okk-
ur.
Hvað sem því líður hvor
hefur lært af hvorum, þá er
eitt víst. Við fréttamenn höfð
um gaman af því að standa
uppi á stjórnpalli hjá Robert
Windsor, skipherra (captain),
og horfa á tvo rússneska tund
urspilla af Kotlin gerð, sem
höfðu tekið sér stöðu aðeins í
nokkur hundruð metra fjar-
lægð frá Independence, og
héldu þeirri stöðu hvernig
sem siglt var. Og svo voru það
sprengjuflugvélarnar. Venju-
Iéga sáust þær í ratsjám skips
ins í um 100 mílna fjarlægð,
og voru þá sendar orustuþotur
til að fylgja þeim. En þær
komu • áfram að skipalestinni
eins og ekkert hefði í skorizt,
enda á alþjóða flugleið. Svo
flugu þær þarna yfir, sumar
í mikilli hæð, aðrar niður við
sjó, og sinntu sínum verkefn-
um, hvort sem það var að
taka myndir eða eitthvað ann
að.
Wasp sökkt.
Það kom okkur nokkuð
spánskt fyrir sjónir í þessu
sambandi eftir á, þegar okk
ur var sagt að „skúnkar"
(þ.e. rússneskar flugvélar)
hafi nálgast skipalestina, en
bandarískar þotur farið til
móts.við þær og vísað þeim
á brott frá flotanum. Fylgdi
það fréttinni frá yfirmönnun
um að rússnesku flugvélarnar
hefðu komizt næst í 78 mílna
fjarlægð frá Independence.
Samt horfði ég á eina, sem
flaug beint yfir skipið. Að
vísu í mikilli hæð, en ekki
78 mílna hæð.
Við Tómas vorum um borð
í Independence þar til á
þriðjudagsmorgun, 22. sept-
ember, en þá átti að fljúga
með okkur til bæjarins ör-
land í Noregi, skammt fyrir
norðan Þrándheim. Kvöldið
áður en við fórum frá borði
var fundur með Townsend að-
mírál og Windsor skipherra.
Aðspurðir sögðu þeir að hern
aðurinn gegn Gula flotanum
gengi að óskum og ekki væci
búizt við að rekast á neina
kafbáta á þessum slóðum.
Við vissum ekki þá að fjórum
tímum áður hafði einn af kaf-
bátum Gula flotans „sökkt“
Wasp, flugvélamóðurskipinu,
sem átti að stjórna öllum vörn
um gegn kafbátum.
Við fréttum ekki um örlög
Wasp fyrr en við komum til
Noregs daginn eftir og hitt-
um blaðamennina, sem þar
höfðu verið. Sögðu þeir svo
frá að um klukkan 5 sd. hafi
allt í einu verið skotið á loft
grænu blysi um 200 metrum
frá Wasp. En þetta blys kom
frá kafbáti og þýddi að hann
hefði verið í skotfæri við flug
vélamóðurskipið og getað
sökkt því. Og hann lét sér
ekki nægja að skjóta blysinu
á loft, heldur skaut hann upp
sjónpípu sinni skammt frá
skipinu. Þegar ég frétti þetta
varð mér hugsað til félag-
anna tveggja um borð í Wasp.
Þeim hafði sem sagt verið
sökkt þarna norður undir
heimskautsbaug. Það var bót
í máli þegar báðir komu
skömmu síðar heilir heilsu til
Örland, og hafði ekki orðið
meint af. Hinsvegar vorum
við fréttamenn á Independ-
ence lítið hrifnir af því að
hafa ekki fengið að vita um
þennan mikla ósigur Bláa flot •
ans fyrr en við komum í
höfn.
Til London.
í örland dvöldum við fram
á kvöld, og sátum m.a. kvöid-
verðarboð F. H. Johannessen,
aðmíráls, en hann er yfirmað
ur varnarmála Noregs. Ræddi
hann við fréttamenn um varn
ir Noregs og benti á að Norð
menn gætu með litlum fyrir-
vara kvatt 250 þúsund manna
lið til vopna. „Við erum ekki
bardagamenn í eðli okkar“,
sagði aðmírállinn, „en við er-
um úrvals hermenn ef til þess
neyddir“.
Þegar við fórum frá Noregi
áleiðis til London um kvöld
ið var verkefni okkar í raun-
inni lokið. En nú áttum við eft
ir að bíða í London frá mið-
vikudegi til sunnudags, því
hér heima var okkur sagt að
við ættum að koma heim með
herflugvél frá Mildenhall,
skammt fyrir norðan London,
á sunnudag. Við vorum þrír
saman í London, því Benedikt
Gröndal hafði orðið eftir í
Noregi til að heimsækja
norska útvarpið og sjónvarp
ið, en hann er sem kunnugt
er formaður útvarpsráðs hér.
A miðvikudagsmogun fórum
við þremenningarnir á blaða-
mannafund í varnarmálaráðu
neytinu brezka og fengum þar
nýjustu fréttir af flotanum.
En eftir það vorum við á eig-
in snærum.
Okkur kom saman um að
réttast væri að kanna hvort
ekki væri allt í lagi með
heimferðina, og snerum okk
ur því til bandarísku flota-
yfirvaldanna í London á föstu
dag. En þá kom bobbi í bátinn
því okkur var ságt að engin
pöntun lægi fyrir frá íslandi
um far handa okkur til Kefla
víkur. Var það nánast sagt
félögum mínum að þakka að
leiðrétting fékkst á þessu, því
þeir kröfðust þess að hringt
yrði til forustumanna á Kefla
víkurflugvelli til að fá far
okkar staðfest. Fékkst það
loks, og töldum við þá raun
um okkar lokið.
Reknir úr flugvélinni.
Við héldum frá London kl.
sjö á sunnudagsmorgun, og
eftir tveggja tíma akstur kom
um við til Mildenhall. Þar bið
um við í rúma fjóra tíma, en
stigum svo um borð í fornfá-
lega „Skymaster“-flugvél,
sem flutti okkur til Prest-
wick í Skotlandi. Þar áttum
við að eiga stutta viðdvöl.
Eftir rúmlega klukkustundar
bið voru nöfn okkar kölluð
upp í hátalarakerfi flugvallar
Framhald á bls. 30
IH
i
lllllllillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllljllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllltlllllliiMIIIIIIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllitllllllllllllllillllllllllllllU