Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 14
14 MORGil NBLAÐIÐ Miðvikudagur T. okt. 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesseru Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. * Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. RETTURINN TIL AÐ LÆRA ¥ merkri ræðu, sem Þórarinn Björnsson, skólameistari, flutti við setningu Mennta- skólans á Akureyri, komst hann m.a. að orði á þá leið, „að öll menntamál væru nú í deiglunni hvarvetna í heimin- um. Lýðræðið eflist og það er talinn réttur allra að geta lært, eftir því sem hæfileik- arnir leyfa. Og það er skylda þjóðfélagsins að gera þegn- unum það kleift. En bezta fjárfestingin hjá hVerri þjóð er aukin menntun,“ sagði Þór- arinn Björnsson. Skólameistari hélt síðan áfram: „Þegar ég var stúdent fyrir 30 árum var talað um offjölg- un stúdenta. En nú er þessu snúið við. Hér á landi var tala stúdenta 330 sl. ár eða ná- kvæmlega 10% af árgangin- um, en það er svipað og í Danmörku, en hins vegar eru stúdentar 17—18% í Noregi. Efnahagssamvinnustofnun Ev rópu telur að tala stúdenta þurfi að vera 20—25%. Hér ætti stúdentum því að fjölga um'helming, ef vel ætti að vera. Og betur þó. Vegna fá- mennis okkar verður að taka tæknina í enn ríkara mæli í þjónustu okkar en áður.“ Þessi ummæli hins merka skólamanns eru hin athyglis- verðustu. Hann telur, að fólki með stúdentsmenntun þurfi að fjölga m.a. til þess að við getum tekið tæknina í enn ríkara mæli í þágu bjarg- ræðisvega okkar. Þrátt fyrir það gerir hann sér ljóst, að stórfelld fjölgun stúdenta og háskólamenntaðra manna gæti dregið um of fólk frá framleiðslunni. „Hvernig færi til dæmis fyrir íslenzkri bændastétt," spyr skólameist- ami, ef allir yrðu teknir sem hæfileika hafa til að verða stúdentar. Það yrði náttúr- lega allt í lagi ef þeir skiluðu sér. En hversu margir færu ekki á skrifstofur? Ef að því kæmi að öll æðri gáfa væri komin undir þak, er þá ekki hætt á úrkynjun? Þarf ekki vissa snertingu við náttúruna til að viðhalda hinum heil- brigða, sífrjóa kjarna, sem alltaf skapast?“ Þetta voru orð Þórarins Björnssonar. En í sambandi við fjölgun stúdenta verður að gera sér ljóst, að fjölgun menntaskóla í landinu verður ekki umflú- in. Kemur þá til athugunar, hvar hinir nýju menntaskól- ar skuli staðsettir. Háværar kröfur hafa verið uppi um það undanfarin ár, að mennta skólar skuli byggðir á Vest- fjörðum og Austurlandi. Vit- anlega yrðu skólar í þessum landshlutum ekki einungis byggðir fyrir það fólk sem þar býr, heldur fyrir þjóðina í heild. Öll þessi mál verður að taka til yfirvegunar og af- greiðslu. Rétturinn til að læra er eins og skólameistarinn á Akureyri sagði, ein af höfuð- stoðum lýðræðisþjóðfélags. Tækni og vísindi verða í stöð- ugt ríkara mæli hagnýtt í þágu bjargræðisvega íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna verða menntastofnanir hennar að vera færar um að rækja hið mikilvæga hlutverk sitt á hverjum tíma. RAFLJÖS í 60 ÁR k þessu ári eru 60 ár liðin frá því að fyrstu rafljós- in voru kveikt hér á landi. En sá merkisatburður gerðist í Hafnarfirði 1. desember árið 1904. Þróunin hefur orðið hröð í raforkumálum íslendinga. Nú er svo komið, að raforkan nær til rúmlega 94% þjóð- arinnar. Allir kaupstaðir, kauptún og rúmlega 4000 sveitabýli af 6000 hafa fengið raforku. Nær öll raforka hér á landi eða rúm 98%, er fram- leidd