Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 7. okt. 1964 MORCUNBLAÐIÐ w Æfisaga Haralds Böðvarssonar verður meðal jólabóka I ár Bókaútgáfan sízt minni eit áður JÓLABÆKURNAR eru þegar teknar að koma á markaðinn og hefur verið sagt frá sumum þeirra hér í blaðinu. Við snerum nkkur til nokkurra útgáfufyrir- tækja og spurðumst fyrir um jólabækur þeirra og fer hér á eftir yfirlit um bækur nokkurra fyrirtækja, en önnur forlög eins og A. B., Bókfellsútgáfan, ísa- fold og Leiftur höfðu ekki á tak- teinum upplýsingar um sínar bækur og verður þeirra getið Bíðar. Bráðlega taka bækur þær, sem bókaforlögin hyggjast gefa út í haust, að birtast í verzlunum. Leikur ekki vafi á, að fjölbreyti- leikinn í útgáfu bóka verður sízt minni nú en undanfarin ár. Bókaútgáfan Fróði Af bókum, sem Bókaútgáfan Fróði mun gefa út, má nefna tvær unglingabækur eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren, og heitir önnur þeirra Lísa litla í Ólátagarði, þýdd af Jónínu Stein þórsdóttur og er framhald af bók, sem út kom í fyrra með sömu sögupersónu. Hin bókin heitir Strokudrengurinn um 160 bls. og hefur hún hlotið H. C. Andersens verðlaunin. Þýðandi er Eiríkur Sigurðsson skólastjóri. Þá má nefna bók eftir Berg- svein Skúlason. Um eyjar og annes 260 bls. Fjallar bók þessi um Vestureyjar, þ. e. eyjar norð- an megin á Breiðafirði suður að Hvammsfirði og er fyrri bókin af tveimur. Er ætlunin, að seinni bókin komi út síðar og verði um eyjar sunnan megin á Breiða- firði. Er þarna um að ræða fróð- lega lýsingu á eyjum í Breiða- firði, fólki og örnefnum. Von er á bók eftir Willy Brein- holst, sem ber nafnið Konudagar. flokknum og Gvendarbækurnar enda Gvendur aðalsöguhetjan. Prentsmiðja Guðmundar Jó- hannssonar gefur út þriðja bind- ið af erindaflokki Grétars Fells um 290 bls. og fjallar um al- menna heimspeki og guðspeki. Bókaforlag Odds Bjömssonar Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur út 10 bækur. Má þar fyrst nefna Vestur-ís- lenzkar æviskrár II. bindi, sem séra Benjamín Kristjánsson rit- stýrir um 450 bls. og fjallar um æviágrip um 450 manna vestur- íslenzkra, og er ætlunin, þegar öll bindin eru komin út, að Joá sé þar komin skrá yfir alla Is- Elínborg Lárusdóttir Guð'mundur G. llagalín Er þetta gamansaga sem lýsir fjölskyldulífi um 180 bls. Þýðandi Andrés Kristjánsson blaðamaður. Loks gefur Bókaútgáfan Fróði út minningar Björns Jóhannsson- ®r frá Vopnafirði. Nefnist sú bók Frá Valdastöðum til Veturhúsa og lýsir búskapartímabili hans í Veturhúsum í Jökuldal, um 280 bls. Helgafell gefur út Sjöstafa- kverið eftir Halldór Kiljan Lax- nes og nýjar heildarútgáfu af verkum Steins Steinars bæði Ijóð og greinar tekið saman af Kristjáni Karlssyni. Þá má nefna bók eftir Einar ólaf Sveinsson, Ferð og föru- nautar um 300 bls., sem er safn greina og ritgerða, skáldsögu eft- ir Ragnheiði Jónsdóttur, Kjarvals bókina eftir Thor Vilhjálmsson, sem þegar er komin út og fyrstu bók Halldórs K. Laxness, Barn náttúrunnar í endurútgáfu. Af barnabókum frá Helgafelli má nefna Gamlar strákasögur úr Vesturbænum eftir Henrik O.ttós- son, og er þessi bók í sama bóka- Haraldur Böðvarsson lendinga.semlendinga, sem flutzt hafa til Bandaríkjanna og Kan ada. Um 500 mannamyndir eru í hvoru bindinu. Þá má nefna Austfirzk skáld og rithöfunda eftir dr. Stefán Einarsson, sem fjallar um skáld og rithöfunda á Austurlandi frá upphafi vega til þessa dags um 250 bls. Ævidagar, sjálfsævisaga Jóns Þorbergssonar á Laxamýri rúmar 300 bls. og Á fjalla og dalaslóðum eftir Pál Guðmunds- son Vestur-íslending, bróður Björgvins heitins Guðmundsson- ar tónskálds. Hefur bók þessi að geyma sagnaþætti af Hólsfjöllum og frá Vopnafirði um 250 bls. Af öðrum bókum frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar má nefna þrjár íslenzkar skáldsögur. Hold og hjarta eftir Magnús frá Kleyf- um, tæpar 200 bls., sem er ástar- saga. Sigrún í Nesi eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur, ástarsaga úr sveit um 250 bls. og Seint fyrnast ástir eftir Hildi Inga 150 bls. Þá gefur þetta bókaforlag út bók um góðhesta eftir Sigurð Jónsson frá Brún, Stafnsættirnar og fjallar um góðhesta af þessu kyni. Af barnabókum frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar eru þess- ar helztar. Víkingaferð til Surts- eyjar eftir Ármann Kr. Einacs- son og Óli og Maggi í óbyggðum eftir sama höfund, ný bók í bóka-- flokknum um Óla og Magga. Alda kemur heim, fjórða bókin af Öddu bókunum eftir Jenna og Hreiðar Stefánsson. Þá er bók fyrir yngri börn Prinsinn og Rós- in eftir Ómar Berg myndskreytt af Barböru Árnason. Þetta er ævintýri, sem líklega verður upp fært sem ballet í Þjóðleikhúsinu 40 bls. í stóru broti. Bókaútgáfan Skuggsjá Bókaútgáfan Skuggsjá gefur út allmargar bækur. Þar á meðal eru ævisaga Haralds Böðvars- sonar Akranesi, skráð af Guð- mundi G. Hagalín, sem ber nafn- ið í fararbroddi. Hefur hún að geyma fjölda mynda úr atvinnu- lífinu svo og af ýmsum þekkt- um mönnum. Þá má nefna bók eftir Gunnar M. Magnúss., Árin, sem aldrei gleymast, undirtitill ísland og heimsstyrjöldin síðari um 350 bls. með miklu af mynd- i frá hernámsárunum, sem ekki hafa birzt áður á prenti. Af skáldsögum má nefna Valt er veraldargengi eftir Elínborgu Lárusdóttur nær 300 bls. og er það lokabindið í 4 binda sögu Dalsættarinnar. Af öðrum bók- um má nefna bók eftir Erlend Haraldsson Með uppreisnarmönn um í Kúrdistan, frásögn af Kúrd- um og sjálfstæðisbaráttu þeirra, Kalt er við Kórbak sjálfsævisögu Guðmundar J. Einarssonar bónda á Brjánslæk á Barðaströnd og bók, sem nefnist Kynlegir kvistir eftir Ævar Kvaran og er safn þetta um persónur, sem ekki bundu bagga sína sem aðrir sam- ferðamenn. Einnig má nefna stofublóm í litum eftir Ingimar Óskarsson, sem er þegar komin út, um rækt- un og meðferð inniblóma með um 372 litmyndir af stofublómum. Af öðrum bókum frá Skuggsjá má loks nefna skáldsögu eftir Axel Sandemose, Þanin segl, sem er þýdd af Hersteini Pálssyni, og Gull og grávara eftir Peter Freuehen þýdd af Skúla Jens- syni. með ráðstefnunni í sjónvarpi, og væri mjög glaður yfir að vera kominn í heimsókn til „bræðra- þjóðar". .Aðspurður um það hvort Tsnombe væri í stofufang elsi, svaraði Bavasa sendifulltrúi aðeins: „Við skulum ekkert vera að fara út í þá sálma“. Bavása sagði hins vegar að Tshombe hefði sérstök skilaboð til Nass ers forseta frá Joseph Kasavubu forseta Kongó, og vildi persónu- lega koma þeim á framfæri. Fundir 47 ríkja ráðstefnunnar hófust hálftíma seinna en fyrir hugað var, og ríkti þar nokkur ringulreið í fyrstu vegna komu Tshombes til borgarinnar. Virt- ust margir fulltrúanna undrandi yfir komunni, og nokkrir þeirra lýstu því yfir að þeir héldu á brott, ef Tshombe fengi sæti á ráðstefnunni. Þeirra á meðal er Ahmed Ben Bella, forseti Alsír, sem sagði áður en ráðstefnan hófst, að hann vildi ekki sitja í sama herbergi og Tshombe. Og hinn nýi utanríkisráðherra Jord aniu, Kadri Toukan, kvaðst ekki sitja ráðstefnuna ef Tshombe ætti þar sæti. Sagði Toukan að Tshombe hefði engan rétt til fundarsetu. í frétt frá ráðstefnunni segir, að fulltrúar allra Afríkuríkja hafi einróma samþykkt að mót- mæla setu Tshombe á fundinum. Hafa fulltrúarnir jafnframt sent Kasavubu forseta áskorun um að koma til Kairó sem fulltrúi Kongó. Blaðið E1 Ahram í Kairó held ur því fram í dag, að egypzka stjórnin hafi ákveðið að loka sendiráði sínu í Leopoldville vegna atviks, er gerðist á flug- vellinum áður en Tshombe fór frá Kongó. Segir blaðið að lok un sendiráðsins hafi ekki í för með sér að stjórnmálasambandi landanna verði slitið. En þetta sé gert til að forða sendiráðs- mönnum frá frekari móðgunum því Tshombe hafði rekið einn starfsmannanna á brott frá flug vellinum s.l. sunnudag, þegar maðurinn kom til að afhenda Kongófulltrúunum vegabréf sín. Sagði starfsmaðurinn þá að — Tshombe Framh. af bls. 1. væru ekki fullnægjandi, og E1 Oruba höllin því í sóttkví. En læknir Tshombes er með í ferð inni og sagði hann við frétta- menn að þessi afsökun yfirvald- anna væri hreinn uppspuni og fyrirsláttur. Seinna var skýrt frá því að Tshombe fengi ekki að fara frá höllinni fyrr en tekin hefði ver ið ákvörðun á 47 ríkja ráðstefn unni um setu hans þar. Sendi- fulltrúi Kongó í Kairó gekk á fund Tshombes í morgun, og sagði hann fréttamönnum á eftir að forsætisráðherrann fylgdist Sendiráðin umkringd hermönnum Leopoldville, 6. okt (AP) HERMENN stjórnarhersins í(l Kongó umkringdu í dag sendi ráð Egyptalands oig Alsír í Leopoidville C|g bönnuðu l allar ferðir til eða frá hús-i unum. Var þetta gert eftir að fréttist um þær köldu mót- tökur, sem Moise Tshombe hlaut í Kairó, þar sem hann Íreyndi að fá setu á ráðstefnu 47 „óháðra“ ríkja. Herflutningabifreiðir renndu upp að sendiráðsbyggingun-i Sum, sem standa við sömut götuna, hvor á móti annari,/ og hermennirnir slógu hring um húsin. Tilkynntu her- mennirnir fréttamönnum, sem komu á staðinn, að þeim væri stranglega bannað að taka Ijósmyndir. Fyrr í dag hafði hervörður verið settur við sendiráð Egyptalands, en það var gert til að vernda sendiráðið hugs- anlegri árás frá reiðum borg- arbúum vegna móttökunnar á Tshombe í Kaíró. En sá her- vörður heimilaði frjálsar ferðir til og frá sendiráðinu. ;i_____________________________ hann skyldi sjá svo um að Tshombe fengi sjálfur samskon ar mótttökur í Kairó. Á fundinum í Kairó f dag ræddu fulltrúarnir frá „óháðu“ ríkjunum ýms alþjóðavandamál, og voru þeir Sukarno, forseti Indónesiu, Tító forseti Júgóslav íu; Bourguiba forseti Túnis, Souvanna Phouma fursti frá Laos og Abdul Salam Arif, for- sætisráðherra íraks á mælenda- skrá. BLAÐBIJRÐAFÓLK ÓSKAST f þessi blaðahveifi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldia fólk, til þess að bera blaðið til kaupenda þnss. % I SELASBLETTI Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifsCofu. / / SIMI 22 4 80 KYNNING OG SÝNING Á PRENT- OG ÞURRKOPER- INGA- OG SYNIKENNSLU- TÆKJUM VORUM FRA CQmPANY verður í húsnæði Iðnaðarmálastofnunar . Islands — Iðnskólahúsinu, — 7.—10. október kl. 13,00—20,00......... dagana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.