Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 26
20
MORCUNBLAÐÍÐ
1 Miðvlkudagur 7. okt. Í964 '
Körfuknattleiksliöið alls
staðar aufúsugestur í USA
Bieifnsækir frægasfa lið heíims
- og keppir á 12 siöðum
A1 Orter Olympíumeistari undirbýr kringlukast. Takiff eftir
höfuðpúffanum, sem hann hefur sjálfur fundið upp til að geta
náð toppárangrL
hann gull
höfuðpúða?
1 ÞESSARI viku verður endan-
lega valið í landslið íslands í
körfuknattleik, en landsliðs-
mennirnir fara utan í sérlega vel
undirbúna keppnisför til Banda
ríkjanna 27. des. n.k. Landsliðið
mun keppa í Bendaríkjunum í
11—13 leikjum ,aðallega við há-
skólalið og mun sitja boð frá
frægasta körfuknattleiksliði
heims, atik þess að heimsækja
Hvíta húsið.
• Gott boð
Körfuknattleikslið fslands fékk
boð um að fara í keppnisför til
Bandaríkjanna á öndverðu næsta
ári. Að boðinu stóðu samtök þau
er nefnast „People to people“.
Hafa þau undirbúið för ísl. liðs-
ins mjög vel, m.a. fara íslend-
ingarnír í heimsókn til Hvíta
hússins um áramótin, en um það
leyti dvelur liðið á austurströnd
inni.
Eitt fremsta körfuknattleiks-
lið heimsins, Boston Celtic, sem
oftar hefur orðið Bandaríkja-
meistari í körfuknattleik en
nokkurt annað félag, hefur boðið
isl. leikmönnunum til sín. Þetta
félag ber nú m.a. titilinn „World
Champion“.
■MMMMKMMIHMW
KR-a og
KR-b
drógust
saman
Dregið hefur verið um
undanúrslitaleiki Bikarkeppn
innar og leika saman: ■'
Fram eða Valur—Akranes
KR-a — KR-b
Leikur KR-b og KR-a fer
fram á Melavellinum á sunnu
dag og hefst kl. 15,00.
Á laugardag leika Valur og
Fram á Melavellinum og
hefst leikurinn kl. 16,Ot).
Enska
knatlspyrnim
12. umferff ensku deildarkeppn
Innar fór fram s.l. laugardag og
iirffu úrslit þessi:
1. deild:
Chelsea —Blackburn 5:1
Everton — West Ham 1:1
Sheffieid U — W.B.A. 1:1
Stoke — N. Forest 1:1
2. deild:
Oharlton — Norwich 2:1
Coventry Huddersfield 2:3
Ipswich — Newcastle 3:1
Leyton O. — Crystal Palace 0:1
Manchester City—Rotherham 2:1
Plymouth — Middlesbrough 1:0
Fortsmouth — Swansea 1:0
Preston — Northampton 2:2
Swindon — Derby 4:2
í Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi:
Dundee — Clyde 1:2
St. Mirren — Dundee U. 2:1
• Vel undirbúin för.
För ísl. liðsms er mjög vel
undirbúin. í New York keppir
liðið m.a. við Hofstra College,
eða Long Island, sem er eitt
sterkasta skólalið á austurströnd
Bandaríkjanna. í Washington
leikur liðið 3 leiki um áramótin
m.a. við Catolic University af
America, sem er stærsti skóli
kaþólikka í Bandaríkjunum.
Þá keppa fslendingarnir nyrzt
í New York ríki við Postdam
State háskólamenn og þaðan er
stutt til háskólans í Kanada
(Montreal) og standa yfir samn
ingar um leik þar.
Síðan heldur ísl. liðið til Ver-
mount, New Hamshire og leikur
þar síðasta leik sinn 16. janúar
gegn Massachusetts Institute of
technologi.
• Vel æft
ísl. liðið hefur stundað æfing
ar mjög vel. Hafa flestir liðs-
menn mætt tvö kvöld í viku til
æfinga á Keflavíkurvelli. Leik-
mennirnir hafa greitt helming
ferðakostnaðar en KKÍ helming.
Að vera landsliðsmaður í körfu
knattleik er því ekki tekuð út
með sæld — heldur frekar með
fjárútlátum.
En förin út verður einkar
skemmtileg fyrir ísl. leikmenn-
ina ef fyrirfram má ráða. Hver
háskóli greiðir 350 dali fyrir
leik við ísl. liðið og á sú upphæð
að standa straum af ferðakostn
aði ísl. liðsins milli skóla. Alls
mun ísl. liðið leika 11—12 leiki
á 16—17 dögum.
Alls staðar munu ísl. piltarnir
búa í heimavist bandarískra há
skóla án endurgjalds. Aðeins
slíkt er reynsla út af fyrri sig,
sem ekki mundi fást fyrir fé
þó föluð yrði. I skólunum hverj
um fyrir sig eru aðstæður betri
en hægt er að finna hér á landi.
Frúnrleikfiini
að hefjast
ÞESSA dagana er vetarrstarf
íþróttaféiaganna að hefjast. —
Undanfarna vetur hafa fimleika
félögin gengist fyrir frúaleik-
fimi í leikfimisölum borgarinn-
ar og hafa konur fjölmennt í
æfingar þessar.
Á þessum stöðum eru æfing-
ar að hefjast:
Laugarnesskóli: Þar kennir
Ástbjörg Gunnarsdóttir á mánu
dögum og fimmtudögum, fyrir
byrjendur kl. 20,20 og fyrir
framhaldsflokk kl. 9,10. Æfingar
hefjast á morgun.
BreiðagerðÍK ;kóli: Þar hefur
Ármann æfingar á mánudögum
og fimmtudögum kl. 20,15.
Langholtsskóli: Þar hefur f.R.
æfingar á mánudögum kl. 21,20
og á fimmtudögum kl. 20,30.
Innan skamms hefjast æfing-
ar í Miðbæjarskóla (á vegum
íþróttafélags kvenna og KR) og
í Barnaskóla Austurbæjar (á
vegum KR).
Námskeiðsgjald til áramóta
verður óbreytf frá síðasta
hausti, kr. 300,00.
• Margar óskir.
Allt er ferðaplan ísí. liðsins
vel skipulagt og sérstaklega at-
hygli vekur að Boston Celtic,
sem samanlagt oftar en nokkurt
annað lið hefur orðið USA-meist
ari í körfuknattleik, skuli bjóða
ísl. liðinu í stöðvar sínar til alls
er því þar girnist að sjá, góða
leiki, æfinga-aðstöðu og leiki
milli sterkra félaga.
Ferð ísl. landsliðsins hefur
vakið allmikla athygli í körfu-
knattleiks „kreðsum" í Banda-
ríkjunum. Þannig hafa m.a. bor
izt óskir allt frá Kentucky um
að fá ísl. liðið til leiks, en því
varð að hafna vegna fjarlægð-
ar
Enginn veit hver verða úr-
slit í kringlukasti á Olympiu-
leikun.um í Tokíó. En meðal
þeirra mianna sem mestar lík
ur eiga á æðstu verðlaunum
þar er 27 ára gamall Banda-
ríkjamaður. Sá náungi er á-
kveðinn í því, hVernig sem
fer í Tokió, að reyna að kom
ast til Oiympíuleikanna í
Mexico 1968. Margir ætla að
þessi Bandarikjamaður fari
heim frá Tokíó með verð-
launapening á brjósti, en
hann hefur meiri áhuga á á-
Fær
með
framhaldandi íþróttaimenn.sku
en einhverjum toppárangr'i.
Samt er þetta enginn annar
en A1 Orter gullverðlauna-
hafi frá Melbourné 1956 og
Róm 1960.
A1 Orter hefur lengi verið
í fremstu röð kringlukastara
og hann er nú einn af þeim
fáu sem varpað getur örugg-
lega yfir 60 metra. Hann tel-
ur líklegt að kringjukast Tok
íóleikanna vinni á um það
bil 62 m. kasti. Það getur
verið hans kast, kannski á
það einhver annar — en
hvemig sem fer þó vill A1
Orter vera með áfram einn-
ig í Mexico.
A1 Orter á einkennilegan
feril sem kriniglukastari. Það
atvikaðist mjög óvænt og til-
viljanakennt að hann komst
lítt reyndur sem keppnisanað
ur í Olympiulið 3andaríkj-
anna tii Melbourne 1956.
Hann var stráklingur eða á
19. ári og lét sér fátt um finn
ast, bjóst sjálfur ekki við
miklu. En hann náði kast-
lengd þeirri er tilskilin var
til úrslitakeppni þegar í
fyrsta kasti og reyndi ekki
meir.
Svo kom úrslitakeppnin. —
Hann var feiminn — nr. 3 í
Bandaríkjaliðinu og hafði
enga reynslu. Hann varð fyrst-
ur í úrslitakeppninni sam-
kvæmt drætti. Hann var ekki
taugaóstyrkur, óttaðist ekkert,
vildi bara reyna að gera sitt
bezta. Og kringlan flaug. —
Þettá fyrsta kast hans færði
honum, óreyndum 19 ára ungl
ingi, gullverðlaun. Taugaæst-
ari varði hann titil sinn í Róm
— en stóðst prófið með prýði.
Nú mætir hann hið þriðja
sinn og verður án efa í úrslit-
um — kannski sigurvegari. En
hann er viss um, hvernig sem
fer, að hann muni reyna að
vera með í bandaríska liðinu
1968.
A1 Orter hefur lagt harðar
að sér en margir aðrir íþrótta-
menn. Það má segja að hann
hafi fengið algera „kringlu-
kastsdellu". Hann hefur æft
sig á velli, utan vallar, heima
og að heiman. Og því fór sem
fór — hryggur hans þoldi
ekki áreynsluná.
Orter fékk ólýsanlegar kval
ir í bakið. Hann reyndi nudd,
hann reyndi geislun, reyndi
hvíld, en fann engan frið. :
Læknar reyndu og reyndu og
gátu ekki líknað. Sjálfur fann
hann út að með herða og höf-
uðpúða fann hann hvíldina.
Púði gerður úr leðri og hand-
klæðum styður milli hryggjar
og höfuðs. Og maðurinn sem
áður kastaði kringlu þar til
hann varð máttlaus í vinstri
hendi — finnur nú nýjan I
heim í sinni uppáhaldsíþrótt
með notkun stuðningspúðans
sem hann sjálfur fann upp.
Það kann því vel að vera
að sá maður sem tekur á móti
gullverðlaunum fyrir klass-
ískustu grein frjálsíþrótta —
kringlukastið — á Tókíóleik-
unum, hafi kastað kringlunni
með höfuðpúða á öxl. Sá hinn
sami væri ekki feiminn við
að mæta með púðann á verð-
launapallinn---því enginn '
veit betur en A1 Orter sjálfur
að án höfuðpúðans, sem hann
sjálfur fann upp, væri hann
ekki í Ólympíuliði Bandaríkj-
anna nú í ár.
Ólympíustjörnur IX.
i