í vatnsaflsstöðvum. Um þessar mundir er unn- ið að nýrri rafvæðingaráætl- un, en með henni verður stefnt að því, að allir lands- menn hafi fengið afnot af raf- orku fyrir árslok 1970. Þróun virkjunarmálanna hefur haft geysilega þýðingu fyrir íslenzkt atvinnulíf. Raf- orkan er undirstaða iðnaðar- ins, sem nú er orðinn mikil- vægur þáttur í atvinnulífi landsmanna. Ber brýna nauð- syn til þess að uppbygging iðnaðarins haldi áfram, ekki sízt úti um landið, þar sem framleiðslan er ennþá of ein- hæf til þess að tryggja at- vinnu- og afkomuöryggi. Sá tími mun vafalaust renna upp, að ísland verður allt ein raforkuheild. Raf- orkuverin verða tengd saman til stóraukins öryggis og hægðarauka fyrir atvinnuveg- ina og allan almenning í landinu iiiiimimiimmiiimiiiiuiiiiiimiMiiiimimimimimiiimiiiiiiuiiuiiimimimHiiinmmmiiHiimmimmiimiiimuiiimumiimiHiimtuiiuimiimiiiiiitiiiiuuiimiuimiin = is I Maðurinn á I baráttu Viet f ÁTÖKUNUM á Tonkin- flóa í sumar, skipulagði Vo Nguyen Giap hershöfðingi aðgerðirnar gegn Bandaríkja- mönnum, og dapurlegar minn ingar úr einkalifi hans hafa líklega valdið nokkru um hörkuna, sem beitt var í seinni árásinni á bandarísku tundurspillana í ágústbyrjun. Árásin var gerð eftir að bandarískar flugvélar höfðu varpað sprengjum á olíu- geyma í hafnarborginni Vinh. En það var í Vinh, sem Frakk ar handtóku eiginkonu hers- höfðingjans 1939 ,og sökuðu hana um aðild að samsæri kommúnista. Hann sá hana aldrei aftur og hún lézt í fangelsi 1943 af völdum sjúk- dóma og næringarskorts. Vinir hershöfðingjans segja, að konumissirinn hafi orðið til þess að biturleikinn, harkan og miskunnarleysið í skapgerð hans náði yfirhönd- inni yfir hjartahlýjunni og tilfinninganæminu, sem ein- kenndu hann áður fyrr. Ungi maðurinn, sem hafði kvænzt dóttur kennara síns aðeins einu ári áður en hún var hand tekin, varð óbilgjarn innan- ríkisráðherra, sem lét hand- taka og taka af lífi hundruð andkommúnískra þjóðernis- sinna í Norður-Vietnam 1946 og hann hafði yfirstjórn herj anna, sem unnu Frakka við Dien Bien Phu 1354. Hann kvæntist ekki aftur. Eðli þessa manns, sem nú er aðstoðarforsætisráðherra og yfirmaður alls herafla N.- Víetnam, skipti mjög miklu máli. Það er hann, sem stend- ur bak við aðgerðir um 30 þús. Víet Cong skæruliða gegn S.-Víetnambúum og banda- rískum aðstoðarmönnum þeirra. Hann er ekki aðeins yfirmaður alls herafla lands síns, heldur skipulagði hann herinn, sem 1 eru um 350 þús. menn og heimavarnarliðið, þar sem 200 þús. menn gegna herþjónustu. Giap hershöfðingi hefur verið kallaður „snævi þakið eldfjall". Sagt er, að hin kalda framkoma hans skýli logandi hatri, sem hann beri til andstæðinga sinna. Hershöfðinginn er nú 52 ára. Hann er sonur fátæks menntamanns frá héraðinu Quang Binh. Hann var tæpra 15 ára þegar hann gekk í bylt ingarflokkinn í Indókína og áður en hann varð 20 ára hafði hann setið í fangelsi sak aður um áróður meðal stú- Vo Nguyen Giap, hershöfðingi. denta í gömlu nýlenduhöfuð borginni Hué. Árið 1933 gekk Giap í kommúnistaflokk Indókína og 1936 var hann orðinn einn af leiðtogum flokksins. Þá starf 3 aði hann að mannkynssögu- 3 kennslu, en las jafnframt lög, = 1939 var hann neyddur til = þess að fara huldu höfði. = Hann kom aftur fram á sjónar M sviðið tveimur árum síðar í 3 Suður-Kína, þar sem hann 3 sat stofnfund Víet Minh a hreyfingarinnar og hitti Ho 3 Chi Minh. Hann fékk það verkefni að M skipuieggja skæruliðasveitir j| kommúnista í N.