Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.1964, Blaðsíða 18
m MORCU N BLAÐIÐ Miðviltudagur 7. oM. 1964 Hjartans þökk fyrir veitta vinsemd á 70 ára afmælinu „1. Jóhannesarbréf 5. kapitula Versunum 1—4“. Sigriður Sigurbjörnsdóttir, Skóiavegi 3, Keflavík. Hjartans þakkir faerum við öllum vinum okkar og vandafóiki, fjaer og nær, fyrir okkur auðsýndan sóma ©g vináttu á 50 ára hjúskaparafmæli okkar hinn 29. sept. s.l. ísafirði, 4. okt. 1964 Asa og Jón Grímsson. Hjartanlega þakka ég ölium ættingjum, sveitungum og öðrum vinum mínum, sem heiðruðu mig með nær- veru sinni, gjöfum, blómum, heiilaskeytum og á ýmsan annan hátt á áttatíu ára afmæli mínu. Guð biessi ykkur öll. Gunnar Oddsson, Bjarnastöðum, Grímsnesi. 8-11 Höfum opið frá kl. 8 f.h. til kl. 11 e.h. alla daga vikunnar, virka daga, sem helga. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN Múla við Suðurlandsbraut, sími 32960. Ritari óskast í Rannsóknastofu Háskólans v/Barónsstíg nú þegar. Stúdentsmenntun æskileg. Laun samkv. kjara- samningi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt uppiýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknastofu Háskólans fyrir 12. þ.m. Lokað í dag fyrir bódegi vegna jarðarfarar Eéturs Jónssonar fyrrv. gjaldkera. Trésniiðian Byggir hf. Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður tengdaföður og afa ÁRNA ANDRÉSSONAR Vesturgötu 117, Akranesi, og heiðruðu minningu hans á annan hátt. Þuríður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. Hjartans þakklæti til allra fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við íráfall og jarðarför MARSIBILAR P. BENJAMÍNSDÓTTUR Þingeyri. Fyrir hönd barna og barnabarna. Bergsteinn Gíslason. Innilegt þakkiæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför HELGA JÖRGENSSONAR toilvarðar. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns ÓLAFS HELGASONAR Helgustöðum. Guð blessi ykkur öll. Guðný Stefánsdóttir. — Flýttu t>ér Framhaid af 21 ■brezka sendiráðinu, þó að ég óskaði þess hvað eftir annað. Beztu fötin Einn daiginn var farið með mig út úr klefanum og inn í herbergi, þar sem töskurnar mínar voru opnaðar. — Hver eru beztu fötin yðar? spurði vörðurinn. — Við viljum hreinsa þau, við viijum sjá vel um fatnað yðar. Ég valdi föt og eftir klukkustund var komið með þau til mín aftur og sagt: — Farið þér í þessi. Þeir komu líka með háisbindi til mín og fóru burt með skóna mína og burstuðu þá. Vörðurinn sagði við mig: — Nú eigið þér að hitta annað fólk, utan fangeisisins. Það var farið með mig inn í. stjórnarbygginguna þama. Við stönzuðum við dyr og túlkur kom fram. Hann sagði við mi;g: — f>egar þér komið hérna inn, hr. Wynne, verðið þér feginn þvi, sem þér sjáið. En ef þér taiið illa um nokk- urn hlut, verður fundinum iokið. Munið það. Ég botnaði auðvitað ekkert í þessu, og vissi hvorki upp né niður. Hann opnaði dyrnar og ég gekk inn í herbergið og þar var Sheila, konan mín. Og þarna var líka undirofurstinn. Þeir höfðu líka sagt Sheilu að minnast ekkert á viðbrögð blaðanna við handtöku minni, eða neitt þessháttar, en það gerði hún samt. Það var nú miður desem- ber og sex vikur síðan tig hafði komið í Lubyanka. Við- taiið stóð eina klukkustund. Meðan konan mín stóð við voru engir einkenniskiæddir verðir sjáanlegir í fangelsinu og jafnvel embættismaðurinn, sem alltaf var einkennis'klædd ur, var kominn í frekar léleg borgaraföt. Ég held, að þetta hafi einungis verið gert, til þess að róa konuna mína. Við fengum að faðmast. Samtal okkar snerist um Andrew, húsið okkar og vini, og um annað var lítið rætt. Hún spurði mig hvernig mat- urinn væri og ég sagði: — Jæja, ekki er það nú eins og heima hjá manni......