Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 2
MORGU N B LAÐ I Ð Miðvikudagur 7. okt. 1964 2 Hafði Russell ekki kynnt sér Warren - skýrsluna - áður en hann fordæmdi hana ? hr Heimspekingurinn heims- kunni, Bertrand Kussel, lá- varður, sem nú er kominn á tíræðisaldur — (fæddur 1872) var, sem kunnugt er, meðal þeirra, sem harðlegast gagn- rýndu skýrslu Warren-nefnd- arinnar, þegar er hún kom fyrir almenningssjónir. Voru fyrstu viðbrögð hans þau, að skýrslan væri höfundunum til stórskammar og næði engan veiginn tilgangi sínum. Russ- ell lávarður er formaður sjálf- skipaðrar nefndar, sem hyggst komast að hinu sanna um, hver myrti Kennedy forseta. Nýlega birtist í bandaríska stórblaðinu „New York Her- ald Tribune" ritstjórnargrein um þessa yfirlýsingu Russell, þar sem staðhæft er, að lá- varðurinn hafi ekki verið bú- inn að lesa Warren-skýrsluna eða kynna sér hana, áður en hann gaf yfirlýsingu sína — að öðru leyti en því, að hann hafi fengið upplýsingar um niðurstöður Ayarren-nefndar- innar í simtaíi við lögfræð- inginn Mark Lane. Ritstjórnar greinin fer hér á eftir í laus- legri þýðingu. „Sem Bertrand Russel varð hann heimsfrægur heim- spekingur og stærðfræðingur. Sem Russel lávarður hefur hann haldið uppi bréfavið- skiptum við þjóðaleiðtoga o>g að því virzt hefur — reynt, að koma fram sem réttlætis- rödd mannkynsins. Og marg- ir, sem degið hafa í efa for- Bertrand Russel sendur hans, hafa þó hlustað á hann með virðingu. En nú höfum við — heimildin er einkaritari hans — heyrt frá Bertrand nokkrum Russel, sem hefur fordæmt skýrslu Warren-nefndarinnar, sem hörmulega óáreiðanlegt skjal, sem sé höfundum þess til hinnar mestu skammar. íæssi yfirlýsing gæti verið mjög athyglisverð, ef ekki væri svo í pottinn búið að Russell lá- varður hafði alls ekki lesið skýrsluna, heldur fordæmi hana á grundvelli umsagnar um hana, sem Mark Lane. lögfræðingur frá New York las fyrir hann í síma. Að sögn einkaritara Russ- ells, lávarðar, hafði herra Lane heldur ekki lesið skýrsl- una alla, þegar hann átti um- rætt tal við heimspekinginn, hann hafði eins séð þann hluta skýrslunnar, þar sem segir frá niðurstöðum rannsóknar- innar. Hvað á að halda um heimspeking, sem rýkur í að draga ályktanir áður en hann hefur kynnt sér staðreynd- irnar — sem byggir ekki á öðru en ummælum manns, sem hefur hag að því, að sönn uð verði ákveðin kenning? Hvað á að halda um stærð- fræðing, sem virðir að vett- ugi stærðir jöfnu er hann ákveður úrlausnina? Bréf Russells, lávarðar, til frétta- stofnanna hafa borið merki þess, að hann gerist æ skeyt- ingarlausari gagnvart sann- anlegum staðreyndum og byggir í æ meiri mæli á hlut- drægum staðhæfingum. Menn hefðu ekki vænzt þess af Bertrand Russell. í rauninni er orðin full ástæða til að spyrja: „Hver er þessi Russell lávarður, sem hefur upp raust sína út af símhringingu? Ef til vill ætti konungleg rannsókn- arnefnd að ganga úr skugga um það, hver Bertrand Russ- ell er nú — en við erum þess fullvissir, að Russell lávarður mundi mótmæla niðurstöðum hennar á þeim grundvelli einum, að hann hefði af til- viljun heyrt eina málsgrein úr þeim í B.B.C.“ Önnur nýja flugvél Norðurflugs tilbúin Stórt flugskýli fyrirhugað á Akureyri Akureyri, 6. október. ÖNNUR hinna nýju flugvéla Norðurflugs (Tryggva Helgason ar), TFJMD, fór í reynsluflug í dag með skoðunarmann loft- ferðaeftírlitsins innanborðs og reyndist í alla staði prýðilega. Hún verður tekin í notkun til farþegaflugs einhvern næstu daga, þegar gengið hefur verið formlega frá nauðsynlegum skil ríkjum. Gagngerðar endurbætur og all miklar breytingar hafa verið gerðar á flugvélinni hér á Akur eyri, og er hún öll hin vistleg- asta og prýðilega búin tækjum. — Handritin Framh. af bls. 1. og opinbera