-Víetnam og 3 varð einn þeirra kommúnista Ij í Asíu, sem undirbjuggu liðs- 3 sveitir sínar undir baráttu 3 gegn nýlenduveldunum með 3 því að látast vera leiðtogar = andsp.hreyfingar gegn Japön- 3 um á árum síðari heimsstyrj- 3 aldarinnar, en með því móti 3 tókst þeim að fá bandamenn = til þess að senda til þeirra 3 vopn í fallhlífum.-1945 höfðu 3 skæruliðar Viet Minh náð M Hanoi á sitt vald og lýstu þá 3 yfir stofnun „lýðveldisins 3 Víetnam“. ~ Giap hershöfðingi hefur 3 skrifað þykka bók fyrir menn 3 sína um kenningar Marx og 3 hernaðartækni, Þar er m.a. 3 lýst tækni, sem beita á við 3 vopnaðar kommúniskar bylt- = ingar. í bókinni styðst Giap 3 mikið við rit Mao-Tse-tung 3 eins og Mao hefur áður stuðzt 3 við rit annarra kínverskra 3 herstjórnarsérfræðinga. Giap hershöfðingi er ekki 3 óskeikull og 1951 beið hann 3 mikinn ósigur fyrir franska M marskálkinum De Lattre de 3 Tassigny. En samt á hann 3 mestan þátt í lokasigri Viet 3 Minh í baráttunni við Frakka 3 1954 og hefur síðan alið upp 3 stóran og velþjálfaðan her = lands síns. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). iTlllllllllllllllHIHIIIIIillUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIHIIIIIIIIUIIHIIHIHIIUUIHtUIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIfllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllHlllllllllfllllllirilllllllflllllllflllllllHIUÍS MIKIÐ AFALL Ctórblaðið New York Her- ^ ald Tribune lýsti því yfir í forystugrein sinni sl. laug- ardag, að það hygðist styðja Lyndon B. Johnson við for- setakosningarnar, sem fram fara í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta skipti frá því að blaðið hóf göngu sína fyrir 124 árum, sem það styður frambjóð- anda demókrata við forseta- kjör. Herald Tribune hefur verið öflugasta málgagn Repúblikanaflokksins í New York. Það er útbreitt og mik- ilsvirt blað, sem hefur mikil áhrifi. Þessi afstaða Herald Tri- bune er mikið áfall fyrir Barry Goldwater, ekki sízt þegar þess er gætt, að mikill fjöldi annarra blaða Repú- blikanaflokksins hefur snúizt gegn honum. Það hefur að vísu oft hent í Bandaríkjun- um, að almennur stuðningur mikils meirihluta dagblað- anna í landinu hefur ekki nægt til þess að tryggja fram- bjóðanda við forsetakjör kosningu. Yfir 80% banda- rískra blaða voru til dæmis að jafnaði andvíg Franklin D. Roosevelt. Engu að síður náði hann jafnan kosningu með miklum meirihluta. En þegar jafn rótgróið stuðningsblað Repúblikanaflokksins og Her- ald Tribune snýst gegn fram- bjóðanda hans er það örlaga- ríkur og einstæður viðburður. Mótmælt réttindum banda- rískra borgara. Manilla, 2. okt. NTB—AP UM það bil fimm hundruð stúdentar og verkalýðsforíngj ar gerðu í dag tilraun til þesa að ryðjast inn í bandaríska sendiráðið í Manila — í mót- mælaskyni gegn því, að banda rískir borgarar njóti sömu rétt inda á Filippseyjum og lands- menn sjálfir. Menn þessir báru spjöld er á stóðu áróðursslagorð gegn Bandaríkjunum. Reyndu þeir að brjótast gegnum járnhlið að garði sendiráðherrabústað- arins, — en árangurslaust. Er þeir ekki höfðu erindi sem erf iði héldu þeir til bústaðar Macapagals, forseta og reyndu að ryðjast þangað inn. Beittu lífverðir forsetans byssuskeft um sínum gegn þei.rn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.