Morgunblaðið - 04.10.1964, Qupperneq 30
JMf O'KG U N BLADi D Simnudagur 4. okt. 1964
r
i
— Independence
... Frh. af bls. 19
byggingarinnar, og við beðnir
að hafa samband við afgreiðsl
una. Þar var okkur tilkynnt
að ekki væru sæti fyrir okkur
1 Skymaster-véljnni, sem
halda átti áfram til íslands.
Við áttum að verða eftir í
Prestwick.
1 Það var eins gott að enginn
stóð með segulbandstæki og
tók upp orðbragð okkar í garð
bandarísku upplýsingaþjónust
unnar á íslandi, sem okkur
var sagt að hefði láðzt að
panta farið fyrir okkur. En
við reyndum að malda í mó-
inn og drógum upp öll okkar
gögn. Þar á meðal var boðs-
bréf í ferðina, sem var skrif-
að „á vegum Macnamara,
varnarmálaráðherra", blaða-
mannavegabréf, undirritað af
einhverjum bandariskum
skipherra í London, o. fl. Eft
ir að hafa lagt þessi gögn
fram settumst við og biðum
átekta.
Hálftíma seinna var svo
kaliað um hátalarakerfið að
allir farþegar til Keflavíkur
aettu að ganga um borð í
vélina. Við létum eins og ekk
ert hefði í skorizt og gengum
til sæta okkar um borð. Þá
kom í ljós að fjórir sjóliðar,
sem voru að koma úr sumar-
leyfi í Skotlandi, höfðu bætzt
í hópinn, þótt flugvélin hafi
verið fuilsetin fyrir. En þeim
voru einhvernvegin útveguð
sæti, og komum við til Kefla
víkur eftir 18 tíma. ferð frá
London. Einhverntíma hefði
þetta ekki þótt löng ferð, en
við höfðum fengið nægju okk
Þegar litið er yfir farinn
veg má segja að ferðin var
mjög skemmtileg. Margt ný-
stárlegt bar fyrir augu okk-
ar og sérstaklega var gaman
að ráfa um risaskipið Inde-
pendence. En við komumst
að því á eftir að varðandi blöð
in og upplýsingar til lesenda
þeirra var ferðin óþörf. Upp-
lýsingarnar, sem við fengum,
voru einhliða og oft rangar.
Til dæmis má geta þess að
þegar við stigum upp i flug-
vél um borð í Independence
til að fljúga til Noregs var
okkur sagt að við yrðum í
London klukkan átta um
kvöldið. Við lentum í Milden
hall klukkan eitt um nóttina
og gistum þar til morguns.
Komum ekki til London fyrr
en daginn eftir. Við um borð í
Independence fengum engar
upplýsingar um ferðir Wasp
og flotadeildarinnar, sem því
skipi fylgdi, eins og bezt sézt
af fregninni um það þegar
Wasp var sökkt. Okkur voru
gefnar alrangar upplýsingar
um ferðir rússnesku flugvél
anna, jafnvel þótt við hefðum
verið sjónarvottar að því þeg
ar þær flugu yfir flotadeild-
ina. Og, síðast en ekki sízt,
mjög erfitt var að koma frétt
um frá borði. Flesta.r fréttirn
ar voru löngu komna áleiðis
frá fréttastofum í London áð
ur en pistlar okkar bárust
flugleiðis á áfangastað.
En ég hefði samt ekki
viljað missa af ferðinni.
b t.
ÞINGHOLTSSTKÆTI 23.
Hef opnað lækningastofu
að Klapparstíg 25. Viðtalstími samkvæmt umtali.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 11228 kL
10,30—11 f.h.
Sigurður Þ. Guðmundsson.-
Hef opnað lækningastofu
að Sólvallagötu 8; Keflavík frá og með 5. október.
Viðtalstimi virka daga kl. 1—2 e.h. og eftir umtalL
Stofusími fyrst um sinn 1800.
Vitjanabeiðnir á stofutíma kl. 1—2.
Vinsamlegast geymið auglýsinguna
Ólafur Ingibjörnsson, læknir.
I
Fiski-skip til sölu
Vélskipið Stígandi Ó.F. 25 er til sölu, ef viðunanlegt
tilboð fæst. Vélin er tveggja ára Alpha-diesel 300
hk. Báturinn var búinn nýtízku tækjum og endur-
byggður fyrir tveimur árum.
Upplýsingar gefur:
Sigurður Baldvinsson, Ólafsfirði,
Jóíavörurnar komnar
Hannyrðaverzlun Þuríðar Sigurjónsdóttir
Aðalstræti 12 — Sími 14082.
FóBk vantar til
frystiliússtarfa
FI8KLR hf.
Hafnarfirði. — Sími 50-993.
Rerklavörn Reykjavík
Eins og að undanförnu, verður kaffisala í Breið-
firðingabúð á Berklavarnadaginn, í dag, frá kL 3
til kl. 6 e.h.
Þær konur, sem hugsuðu sér að gefa kökur, vin-
samlega hringi í síma 20343, Fríða Helgadóttir; eða
32044, Laufey Þórðardóttir; eða þá á skrifstofu
S.Í.B.S., sími 22150. '
NEFNDIN.
Getum útv^gað með stuttum fyrirvara hinar heims-
þekktu M.A.N. Dieselbifreiðar af öllum gerðum.
Kynnið yður gæði M:A.N. — M.A.N. er það bezta
sem völ er á.
Af sérstökum ástæðum höfum við til sölu nýja
M.A.N. bifreið, með tækifærisverði. Bifreiðin hefir
8100 kg. burðarþol á grind og 144 ha. „M“ dieselvél.
Allar upplýsingar gefa: —
Einkaumboðsmenn fyrir M.A.N. á íslandi:
Ólafur Gíslason & Co. hf.
Ingólfsstræti la — Sími 18370.
Tökum upp á morgun nýja sendingu af
Alundco jerseykjólum
Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af SAMKVÆMISKJÓLUM
og DAGKJÓLUM, Ódýrir SKÓLA- og SKRIFSTOFUKJÓLAR,
SKOKKAR og PILS.
Sérlega fallegar HELANCA SÍÐBUXUR.
Ennfremur REGNKÁPUR og VET RARKÁPUR.
GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI.
Tízkuverzlunin G U Ð R Ú l\I
Rauðarárstíg 1.
Bílastæði við búðina — sími 15077.