fjárfestingu. Verður gætt fyllstu varúðar við samn- ingu fjárhagsáætlunarinnar, og reynt að halda henni innan eins þröngs ramma og mögulegt er. Ráðherrann lagði áherzlu á að ríkisstjórn með minnihlutafylgi á þingi þurfi að hafa náið samstarf við alla flokka, og muni stjórnin beita sér fyrir því að ná þeirri samvinnu. Þá ræddi ráðherrann nokkuð utanríkismál og benti á að enn væri að draga úr spennunni í heiminum. Varðandi afvopnunar- málin hyggðist stjórnin hafa sam- starf við Svíþjóð og ríki Atlants- hafsbandalagsins, sem eiga full- trúa á afvopnunarráðstefnunni í GenL Hún tekur sjö farþega að öllu jafnaði, en getur tekið níu, ef á þarf að halda. Tryggvi Helga- son mun stýra henni sjálfur fyrst um sinn, en flugmenn verð ýmist einn eða tveir eftir því um hvers konar flug er að ræða. „Geysimikil eftirspurn hefur verið eftir flugferðum með vél- inni, og mun Norðurflug ekki þurfa að kyíða því, að hún standi aðgerðalaus. Hin flugvél- in verður varla fullbúin' til notk unar fyrr en á næsta sumri. Sakaðir um njósnir Moskvu, 6. okt. (AP-NTB). SOVÉTRÍKIN hafa vísað á bug niótmælum Breta og Bandaríkja manna vegna húsrannsóknar hjá starfsmönnum sendiráða þcssara ríkja, er þeir voru staddir í bæn um Kabarovsk nýlega. Segja Rússar að sendiráðsstarfsmenn- irnir ,einn Breti og þrir Banda- ríkjamenn, hafi gerzt sekir um njósnir i Sovétríkjunum. Segjast yfirvöldin rússnesku hafa tekið frá starfsmönnunum um 900 ljós myndir auk upplýsinga, sem þeir höfðu skráð í 26 vasabækur. Samkvæmt frásögn Tass-frétta stofunnar höfðu sendiráðsstarfs- mennirnir sérstakan útbúnað til njósna, og höfðu safnað upplýs- ingum um járnbrautarstöðvar, brýr, skipaskurði, flugvelli og herstöðvar á leiðinni frá Moskvu til Vladivostok. Nú eru allar horfur á, að sögn Tryggva Helgasonar, að með vor inu verði hafin smíði nýs flug- skýlis á Akureyrarflugvelli , og er fyrirhugað, að það geti rúm- að eina DC-fi flugvél, auk minni flugvéla. Kvað Tryggvi mikinn áhuga ríkja í málinu hjá flug- félögunum, og að flugmálastjóri og flugmálaráðherra væru því mjög hlynntir. Gildi flugvallar- ins sem varaflugvallar fyrir milli landaflug hlýtur að stórvaxa með tilkomu skýlisins, auk þess sem öryggi í innanlandsflugi vex að miklum mun, og þá ekki sizt flugvéla, sem eiga hér „heima- höfn“. Aðstaða til flugrekstrar á Akureyri verður líka öll önn- ur og betri. Sv. P. Aðsúgur að de Gaulle Cordoba, Argentínu, 6. okt. (AP-NTB). ABSÚGUR var gerður að bif- reið, sem flutti þá de Gaulle, Frakklandsforseta, og Arturo Illia, forseta Argentínu, áleiðis til hádegisverðarboðs í borginni Cordoba. Lögreglan beitti kylf- um, táragasi og byssum til að dreifa mannfjöldanum, og særð- ust að minnsta kosti 12 manns í átökunum. Óstaðfestar fregnir herma að Illia forseti hafi meiðst lítillega á hendi þegar rúða var brotin í bifreiðinni. Það voru Peronistar, stuðnings menn Juans Perons fyrrum for- seta, sem stóðu fyrir óeirðunum, og gerðu um þrjú þúsund þeirra árás á lögregluvörðinn með grjót kasti. Barst lögreglunni fljótlega liðsauki og tókst að dreifa mann fjöldanum eftir að hafa sigað á hann grimmum hundum og gripið tl skotvopnau Enskur togari tekinn undan Vestfjörðum ísafirði, 6. okt. VARÐSKIPI® Óðinn, skipherra Jón Jónsson, tók brezka togar- ann Prince Philip frá Fleet- wood að meintum, ólöglegum veiðum út af Barða í nótt er leið. Varðskipið kom til ísa- fjarðar í morgun með togarann, og hófust réttarhöld í máli skip- stjórans síðdegis í da^g í Saka- dómi ísafjarðar. Varðskipið Óðinn var í eftir- litsferð út af Arnarfirði seint í gærkvöldi. Sást þá togari í rat- sjánni, sem virtist grunsamlega nærri mörkunum. Við fyrstu staðarákvörðun reyndist togar- inn vera 1,3 sjómílu fyrir innan mörkin. Þegar komið var nær, sást, að hann var að toga með