því að þegar hér var komið, var mat urinn allsæmilegur á fangeisis mælikvarða reiknað, kjöt og einstöku sinnum fiskur og að minnsta kosti gat ég etið flest, sem á boðstólum var. Meira að segja fékk ég stundum ljós leitt brauð. Hún hafði með sér öskju með ýmsw í, ullarföt, loð- fóðruð stígvél og peysu, meira að segja flösku af viskí, síga- rettur og þessháttar. Rússarn- ir fóru að gera að gamni sínu við hana út af viskíinu, og hún var beðin að fara með það aftur. En ég fékk að hafa eina lengju af sígarettum og ljós- myndir, sem hún hafði skilið eftir, bréf frá Andrew og nokkrar bækur. í fjóra eða fimm daga eftir að S'heila var farin, iétu þeir mig meira eða minna afskipta lausan. En svo hófust yfir- heyrslurnar aftur. Við þessar yfirheyrslur var hópur manna viðstaddur. Ég þekkti þá, að sumir þarna voru varahers- höfðingjar — einir fjórir eða fimm, sem ég hafði ekki séð áður, en samt var „minn hers höfðingi þarna og eins ,minn“ varaofursti og svo sami túlk- urinn. í þetta sinn stóð ég við borðið í hálftíma — án þess að mér væri boðið sæti. Éig tók að þreifa í vösum mínum eft.ir sígarettu. En þá öskraði hershöfðinginn: — Þér eruð ekki hingað kominn til að njóta lífsins. Nú er það alvar- an, sem gildir. — Nú, þegar þér hafið feng ið tóm til að hugsa málið, ætl um við að taka til meðferðar hinn alvariega hluta þess, sem sé njósnastarfsemi yðar. Og allt, sem hingað til er komið, strikum við yfir sem eintóma lygi á lygi ofan. En nú tök- um við máiið frá byrjim. Við höfum nógan tíma og hér verðið þér að vera, á venju- legan fangakost, þangað til þér ákveðið að segja okkur sannleikann. Þeir sögðust ætla að byrja á fyrstu ferð minni til Austur- Evrópu, en það var til Pól- iands árið 1956, Þeir höfðu dagsetninguna, þeir höfðu nafnið á gistihúsinu, þar sem ég hafði dvalið oig þeir vildu láta mig fara að telja upp, hverja ég hefð hitt og talað við, til hvers ég hefði komið til landsins og hversvegna éig hefði snögglega tekið upp ferðaiög til Austur-Evrópu. Hver hefði sent mig? Étg sagðist blátt áfram ekki geta munað svona langt aftur í tímann, og úr því að þeir vissu á hvaða hóteli ég hefði búið, þá hlytu þeir að þekkja fyrirtækin, sem ég hefði heim sótt og þau kaup, sem ég hefði gert — ég væri bara verzlunarmaður og hefði ekk- ert að segja þeim, sem þá skipti nokkru. Þeir sögðu, að ef ég ætlaði að snúast svona við þessu, mundu þeir senda mig aftur i klefann minn og gefa mér umhugsunarnæði. Svo var far ið' með mig í klefann og þáð nokkuð harkalega, og skömmu seinna voru mín föt tekin frá mér, sömuleiðis allir eigin smáhlutir og svo vind- lingarnir. Éig hafði engin ullarföt og mátti ekki fá þau, sem kon- an min hafði komið með. Mér var því illilega kalt. Ég varð að vefja gömlum handklæð- um um fæturna á mér og und ir nærbolinn setti ég blöð af Fravda, sem komu í klefann til mín. Þetta var eina blaðið, sem ég fékk — þeir trúðu því alls ekki að ég kynni ekki rúss- nesku. Þeir sögðu, að þetta væri bara látalæti í mér, til að villa fyrir; ég hefði aldrei getað gert samninga án þess að kunna málið, og að brezka upplýsingaþjónustan hefði al drei sent mig þetta, mállaus- an á rússnesku. f þrjár vikur kom enginn til min. í þrjár vikur sat ég svona í klefanum. Þeir fengu mór pappír og blýant, sem þó var tekinn frá mér á kvöldin, og sögðu mér að skrifa alla sögu mína, en það lét ég ógert eins og nærri má geta. Ég teiknaði myndir á papp- írinn, tók að teikna húsið mitt að nýju og bæta í það nýju eldhúsi á pappírnum (þeg ar ég loks komst heim aftur, fór ég að breyta húsinu, eftir þessum frumdráttum). Ekkert fengu þeir mér að lesa og jafn vel Pravda hætti að koma til mín, að einni viku liðinni. Þegar ég fór á salernið, tókst mér að ná í fleiri blöð til að halda á mér meiri hita með. Svo gerði ég líkamsæf- ingar í klefanum í sama til- gangi. Ég hafði síðar bómull- arbuxur, þunnan bómullar- samfesting, strigaskó, en enga sokka. Þegar