stjórnborðsvörpu og var á útleið. Togarinn var kominn um 1,2 sjómílu út fyrir mörkin, þegar varðskipið kom að honum laust eftir miðnætti. Var skipstjóran- um skipað að draga upp vörpuna, og hlýddi hann því. Var hanr» síðan sóttur um borð, en IIL stýrimaður varðskipsins var5 eftir um borð í togaranum. Skipstjórinn á Prince Philip, William Rawcliffe, 31 árs a3 aldri kvaðst hafa kastað vörp- unni rétt fyrir miðnætti, en ,þá var togarinn rét't uin mörkin skv. staðarákvörðun varðskipsins. Seinna sagðist hann hafa togaS' í rúman hálftíma, eða frá því un> kl. 23,15, en þá var togarinn ua 0,55 sjómílu fyrir innan mörkiti skv. staðarákvörðun varðskips- ins. Prince Philip er stór og ný- tízkulegur togari, smíðaður i Aberdeen í fyrra. Hann hafði verið að veiðum hér við land I hálfan mánuð og ætlaði að leggja af stað heim í dag. — H.T. Jafnaðarmenn vinna á í Finnlandi Helsingfors, 6. okt. (NTB) BÆJAR- og sveitarstjórnarkosn- ingar fóru fram í Finnlandi á sunnudag og mánudag. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið, en ljóst er að jafnaðarmenn hafa unnið mest á og bætt við sig um 300 fulltrúum. Lokaniðurstöður munu ekki liggja fyrir fyrr en í vikulokin. Sveitarstjórnarkosningar fóru síðast fram í Finnlandi 1960, en síðan hefur kjósendum fjölgað um 300 þúsund, úr 2,4 milljón- um í 2,7 milljónir. Að þessu sinni kusu um 74% atkvæðisbærra manna, eða um tvær milljónir. Flest atkvæði hlutu jafnaðar- menn, eða um 470 þúsund. Ekki er fullljóst hve kommúnistar hlutu mörg atkvæði, en talið er að þeir hafi fengið um 430 þús- und. Við síðustu kosningar hlutu kommúnistar 431 þúsund at- kvæði. Agrarflokkurinn, eða bændaflokkurinn, hlaut nú um 421 þúsund atkvæði, en hafðl síðast 413 þúsund. Mest er tapið hjá sameiningar- flokknum, sem er hægri flokkur, og hlaut hann nú um 300 þúsund atkvæði, en hafði síðast 336 þúa AKRANESI, 6. okt. — Fimm síldarbátarnir, sem enn eru að, voru að tínast út fyrir og eftir hádegi í dag. Tíðin er ósköp örðug. Það er óvenjulegt', eins og nú hefur orðið, að hálf önnur vika til tvær vikur líði svo, að ekki sjáist glæný ýsa á borðuim hér í bæ. — Odduf | f NA !S hnútor \jt S\/ 50 hnútsr K Snjóitama t C'Í! ***' 7 Skvrir Z Þrjmur KuUashÍ Uitasiit H Hml 1 lá-.W Á KORTINU sést lægð yfir miðju landinu. Hún sveiflaði loftinu í kringum sig, eins og þær gera þarna, svo að veður var breytilegt mjög. Suð- vestanlands var norðvestlæg átt og skúraveður, norðaust- ankaldi og snjókoma norðan til á Vestfjörðum, en á Aust- fjörðum og Norðuraustur- landi var suðlæg átt, bjart- viðri og hitinn 8-11 stig. Hæðin yfir Norðurlöndum er að eyðast, svo að íslands- lægðin mun færast austur. Jafnframt mun kólna hér i veðri. Veðurspá kl. 22 í gærkvöldi fyrir næstu 24 klst.: SV-land og miðin: Norðan stinningskaldi og léttskýjað með köflum. Faxaflói og miðin: Norð- an og norðaustan stinnings- kaldi; dálítil slydda í uppsveit um Borgarfjarðar, en þurrt Og léttskýjað með köflum sunnan til. Breiðafjörður og miðin: Norðaustan stinningskaldi og slydda í nótt, en skýjað á morgun. Vestfirðir og miðin: Norð- austan stinningskaldi. Snjó- koma norðan til. Norðurland og miðin: All- hvass norðan; slydda í nótt, en él, þegar liður á daginn. NA-land og miðin: Breyti- leg átt og þykknar upp í nótt. Norðan kaldi og rigning á morgun. Austfjarðamið: Breytilegátt og skúrir í nótt, en norðan- kaldi og rigning á morgun. A-firðir, SA-land og SA- mið: Breytileg átt og skúrir fyrst. Léttir til með norðan stinningskalda á morgun. Austurdjúp: Sunnan og SA stinningskaldi og rigning. Veðurhorfur á fimmtudag: Norðanátt og dálítil slydda eða snjókoma frá Vestfjörðum til NA-lands. Norðvestanátt og bjartviðri með suðui-strönd inni til Austfjarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.