ég fór út að ganga, var mér fenginn skít- ugur, þuiigur yfirfrakki. Séð til himins Ég fékk einnar klukkustund ar hreyfingu á dag, uppi á þakinu á Lu'byanka, og þaðan sást ekkert nema himininn. Þarna var turn — tveir vopn- aðir verðir, í litlum varðskýl- um, og steinflöturinn á þak- inu, sem ég hafði til umráða, var 12x12 fet, en í kring voru lóðréttir stálveggir með gaddavír ofan á — um 14 feta háir. Stöku sinnum heyrði ég í öðrum föngum, sem gengu um og skröfuðu saman. Einu sinni var sígarettu fleygt yfir til mín. Ef mann vantaði reyk þurfti ekki annað en berja eitt högg á vegginn og ef svo stóð á, að nágranninn átti síga rettu og ekki var horft á hann í þann svipinn, fleygði hann einni yfir vegginn. En ef upp komst, varðaði það viðbótar- refsinigu. Ég lét slag standa og fieygði orðsendingu yfir vegiginn. Yörðurinn gat ekki verið alls staðar með augun í einu, og stundum meðan verið var að ieiða okkur inn eða út, gat hann haft hugann annarsstað ar. Ég komst i svona samband við eina þrjá fanga á þessum sex mánuðum, sem ég var þarna. Það var níðkalt að ganga þarna, en það var þó að minnsta kosti hreint ioft og hreyfing. í klefanum mínum var ég mest allan tímann að hreinsa og fága, því að þarna var all óhreint. Ég gerði lí- kamsæfingar og ég gat gengið eftir ganginum að kalda kran anum, einu sinni að roorgni og einu sinni að kvöld. En rakað mig gat ég ekki nema þegar ég fór í baðherbergið og það var einu sinni á 10-12 daga fresti. Rakarinn hafði raf magnsklippur og þessvegna fékk ég aidrei aimenniiegan rakstur. Hárið létu þeir vaxa; og ég átta mitg á því núna, að þar höfðu þeir í huga útiit mitt við opinberu réttarhöld- in. Þegar hér var komið sögu, var mataræðið orðið býsna bágborið. Á þessum þremur vikum var það verulega vont, Ég fékk hálfan annan sykur- mola á morgnana, fjóra þuml unga af svartabrauði, og um átta únsur af hræðilegu brauði, sem var allt rakt og illmeltanlegt. Svo fékk ég ein hvern óskaplegan graut úr grófu korni og vatni — þetta var fangelsa-hafragrauturinn rússneski — og svo ónýtt te — jnjög ónýtt — einu sinni á dag. Lélegt mataræ'ði Þetta var suitarkostur, eða því sem næst. Ég hiýt að hafa horazt mikið á þessum þrem- ur vikum, og mér var gert líf- ið eins óþægilegt og þeim var írekast unnt. Ég hugsaði með mér: — Fari þeir til fjandans! Ef þeir fara svona að mér, skal ég svara í sömu mynt. Enda gat ég ekki haldið uppi móðnum á annan hátt. Ailan þennan tíma fékk ég auðvitað aldrei að hafa neitt samband við konuna mina — engin bréf, engar bæjtur. Ekk ert að lesa, alis ekkert að gera nema krota á þann papp- ír, sem enn var eftir. Að liðnum þremur vikum, var ég enn færður til yfirheyrsiu. Þar voru enn mættir þeir hers- höfðinginn, ofurstinn oig túlk- urinn. — Jæja, nú hafið þér fengið tóm til umhugsunar. Hvar eru minnisgreinarnar, sem þér hafið skrifað? Ég satgði: — Ég hef engar minnisgreinar skrifað..... og svo bar vörðurinn fram öll blöðin, sem ég hafði verið að 'krota á, með teikningum af eldhúsinu mínu oig nokkrum bílum, sem ég hafði verið að rissa, mér til dægrastyttingar, Þeim líkaði þetta ekki og sögðu mér, að ef ég ætlaði á- fram að snúast svona við mál inu, þá skyldu hvorki ég né aðrir hafa gott af því. Og svo tóku þeir að spyrja mig spjör unum úr — um það sama oig áður. Langt komumst við ekki, því að ég sagði þeim. að ég hefði beinlínis alls ekk- ert að segja þeim. En svo — um það bil tveim döigum síðar, þegar íarið var með mig út úr klefanum, var komið inn í allt annað her- bergi. Þar voru sjálfsagt einir átta Rússar, þar á meðal nokkrir varahershöfðingjar og svo túlkur. Og sitjandi þar á stól var Penkovsky. Þetta var víst það, sem kallað er að leggja spilin á borðið — sameiginiegt rétt- arhald yfir okkur báðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.